Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 19 Algerlega óábyrg stjórnarandstaða Mánudaginn 23. febrúarmán- aðar fóru fram á Alþingi umræð- ur um vantraust á ríkisstjórnina. F'yrstur talaði Ragnar Arnalds. Var ræða hans þessi gamla al- þýðubandalagstugga um að nú- verandi ríkisstjórn hefði ekkert gert og ekkert lag á að stjórna. Verkföllin væru og hennar sök. Ragnar Arnalds: Það voru gerðir kjarasamningar í tíð vinstri stjórnar og þar var ríkisstjórnin með klærnar í, og það voru af öllum taldir verðbólgusamningar og óraunhæfir. Enda fór þá allt úr bondunum og við ekkert varð ráðið og endirinn varð eins og frægt er orðið. Og svo leyfir þú þér Ragnar að gera kinnroðalaust samanburð á núverandi stjórn og vinstri stjórninni. Þar fellur þú á þínu eigin bragði. Það skal að vísu fúslega viðurkennt, að við margs konar erfiðleika hefur verið við að stríða og þar af leið- andi sumt orðið þyngra í vöfum en ella hjá núverandi stjórn. En þessi vantrauststillaga er tví- mælalaust borin fram af annar- legum hvötum, borin fram þegar ríkisstjórnin á í harðvítugri bar- áttu út á við og í erfiðleikum inn á við. Þá þótti stjórnarandstöðunni heppilegur tími til vantraustsyfir- lýsingar. Segi svo hver sem vill, að ekki séu annarleg sjónarmið á bak við. Jú, svo sannarlega voru það annarleg sjónarmið. Og svo talið þið alþýðubandalagsmenn um að efnahagsmálin séu í ólestri. Já, öðrum fórst en ekki ykkur. Ykkur ætlar seint að skiljast, að við ráðum ekki verðlagi á er- lendri vöru né heldur á okkar útflutningsvöru. Þessar stað- reyndir ættuð þið að vera farnir að skilja. En eitt er vel íhugunar- vert. Erfiðleikar núverandi ríkis- stjórnar skyldu þó aldrei eiga rætur að rekja til óstjórnar Skipting verkefna og tekjustofna ríkis og sveitarfélaga I frétt frá félagsmálaráðuneyt- inu kemur fram að Gunnar Thor- oddsen félagsmálaráðherra hefur skipað 10 manna nefnd til þess að fjalla um skiptingu verkefna- og tekjustofna milli ríkis og sveitar- félaga svo og önnur samskipti þeirra, I nefndinni eiga sæti eftirtaldir menn: Hallgrímur Dalberg ráðu- neytisstjóri, formaður nefndar- innar, Friðjón Þórðarson Alþing- ismaður, Gunnlaugur Finnsson bóndi, Kristján J. Gunnarsson fræðslustjóri, Steinþór Gestsson bóndi, Páll Líndal formaður Sam- bands íslenzkra sveitafélaga, Öl- afur G. Einarsson, varaformaður Sambands íslenzkra sveítafélaga, Ölvir Karlsson bóndi, Logi Kristjánsson bæjarstjóri á Nes- kaupstað og Bjarni Einarsson, bæjarstjóri á Akureyri. Hinir fimm síðast töldu eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenzkra sveitarfélaga. vinstri stjórnarinnar. Það er að segja til Alþýðubandalagsins. Þar er framsókn stikkfrí, þvi að hún bara elti, samkvæmt þeirra eigin umsögn í málgagni sínu i fyrra. Næstur talaði Geir Hallgríms- son og flutti mál sitt af festu og rökum. Hrakti hann flest í mál- flutningi Ragnars Arnalds með glöggum og skýrum hætti. Var þar hvert orð meitlað og hnit- miðað. Sett fram af djörfung og drengskap. Hafi hann þökk fyrir sinn málflutning. Hafi Benedikt Gröndal ætlað að lyfta Alþýðuflokknum eitthvað upp úr þeim öldudal, sem hann nú er í, þá væri vægast sagt betra fyrir hann að haga málflutningi sinum á annan veg en hann í þetta sinn gerði. Ekki meira um það. Karvel Pálmason var allur eins og hann væri fjarstýrður af Lúð- vík Jósepssyni og fór úr einu í annað án nokkurra raka. Nú get ég vel skilið Magnús Torfa, að hann uni illa hag sínum. Það var nokkuð annað að vera i vinstri stjórn og fá ráðherraemb- ætti að geðþótta, en að vera nú bara þingmaður. Er ekki von að aumingja manninum leiðist. Um Gylfa Þ. Gislason get ég verið fáorður en vísa til upphafs- orða i ræðu Gunnars Thoroddsen. Þaó voru orð í tima töluð og hittu i mark. Um ræðu Lúðvíks Jósepssonar er það helst að segja, að hann notaði sér að vera síðastur á mæl- endaskrá, enda var ræða hans mestmegnis upphrópanir og stað- lausir stafir. Og ég fullyrði, Lúð- vík Jósepsson, að landhelgismálið allt frá byrjun og til þessa dags hefði ekki fengið farsælli fram- gang í höndurrf ykkar alþýðu- bandalagsmanna nema siður væri, þar á hafið þið verið hálf- gerðir dragbítar, þó að þú Lúðvík Jósepsson viljir í ræðu frammi fyrir alþjóð halda fram hinu gagnstæða. Ríkisst jórnin hefur haldið á þessum málum af einurð og festu, þess vegna er best fyrir þig Lúðvík Jósepsson, að halda þér i pensilinn. 28. febr. 1976, Ólafur Vigfússon, Hávallagötu 17, Reykjavfk. RAÐSTEFNA UM ÞRÓUN IÐNAÐAR Rannsóknarráð ríkisins efnir ! til ráðstefnu um þróun iðnaðar föstudaginn 12. marz n.k. að Hó- tel Loftleiðum. Til ráðstef nunnar hefur verið boðið um 120 ráð- stefnugestum, þ.á.m. visinda- mönnum, og tæknimönnum, emb- ættismönnum, stjórnmálamönn- um, iðnrekendum og öðrum aðil- um atvinnulífsins. Inngangser- indi flytja Bjarni Bragi Jónsson, um hlutverk iðnaðar í is- lenzkum þjóðarbúskap, Hörður Jónsson og Ásbjörn Einarsson um þróunarstefnu í þágu iðnaðar. Á ráðstefnunni munu starfa 11 ura-1 ræðuhópar. 1 október s.l. birti Rannsóknar- ráð niðurstöður athugana starfs- hóps um þróun iðnaðar, en starfs- hópnum hefur verið falið að gera| yfirlit yfir stöðu og spá um þróun íslenzks iðnaðar næstu 5 árin. 1 skýrslu starfshópsins komu fram ýmsar ábendingar um, vandamál og tækifæri iðnaðarins hér á landi nu og a næstu árum og er markmið Rannsóknarráðs með ráðstefnu þessari að fá fram frek- ari ábendingar þar að lútandi, svo að unnt megi reynast að beina rannsóknum á sviði iðnaðar að lausn þeirra vandamála og að hag- nýtingu hugsanlegra tækífæra sem bjóðast til hagsbóta fyrir at- vinnuveginn i heild. Ráðstefnan er haldin í beinum tengslum við verkefni sem Rann- sóknarráð hefur unnið að undan- farin tvö ár og nefnt hefur verið Mörkun visindastefnu, en með til- liti til þess litla fjármagns og tak-~ markaða mannafla sem til rann- sóknarstarfsemi er varið hér á landi, er nauðsynlegt að henni sé beint að þeim verkefnum sem ætl- að er að gefa muni mestan árang- ur frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Ráðstefnustjóri verður Davíð Scheving Thorsteinsson. AUGLYSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Öll þessi skuldabréf eru seld. Tilkynning þessi birtist aðeins af formlegum ástæðum Ný útgáfa 20. febrúar 1 976. LYÐVELDH) ISLAND 15,000,000 evrópskar reikningseiningar 91/4% 1976-1983 skuldabréf CRÉDIT COMMERCIAL DE FRANCE FIRST BOSTON (EUROPE) Limited KREDIETBANK S.A. LUXEMBOURGEOISE ARAB FINANCIAL CONSULTANTS COMPANY S.A.K. BANQUE BRUXELLES LAMBERT S.A. MANUFACTURERS HANOVER LIMITED SOCIÉTÉ GÉNÉRALE DE BANQUE S.A. WESTDEUTSCHELANDESBANK GIROZENTRALE ALAHLI BANK OF KUWAIT (K.S.C.) ARAB FINANCE CORPORATION S.A.L ALGEMENE BANK NEDERLAND N.V. A. E. AMES & CO. Limited BANCA COMMERCIALE ITALIANA BANK GUTZWILLER, KURZ, BUNGENER (OVERSEAS) BANKHAUS HERMANN LAMPE Kommanditgesellschaft BANQUE FRANpAISE DU COMMERCE EXTÉRIEUR AMSTERDAM-ROTTERDAM BANK N.V. BANK MEES & HOPE NV BANQUE DU BENELUX S.A. BANQUE GÉNÉRALE DU LUXEMBOURG S.A. BANQUE DE LTNDOCHINE ET DE SUEZ BANQUE INTERNATIONALE A LUXEMBOURG S.A. BANQUE LAMBERT - LUXEMBOURG S.A. BANQUE LOUIS-DREYFUS BANQUE NATIONALE DE PARIS BANQUE DE PARIS ET DES PAYS-BAS BANQUE DE PARIS ET DES PAYS-BAS - BELGIQUE BANQUE PRIVÉE S.A. BÁNQUE DE L’UNION EUROPÉENNE Luxembourg BANQUE WORMS H. ALBERT DE BARY & CO. N.V. BAYERISCHE LANDESBANK GIROZENTRALE BERGEN BANK ÐERLINER HANDELS- UND FRANKFURTER BANK BLYTH EASTMAN DILLON & CO. BROWN HARRIMAN & INTERNATIONAL BANKS LTD. International Limited CAISSE DES DÉPÖTS ET CONSIGNATIONS CHRISTIANIA BANK OG KREDITKASSE CITICORP INTERNATIONAL BANK CONTINENTAL BANK S.A. Limited CRÉDIT GÉNÉRAL CRÉDIT INDUSTRIEL D’ALSACE ET DE LORRAINE CRÉDIT INDUSTRIEL ET COMMERCIAL CRÉDIT LYONNAIS S.A. de Banque CRÉDIT DU NORD ET UNION PARISIENNE CREDIT SUISSE WHITE WELD CREDITANSTAL.T-BANKVEREIN CREDITO ITALIANO Limited DEUTSCHE GIROZENTRALE - DEUTSCHE KOMMUNALBANK - Limited BANQUE ARABE ET INTERNATIONALE D’INVESTISSEMENT (B.A.I.I.) DEN NORSKE CREDITBANK DEWAAY & ASSOCIÉS INTERNATIONAL S.C.S. RNACOR DRESDNER BANK EFFECTENBANK-WARBURG EUROPEAN BANKING COMPANY Aktiengesellschaft Aktiengesellschaft Limited GENOSSENSCHAFTLICHE ZENTRALBANK AG - VIENNA ANTONY GIBBS HOLDINGS LTD. GIROZENTRALE UND BANK DER ÖSTERREICHISCHEN SPARKASSEN Aktiengesellschaft HAMBROS BANK HILL SAMUEL & CO. E. F. HUTTON & CO. N.V. INDUSTRIEBANK VON JAPAN (DEUTSCHLAND) INTERUNION-BANQUE L,m"ed Limited Aktiengesellschalt KANSALLIS-OSAKE-PANKKI KITCAT & AITKEN KJ0BENHAVNS HANDELSBANK KLEINWORT, BENSON KREDIETBANK N.V. Limited THE NIKKO SECURITIES CO. (EUROPE) LTD. MERRILL LYNCH INTERNATIONAL & CO. NORDDEUTSCHE LANDESBANK GIROZENTRALE NEDERLANDSCHE MIDDENSTANDSBANK N.V. NORDIC BANK Limited SCANDINAVIAN BANK SKANDINAVISKA ENSKILDA BANKEN Limrted PRIVATBANKEN Aktíeselskab SOCIÉTÉ GÉNÉRALE ORION BANK PKBANKEN Limited SMITH BARNEY, HARRIS UPHAM & CO. Incorporated SOCIÉTÉ GÉNÉRALE ALSACIENNE DE BANQUE SOCIÉTÉ SÉQUANAISE DE BANQUE SVENSKA HANDELSBANKEN SWISS BANK CORPORATION (OVERSEAS) Limited UNION DE BANQUES ARABES ET EUROPÉENNES - U.B.A.E. VEREINS- UND WESTBANK J. VONTOBEL & CO. WILLIAMS, GLYN & CO. WOOD GUNDY Société Anonyme Aktiengesellschaft Limited jO *.« 1 r V t I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.