Morgunblaðið - 06.03.1976, Side 25

Morgunblaðið - 06.03.1976, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6, MARZ 1976 25 VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 14—1 5, frá mámjdegj.til föstu- dags. £ Hvers vegna ekki síðir kjólar? „Ég hef lesið auglýsingar um, að karlmenn gætu fengið leigða smókinga og kjólföt til nota við hátíðleg tækifæri." sagði kona, sem hringdi til Velvakanda. „Þetta kemur sér örugglega vel fyrir marga, sem ekki þurfa að nota slikan fatnað nema einu sinni á ári eða svo. Ég tala nú ekki um, ef menn þurfa ekki að klæð- ast slíkum fötum nema tvisvar til þrisvar á lífsleiðinni. í þessu sambandi datt mér í hug, hvort einhver kjóiaverzlunin vildi ekki hefja slíka leigu á síð- um kjólum fyrir kvenfólkið. Yrði það áreiðanlega vinsælt meðal kvenna, og er ég viss um, að marg- ar konur myndu notfæra sér það, bæði þær, sem nota síða kjóla oft, og hinar, sem sjaldan þurfa á þeim að halda.“ 0 Höfðar til margra kynslóða Velvakanda hefur borizt bréf frá „Sönnum tónlistarmanni" um músikþátt Atla Heimis Sveinsson- ar. Það barst einmitt daginn, sem Atli Heimir var að taka við tón- listarverðlaunum Norðurlanda- ráðs og auka hróður íslenzkrar tónlistar. Enda sagði Hans Astrand við afhendingu verðlaun- anna i Höfn m.a.: „Nú er til ung kynslóð islenzkra tónskálda, sem ekki stendur aðeins jafnfætis norrænum tónskáldum heldur og tónskáldum alls heimsins og henni tilheyrir ekki sízt verð- launahafi okkar.“ Atli hefur að undanförnu kynnt tónlist í útvarpsþáttum á þann veg, að almenningur hefur haft gagn af og hlotið mikið þakklæti fyrir. Hann hefur farið yfir þróun tónlistar með dæmum um allar stefnur og tegundir og kynnt hljóðfærin og uppbyggingu verka, áheyrendum til skilnings- auka. Nú hefur hann skv. bréfinu til Velvakanda verið kominn að nútimatónlist, sem oft er dálítið erfið þeim, sem ekki eru vanir að hlusta á hana. Enda sagði Atli Heimir i ræðu sinni við afhendingu tónlistarverðlaun- anna m.a. um það: „Ekki má þegja yfir þvi að hin svokallaða nútímatónlist höfðar til tiltölu- lega fámenns hóps, sem að vísu fer mjög vaxandi. En þetta rýrir ekki þýðingu hennar. Það er ekki unnt að meta tónlist eftir þvi til hve margra hún höfðar. Það er líka óhemju erfitt að beita hér hlutfallsreglunni. Það eru forrétt- indi góðrar listar að höfða ekki eingöngu til einnar kynslóðar, heldur til margra." Og hér kemur svo bréfið, sem Sannur tónlistarmaður sendir okkur: % Sönn tónlist „Mig langar til þess að biða þig að flytja Atla Heimi þakkir fyrir dásamlegan músikþátt um kl. 14:30 núna á laugardaginn sið- asta. Eitt er það þó sem mig lang- ar til þess að fá útskýringu á og það er: Hvaða listamaður var það sem var að æla i blikkfötuna þarna i miðjum þættinum? Og svo fannst mér svo skemmtilegt þegar hann kúgaðist í B-dúr. Mér fannst hálfleiðinlegt hvað vesalings maðurinn kúgaðist lengi, en ég var þó með á nótunum þegar hann steig ofaná fjandans kött- inn, sem skrækti þarna með. Svo var þetta stórkostlegt þegar hann rúllaði blikkfötunni eftir hrufóttu gólfinu og siðan valt hún niður allan stigann í A-dúr. Það var líka góður kafli þegar bíllinn ók niður götuna með allar mjólkurdósirnar aftani. Oh, hvað það var svo dásamlegt þegar bíll- inn rakst á staurinn með öllu því brothljóði, þeg'ar framrúðan brotnaði, og svo korrið i bíl- stjóranum meðan hann var að hengjast í öryggisbeltinu. Fret- búms-kaflinn var einnig góður. Þessir lágu löngu fretir eru svo sætir, mér finnst miklu meira til um þá en þessa stuttu hvellu skratta, þó kattaýlfur og glasa- brothljóð séu til. uppfyllingar. Spangól-sónatan var indæl. Mér finnst að það hefði mátt hafa kjölturakka með i þessum þætti. Þessir stóru eru svo dimmraddað- ir. Svo finnst mér alveg ótækt að stiga ofaná marga ketti á einu, bara vegna dýranna." ^ Óánægður með söng Þá hefur 4573—4936 sent okkur bréf um tónlistarflutning í út- varpinu og er ekki ánægður. í þetta sinn var það siðasta lagið fyrir fréttir fimmtudaginn 19. febrúar kl. 12.30, sem var Blóm eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta eftir Stein Steinarr sem fór í taugarnar á honum. Ekki er það þó lagið sjálft sem 4573—4936 er óánægður með, heldur meðferð söngvarans Guðmundar Jónsson- ar. Kveðst hann orðinn leiður á Guðmundi og spyr hvort það sé framkvæmdastjóri útvarpsins sem velji lög með honum til flutnings. Svona er smekkurinn misjafn. Velvakanda þykir alltaf gott og hressandi að heyra í Guðmundi og finnst það rétti tíminn til að bregða plötu með söng hans á fóninn fyrir fréttirnar. E.t.v. finnst framkvæmdastjóra útvarpsins það lika. En líklega hefur sá góði maður ýmislegt ann- að að gera hjá útvarpinu en að velja plötur á fóninn. í þessum dálki Velvakanda höf- um við heyrt álit tveggja tón- Iistarunnenda, sem líklega eru ekki sammála um hvað flytja eigi, fremur en aðrir útvarps- hlustendur. Og þvi ágætt að fá sitt litið af hverju. Hvað er eiginlega að gerast hér? Helen gerði aðra tilraun. — Eruð þér alveg vissir um að hún hafi verið hálsbrotin? Eruð þér yfirleitt alveg vissir um að hún hafi veriðdáin? Og var hann viss? Auðvitað var hann það, enginn vafi hvarflaði að honum. Enda þótt hann hefði aldrei séð látna manneskju fyrr — ekki einu sinni móður sína, vegna þess hún hafði látizt svo skyndilega að hann hafði ekki náð að dánarbeði hennar og hann hafði einnig glaðzt yfir þvf að geta munað hana lifandi en ekki dána — engu að sfður vissi hann að andspænis dáinni veru hafði hann staðið hér stundu áður. Gautier kom aftur, hljðður, kurteis og áhyggjufullur. Hin herbergin voru auð. I þessu her- bergi logaði á náttborðslampan- um cins og Uavid hafði sagt, svo að þetta hlaut að vera herbergið sem hann hafði átt við. Gat Ijósið hafa villt honum sýn. Hafði hann kannski séð algerar ofsjónir? Og ef ckki, sagði hann og endurtók orð Helenar, var hann viss um að konan hefði verið dáin? Að lokum var ekki um neitt annað að ræða en skoða húsið og HÖGNI HREKKVÍSI f. 1975 McNaught Syndicate, Inc. ------- — Hugleiðingar Framhald af bls. 19 menn sem gefa sig heilshugar og fordómalaust að þessum gagn- merku rannsóknum, — eins og dr. Karagulla — því auðrataðra verður um myrkviði hinna duldu, en stórkostlegu möguleika manns og heims. Möguleika til hvers? má spyrja. HSP-hæfileikar stytta leið að öll- um niðurstöðum; ljúka upp á ein- faldan og fyrirhafnarlítinn hátt — jafnvel í einu vetfangi — lítt eða með öllu óþekktum sannind- um, sem getur tekið venjulega menn ár og jafnvel aldir að leiða í ljós, þótt þeir starfi margir saman f víðtækri og margþættri sam- vinnu. Otalmörg tilfærð dæmi i bókinni benda ótvírætt til þessa. Allir hljóta að sjá, hver stórkost- legheit hér eru á ferð. Það er því nærtækt og aðkallandi verkefni að kanna stigu að þessum meira og minna duldu himinleiðum til hjálpræðis. Vonandi eróþarfi af höfundi að spyrja hvað „HSP-hæfileikar e.t.v. séu einhver tegund æðri vitundarstarfsemi sem eigi eftir að reynast næsta skrefið í þróun mannsins.“ En lokaorð bókar dr. Karagulla eru í senn eftirtektarverð og áhrifarík: „Mannkynið stefnir nú hrað- byri að því að tortíma sjálfu sér. Hvort sem það verður áður en svo fer eða eftir ragnarrökin, bendir sú þróun, sem nú á sér stað, til að mannsandinn muni risa upp á ný, líkt og fuglinn Fönix. Nýtt sam- félag mun rísa upp úr ösku hins gamla, þar sem æ fleiri munu sækja fram til heillandi uppgötv- ana á nýjum víðernum veruleika og reynslu. Þetta samfélag, sem i sannleika mun verða skapandi, mun ekki stefna að því að skapa ofurmenni, heldur nýtt mannkyn með nýtt skynnæmi, mannkyn sem i leit sinni að tilgangi stefnir að æðra siðgæði, þar sem heil- brigð hugsun og andleg verðmæti skipaöndvegi." Þökk sé þýðanda og út- gefandanum, Hafsteini Guðmundssyni, sem áður hefur sýnt andlegum menningarmálum hug sinn. Baldvin Þ. Kristjánsson. — Messur Framhald af bls.7 prédikar. Æskufólk les pistil og guðspjall. HAFNARFJARÐARKIRKJA. Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi Benediktsson. NJARÐVlKURPRESTAKALL Æskulýðssamkoma kl. 11 árd. I Innri-Njarðvík og í Stapa kl. 2 síðd. Jóhann Tómasson aðstoð- aræskulýðsfulltrúi prédikar. Æskulýðssamkoma í Stapa kl. 8.30 siðd. Séra Páll Þórðarson. KEFLAVÍKURKIRKJA. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Æskulýðsmessa með þátttöku fermingarbarna kl. 2 siðd. Æskulýðssamkoma I Stapa kl. 8.30 sfðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. GRINDAVlKURKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Arni Sigurðsson. HVALSNESKIRKJA Æsku- lýðsguðþjónusta kl. 1.30 siðd. Séra Guðmundur Guðmunds- son. ÚTSKALAKIRKJA Æskulýðs- guðþjónusta kl. 1.30 siðd. Séra Guðmundur Guðmundsson. AKRANESKIRKJA. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Æsku- lýðsguðþjónusta kl. 2 síðd. Gylfi Svavarsson kennari pré- dikar, ungmenni aðstoða. Kvöldvaka með fjölbreyttu efni kl. 8.30 síðd. Sóknarpresturinn. — Hvað er hægt. . . Framhald af bls. 10 uð með hliðsjón af breytingum sem unnið hefur verið að annars staðar á Norðurlöndum. Ólöglegar stöður bifreiða Sett verði í umferðarlög skýr ákvæði er heimili lögreglu að fjarlægja á kostnað eigenda öku- tæki sem standa ólöglega. öryggisbúnaður ökutækja. Reglugerð um gerð og búnað ökutækja verði endurskoðuð og tekin upp ftarlegri ákvæði um öryggisbúnað þeirra. Umferðarráð vekur athygli á, að á vegum umferðarlaganefndar er senn lokið ítarlegri endurskoð- un á reglugerð um umferðar- merki. Telur ráðið nauðsynlegt að hinar nýju reglur komi til fram- kvæmda sem fyrst. III. Aðrar hugmyndir, sem leitt geta til varnar gegn slysum f umferð. Notkun bfibelta Umferðarráð mun á næstunni taka afstöðu til þess, hvort æski- legt sé að lögbjóða notkun bfl- belta, svo sem hefur verið gert annars staðar á Norðurlöndum og viðar. Notkun öryggishjálma. Umferðarráð mun innan tfðar taka afstöðu til þess, hvort rétt væri að lögbjóða notkun öryggis- hjálma við akstur bifhjóla og léttra bifhjóla. Umferðaröryggisáætlun. Þær þjóðir sem náð hafa hvað mestum árangri til varnar gegn slysum 1 umferð hafa gert itarleg- ar áætlanir um aukið öryggi i umferð. Má sem dæmi nefna um- ferðaröryggisáætlanir Banda- rfkjamanna og Svía. Árið 1971 gerðu Norðmenn fyrstu umferð- aröryggisáætlun sfna og hafa gert slfkar áætlanir árlega sfðan. Til- gangur með gerð og framkvæmd umferðaröryggisáætlana er m.a.: a) Að taka saman yfirlit um nauðsynlegustu verkefni á sviði umferðaröryggismála. b) Að tryggja nána samvinnu og samræmd vinnubrögð þeirra sem að umferðaröryggismálum starfa. c) Að tímasetja einstakar að- gerðir með gerð almanaksáætlun- ar og gera grein fyrir þvf, hvaða aðili eigi frumkvæði og beri ábyrgð á hverri einstakri aðgerð. Umferðarráð telur timabært að samin verði umferðaröryggisáætl- un á svipuðum grundvélli og i nágrannalöndum okkar. Nýtt lágmarks- verð á fiski og fiskúrgangi VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið, að lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjölvinnslu frá 1. til 15. febrúar 1976 skuli vera óbreytt frá þvf sem gilti I janúar 1976, samanber tilkynningu ráðsins nr. 5/1976. Ennfremur hefur Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 16. febrúar til 31. mai 1976. a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskbein og heill fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg. kr. 3.00. Karfabein og heill karfi, hvert kg. kr. 4.60. Steinbitsbein og heill steinbítur, hvert kg. kr. 1.95 Fiskslóg, hvert kg. kr. 1.35 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg. kr. 2.73. Karfi, hvert kg. kr. 4.18. Steinbítur, hvert kg. kr. 1.77 Verðið er miðað við að selj- endur skili framangreindu hrá- efni i verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.