Morgunblaðið - 14.03.1976, Side 7

Morgunblaðið - 14.03.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 HUGVEKJA efiirsr. Þóri Slephensen Ég veit ekki, hvað þú, les- andi góður, sérð í skirn lítils barns. E.t.v. lítur þú ein- göngu á hana sem hátíð- legan ramma utan um nafn- gjöf þess. Slíkt eralrangt, þvi nafngjöf og skírn þurfa alls ekki að fara saman og gera það ekki hjá mörgum kristn- um þjóðum. Þar eru lög sumsstaðar þannig, að skylt er að skrá nafn barns við fæðingu þess, en síðan ráða foreldrar, hvort þeir bera barnið til skírnar siðar meir eða ekki. En hvað sér kristinn maður þá i skírninni? Mér finnst eðlilegt í því sambandi að rifja upp, það sem gerðist við skírn Krists. Hvað ytri ásýnd við kemur þá var það mjög svipað því sem við þekkjum. Maður var vatni ausinn. En jafnframt urðu a.m.k. ein- hverjir þar vitni að atburði, sem sýnir, að skirn Krists var ekki bara mannleg athöfn, verknaður skírarans. Þeim fannst himinninn opnast og andi Guðs koma yfir Jesú. Og þeir heyrðu rödd, er sagði: „Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hefi velþókn- un á." Þegar Kristur fór frá Jórdan, gekk hann út í mikla baráttu, sem hófst með freistingum og lauk með píslargöngu hans til Golgata. En hann gekk ekki einn, ekki í eigin krafti einum saman. Guð var með honum, andi hans og kraftur var í honum. Jesús frá Nasaret var að því leyti venjulegur maður, að hann hafði sömu mann- legu tilfinningar og við. Hann gat verið svangur og þreytt- ur, sorgbitinn og sárþjáður. Á þv! sviði var hann enginn yfirmannleg vera. Hann var því i sömu þörf og við fyrir styrk frá Guði til hins daglega lífs og baráttu þess og auð- vitað því meiri styrks sem hlutverk hans var bæði erfiðara og háleitara en okkar. Freistingarsagan segir frá því, að þá er freistarinn yfir- gaf hann, haíi englar komið og þjónað honum. I mínum augum er þar verið að segja það í líkingu, að honum hafi verið sendur styrkur frá æðri heimi eftir hina erfiðu raun og áður en til köllunarstarfs- ins var haldið. Við eigum svipuð ummæli úr Getse- manebaráttunni. Þarersagt beinum orðum: „Þá birtist honum engill af himni, sem styrkti hann." Sagan af ummynduninni á fjallinu er oftast útskýrð sem nokkurs konar himnesk stað- festing þess, að Jesús væri » Messías, Guðssonurinn sem spámennirnir töluðu um. En hitt er ekkert síður nærtækt, að jafnframt hafi þessi at- burður átt að veita Jesú styrk, búa hann undir pislir og krossdauða, sem þá voru á næsta leiti. Bæn eftir E.J. Þá ber Nýja testamentið líka glöggt vitni um bæn- rækni Jesú. Hann hóf starfs- dag sinn með því að biðjast fyrir. Hann leitaði gjarnan í einrúm eða á óbyggðan stað til slíkra stunda. Þar var honum gefinn kraftur, sem hann gat miðlað mönnunum I starfi sínu. En hvað segir þetta okkur? Er í þessu fólgið eitthvað það, sem skiptir máli fyrir líf okkarog daglega baráttu þess? Að minum skilningi er það vissulega svo. Við erum skírð. í okkarskírn gerist einnig annað og meira en það sem presturinn fram- kvæmir. Hún er annað og meira en nafngjöf i hátíð- legum ramma. Við hverja skirn okkar á meðal gerist hið sama og við skírn Krists. Hér er líka himinninn opinn og Guð sendir hverju barni sinar ósýnilegu gjafir, blessun og andlegan styrk i veganesti fyrir lifsleiðina. En slíkar athafnir eru fleiri og marka sumar ákveðin þáttaskil i lífi einstakling- anna. Ég nefni þar bæði fermingu og hjónavígslu. í þeirri fyrr nefndu er hinn ungi maður að staðfesta skírnarheit foreldra sinna og þiggur um leið blessun og styrk til oft erfiðrar ferðar sinnar um æskulönd. Til hjónavígslunnar koma hjónaefnin til að hljóta blessun yfir sameiginlega lífsbaráttu og lif heimilisins, sem þau eru að stofna. Þetta eru ekki bara fallegir, táknrænir siðir. Á bak við allt þetta býr hinn mikli, eilífi andi og kraftur Guðs. Ég hef margsinnis orðið vitni að því, að þegar einstaklingurinn lýtur þeim mætti i auðmýkt og einlægri bæn, þegar mannleg sál tekur á móti honum heilum, opnum huga, þá kemur einstakl- ingurinn sterkari af þeim fundi. — En það eru bara ekki nærri allir, sem gera sér þetta Ijóst, að veröldin er sem sköpun Guðs hlaðin andlegri orku, krafti hans, og því er það svo mikilvægt að geta tengt sjálfan sig þeirri aflstöð, sem hin andlega veröld er fyrir mannlífið. Kirkja Krists á yfir ýmsum leiðum að ráða, þar sem ein- staklingunum er ætlað að hjálpa til að komast i nána snertingu við guðdóminn og öðlast við það kraft og styrk til baráttu hins daglega lífs. Ég hef þegar nefnt skírn, fermingu og hjónavigslu. Ein hin mikilvægasta er þó ótal- in, altatisgangan, hin heilaga kvöldmáltíð. Það er trú krist- ins manns, að hann komist hvergi nær frelsara sínum en þegar hann krýpur við Guðs borð, og að þar fái hann ómældan styrk til baráttu um daganna þraut. Guðsþjónustan sjálf með boðun sinni og tilbeiðslu er lika mikilvæg i þessu sam- bandi. Flestirganga heim frá kirkju sinni á helgum degi með eitthvað það, sem gerir þá sterkari í baráttu hins hversdagslega lífs. Og svo er það bænin, bænin ein og hrein. Hún er hinn rauði þráður allra þeirra athafna, sem hér hafa verið nefndar. Hún er alls staðar farvegurinn fyrir kraft hinnar æðri veraldar inn i okkar mannlega líf. En hún ein, án allra umbúða, er ekki síður mikilvæg. Kristur hóf hvern dag með bæn og bjó sig undir allar sínar erfiðustu stundir með einlægri bæn. Hví skyldum við þá ekki gera hið sama? Hvi skyldum við þá ekki sinna kalli kirkjunnar og rækja hinar helgu athafnir i auðmýkt og einlægni, þegar við vitum, að þær eru til þess stofnaðar að veita blessun og styrk inn i lif okkar? Með vanrækslu hinna helgu stunda sviptum við sjálf okkur andlegum verð- mæ'turn. Með þvi aftur á móti að rækja þær vel, sköp- um við grundvöll að farsælla og hamingjusamara lifi okkar sem annarra. Vinsæla kalda borðið frá Skiphóli! Fyrir afmæii, brúðkaup, fermingar o.fl. Pantið tímanlega fyrir fermingar. Veitingahúsið SKÚTAN Strandgötu 1 — Hafnarfirði sími 51810. Þessa helgi: Óvenju ódýrir blómvendir. Mikið úrval þurra skreytinga og pottaplantna. Komið og sjáið sérkennilegustu blómaverzlun landsins. Breiðholti við Breiðholtsbæinn. ÓTRIJLEG VERÐLÆKKUN! LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ STÓRRI HURÐ (auðvelt að hlaða og afhlaða) LEITIÐAÐ ÞVOTTAVÉL MEÐ STÓRUM ÞVOTTABELG (fer betur með þvottinn-Þvær betur) LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÓDÝR íREKSTRI (tekur bæði heitt og kalt vatn, sparar rafmagn) LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL MEÐ DEMPURUM (lengri ending og hl/óðlátari) LEITIÐ AÐ ÞVOTTA VÉL SEM ER ÞUNG (meira fyrir peningana, vandaðri vara) o. fl. o. fl. o. fl. o. fí. o. fl. o. fí. o. fl. OG ÞÉR MUNUÐ SANNFÆRAST UM YFIRBURÐI PHILCO ÞVOTTAVÉLANNA. Þess vegna segjum við að þær hafi VIÐGERÐARÞJÓNUSTA OKKAR TRYGGIR YÐAR HAG. heimilistœki sf Haf narstræti 3—Sætúni 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.