Morgunblaðið - 11.03.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MARZ 1976
29
VELVAKANDI
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 14—15. frá mánudegi til föstu-
dags
0 Hervernd
íslands
Ymsir eru farnir að velta
þvi fyrir sér í sambandi við þá
söguskýringu í sjónvarpinu, að
Bandarikin hafi hernumið Island
á sinum tima, hvort það sé sú út-
gáfa, sem á að fara að læða að og
gera að „staðreynd“.
1 Velvakanda s.l. sunnudag
beindi bréfritari fyrirspurnum til
sjónvarpsins vegna þeirrar full-
yrðingar, sem þar kom fram um
„hernámið". I sambandi við þá
fyrirspurn, hringdi Sveinn
Valfells til Velvakanda og sagðist
nýlega hafa lesið endurminn-
ingar Cordel Hull, fyrrverandi
utanrikisráðherra Bandaríkj-
anna, þar sem hann getur þess, að
á jóladag 1940 hafi borizt beiðni
frá íslenzku rikisstjórninni um,
að Bandaríkjamenn tækju að sér
hervernd íslands. Þeirri ósk hefði
verið neitað á þeirri forsendu, að
það myndi auka mjög á likur þess,
að Bandarikjamenn drægjust inn
í striðið, en þeir stóðu þá utan við
átökin.
Það var ekki fyrr en hálfu ári
siðar, að bandariski herinn kom
hingað að beiðni islenzkra stjórn-
valda.
• Ný
hernaðartækni
K. Wilbertson, sem kallar
sig „umhyggjusaman útlending",
en er ekki síður gamansamur út-
lendingur, skrifar Velvakanda:
Bretar eru nú farnir að beita
nýju vopni gegn Islendingum í
þorskastriðinu. . . dúfum. í seinni
heimsstyrjöldinni notuðu Bretar
dúfur til að flytja skilaboð og
annað. Nú notfæra þeir sér þessa
reynslu sina og beita þeim gegn
ykkur.
Brezkar dúfur eru valdar frá
Trafalgar Square í London og
fluttar til hafna, sem togarar sigla
frá til íslands. Á leiðinni er
dúfunum sífellt sýndar myndir af
styttu Jóns Sigurðssonar og kort
af Reykjavik. önnur móðgun af
hálfu brezkra togarasjómanna er,
að botnar búranna eru þaktir
afritum af islensku stjórnar-
skránni og yfirlýsingunni um
útfærslu landhelginnar frá í
október. Þegar togararnir eru
komnir nógu nærri Islandi er
fuglunum sleppt lausum til þess
að vinna sín svívirðulegu verk á
minnismerki um islands mætasta
mann.
Ég hef heyrt sagt, að Land-
helgisgæzlunni hafi verið
kunnugt um þessar árásir siðan i
janúar s.l. þegar varðskip skar á
togvira eins togara i dagsljósi og
— Kemurðu til að fá drykkínn
sem þú misstir af í gær.
Hún hristi höfuðið.
— Lestu ekki skilaboð sem eru
•ögð til þín.
— Eg hef verið úti i allan
ntorgun. Biddu aðeins. Eg kem að
vörmu spori.
Hann fór inn í möttökusalinn
og fékk þar skrifleg skilaboð.
Hann átti að vísu i nokkrum
erfíðleikum með að lcsa hrafna-
spark þess sem tekið hafði við
þeim, en þó sýndust þau hljóða á
Þá leið að ungfrú Ilelen Stewart
hefði hringt og boðið honum l
hádegisverð hjá Marcel Carrier.
Hún vonaði hann gæti komið.
Hún sagði að hann yrði sóttur.
Hann skundaði aftur út i bjart
sólskinið og leit spvrjandi á
hlicole:
— Hádegisverðarboð Marcels
Earriers?
Hún brosti til hans.
— Öldungis hárrétt. Eg er bll-
stjórinn þinn. Eg þurfti að fara í
bæinn hvort eð var svo að Helen
hað mig að koma við og sækja þig.
Eeyfist mér að kvnna mig. Ég
heiti Nicole Derain, systurdóttir
WarcelsCarriers.
varðskipsmenn voru nógu nærri
til þess að sjá búrin, sem notuð
eru til að flytja dúfurnar i á
þilfari togarans. Ég hef einnig
heyrt og vona að sé rétt, að Land-
helgisgæzlan sé nú að temja
íslenzka fálka fyrir norðan til að
hindra, að brezku dúfurnar
komist að styttunni. Vegna þess
hve litið er um islenzka fálka
hefur enn ekki verið ákveðið,
hvort hafa eigi þá um borð í varð-
skipunum eða fyrir norðan
Reykjavík. Þar til það hefur verið
ákveðið ætti enginn þjóðrækinn
íslendingur að gefa neinum dúf-
um, þar sem þær gætu verið frá
Bretum.
0 Föstumessa eða
síðdegismessa
Kona ein hringdi í
Velvakanda og bað hann um að
grennslast fyrir um það af hverju
ekki væru föstumessur i Háteigs-
kirkju, eins og öðrum kirkjum
borgarinnar.
Það er rétt að föstumessur hafa
ekki verið í Háteigskirkju undan-
farin tvö ár, og eru raunar ekki i
alveg öllum kirkjum á þessum
árstima. Velvakandi hafði
samband við annan sóknar-
prestinn, sr. Arngrím Jónsson,
sem sagði að i stað föstumessanna
hefði hann þann hátt á að hafa
siðdegismessur kl. 5 á hverjum
sunnudegi allan veturinn.
0 Sterka ölið
Velvakandi hefur fengið og
birt nokkur bréf frá bindindis-
mönnum en hér kemur eitt
hressilegt frá öðru sjónarhorni.
Það er frá Baldvin Jónssyni:
Ósköp er templurum þröngt
skorið vitið. Borin er á borð fyrir
almenning bláköld lygi, þegar
rætt er um áfengt öl.
Áfengisvandamál Svía hafa
lagast með tilkomu sterks öls.
Ég hefi starfað og búið í Þýska-
landi og Englandi. Rónar verða
alls staðar til, en ekki af völdum
sterks öls, svo mikið er víst. Bæði
í Þýzkalandi og Englandi fær
hver maður sér eina ölkollu, enda
ekki nema sjálfsagt. Hér virðist
allt vitlaust af hálfu templara ef
minnst er á bjór. Kannski eru
þeir sjálfir hræddir við að verða
fyllibyttur í annað sinn með til-
komu öls á íslandi.
Ef litið er á þessi mál i réttu
ljósi, þá skapar bjór atvinnu i
ölgerðarhúsum og hjá bilstjórum
við að aka honum á áfangastað.
Við litum ögn inn i Carlsberg
fabrik. Þar starfar fjöldi manns
við ýmis störf, allt frá átöppurum
til ökumanna. Verið er að kvarta
og kveina um atvinnuleysi, þegar
fjöldi starfa gæti beinlinis beðið
eftir mannfólkinu á þessu sviði
sem öðrum. Sá sem ekki skilur
þetta er eins og staurblindur
kettlingur. Líka mætti flokka
þessi mál undir öfundsýki nokk-
urra karla og kvenna.
0 Þakkar
bridge-þátt
Ólafur S. Lárusson skrifar:
Tilefni bréfs þessa, er aldrei
þessu vant að þakka sjónvarpinu
fyrir ágæta upptöku á bridge-
spilamennsku, þótt gömul væri.
Finnst mörgum timi til kominn að
ein bezta félagsiðja okkar hér i
skammdeginu skuli loks hafa
fundið náð fyrir útvarpsráðs-
augunum. Þetta framtak kom
vissulega á óvart, en mætti
gjarnan gera að föstum liði. Meira
af þessu.
0 Heimild
að vísu
Velvakandi misskildi um
daginn í símtali heimild um vísu
Páls Vidalins „Örlög koma ofan
að“. Vísan er ekki í sálmabókinni,
sem getið var um, þó þar sé sálm-
ur eftir sama höfund, heldur í
afmælisdagabókinni, sem Guð-
mundur Finnbogason gaf út.
En það breytir ekki þvi að visan
er eftir Pál, eins og fleiri hafa
bent okkur á.
Vorfundur
félags þingeyskra kvenna í Rvík og nágrenni
verður haldinn sunnudaginn 14. marz kl. 3 e.h.
að Hallveigarstöðum. Mætum allar vel og
stundvíslega. Góðar veitingar.
Stjórnin.
ö
lcefood
ISLENZK
MATVÆLI
Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði.
o
Eigum
fyrirliggjandi:
REYKTANLAX
GRAVLAX
REYKTA SÍLD
REYKTA ÝSU
REYKTANLUNDA
HÖRPUFISK
Tökum lax í reykingu
og útbúum gravlax. W
Kaupum einnig frosinn lax til reykingar.
Sendum i póstkröfu
VAKÚM PAKKAÐ EF ÓSKAÐ ER.
íslenzk matvæli
Slmi 51455
r
k
Eru komnir
aftur — vinsælu
kuldaskórnir
sem ná upp á
miðja fótleggi—
gerðir úr ekta anilín
skinnimeð
hrágúmmísólum,
hlýfóðraðir og fótlaga
Pantanir óskast sóttar sem allra fyrst.
Einnig nýkomnir Vesturþýzkir karlmannaskór
frá Manz.
Barnatréskór. Smábarnaskór. Vestur-þýzkir
kvenskór. Kvenskór frá Ara ásamt góðu úrvali
af ýmiss konar tréskóm ofl. ofl.
í Dómus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519.