Morgunblaðið - 06.03.1976, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1976
Steinunn og Jórunn báru
nokkuð af á ÍR-mótinu
Steinunn Sæmundsdóttir og
Jórunn Viggósdóttir —stúlkurn-
ar sem tóku þátt í Olympíuleikun-
um I Innsbruck á dögunum
sigruðu örugglega í sínum grein-
um á skíðamóti IR sem fram fór í
Bláfjöllum um fyrri helgi. Þær
gátu ekki keppt þar saman, þar
sem Steinunn er enn ekki orðin
16 ára, en þeim aldri þurfa kepp-
endur að hafa náð til þess að fá að
keppa í flokki fullorðinna Þurfti
Steinunn reyndar meira fyrir sln-
um sigrum að hafa í iR-mótinu en
Jórunn, þótt hún keppti I ungl-
ingaflokki, þar sem María Viggós-
dóttir yngri systir Jórunnar veitti
henni nokkra keppni, einkum i
sviginu, þar sem munurinn á
3 blakleikir
um helgina
ÞRÍR leikir verða I 1. deild islands-
mótsins I blaki um helgina. Þróttur
og ÍMA mætast I íþróttahúsi Kenn-
araháskólans I kvöld og hefst viður-
eign þeirra klukkan 20.30. Á morg-
un leika Þróttur og UMFL og siðan
ÍS og ÍMA, á undan þessum leikjum
mætast Þróttur og Vikingur. Hefst
fyrsti leikurinn annað kvöld klukkan
1 9.00. en allir fara þeir fram I Haga
skólanum.
Staðan i 1. deild karla er nu þessi:
iS 6 6 0 18:5 319:210 12
UMFL 7 5 2 18:8 354:252 10
Vtk. 7 4 3 15:10 314:260 8
Þróttur 5 3 2 10:9 227:227 6
UMFB 4 0 4 0:12 87:182 0
þeim varð ekki nema röskar 6
sekúndur. Jórunn vann hins
vegar helzta keppinaut sinn,
Önnu DIu Erlingsdóttur, með um
30 sekúndna mun, bæði f svigi og
stórsvigi.
Greinilega er nú töluverð
gróska í skíðaíþróttinni sem
keppnisgrein i Reykjavík og þeir
sem láta mest að sér kveða á þeim
vettvangi eru flestir ungir að
árum og eiga vafalaust möguleika
á þess að bæta árangur sinn veru-
lega í framtíðinni. Þannig mátti á
iR-mótinu sjá marga efnilega
unglinga i yngri aldurshópunum,
unglinga sem kunna orðið mikið
fyrir sér í íþróttinni, þar var líka
keppnin hörðust, sérstaklega í
stórsvigi drengja 15—16 ára.
Keppni i svigi karla var einnig
nokkuð skemmtileg en þar bar
hinn bráðefnilegi skíðamaður úr
KR, Bjarni Þórðarson, nokkuð
öruggan sigur úr býtum. Náði
hann langbeztum brautartima i
fyrri umferðinni, 60,19 sek., en í
seinni umferðinni náði hins vegar
Ármenningurinn Kristján
Kristjánsson beztum tíma 61,07
sek. á móti 61,21 sek. hjá Bjarna
og krækti Kristján þar með í
þriðja sætið.
Helztu úrslit i mótinu urðu
þessi: STÓRSVIG Stúlkur 13—15 ára: Steinunn Sæmundsdóttir, A 124,8
Marfa Viggósdótt ir, KR 143,1
Nína Helgadóttir, lR 147,4
Drengir 13—14 ára: Ami Þór Arnason, A 133,8
Lárus Guðmundsson, A 148,0
Drengir 15—16 ára: Páll Valsson, IR 68,9
Hallgrímur Ifelgason, IR 70,7
Geir Sigu rðsson, A 77,1
Karlar:
Guðjón Ingi Sverrisson, A 64,1
A rnór Guóbjartsson, A 66,0
Thor Strandenæs, IR 66,8
Konur:
Jórunn Viggósdóttir, KR 68,7
Anna Día Erlingsdóttir, KR 90,8
Halldóra Hreggviðsdóttir, IR 121,7
SVIG:
Stúlkur 13—15 ára:
Steinunn Sæmundsdóttir, A 102,05
María Viggósdóttir, KR 108,47
Svava Viggósdóttir, KR 111,23
Konur:
Jórunn Viggósdóttir, KR 133,86
Anna Día Erlingsdóttir, KR 160,63
Hildur Harðardóttir, IR 185,63
Drengir 15—16 ára:
Helgi Geirharósson, A 124,25
Guðmundur Jakohsson, A 130,74
Hjörtur Þórðarson, A 132,53
Karlar:
Rjarni Þórðarson, KR 121,40
Tómas Jónsson, A 124,42
Kristján Kristjánsson, A 124,59
Skíðamót ÍR
Sklðadeild ÍR gengst fyrir skfða-
móti fyrir börn 12 ára og yngri I
Hamragili um helgina. Stórsvig verð-
ur á laugardag, hefst keppnin klukk-
an 14.00, en nafnakall klukkan
12.00. Á morgun verður keppt I
svigi, keppnin hefst kl. 13.00, en
nafnakall kl. 12.00
KR mœtir
Njarðvíkingum
Þrlr leikir fara fram I 1. deild
Íslandsmótsins I körfuknattleik um
helgina. Aðalleikurinn verður á milli
KR og Ungmennafélags Njarðvlkur
og hefst klukkan 14 oo I Hagaskóla I
dag. Klukkan 17.oo hefst svo leikur
ÍS og Snæfells I Kennaraháskólan-
um. Á morgun klukkan 11.30 leika
svo Snæfell og Valur á Akranesi.
Páll Björgvinsson skorar I landsleik — vonandi tekst honum að leika
þann leik sem oftast f Júgóslavíu.
Hjördfs Sigurjónsdóttir skorar einamarksitt f leiknum við Armann á
dögunum. Vonandi tekst Hjördfsi oft að klekkja á bandarfsku stúfkun-
um f vörninni eins og hún hcfur snúið á Önnu Dóru. (Ijósm RAX.)
Erfiðnr róðnr hjá handknattleiks-
landsliðinn í Júgóslavín á morgnn
tSLENZKA landsliðið f hand-
knattleik karla leikur sfðasta leik
sinn f undankeppni Olympfuleik-
anna á morgun og mætir þá fiðið
Júgósfövum f heimalandi þeirra.
Kom fslenzka landsliðið til Júgó-
slavfu f gærkvöldi og notar sfðan
tfmann til þess að undirbúa sig
fyrir leikinn.
Litil von er til að íslenzka lands-
liðið standist Júgóslövum snúning
í leiknum á morgun. Sem
kunnugt er eiga Júgóslavar eitt
bezta handknattleikslandslið i
heimi og eru þeir núverandi
Olympíumeistarar. Lið þeirra
hefur verið búið allvel undir leik-
inn á morgun, en af mörgu má þó
Leikið við Baiidaríkjastólkur
á Keflavíkurflugvelli á morgun
ISLENZKA kvennalandsliðið —
eða unglingalandslið stúlkna —
leikur á morgun gegn bandarfska
kvennalandsliðinu f fþróttahúsi
varnarliðsins á Kaflavfkurflug-
velli. Hefst leikurinn klukkan
15.00. Bandarfska liðið er væntan-
legt hingað til lands f dag og
leikur þrjá leiki f ferðinni eins og
greint hefur verið frá.
Hingað til hefur fslenzkt lands-
lið ekki tapað fyrir bandarfsku f
handknattleik, en spurning er
hvórt að þvf kemur f þeim þrem-
ur leikjum, sem fyrirhugaðir eru
f ferðinni. Bæði er það að banda-
rfsku stúlkunum hefur að sögn
mjög vaxið ásmegin að undan-
förnu og svo hitt að það landslið
Islands sem nú teflt fram er eng-
an veginn eins sterkt og það gæti
verið.
Enda eru okkar reyndustu
handknattleikskonur úti í kuldan-
um og er það furðulegt hjá lands-
liðsnefnd að gefa í skyn að
kvennalandslið skuli lagt niður
þó svo að örfáar sterkar hand-
knattleikskonur gefi ekki kost á
sér af persónulegum ástæðum.
Hvernig væri það i karlahand-
knattleiknum ef Ölafur H. Jóns-
son og nafni hans Benediktsson
bættust í hóp þeirra Geirs Hall-
steinssonar og Pálma Pálmasonar
— yrði þá landslið karla lagt nið-
ur og unglingalandslið sent gegn
Júgóslövum?
Landsliðsnefndin hlýtur að
breyta landsliðinu fyrir seinni
leikina í ferðinni; ekki er stætt á
öðru. Aö hverju eiga stúlkur eins
og Oddný Sigsteinsdóttir og jafn-
öldrur hennar að keppa ef ekkert
er landsliðið. Það getur ekki verið
stefna landsliðsnefndarinnar að
ef handknattleikskona er orðið 22
ára þá eigi hún ekki möguleika á
að komast f landsliðið. Landsliðs-
nefndarmenn — og konur vita
það jafnvel og undirritaður að um
tvítugt hverfur stór hluti hand-
knattleikskvennanna úr íþrótt-
inni og því er bráð nauðsyn að sjá
þeim, sem halda áfram og sýna
hæfileika í íþróttinni fyrir aukn-
um verkefnum, landsleikjum og
einhverju öðru en leikjum með
sínum félagsliðum við sömu mót-
herjana ár eftir ár eftir ár.
Þessari gagnrýni er engan veg-
inn beint gegn stúlkunum, sem
skipa landsliðið okkar í leiknum
morgun. Þær hafa flestar sýnt
áhuga í vetur og þeim fylgja ekk-
ert annað en góðar óskir í leikn-
um á Keflavíkurflugvelli á morg-
un.
-áij.
marka að Júgóslavarnir óttast Is-
lendinga ekki ýkja mikið í leikn-
um. Til þess hafa þeir líka tæpast
ástæðu. Þeir unnu fyrri leikinn i
undankeppninni, sem fram fór í
Reykjavík með 6 marka mun, og
hingað til hefur júgóslavneska
landsliðið ekki verið lamb að
leika við á heimavelli. Kom fram 1
viðtali Morgunblaðsins við
nokkra af júgóslavnesku
landsliðsmönnunum, sem birtist
fyrir nokkru, að þeir teldu allar
líkur á mun stærri sigri í leiknum
I Júgóslavíu.
Undirbúningur landsliðanna
fyrir undankeppni Olympfuleik-
anna hefur einnig verið mjög
ólik. Júgóslavneska landsliðið
hefur æft meira og minna saman í
mörg ár, en undirbúningur ís-
lenzka liðsins hins vegar verið í
nokkrum molum. Fyrir fyrri leik-
inn, f desember, var reyndar farið
í æfingaferð til Danmerkur, en
eftir landsleikinn sögðu sumir
landsliðsmannanna f viðtölum við
fjölmiðla að sú ferð hefði verið
það erfið að þreyta hefði setið í
þeim í leiknum. Nú var undirbún-
ingur landsliðsins nánast enginn
áður en haldið var utan og leikið
við Luxemburgara, enda var
frammistaða liðsins í þeim leik
eftir því. Hafa Luxemburgarar
sennilega aldrei náð jafn hag-
stæðum úrslitum og þeir náðu í
leik þessum í keppni við þjóð sem
talin er góð handknattleiksþjóð,
en úrslit hans urðu 18:12. Má
nefna til samanburðar að Júgó-
slavar unnu leik sinn í Luxem-
burg sem fram fór fyrir nokkru
með 16 marka mun: 27:11. Eftir
landsleikinn við Luxemburgara
hefur fslenzka landsliðið svo
leikið fjóra æfingaleiki við frönsk
og vestur-þýzk félagslið og hefur
útkoma í þeim leikjum tæpast
verið til þess að hrópa húrra fyrir.
Þó var árangur fslenzka liðsins í
síðustu tveimur æfingaleikjunum
viðunandi og bendir hún til þess
að liðið hafi heldur verið að
þjappast saman.
Vonandi er að fslenzka lands-
liðið nái viðunandi útkomu í leik
sínum f Júgóslavfu á morgun.
Þótt vonlaust megi heita að mögu-
leikar séu á því að komast f loka-
keppni Olympíuleikanna þá hafa
úrslit leiksins eigi að síður mikil
áhrif, ekki hvað sízt með tilliti til
framtíðarviðskipta Islendinga við
sterkustu handknattleiksþjóð-
irnar. tslenzka handknattleiks-
Framhald á bls. 27
Skíðaxkóli í Skálafelli
SKÍÐADEILD KR mun um næstu
helgar standa fyrir sklðakennslu fyrir
almenning undir stjórn Jóhanns
Vilbergssonar sklSakappa, en honum
til aðstoðar verða nokkrir sklðamenn
er kenna sem sjálfboðaliðar á vegum
KR.
Kennslan fer fram við lyftu 5, sem
er austasta lyftan I Skálafelli og eru
brekkur þar mjög hagstæðar til
kennslu fyrir almenning.
Kennt verður I 3 flokkum, eftir
getu hvers og eins. Þátttakendur
verða sem næst 10 I hverjum flokki.
Kennslugjald er kr. 300 fyrir hverja
önn og kr. 100 fyrir börn innan 12
ára.
Fyrri önn er frá kl. 11.00—12.30
Slðari önn er frá kl.
15.00—16.30.
Skráning fer fram við lyftu 5.
Kennsla hefst næstkomandi sunnu-
dag.
Reynt verður að kynna almenningi
allt það nýjasta sem kennt er I sklða-
Iþróttinni og eru nokkrir KR-ingar
erlendis um þessar mundir I þeim
tilgangi að fylgjast með nýjungum.