Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
Sextug í dag:
Ósk Ólafsdóttir,
Bolungarvík
Frú Osk Ölafsdóttir í Bolungar-
vik á í dag sextugsafmæli. Á þeim
tímamótum í lífi hennar eiga
frændur og vinir margs að
minnast frá liðnum tima. Hún er
elst af 15 börnum þeirra Maríu
Rögnvaldsdóttur og Ölafs Hálf-
dánarsonar, sem lengi bjuggu á
Hesti og Folafæti í Seyðisfirði, en
fluttust árið 1930 til Bolungar-
víkur. Þar ólu þessu dugmiklu
heiðurshjón upp sinn stóra barna-
hóp. Þeir, sem kynntust þeim
Ölafi og Maríu, munu jafnan
minnast þeirra með virðingu og
þakklæti. Dugnaður, drengskapur
og bjartsýni mótuðu allt þeirra
starf og baráttu. Oft áttu þau við
erfiðleika að etja. Sex sinnum ól
María tvíbura. En enginn sá, að
það fengi á hana. Hún annaðist
heimili sitt jafnan af sama rösk-
leika, glöð og hress.
Ölafur Hálfdánarson líktist
konu sinni um margt. Kjarkur og
lífsgleði mótuðu störf hans, hvort
sem hann vann að landbúnaði eða
sjómennsku í Seyðisfirði eða út í
Bolungarvik. Hann var sívinn-
andi þar til hann lést 81 árs að
aldri fyrir tæpum þremur árum.
María Rögnvaldsdóttir lifir mann
sinn og er nú nýlega orðin 85 ára.
Ösk Ölafsdóttir og systkini
hennar erfðu manndóm og dreng-
skap foreldra sinna. Við, sem
ólumst upp með þessu góða fólki,
minnumst þess ævinlega með
gleði. Ósk fluttist fermingarárið
sitt til Bolungarvíkur með for-
eldrum sínum. Þar hefur hún
unnið fjölþætt og gott starf. Hún
hefur tekið ríkan þátt í félagslífi
þessa mikla athafnabyggðarlags,
þar sem fólkið stendur saman af
sérstæðri samheldni. Hún hefur
aldrei dregið af sér, hvort heldur
hefur verið í uppbyggingu og
rekstri nýs og glæsilegs félags-
heimilis, í hreppsnefnd, kven-
félagsstjórn eða stjórnmálaaf-
skiptum. Félagsstörfin hafaverið
henni hjartfólgin viðfangsefni og
þeir, sem starfað hafa með henni
hafa haft af því gagn og gleðí.
Undanfarin ár hefur Ósk unnið
i vefnaðarvörudeild verslunar
Einars Guðfinnssonar undir for-
ystu Jónataps Einarssonar
frænda síns. Þar sem annars
staðar hefur hún rækt störf sín af
árvekni og dugnaði í þessu
myndarlega fyrirtæki eins glæsi-
legasta verslunarhúss Vestfjarða.
Þegar ég minnist kynna minna og
samstarfs við Ösk Ölafsdóttur er
mér efst í huga tryggð hennar og
vinátta okkar frá unglingsárum.
Yfir þá vináttu mun ekki fenna
þótt árin líði.
Ósk er gift Halldóri Halldórs-
syni verslunarmanni. Eiga þau
fjögur myndarleg börn, þrjá syni
og eina dóttur.
Við Olöf árnum henni allrar
blessunar sextugri og fjölskyldu
hennar og frændliði öllu gæfu og
gengis.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Svona geta manneskjurnar elst.
Það er alveg makalaust hve al-
manökin geta villt um fyrir
manni. Hér áður var alltaf miðað
við kirkjubækurnar, og sagt sem
svo: „Ekki ljúga kirkjubækurn-
ar.“ En auðvitað lugu kirkju-
bækurnar. Sumir áttu ekki einu
sinni afmælisdaginn sinn í friði.
Jafnvel ekki einu sinni ártalið.
Já, það er af, sem áður var. Nú
þykir það ekkert að eldast. Ósk,
okkar allra í Bolungarvík, er allt í
einu orðin sextug. Komin út á
þetta fræga sextuga dýpi, og
stendur þó uppúr, og hefur gert
svo lengi, sem ég man okkar
kynni.
I litlum byggðarlögum, eins og
úti á landi, sem Stór-
Reykvíkingar kalla gjarna
Krummavíkur, lifir fólk sínu dag-
lega lífi, og veit vel af sínu lífi,
veit, að það líf er engu ómerkara,
en það, sem lifað er í streitunni
hér sunnanlands.
Ósk Olafsdóttir er sextug í dag.
Hún hefur alið aldur sinn í þeirri
Krummavík vestra, sem Bol-
ungarvík nefnist. Hún hefur
verið ein þeirra kvenna, sem
stuðlað hafa að því, að sú
Krummavík er jafnan skrifuð
með stórum staf. Hvers vegna?
Skyldu menn nú vakna við
þessi orð? Ekki er ég viss um það.
En hitt veit ég, að Bolungarvík,
heimasveit Óskar Olafsdóttur, er
alltaf skrifuð með stórum staf í
mínum huga, einkanlega vegna
þess, að hún er stór sú vik, stór af
sjálfri sér, stór af fólkinu, sem
þar býr, sem þar unir ævi sinni
sátt við guð og menn.
Ég held það hafi verið jafn
snemma, sem ég kynntist Bol-
ungarvik, sem ég kynntist Ósk
Ólafsdóttur. Eg hafði komið
þangað vestur með hundrað tonna
bátnum Hugrúnu. Leifur Jónsson
minn ástkæri vinur, var þar skip-
stjóri. Hann hafði sagt, að hann
skyldi láta fara vel um mig, og svo
kom ég þá þar upp að Brjótnum,
og Einar Guðfinnsson var þar
mættur til að bjóða mér í morgun-
kaffi, sem ég þáði með þökkum,
hjá Elísabetu. Svo lá mín leið
næst til Óskar og Halldórs á
Skólastíg. Mátti síðan heita um
tíu ára bii, að leiðir okkar skildu
ekki, og hver veit, nema ég sakni
þeirra meira en orð fá lýst.
Góðir vinir eru sjálfsagt margir
á vegi manns. Sumir eru fljót-
andi, aðrir eins og klettar úr haf-
inu, og þannig hafa þau reynst
mér, Halldór og Osk.
Eitt var það kvöld, þegar við
ákváðum að ferðast suðúr um alla
Evrópu. Eg ætlaði að kaupa bíl í
London, og þau að koma með
okkur Dóru suður England, gegn-
um Frakkland, niður alla Italiu
upp allt Sviss, noður Þýzkaland
allar götur til Danmerkur, og
þaðan heim með Gullfossi.
Og það varð.
Mikil varð sú reynsla Hvort sú
reynsla varð meiri í París eða í
Róm, læt ég ósagt, en í það
minnsta man ég eftir stór-
skemmtilegu atviki þar suður í
Róm, þegar svissnesku lífverðirn-
ir páfans synjuðu Ósk um inn-
göngu i Péturskirkjuna, af því að
hún var i of flegnum kjól, og
hvernig við hlupum út allt
Péturstorgið út að bílnum okkar,
til að sækja islenska lopapeysu, til
að klæða Osk í, og þá virtist þeim
svissnesku létta.
Halldór og Ósk voru svo hrein
lútersk, að þau vildu ekki taka
þátt i þvi, þegar við Dóra kysstum
á stóru tána Péturs postula, eftir
fyrirskipan Einars Magnússonar
rektors, stóðu álengdar og hafa
sjálfsagt beðið Martein Lúther að
forða sér frá þeirri villu.
Nú skal hér staðar numið með
minningar. Grein þessi var ein-
ungis skrifuð til að þakka Ósk
fyrir mig og mína. Ósk er ein
þessara sterku kvenna, og við
karlmennirnir förum alltaf hjá
okkur í viðurvist þeirra.
En kvennaárið er liðið. Við
þetta sterka kyn, hrósum happi,
og þó? Við erum alltaf svolítið
miður okkar, þegar við lítum á
feril kvenna, sem svo sannarlega
hafa skotið okkur ref fyrir rass.
Einkennilegt er það þó, að Ósk
hefur aldrei, svo ég viti, ætlað sér
að skjóta okkur karlmönnum ref
fyrir rass. Hún hefur alltaf gegnt
þvi kalli að vera móðir, kona,
meyja, Islands vanadis.
I sögu Bolungarvíkur hefur
hún haslað sér völl. Valkyrkjur
eru sjálfsagt löngu úr sögunni,
en væru þær það ekki, og enn
væru valkyrkjur á meðal vork
væri Ósk áreiðanlega ein af þeim,
en við þvi mætti bæta, að hún
væri þá góðkynja valkyrkja.
Fámenn byggðarlög úti á landi
byggja helzt á fólkinu, sem þau
byggja. Venjulega eru þar drættir
skýrari á hverjum einstaklingi en
í fjölmenninu. Og'þessi byggðar-
lög væru raunar einskisvirði, ef
ekki væru þar til einstaklingar,
sem settu svip sinn á bæinn, sem
virkilega gerðu þessi smáu sam-
félög stór. Osk Ölafsdóttir í Bol-
ungarvík, er ein þeirra, semsetja
svip sinn á staðinn, einskonar
réttlæting fyrir þetta litla sam-
félag manna, einskonar umbun,
einskonar ósk til hvers eins
byggðarlags á Islandi.
Að síðustu: Ein ósk til þín, Ósk
mín, að Bolungarvík mætti inni-
binda allar þinar óskir við sínar
óskir, til heilla okkar kæru byggð.
Lifðu heil um langan aldur.
Friðrik Sigurbjörnsson.
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
2-88-88
Raðhús í smíðum
við Seljabraut hús sem er tvær
hæðir og kjallari. einnig við
Fljótasel hús sem er jarðhæð
hæð og aðalhæð. Afhendast fok-
held.
4ra og 5 herb. íbúðir
Við Búðargerði, Fögrubrekku,
Háaleitisbraut, Seljaland og
Þverbrekku.
3ja herb. íbúðir
við Álftahóla, Asparfell, Brönu-
kinn, Dúfnahóla, Grettisgötu
Kríuhóla og Skólagerði.
2ja herb. ibúðir
við Hrisateig og Þverbrekku.
Höfum kaupanda að
5—6 herb. efri hæð í
Safamýri, þarf jafnvel
ekki að vera laus fyrr en
eftir 1 ðr.
Höfum kaupendur að
einbýlis- og raðhúsum í
Garðabæ, Kópavogi og
Mosfellssveit, á ýmsum
byggingarstigum.
AÐALFASTEIGNASALAN
VESTURGÖTU 17, SÍMI 28888
kvöld- og helgarslmi 8221 9.
Einar H. Ásgrímsson:
Illkvitni eða skyldurækni
Til skamms tima hafa Bretar
haft það orð á sér, að þeir hefðu
öðrum þjóðum betra lag á því að
gæta hagsmuna sinna á vettvangi
utanrikismála af þeirri ástæðu
fyrst og fremst, að þeir hefðu
þjálfað með sér þá hæfileika að
láta ekki eigin tilfinningasemi né
storkun mótherjans leiða sig af-
vega frá meginkjarna hvers máls.
ILLKVITTNI
Á þessu hafa orðið umskipti og
þau snögg, ef marka má hneyksl-
un margra íslenzkra stjórnmála-
manna á því, hve illkvittni ráði
miklu um gerðir Breta, og ef
marka má alla þá vorkunnsemi,
sem látin er í Ijós á því, hve
fáfræði sé Bretum mikill fjötur
um fót í landhelgismálinu. Er
helzt að skilja, að skjóta þyrfti
saman til endurhæfingarnám-
skeiðs handa fyrirsvarsmönnum
Breta til þess að oss Islendingum
gæti orðið það samboðið að útkljá
við þá landhelgisdeiluna.
Það skyldi þó ekki vera, að
þarna kynni mönnum að hafa
glapizt sýn? Eða mættu ekki
stjórnmálamenn vorir gera sér
meira far um að brjóta til
mergjar, hvernig málatilbúnaður
TIL SOLU
EINBÝLISHÚS í Mos-
fellssveit
Tvö hús sem gefa
mikla möguleika, ef
samið er strax. Allar
nánari upplýsingar á
skrifstofunni.
raðhús I
MOSFELLSSVEIT
Húsið verður fokhelt í
maí. Falleg teikning.
Innbyggður bílskúr.
Endahús.
RAÐHÚS í
SELJAHVERFI
Fullgerð að utan, mál-
uð, fokheld að innan,
bílskýli fylgja.
EIGNAVAL,.
Suðurlandsbraut 10 85740
vor Islendinga muni líta út frá
bæjardyrum Breta, eða hitt sem
skiptir meginmáli, hvernig mál-
staður Islendinga muni koma
fulltrúum annarra þjóða fyrir
sjónir á hafréttarráðstefnunni?
Það er hafréttarráðstefnan ein,
sem getur veitt oss viðurkenn-
ingu á landhelginni, og að því ber
að stuðla með öllum ráðum af
kaldri rökhyggju en ekki upp-
næmri tilfinningasemi.
HOTUN
Hótun þess efnis að loka
varnarstöðinni í Keflavík kemur
Bretum skritilega fyrir sjónir, því
þeir vita, að Islendingar myndu
missa við það svo miklu meira en
Bretar.
Bretar hafa alltaf litið á NATO
sem fyrst og fremst tvíhliða samn-
ing milli sín og Bandaríkjanna til
varnar Bretlandi gegn Rússum
alveg eins og Norðmenn líta á
NATO sem lítið annað en tvíhliða
samning milli Noregs og Banda-
ríkjanna til varnar Noregi gegn
Rússum. Og Bretar vita sem er, að
Bandaríkjamenn munu strax
verða að stórauka umsvif sin á
Bretlandseyjum, verði þeir reknir
frá Islandi.
Frá flugstöðvum á Azoreyjum,
Spáni og Bretlandseyjum gætu
Bandaríkjamenn varið flestar
flutningaleiðir frá Banda-
ríkjunum til meginlands Evrópu
og til Bretlands. En flutninga-
leiðir frá Bandaríkjunum til Is-
lands og Norður-Noregs geta
Bandaríkjamenn ekki varið nema
frá Islandi. Því færu Bandarfkja-
menn frá Islandi við núverandi
aðstæður, yrði hafið milli Noregs
og Grænlands hvorki norskt,
íslenzkt né grænlenzkt yfirráða-
svæði heldur sovézkt hafsvæði frá
hernaðarlegu sjónarmiði að
minnsta kosti.
Þó Bretar tækju nýjum banda-
rískum varnarstöðvum fegins
hendi, hlakka þeir meira yfir
þeirri vitneskju, að fyrir þá er
leikur einn að beita brögðum and-
stæðing, sem er i þvi veiklulega
hugarástandi, sem svo tvíeggjuð
hótun ber vitni um. Er til dæmis
að taka sárt að sjá, að flærðarorð
Hattersleys um forsætisráðherra
hafa orðið tilefni biturra póli-
tískra árása á Geir Hallgrímsson.
SKYLDURÆKNI
I augum Breta eru hagsmunir
þeirra í landhelgisdeilunni við Is-
lendinga þríþættir. I fyrsta lagi
eru togaraútvegsmenn, sem vilja
fá að veiða sem allra mest og vilja
koma í veg fyrir samninga, sem
viðurkenni íslenzku landhelgina.
Afstaða Breta til þessarar kröfu
markast að verulegu leyti af
skyldurækni við brezka togara-
sjómenn, sem enn sem fyrr reynd-
ust dugmestu hermenn Breta í
síðari heimsstyrjöldinm, enda
munaði mest um þá i orrustunni
um Atlantshafið.
I öðru lagi er NATO sem vill, að
Bretar hætti veiðum við Island og
viðurkenni landhelgina með
samningi. Sá áhugi NATO stafar
af þeim háska, sem það hefði í för
með sér, ef fiskimenn lýðræðis-
þjóðanna við Norður-Atlantshaf
héldu núverandi stefnu til streitu
svo lengi, að þeir spilltu fiskstofn-
um og fiskmörkuðum hver fyrir
öðrum. Þá yrðu togarar Rússa
einráðir á Norður-Atlantshafi, þvf
sovézki togaraflotinn er sá eini,
sem á völ á gnægð sjómanna óháð
efnahagsafkomu veiðanna.
I þriðja lagi er svo það, sem
Bretar láta sig mestu varða, en
það eru hagsmunir og áhrif þeirra
á hafréttarráðstefnunni. Þar
þurfa Bretar að geta sýnt fram á,
að þeir séu fiskverndarmenn og
að þeir séu reiðubúnir til samn-
inga. Ef til vill hefir Bretum tek-
izt af kænsku að rækja hagsmuni
sína á hafréttarráðstefnunni í
þessu tilliti með því að fara bil
beggja hinna hagsmunanna.
Togaramönnum hafa þeir veitt
úrlausn með því að láta samninga
ekki takast og með því að lofa
þeim að veiða með flotavernd.
NATO hafa þeir veitt úrlausn
með því að minnka ársaflann og
með því að sýna sig reiðubúna til
samninga en láta með lagni alla
samninga stranda á Islendingum.
FISKVERND
Bretar munu ætla sér marg-
slungið hlutverk á hafréttarráð-
stefnunni, en hættart er, að þeir
muni geta afgreitt oss á eftirfar-
andi hátt: Bretar munu segja, að
það hafi sannast, að þeir hafi lagt
sig fram um að starfa i anda
ráðstefnunnar, og hafi ekki viljað
eiga þátt í að starfi hennar væri
spillt í miðjum kliðum.
Svo fúsir sem þeir hafi verið til
að taka tillit til fiskverndar og
forgangsréttar strandrikja með
samningum eins og samningurinn
við Kanada sýni, þá hafi þeir ekki
viljað láta undan einhliða kröfum
Islendinga. Islendingar hafi ætlað
sér að taka út fyrirfram allan rétt,
sem mestur gæti fallið þeim í hlut
að ráðstefnunni lokinni. Hefðu Is-
lendingar fært út með samning-
um, hefði mátt koma til móts við
þessa gömlu vinaþjóð vegna þess
hve háð hún er fiskveiðum, en
dinhliða útfærsla er ekki annað
en löglaus ögrun, munu þeir
segja.
Svæðið norðaustur af Islandi
munu Bretar segjast ætla að friða
fyrir togveiðum nú sem fyrr tvo
mánuði á ári, mánuðina apríl og
mai, eins og staðið hafi í samn-
ingnum frá 1973 og eins og staðið
Framhald á bls. 23