Morgunblaðið - 14.03.1976, Page 22
Rétt fyrir kl 19 30. desember, þegar orkukreppan í
Bretlandi stóð sem hæst, hringdi grímuklæddur maður á
dyrabjölluna á húsi Edward Sieff i St. Johns Wood Húsráð-
andi var milljónamæringur og einn aðaleigandi Marx og
Spencer verzlunarhringsins og varaforseti Zionistasamtakanna
á Stóra Bretlandi
Það var portúgalskur bryti, sem fór til dyra, og stóð þar
andspænis ungum manni, fremur þybbnum, sem hann áleit
vera mitt á þrítugsaldri Miðaði hann byssu að brytanum og
þvingaði hann til að fara með sig á fund húsráðanda, sem var
að skipta um föt í svefnherbergi sfnu Þar miðaði hann
byssunni að andliti Sieff á nokkurra þumlunga færi og hleypti
af Þegar hanrvhafði séð fórnardýr sitt, hníga niður, hljóp hann
eins og örskot út úr húsinu og hvarf út í myrkrið
Það var Edward Sieff til lífs, að hann hafði óvenjulega
sterkar tennur af 68 ára gömlum manni að vera, sem hægðu á
þungri 9 mm kúlunni, áður en hún hafnaði hálfum sentimetra
frá hálsæðinni Reyndar mun það einnig hafa bjargað honum,
að kona hans, Lois, hafði rænu á, að snúa honum við, og kom
þannig í veg fyrir, að hann kafnaði í eigin blóði Byssa sú, sem
notuð var við þetta tilræði, fannst 18 mánuðum síðar í íbúð í
Bayswater, en hana hafði á leigu stúlka, er var í vinfengi við
mann að nafni Carlos Martinez.
SKÓKASSI MEÐ SPRENGJU
Svo virðist sem þessi kaldrifjaða árás á Edward Sieff hafi
verið fyrsta stórvirki hins unga borgarskæruliða frá Venezuela,
llich Ramirez Sanches, sem stjórnaði Commando Boudia,
hryðjuverkasamtökum á vegum Alþýðufylkingarinnar fyrir
frelsun Palestínu.
Samtökin, sem nefndust eftir látnum hryðjuverkamanni frá
Alsír, voru upphaflega sett á stofn i París Þau voru í tengslum
við aðra hryðjuverkahópa í Evrópu, þar á meðal Baader-
Meinhof samtökin í Vestur-Þýzkalandi, en frá þeim hlaut
Carlos að gjöf nokkrar bandarískar M26 handsprengjur
Samtökin fluttu starfsemi sína til London skömmu eftir að
franska leyniþjónustan tók á sitt vald hús, sem hryðjuverka-
menn úr tyrkneska frelsishernum höfðu á leigu, en þar hafði
Carlos fengið að geyma nokkuð af vopnabúnaði samtaka
sinna, þar á meðal M26 sprengjurnar, sem auðvelt var að
rekja til hans
Önnur árás Carlosar í London var gerð í banka ísraels-
manna, Hapoalim í Lawrence Lane í City of London 25.
janúar 1974 var það ungur maður á þrítugsaldri, sem hélt
vængdyrum bankans opnum með annarri hendi, en fleygði
með hinni skókassa með sprengju inn á gólfið í sama bili
sleppti hann taki sínu á hurðinni, en kassinn þeyttist inn eftir
gólfinu og sprengjan sprakk rétt framan við afgreiðsluborðið
Ritari að nafni Janet Kipling særðist í þessari árás
Vorið eftir þessar aðgerðir þótti Carlos tími til kominn að
Commando Boudida léti að sér kveða i Frakklandi á nýjan leik
Ákveðið var að beina skeytum að blöðum hægri sinna og
gyðinga Áætlanir voru gerðar með mikilli varkárni. í ágúst
1 974 gerði hópurinn atlögu að L'Aurore, tímaritinu Minute og
L'Arche, sem var í eigu gyðinga Voru bílsprengjur sprengdar
framan við skrifstofur blaðanna, og þótti þessi aðgerð hafa
tekizt prýðilega Fréttunum var tekið með fögnuði i Beirut
FÉLAGARNIR
Carlos var leiðtogi Commando Boudia um tveggja ára skeið
Virkir félagar i samtökunum munu varla hafa verið fleiri en 8
talsins, en stöku sinnum fengu þau sendar palestínskar skyttur
frá Beirut til að annast sérstök verkefni. Á þessu tímabili voru
ferðir hryðjuverkamannanna tiðar milli Parísar og Lundúna, en
þar bjó móðir Carlosar í íbúð í Kensington Yngsti bróðir hans,
Vladimir, dæmigerður táningur og nemandi í St Marylebone-
menntaskólanum, lék knattspyrnu með strákum af gyðinga-
ættum í Maccabi-félaginu, og sagði hann við Hugh O'Shaugh-
nessy, fréttamann blaðsins í Rómönsku Ameríku, að Carlos og
félagar hans hefðu kallað sig Isaac Ramirez
Aðrir félagar hópsins, sem vitað er um, voru miðaldra
Suður-Ameríkani með mikið yfirvaraskegg og gleraugu, og hét
samkvæmt vegabréfi frá Equador Antonio Dages Bouvier og
Michel Wahab Moukharbel, sem átti eftir að falla fyrir
byssukúlu Carlosar vegna meintra svika Bouvier var á vfxl f
London og Parls eins og Carlos. Mourkharbel fór hins vegar
ekki eins oft til London, en var á stöðugum ferðalögum milli
Parísar og Beirut eins og nokkurs konar milliliður hópsins og
bækistöðva Alþýðufylkingarinnar. Hann var oft í fylgd með
Carlos í kynnisferðum, sem ævinlega voru farnar fyrir meiri-
háttaraðgerðir. Hann átti að fylgjast með eyðslu félaganna og
færði nákvæmlega inn sérhvern kostnaðarlið allt frá leigubíl-
um til matarkaupa
Carlos sat við og við fundi með þremur kúbönskum
sendifulltrúum i Parfs, og ef til vill hefur hann gert það án
vitundar félaga sinna Frakkar sökuðu þessa Kúbana síðar um
að vera félagar kúbönsku leyniþjónustunnar og vísuðu þeim úr
landi.
Commando Boudia var að búa sig undir fleiri sprengjuað-
gerðir i Parfs, þegar veður skipuðust skyndilega í lofti. Franska
leyniþjónustan handtók i ágústmánuði 1974 Yutuka Furaya,
sendimann og gjaldkera Rauða hersins í Japan (JRA) Þetta
var enginn smáfiskur, og JRA var staðráðinn í að ná honum
aftur. Vitaskuld sneri hann sér fyrst til Alþýðufylkingarinnar
fyrir frelsun Palestfnu, með beiðni um aðstoð, en hann átti
hönk upp í bakið á fylkingunni vegna bfóðbaðsins, sem hann
hafði efnt til á Lod-flugvelli árið 1 972 beinlinis í þágu hennar
SENDIRÁÐIÐ í HAAG
Commando Boudia var kvödd til, og eftir nokkrar viðræður
við fulltrúa JRA I Zurich, var ákveðið að láta til skarar skrlða
gegn sendiráði Frakka I Haag, enda væri það heppilegasta
skotmarkið I færi Carlos og Mourkarbel, sem fylgdi honum
eins og skuggi þegar hér var komið sögu, fóru til Haag með
lest 1 1 september til þess að skoða sendiráðið Daginn eftir
komu þeir aftur eftir viðkomu I Amsterdam til að gefa JRA
skýrslu. Moukharbel gerði samvizkusamlega grein fyrir ferð
þessari í ávísanaheftinu sínu
Árásin á sendiráðið var gerð næsta dag, 13. september
Áður en félagarnir úr Commando Boudia sögðu skilið við
fulltrúa JRA, gáfu þeir þeim nokkrar M26 sprengjur, en óðum
var farið að ganga á birgðirnar Sprengjur þessar fundust slðar
I sendiráðinu, eftir að hryðjuverkamennirnir voru komnir til
Sýrlands
Þar sem amerísk M26 sprengja springur verður hættu-
svæði I 50 feta radius
Sunnudaginn 15 september, annan dag umsátursins um
sendiráðið I Haag, þegar fréttir um atburðinn voru á forsiðum
allra blaða, þyrptist ungt fólk inn á Drugstore við St. German-
des-Prés Félagi úr Commando Boudia hallaði sér yfir handriðið
á annar.ri hæð og fleygði M‘26 sprengju í mannþröngina
umhverfis blaðasöluna Sprengjan varð tveimur að bana og
34 særðust, er vírbútar úr henni þeyttust um með ofsahraða
Einn af þeim, sem sluppu ósærðir var dægurlagasöngvarinn
Jean-Jacques Debout, og sagði hann: — Fólk lá eins og
hráviði út um allt. Ég sá lítinn dreng, svona 1 2 ára gamlan.
einblina á handlegginn á sér með vantrú og skelfingu I
svipnum Hann hafði enga hönd
Nokkrir viðstaddir höfðu sem snöggvast séð bregða fyrir
manninum, sem kastaði sprengjunni, áður en hann hvarf í
ringulreiðinni sem fylgdi En enda þótt allir sjónarvottar væru
á einu máli um að þetta hefði verið ungur maður, klæddur
gráum, slitnum jakka, töldu tveir, að hann hefði verið Evrópu-
maður, en einn var þess fullviss, að hann hefði verið Norður-
Afrlkumaður. Um það bil ári slðar hafði franska lögreglan
fengið fullvissu um, að maðurinn var hvorki frá Evrópu né
Norður-Afrlku, heldur frá Rómönsku Ameriku Þetta var
Carlos
í fyrstu var lögreglan vantrúuð á, að hér væri um að ræða
pólitiskt glæpaverk En fljótlega kom annað upp á teninginn
Maður nokkur hringdi I tvær fréttastofur, Agence France
Presse og Reuter og talaði frönsku með sterkum erlendum
hreim Hann sagði að árásin væri viðvörun til rikisstjórna
Frakklands og Hollands við að hundsa kröfur Japananna i
Haag — Að öðrum kosti ráðumst við næst á kvikmyndahús,
— sagði hann
Leynilögreglumenn, sem grandskoðuðu vegsummerki á
Drugstcre, fundu fljótlega brot úr sprengjunni. Þvlnæst
komust þeir að raun um. að hún hafði verið I sprengjubirgð-
unum, sem Baader-Meinhof samtökin stálu frá bandariska
hernum I Vestur-Þýzkalandi á slnum tlma
Á þeim þremur árum, sem liðin eru siðan sprengjunum var
stolið hafa þær og brot úr þeim, sem tekin hafa verið úr
ýmsum fórnardýrum, myndað langan slóða um Evrópu Þetta
hefur leitt i Ijós, að furðulega náin samvinna er á milli óllkra
hópa borgarskæruliða, og lögreglan hefur slðar sannfærzt um,
að Carlos hefur verið við þá alla riðinn að einhverju leyti
NÝFÓRNARDÝR
Eftir sprengjuárásina á Drugstore frestaði hópurinn aðgerð-
um I Parls um þriggja mánaða skeið Carlos og Moukharbel
nýttu þennan tíma til að finna sér ný fórnardýr. Þar á meðal
var sendiherra ísraels I Paris. Þeir rituðu nákvæmlega niður
allt varðandi öryggisvörzlu hans á vmnustað og I einkallfi
Getur það að lita f vasabók, sem lögreglan náði i siðar
Um næstu áramót var smyglað til hópsins beztu vopnum,
sem hann hafði nokkru sinni fengið. Voru þar á meðal litlar
eldflaugar og rússneskar sprengjuvörpur, sem beitt er gegn
skriðdrekum. Auk þess fengu þeir þrjá Palestinumenn til að
beita þessum vopnum Þeir lögðu á ráðin um að granda
flugvél frá El Al með farþegum innanborðs á Orly-
flugvellinum
Til allrar hamingju réðu félagarnir I Commando Boudia
ekkert við þessi stórhættulegu morðtól, sem þeir höfðu fengið
I hendur í janúar 1975 gerðu þeir tvisvar á einni viku tilraun
til að sprengja upp flugvél frá El Al á Orly með þvi að miða á
bensíngeymi. í fyrra skiptið misstu þeir marks, og hæfðu
júgóslavneska flugvél i misgripum. Kom það af stað getgátum
um, að hér hefðu verið að verki hryðjuverkamenn frá Króatíu
Þeir lögðu á flótta, og svo mikill asi var á þeim, að þeir skildu
eftir skammbyssu og tvær eldflaugar
Siðari tilraunin var enn meira vindhögg. Lögreglumenn
stóðu vörð um allar flugvélar El Al á flugvellinum, og einn
þeirra kom auga á grlmuklæddan mann, sem birtist framan við
flugstöðvarbygginguna og gerði sig liklegan til að senda
eldflaug að vélinni, sem hann var að gæta. Lögreglumaðurinn
skaut þegar i stað að tilræðismanninum úr vélbyssu sinni, en
hann fleygði sprengju á móti. Nú upphófst eltingarleikur á
flugstöðinni og skot kváðu við. Þrem hermdarverkamönnum
tókst að ná 10 manns I matsal flugstöðvarinnar á sitt vald, og
héldu þeir þeim I gislingu inni á salernum, þar til yfirvöld
samþykktu að leyfa þeim að flýja til Baghdað I samningavið-
ræðunum tjáðu þeir lögreglunni, að þeir væru félagar i
Commando Boudia
Vitaskuld var Carlos ekki i þessum hópi, þvi að hann hafði
enga löngun til þátttöku i stórhættulegum leik, ef ekki væri
tryggilega um hnútana búið. Svo virðist sem Palestlnumenn-
irnir í hópnum hafi knúið þessa aðgerð fram Mikil hræðsla
greip um sig er fregnir bárust um, að eldflaugar hefðu verið
notaðar gegn flugvélum, og víða í Vestur-Evrópu var öryggis-
eftirlit á flugvöllum stórlega hert. Sveitir með litla skriðdreka
settu á svið „æfingu i öryggisskyni" á Heathrow flugvelli i
London
SLÆMAR FRÉTTIR
Enn á ný lögðust aðgerðir Commando Boudia niður, og
Carlos ferðaðist um Evrópu, oft i fylgd með Moukharbel.
Honum varð tlðförult til Lundúna og Zúrich, þar sem samtökin
höfðu númeraðan bankareikning og I mai fór hann einn slns
liðs til Vestur-Þýzkalands til viðræðna við Baader-Meinhof
samtökin. í herbúðum þeirra var glatt á hjalla, þvl að þau
höfðu nýlega rænt stjórnmálamanninum Peter Lorenz og slðar
framselt hann I skiptum fyrir 8 stjórnleysingja, sem farið hafði
verið með flugleiðis til Suður-Jemen. Þar á meðal var Gabriele
Kroechev-Tiedeman, sem siðar var i för með Carlosi til
Vlnarborgar, svo sem frægt er orðið.
En 13. júni kom Moukharbel úr ferð um Mið-Austurlönd og
hafði ekki góðar fréttir að færa. Leyniþjónusta Libanon hafði
gripið hann og yfirheyrt i heilan sólarhring. Hann sagði, að
þeir hefðu velgt sér dálitið undir uggum, en fullyrti samt, að
hann hefði ekki sagt þeim satt orð. Þegar yfirheyrslunum var
að verða lokið, kom útlendingur inn og hlustaði gaumgæfilega
á svör hans Taldi hann, að hér hefði verið um að ræða
Bandaríkjamann frá CIA. Síðan hefði sér verið sleppt.
Carlos sleppti sér alveg gagnvart arabanum. Hafði hann
enga vitglóru I kollinum? Gerði hann sér ekki grein fyrir þvi, að
CIA hefði ráðlagt leyniþjónustunni að sleppa honum, svo að
hann gæti visað þeim á aðra félaga I samtökunum Honum
hefði sennilega verið veitt eftirför allt frá þvi að hann sté á land
I Orly.
En þegar Carlosi tók að renna reiðin, urðu viðbrögð hans
þau sömu og venjulega, þegar á móti blæs Hann varð
fullkomlega rólegur og yfirvegaði málið Hann gerði sér grein
fyrir þvl, að hann var undir eftirliti. og ef hann gerði minnstu
tilraun til að flýja, yrði það til þess eins að hann yrði
handtekinn. Það viturlegasta sem hann gæti gert var að