Morgunblaðið - 06.03.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976
19
Baldvin Þ. Kristjánsson:
Hugleiðingar um merka bók
ÖSJALDAN virðist það vera svo,
að því meira sem í bækur er
spunnið, því þynnra hljóði er um
þær þagað af þeim, sem annars
leggja í vana sinn eða eru at-
vinnumenn í því að skrifa um
bækur.
Enn eina staðfestingu á þessu
fannst mér ég fá í sambandi við
lestur merkrar bókar, sem Haf-
steinn Guðmundsson bókaút-
gefandi í Þjóðsögu gaf út síðla
fyrra árs. Þótt mér sé ekki
kunnugt um, að nokkur gagnrýn-
andi hafi séð ástæðu til að geta
um þessa bók, hika ég ekki við að
telja hana stórathyglisverða og
eina af merkustu bókum, sem út
komu á árinu, og þótt lengra sé
leitað. Svo fersk og frumleg er
hún, um ævarandi viðfangsefni,
hugsandi og leitandi manna að
hún á vart sinn lika um efnismeð-
ferð og vísindalegt viðhorf i ann-
ars andlegum og yfirskilvitlegum
málum, og viðhorfum til áður lítt
eða ókannaðra skynsviða manns-
ins.
Hér að framan á ég við bókina
„NÝJAR VIDDIRIMANNLREGI
SKYNJUN" eftir dr. Shafica
Karagulla, sérfræðing I tauga- og
geðsjúkdómum. Ut af fyrir sig er
það eftirtektarvert fyrirbæri, að
viðkunnur og snjall vísindamaður
í læknisfræðum, á öruggri frama-
braut, við hin beztu lifsskilyrði,
rífur sig frá öllu þessu til að helga
líf sitt og starf vísindalegum
rannsóknum i lítt kunnum fræð-
um, þótt gömul séu, sem til
skamms tíma hefur yfirleitt þótt
hæfa að hæða og jafnvel lítils-
virða — ekki sízt af einmitt þeim,
er þrykktir eru gæðastimpli
háskólavísindamennsku. Allslaus
og í fullkominni óvissu, brýtur
bókarhöfundur allar brýr að baki
og heldur út á „veraldarsjóinn“ í
leit að órannsökuðum sannleika á
hinum hæpnustu miðum, bæði frá
fjárhagslegum og vísindalegum
sjónarmiðum og jafnvel siðferði-
legum. Gegn öllum þessum var-
hugaverðu torfærum heldur
höfundur geiglaus með horskum
hug, enda þótt á stundum i upp-
hafi sæktu að henni svipir efans,
og er af öllu þessu mikil saga, sem
sögð er í bókinni
Það hefur löngum verið vitað
og viðurkennt, að maðurinn „væri
ekki allur þar sem hann væri séð-
ur.“ Auk hinna venjulegu manna
— alls fjöldans — hafa jafnan
verið til einstaklingar, sem skorið
hafa sig úr um sérstæða og marg-
slungna skynhæfni i ýmsar áttir,
og þá gjarna verið álitnir „skrýtn-
ir“, ef ekki annað verra, og
kallaðir ýmsum nöfnum, sem
gáfu til kynna, að þeir væru tæp-
lega eða alls ekki heilbrigðir;
ekki „eins og fólk er flest,“og víst
má það til sanns vegar færa. Hinu
hefur víst aldrei verið trúað um
þetta fólk, að það væri e.t.v. bezt
af guði gefið og fullkomnasta
fólkið, og fyrirfyndist i miklu rík-
ari mæli en vitað hefur verið og
viðurkennt til þessa. En það er
einmitt þetta m.a sem dr. Kara-
gulla hefur verið að rannsaka og
sýna fram á — ekki með þjóð-
sagnakenndum og rómantískum
trúar- eða tilfinningahita — svo
mjög sem slíkt getur verið
hrifandi — heldur bláköldum,
visindalegum rökum og heil-
brigðri skynsemi. Hún hefur
aflað sér upplýsinga og rann-
sóknarefnis víða um lönd og
álfur, og lagt rannsóknarrækt við
fjölda hæfileikafólks — ekki sízt
lækna og annað menntafólk —
sem gætt er sérstöku og undra-
verðu skynnæmi. Það er hin
„æðri skynjun" þessa fólks sem
fyrst og fremst er viðfangsefni
hennar — „Higher sense
Perception", skammstafað „HSP“
— og það er iJæstum ótrúlegt,
hverjum visindaárangri hún
hefur náð, sem reyndar væri
alveg óhugsandi, ef henni hefði
ekki auðnast að ná varanlegri
rannsóknarsamstöðu við mikinn
fjölda hinna beztu úrvals- og
hæfileikamanna. Hún og hennar
samstarfsfólk leiðir m.a í ljós, að
hér er um ótrúlega auðugan garð
að gresja, sem opnar möguleika
HELLUBIÓ
Með danslelk
helgarinnar
Haukar sjá um sveltaball
gamlir grallarar og sveittir brallarar dregnir
fram sem sagt gott stuð í kvöld.
RANDI MEÐ LÉTT DISKÓ SHOW Á„MJLLJ
Sem sagt geyspum
(austur
Sætaferðir
B.S.Í.
Þorlákshöfrt,
Hveragerði,
Laugavatni,
Grindavík.
til víðari skilnings og hærri lífs-
sýnar fyrir allan fjölda manna, en
ekki aðeins fáa útvalda.
Einhver mesti harmleikur
mannsins er ' að skynja ekki
sjálfan sig rétt og til fulls — að
vera að mestu ókunnugt um þá
hæfileika, sem með honum búa,
og skaparinn trúlega hefur gefið
öllum sínum börnum; meira og
minna — að vera ekki í reynd,
nema brot af því, sem hann raun-
verulega er. Ein er þó sú stétt
manna. sem þannig er í sveit sett,
að mikil gæfa til mannheilla
myndi fylgja, ef hún virkilega
uppgötvaði sjálfa sig og sæi í öðru
og æðra ljósi. Það er læknastéttin.
„Þeir eru ófáir, sem höfundur
leiðir til vit’nis um niðurstöður
sínar og sannreynir varðandi
margþættar sérgáfur á ólíkustu
sviðum efnis og anda og eins líka
þá staðreynd, nálega óbrigðula, að
þar sem einn fyrirfinnst með
ótvlræða HSP-hæfileika, spretta
gjarna út frá honum margir
áþekkir, þegar að er gætt, sem fáa
eða enga óraði fyrir. Þar má
sannarlega segja, að „funi
kveikist af funa.“ Enginn veit, né
getur vitað, hvilíkum fjársjóðum
mannkynið býr yfir að þessu
leyti, en víst er, að þvi fleiri
heiðarlegir hugsjónar og vísinda-
Framhald á bls. 25
Hljómsveit
Kalla Bjarna
LEIKUR í KVÖLD
Opið til kl. 2.
Allar veitingar
Fjörið verður
á hótelinu
í kvöld
VIÐ BYGGJUM LEIKHÚS
■P
Gamanleikurinn góðkunni sýndur í Austurbæjarbíói
til ágóða fyrir Húsbyggingarsjóð Leikfélagsins.
Skemmtið ykkur og hjálpið okkur að byggja leikhús.
Miðnætursýning Austurbæjarbíói
í kvöld kl. 23.30
Aðgöngumiðasalan í Austurbæjarbíói er opin frá
kl. 16.00 í dag. Sími 11384.
VIÐ BYGGJUM LEIKHUS