Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976 5 snertir uppbyggingu fóðuriðn- aðarins þá verði hún auðvelduð meó föstum tekjustofnum, hag- stæðum lánum, afnámi tolla og skatta og öðrum ráðstöfunum, hliðstætt og gert hefur verið við uppbyggingu Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum. Þingið hvetur til þess að hraðað verði rannsóknum á því, hvernig hag- kvæmast sé að nota ódýra af- gangsorku og jarðvarma til þurrkunar fóðurefna og auknar verði rannsóknir á því, hvaða efnum, sem til falla eða vinna má innanlands, sé hugsanlegt að blanda í grasköggla til að fá hag- kvæmar kjarnfóðurblöndur. Einnig verði gerðar viðtagkar fóðurtilraunir meó innléndar fóðurblöndur, svo að skýrt komi í ljós að hve miklu leyti slík kjarn fóðurframleiðsla geti komið í stað innflutts kjarnfóðurs. I ályktuninni er einnig lagt til að auknar verði ræktunartilraun- ir og þá m.a. á ræktunarlöndum verksmiðjanna, bæði er varðar stofna og áburð, með það fyrir augum að auka uppskeru og gera hana árvissa. Þingið hvetur einnig til þess að kannaðir verði möguleikar á útflutníngi á gras kögglum og athugað verði, hvernig hagkvæmast er að haga geymslu og flutningi á grasköggl- um, endasé við það miðað að þeir verði seldir á sama verði á öllum verzlunarstöðum landsins. Að síðustu leggur Búnaðarþing áherzlu á að hraðað verði útvegun fjármagns til hönnunar, uppbygg- ingar og endurbóta þeirra græn- fóðurverksmiðja, er þegar hafa verið hafnar framkvæmdir við, þannig að unnt verði að ljúka uppbyggingu þeirra á næstu 5 árum. I lok ályktunarinnar er stjórn Búnaðarfélagsins falið að fylgja þessu mikla hagsmunamáli landbúnaðarins og þjóðarinnar allrar eins og segir i ályktuninni, fast eftir svo aó álit væntanlegrar nefndar geti legið fyrir næsta Búnaðarþingi. NECCHI er fullkomin, sjálfvirk saumavél með lausum armi og innbyggðum fylgihlutakassa. Hún vegur aðeins um 12 kg. með tösku. Necci Lydia 3 er sérlega einföld í meöförum. Meö aöeins einum takka má velja um 17 sporgeröir. r Alyktun Búnaðarþings: Gerð verði heildaráætlun um eflingu fóðuriðnaðar á íslandi Auk þess má gera hnappagöt, festa á tölur og sauma út eftirvild. Fullkominn íslenzkur leiðarvísir fylgir. Verð aðeins 43.350 kr. Býður nokkur betur? Góð greiðslukjör. Fæst víða um land. FÁLKINN Suðurlandsbraut 8 — sími 84670. Fóðurbætisþörf landbúnaðarins verði að mestu fullnægt með innlendri fóðurframleiðslu Búnaðarþing leggur sérstaka áherzlu á að endurskoðuð verði gildandi lagaákvæði um græn- fóðurverksmiðjur, m.a. með það fyrir augum að auka áhrif bænda og samtaka þeirra á stjóm og rekstur verksmiðjanna. Hvað Slysavarnadeildin Mannbjörg, Þorlákshöfn: Bifreið til björgunarstarfa Þorlákshöfn, 8. marz — SLYSA VARNADEILDIN Mann- björg, Þorlákshöfn hefur fengið nýja bifreið til björgunarstarfa. Laugardaginn 28. febrúar var ný bifreið slvsavarnadeildarinnar hér reynd og þar með tekin f notkun. Ekið var sem leið liggur meðfram ströndinni út f Selvog, 15 km leið stórgrýttia og sein- farna, algjöra veglevsu, þó að annað slagið markaði fvrir vegi, sem áður fyrr var notaður fyrir hestvagna. Reyndist bifreiðin hinn bezti farkostur á þessari tor- færuleið. Margt hefur gerzt þarna við brimótta ströndina á þessum ár- um og var um það rætt þarna á leiðinni, að brýn nauðsyn væri að ryðja og bæta þessa leið, því að í náttmyrkri og vondu veðri, er óhöppin ber helzt að, er mjög erf- itt að aka þarna, svo að ekki sé meira sagt. Þá kom fram, að Ar- nessýsla hefur lagt deildinni til 35 þúsund krónur í þessu skyni, en betur má ef duga skal. Einnig lagði sýslan deildinni til 35 þús- und krónur til annarra björgunar- starfa. Bifreiðin er rússnesk af gerð- inni AUZ 452 með bensínvél og drifi á öllum hjólum. Kostaði hún frá umboðinu 858 þúsund krónur og höfóu þá aðflutningsgjöld ver- ið eftirgefin að upphæð 331 þús- und krónur. Frágangur bifreiðar- innar kostaði samtals 385 þúsund krónur og alls kostaði hún tilbúin til notkunar 1.243 þúsund krónur. Helztu aðilar, sem sáu um frá- gang bifreiðarinnar voru Gísli Hermannsson, Reykjavik, er sá um málun, Ölafur Þórarinsson, Selfossi sá um innréttingu og klæðningu. Einnig unnu félagar úr björgunarsveitinni mjög mikið við bifreiðina. Deildin fékk fjár- hagsaðstoð frá Slysavarnafélagi Islands, að upphæð 200 þúsund krónur, einnig gáfu fyrirtæki og einstaklingar i Þorlákshöfn pen- inga að upphæð 216 þúsund krón- ur. Bifreiðin er ætluð sem björg- unar- og sjúkrabifreið og rúmar 14 manns í sæti, en er þannig útbúin að hægt er að fjarlægja sætin á stuttri stundu og er hún þá tilbúin til sjúkraflutninga. Slysavarnadeildin Mannbjörg var stofnuð í Hveragerði 27. nóv- ember 1949 fyrir tilstuðlan sókn- arprestsins hér, séra Helga Sveinssonar, sem var mikill áhugamaður um slysavarnamál. Fyrsti og eini formaður deildar- innar á meðan hún átti heima í Hveragerði eða í 10 ár var Krist- inn Bjarnason. Þá var það einnig fyrir forgöngu séra Helga og Kristins, að deildin var flutt til Þorlákshafnar árið 1960. Þeir töldu verksvið hennar vera meira og brýnna hér við hafnlitla ströndina Fyrsti formaður deild- Framhald á bls. 18 EFLING innlendrar fóður- framleiðslu hefur mjög veriö til umræðu á Búnað- arþingi, sem lauk í gær. Á síðasta fundi þingsins í gær var samþykkt ályktun um þessi mál og er í henni skorað á landbúnaðarráð- herra að skipa nefnd til þess að gera heildaráætlun um eflingu fóðuriðnaðar- ins á Islandi, þannig að hann geti að mestu fu 11- nægt fóðurbætisþörf land- búnaðarins. Auk þess eru í ályktuninni nefnd nokkur atriði, sem þingið leggur sérstaka áherzlu á að fyrr- nefnd nefnd taki til athugunar en j telja verður að þessi ályktun Bún- aðarþings sé um margt stefnu markandi, hvað snertir uppbygg- ingu innlends fóðuriðnaðar, sem leysi af hólmi innflutning á kjarn- fóðri. FIMM graskögglaverksmiðjur eru nú starfræktar f landinu og fram- leiddu þær á sl. sumri um 5500 tonn af graskögglum og er það um 6—7% af árlegri kraftfóðurnotkun. Talið er að til að fullnægja fóðurbætisþörf þyrfti að framleiða f landinu um 50 þúsund tonn af graskögglum, auk þess sem ýmsum öðrum innlendum fóðurefnum yrði bætt f þá. Þessi mynd sýnir elztu verksmiðjuna en það er verksmiðja Stórólfsvallabúsins hjá Hvollsvelli. beint vanalegt spor, beint teygjanlegt spor, zig-zag, satinsaum, skelfald, blindspor til að sauma tvöfalda efnisbrún við leggingarborðc teygjanlegan skelfald, overlock, parisarsaum, þrepspor, teygjufestispor, blindfaldspor, rykkingarsaum, oddsaum, tungusaum, rúðuspor, þræðingarspor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.