Morgunblaðið - 14.03.1976, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
í Víkingasal
Hótel Loftleiða
mánudagskvöld
kl. 9—1.
Jazzmenn leika.
Jam — Session.
Jazz-rock-blues.
JAZZVAKNING
ÞÓRSBLÓT
Lionsklúbburinn Þór efnir til Þórsblóts og af-
mælisfagnaðar á herrakvöldi á 20 ára afmæli
sínu fimmtudaginn 18. marz. Þórsblótið hefst
kl. 19 í Lækarhvammi (Átthagasal) á Hótel
Sögu.
Blótið hefst rneð ávarpi formanns Þórs. Sverris Július
sonar, forstjóra.
Ræðumenn kvöldsins verða Guðmundur
Kærnested, skipherra, og Vilmundur Gylfa-
son, menntaskólakennari.
Efnt verður til happdrættis og málverkaupp-
boðs.
Ómar Ragnarsson flytur grín og gaman.
Lukkupottar Þórs verða bornir meðal gesta.
Nemendur Hjúkrunarskóla íslands aðstoða.
Veizlustjóri:
Guðmundur Vignir Jósefsson.
Lionsmenn í Reykjavík og nágrenni og gestir
þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverlzun
Lárusar Blöndal við Skólavörðustíg og Aðal-
stræti á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.
Fjölmennum á Þórsblótið 18. marz og minn-
umst 20 ára starfs Þórs að ITknarmálum.
sr
its
1% :
• Ljósmynd af Asgrími Jónssyni tekin
á árum hans i Húsinu á Eyrarbakka.
# Sjálfsmynd Albrechts Dúrers, er
hann gerði 13 ára gamall.
Merkilegar,
myndir
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
ÞEGAR ég fyrir nokkru í fyrsta
skipti sá æskumynd af Ásgrími
Jónssyni frá dvöl hans í Húsinu
á Eyrarbakka, minnti hún mig
sterklega á aðra mynd, sem ég
kom þó ekki strax fyrir mig
hver væri, einkum var það hinn
opni og spuruli svipur á andliti
Ásgríms sem hér tók athygli
mína. En er ég kom næst á
vinnustofu mína, rann skyndi-
lega upp fyrir mér ljós og ég
leitaði uppi hina frægu sjálfs-
mynd Albrechts Dúrers, er
hann gerði 13 ára að aldri.
Þessar myndir eru í formi,
gerð og uppbyggingu gjörólik-
ar, annars vegar er Ijósmynd af
Ásgrími en hins vegar er spegil-
mynd er Dúrer rissaði upp af
sjálfum sér, en það er eitthvað í
yfirbragði þeirra er grípur, hin
innri skynhrif og útgeislan,
sem tengir þær saman. Við
nánari athugun og rannsókn
kemur í ljós að fleira er skylt
með þeim en yfirbragðið eitt.
Þeir eru fæddir á sajna ára-
tugnum, en fjórar aldir skilja,
og í báðum tilvikum standa þeir
á þröskuldi nýrra og umbrota-
samra tíma. Þeir eru á líku reki
við myndgerðina og fram kem-
ur hvorttveggja, ungæðisleg
viðkvæmni og sterkur vilji til
átaka við hina óræðu framtíð
sem bjarmar af. Andlit beggja
virðast full undrunar yfir hin-
um nýuppgötvaða heimi og um
leið opinbera þau eitthvað af
ótakmörkuðum krafti og festu
sem innra með þeim bjó.
Báðir upplifa þeir aldamót,
sem með sjaldgæfri nákvæmni
boða strauma nýrra tíma. Alda-
mótin 1500, sem Dúrer lifði,
boðuðu lok miðalda og upphaf
endurreisnar, þó að raunar
deilist tímabil sögunnar aldrei i
nákvæmt afmarkaða hluta, þar
sem lífsform, siðir og venjur
lúta lögmáli aðlögunar og
þróunar. En við lok fimmtándu
aldar verða mikil og greinileg
umskipti líkt og allir andar séu
í uppnámi. Þannig er sem þá
bylti sér í dauðateygjum hinn
liðni aldartugarhelmingur,
jafnframt þvi sem nýtt tíma-
skeið með ferskum hugmynd-
um í heimspeki, myndlist og
trúarbrögðum boðar komu sína
með umbrotamiklum fæðingar-
hríðum.
Flest þetta og margt fleira
má heimfæra á hin sögulegu
aldamót 1900, sem Ásgrímur
lifði. Iðnbyltingin hafði gjör-
breytt lífi og afkomu manna og
umbrotasamasta framfaraskeið
í sögu mannsins var að hefja
göngu sína, og hið undarlega
við þetta allt er, að segja má að
Ásgríms biði það hlutverk, að
taka aftur upp myndlistarþráð-
inn, er islendingar misstu
ásamt sjálfstæðinu við lok
miðalda og hefja til vegs að
nýju. I mörgum skilningi voru
enn miðaldir á íslandi en meó
breyttum timum og vaxandi
sjálfstæði var einungis tíma-
spursmál hvenær merkinu yrði
lyft á ný i menningarlegri sókn
því að glæðurnar kulnuðu
aldrei að fullu.
Aldir áþjánar og harðræðis
voru að baki og fögnuður nýrr-
ar sjálfstæðisvitundar fór um
þjóðina. Likast var sem með
hinni fyrstu bernskuminningu
Ásgrims er tengdist rauðum
feiknstöfum og eldrúnum
væri fortíðin að kveðja og jafn-
framt að minna á þann háska
og hrikadýrð, sem er samfara
lífinu á þessari jörð og öll sköp-
un er bundin.
Báðir voru uppi á dögum
heimsógna er öllu lifi hótaði að
granda og miklar mannfórnir
kostuðu, Dúrer á dögum Pestar-
innar (svartadauða) en
Ásgrímur á dögum ragnaraka
og hörmunga tveggja heims-
styrjalda
Andstæðurnar i lifi þessara
tveggja miklu sona þjóða sinna
eru um margt engu minni en
hið sameiginlega. Albrecht
Dúrer var að vísu af fátækum
kominn líkt og Ásgrímur, en
hins vegar blómstraði list og
menning allt i kring um hann
og þurfti hann einungis að taka
við til ávöxtunar arfi hins
fræga koparstungusnillings og
teiknara, Martins Schongauers.
Auk þess varð hann þeirrar
gæfu aðnjótandi að alast upp og
vera leikbróðir og seinna ævi-
vinur og skjólstæðingur hins
auðuga og mikla húmanista
tímanna, Willibald Pirck-
heimers, en hann var heims-
maður og lýsandi andi sem
hafði djúptæk áhrif á mótun
heimsmyndar Dúrers og opnaði
honum sýn til menntunarheims
fornaldarinnar og ítalskrar list-
ar og varð þannig áhrifamaður
til úrslita í lífi Dúrers. Einn af
samtíðarmönnum Pirckheimers
er hann dvaldist við háskóla-
nám í Pavia var Leonardo da
Vinci, er þá var við hirð
Lodovico Sforza. Guðfaðir
Dúrers og nágranni var
Anthon Koberger, sem átti
mikilvægasta prentverk
Evrópu í þá daga, — þá skrifuð-
ust þeir seinna á, Dúrer og
Rafael og vitað er að þrykk-
myndir eftir Dúrer héngu uppi
á vinnustofu Rafaels.
Menning og list í æskuum-
hverfi Ásgríms var hins vegar
ekki önnur virkt en sú er tak-
markaðist af Húsinu á Eyrar-
bakka þar sem hann í fyrsta
skipti heyrir leikið á orgel-
harmoníum og sér fyrstu mynd-
ir af málverkum i dönskum
vikublöðum, og síðar eru það
kynnin við reisnarsetrið á
Bíldudal, þar sem lék fjarrænn
gustur erlendrar menningar.
Þessir staðir tveir báru vissu-
lega óvenjulegt menningarlegt
svipmót á þessum árum og svo
var um fleiri byggðarlög þótt
þau hefðu máski ekki í sama
mæli ýtt undir hneigð Ásgríms
til sjónlista. Bakhjarl listar
Asgríms var svo myndauðugt
og hrikalegt svið íslenzkrar
náttúru ásamt fornsögum og
þjóðtrú. List þessara tveggja
manna varð gjörólík og ég er
ekki að höfða til slíks að neinu
leyti með skrifi mínu, heldur
þess hve margt er sameiginlegt
með yfirbragði myndanna og að
auki aldaskila á lffstið þeirra,
þótt fjórar aldir bæri á milli.
Finnst mér fróðlegt að bera
þessar myndir og tímaskeið
saman því að likast er sem
tíminn standi hér kyrr i harð-
ræði fjögurra alda á meðan
Evrópa lifði að öðru leyti mörg
þróunarskeið.