Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 Skátastarf í Reykjavík Þessar skátastúlkur voru að æfa fyrir skemmtikvöld. Ljósmynd Friðþjófur Á íslandi eru nú starfandi . um 6.000 skátar. Halda þeir árlega fjölda móta og nám- skeiða auk hins reglulega starfs sem fram fer að jafnaði i skátaheimilunum. Starf- semi skátanna er ákaflega fjölbreytileg en þó er þeim nokkuð þröngur stakkur skorinn hvað húsnæði varðar og takmarkar það starf- semina og fjölda félaga nokkuð Skátasamband Reykja- víkur hefur aðstöðu að Blönduhlíð 23 i Reykjavík, húsnæði sem sambandið á að hluta á móti Bandalagi íslenzkra skáta Fram- kvæmdastjóri er Steinþór Ingvarsson og veitti hann allar upplýsingar um skáta- starfið. Nú eru liðin um niu ár síðan skátar fluttu úr miðstöð sinni við Snorrabraut og fluttu starfsemi sína út í hin ýmsu hverfi borgarinnar Slikur flutningur hefur að sjálfsögðu mikla erfiðleika í för með sér en eftir þessa breytingu getur starfsemi skátanna náð til fleiri. í mörgum félögum í hverfum borgarinnar eiga skátar við erfiðleika að etja og er að- staðan víða ófullnægjandi hvað varðar húsnæði. Steinþór Ingvarsson sagði einnig að fjárhagur væri víða mjög bágborinn. Öll vinna skátanna er lögð fram endur- gjaldslaust en styrkur hins opinbera erákaflega lítill. Nú eru félögin sameiginleg fyrir drengi og stúlkur en ekki skipt i mismunandi deildir eftir kynjum. Er nú yfirleitt talað um léskáta i stað ylfinga og Ijósálfa. Lé- skátar eru yfirleitt á aldrinum 9—11 ára. Þá taka við skátar á aldrinum 12—14 ára en elztir eru dróttskátar um það bil 1 5 til 18 ára. Nú eru starfandi í Reykja- vík 10 skátafélög. Heita þau Dalbúar, Garðbúar, Hafernir, Hamrabúar, Landnemar, Skjöldungar, Urðarkettir, Ægisbúar, Félag eldri kven- skáta og Hjálparsveit skáta. Félagar i þessum 10 félögum voru um áramót rúmlega 2000. Þá eru starfandi nokkrar sérdeildir skáta. Þekktust er sennilega Hjálparsveit skáta en á landinu eru 10 slikar deildir starfandi. í Hjálpar- sveit skáta í Reykjavík eru starfandi um 60 félagar og hefur starfsemi sveitarinnar verið mikil. Hefur sveitin m.a. sjúkraþjónustu í Bláfjöll- um yfir helgar. Sveitin hélt fjölda námskeiða, bæði fyrir félaga sfna og almenning. Þá komu sporhundar Hjálpar- sveitar skáta í Hafnarfirði og í Reykjavík að góðu gagni á undanförnu ári sem oft áður. Voru útköll á liðnu ári um átján en átta sinnum var leit- að til sveitarinnar á árinu í sambandi við leit. Starfshópur radioskáta vinnur að þvi að koma verk- efnum i radio-tækni inn í skátastarfið. Hafa þeir út- vegað ósamsett tæki sem skátafélögin geta fengið og sett saman. Þá hafa þeir haldið sérstaka keppni sem „Skátastarfið mikils virði sem félagsstarfff „einn er bláeygður, annar dökkhœrður, þriðji fatlaður.... ” SKÁTAFELAGIÐ Ægis- búar hefur húsnæði í kjall- ara Hagaskóla og er starfs- svið þeirra vesturbær. 1 féiaginu eru starfandi 313 skátar og hefur starf- semin verið gróskumikil, þrátt fvrir þrengsli í hús- næðismálum. 1 vetur mun þó rætast úr húsnæðis- vandræðum Ægisbúa þar sem þeir fá inni í nýju iþróttahúsi Hagaskólans. Ægisbúar eiga skálann Arnarsetur sem er vestar- lega í Bláfjöllum. Hafa skátarnir endurbætt skál- ann mikið á undanförnum árum og voru um 11000 starfsstundir lagðar fram við viðgerðina. Valdimar Jörgensson er gjaldkeri Ægisbúa og ræddum við við hann f húsakvnnum félagsins f Hagaskóla. — 1 skátafélaginu er mjög virk þátttaka. Kemur sú virkni fram m.a. i þvf að allir skátar eiga að sækja fundi i flokkunum viku- lega og er fundarsókn yfir- leitt m jög góð. Ljósálfar og ylfingar starfa i sveitum og eru fundir vikulega með mjög góðri fundar- sókn. Sveitarfundir eru haldnir um það bil mánaðarlega hjá hverri sveit. — Starfið er einkum undirstaða og æfingar undir prófin ásamt leikj- um og skemmt iatriðum. Undirbúningur að próf- unum miðar að þvi að gera skátana sjálfstæða t.d. í útilegunum ásumrin. — Vetrarstarfið er að miklu leyti undirbúningur undir útilegur að sumrinu og einnig er margs konar fræðsla og þjálfun látin i té. — öll möguleg fræðsla og þjálfun fer oft fram í leikjaformi. — Einnig eru skála- ferðir yfir vetrartimann. Þá sækjum við skála sem heitir Arnarsetur við Vffilsfell. — A síðast liðnu ári tók félagið þátt í þremur mótum og sendi 15 þátttak- endur á Nordjamb. Fóru 10 sem almennir þátttak- endur en 5 fóru f vinnu- búðir. Einnig tókum við á móti skátum sem dvöldust hér í viku fyrir mótið 1 Noregi. — Skátastarfið er tvf- mælalaust mikils virði sem félagsstarf. Hefur það fram yfir mörg önnur æskuiýðsfélög að hér eru allir aðilar virkir þátttak- endur. AÐALBJÖRG Sigurðar- dóttir sótti á sfðast liðnu ári námskeið 1 skátastarfi fatlaðra. Er hún meðal þeirra sem eru að hleypa af stokkunum slfkri starf- semi á Islandi. Því var ástæða til að ræða við hana um námskeiðið og þessa tegund skátastarfs. — Jú, ég var á námskeiði f Noregi f sumar sem haldið var af norrænu skátabandalögunum öll- um. Námskeiðið var aðal- lega um fræðileg efni en minna var um verklega kennslu. Námskeiðið var styrkt af Norðurlandaráði og fórum við tvö frá Is- landi. Námskeiðið var að sjálfsögðu aðallega fyrir þá sem hafa áhuga á fé- lagsmálum fatlaðra. — Námskeiðið var mest f fyrirlestraformi. Nám- skeið hjá hverju landi ættu að gefa meiri verk- lega þjálfun. — Eftir að ég kom frá Noregi lá þetta nokkuð niðri. Sfðan kom hingað Norðmaður sem starfaði með skátum. Þá var boðað til fundar með starfsmönn- um stofnana og skóla fyrir fatlaða til að skipuleggja þetta verkefni. — Það sem ég tel mjög nauðsynlegt við slfka skátastarfsemi er að fá for- eldra skátanna fyrst inn f starfið. Það þarf eldra. þroskaðra, þolinmóðara og reyndara fólk. — Nú þegar hefur verið stofnuð nefnd í Heyrnleys- ingjaskólanum með tveim skátum, tveim kennurum og foreldrum barnanna. Þessi nefnd mun gera áætl- un um starfið sem nú þegar er hafið. — Akveðið skátafélag tekur að sér þetta starf og verður ekki litið á börnin sem einhver sértilfelli og reynt að hafa þau sem eðli- legust í umhverfinu. Taka þau þátt i skátafundum og eru mjög fljótt með á nót- unum f sambandi við leiki o.þ.h. — Skátafélögin á Islandi hafa verið mikil flokk- unarvél og er nú verið að reyna að breyta þessu. Þeir krakkar, sem hafa verið mjög virk f félagslffi al- mennt eru einnig virkasta fólkið f skátastarfinu. Þeir sem hafa verið lengst 1 skátahrevfingunni og eru mest áberandi eru annað- hvort eða hvort tveggja lfkamlega sterkir og hafa góða greind. — A námskeiðinu f Noregi voru margir for- eldrar fatlaðra barna og voru þar að reyna að finna félagsaðstöðu fvrir börnin og gerast þvf félagar f skátastarfi fatlaðra. — Svfar eru mjög framarlega f þessum efnum og Danir ef til vill einnig. — Það er nauðsynlegt að þeir fötluðu geti verið sem eðlilegastir f umhverfinu og er auðvitað gaman ef slfkur árangur næst. — Það má lfta á þetta þannig að einn er bláeygð- ur, annar dökkhærður sá þriðji fatlaður og svo fram- vegis. I venjulcgu skátafé- lagi er einn duglegur að hlaupa, annar duglegur að hnýta, engum er alls varnað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.