Morgunblaðið - 14.03.1976, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
Þriðja og síðasta grein um alræmdasta og
harðsnúnasta hermdarverkamann áratugarins
4
-
4
4
4
eftir
Colin Smith
sannfæra frönsku leyniþjónustuna um, að hann væri ekkert
annað en spilltur glaumgosi frá Venezúela og aðeins kunningi
Moukharbel. Hins vegar hefur þessi óvissa áreiðanlega bakað
honum mikið sálarstrlð, og mynd, sem leyniþjónustan franska
lét taka af honum á götu I Paris um þetta leyti, sýnir að hann
bítur ! neðri vörina að innanverðu, en slikt gerir hann aðeins,
þegar að honum sverfur.
TENGILIÐUR
Moukharbel reyndi að snúa hundana af sér 21. júni kom
hann til London, en brezka lögreglan, sem fengið hafði
viðvörun frá frönsku leyniþjónustunni, visaði honum til baka.
Leyniþjónustan greip til þess hyggilega ráðs að láta hann leika
lausum hala í Parls og hafa nánar gætur á öllu atferli hans þar.
Hann var eins og bolti, sem skoppaði um á litlum leikvangi og
skoraði mark fyrir leyniþjónustuna i hvert skipti sem hann
leitaði i örvæntingu aðstoðar til að komast á brott
Carlos hafði tekið á leigu Ibúð á hægri bakka Signu og
hafðar voru gætur á öllum, sem þangað vöndu komur slnar.
Vinstri sinnaður útgefandi, Wilfrid Boese að nafni, sem var
tengiliður samtakanna við samtök i Þýzkalandi, varð þess var,
að honum var veitt eftirför, eftir að hann fór út úr íbúð
Carlosar. Moukharbel hafði farið þess á leit við hann, áð hann
reyndi að fá Carlos til að útvega sér fölsuð skilriki, en Carlos
taldi vonlaust að veita arabanum nokkra aðstoð, þar sem hann
var undir svo ströngu eftirliti, sem raun bar vitni. 23. júni var
Moukharbel handtekinn, einn sins liðs og yfirgefinn, og varð
það honum jafnvel til nokkurs léttis. Tveimur dögum síðar var
Boese gripinn fyrir framan íbúð Carlosar, en sjálfur var
húsráðandi allur á bak og burt.
KONUR, KONÍAK, PÓKER
Á þeim tveim árum, sem Carlos var foringi Commando
Boudia, lézt hann vera ungur hagfræðingur, starfandi hjá
alþjóðlegu fyrirtæki og þyrfti hann starfs sins vegna að vera á
faraldsfæti milli landa Hann hafði gaman af þvi að tala um
konur, drekka koniak og spila póker Flestir þeir, sem kynntust
honum lauslega, töldu hann vera feitan glaumgosa, sem kynni
að njóta llfsins Hann féll vel að þessu hlutverki, enda var það
ekki ólikt honum sjálfum.
Eitt helzta ánægjuefni Carlosar var, að hann gat staðið í
umsvifamiklu kvennastússi og fengið það allt greitt sem
risnukostnað Hann átti fjórar vinkonur, tvær hvorum megin
Ermarsunds Þrjár þessara stúlkna voru frá Rómönsku
Amerlku, en sú fjórða var spænsk
Angela Otaola var 21 árs að aldri, frá Baskahéruðum
Spánar og var dökk yfirlitum Henni kynntist Carlos á matsölu-
stað, þar sem hún var þjónustustúlka, og innan tlðar notaði
hann Ibúð hennar i Bayswater til að geyma fölsuð vegabréf,
sprengiefni og byssur. Siðar hlaut hún 12 mánaða fangelsis-
dóm fyrir að hafa vopn I ibúð sinni Við réttarhöldin lýsti
verjandi hennar yfir þvi, að hún hefði verið i tygjum við Carlos.
Hin vinkona Carlosar i London var miklu eldri að árum. Hún
hét Maria Nidya Tobon de Romero og var fögur fráskilin kona
frá Colombiu. Henni kynntist Carlos þegar hún var við nám í
einkaritaraskóla i London. Hún var eins konar gjaldkeri fyrir
Carlos, og hann sendi henni a.m.k. £1.000 i frönkum frá
Paris Ennfremur geymdi hún nokkur fölsk vegabréf fyrir
hann. Hvorug kvennanna vissi af hinni, né heldur vissu þær,
að móðir Carlosar og bræður hans bjuggu I Kensington.
„NEGRASTELPAN"
Einnig hafði hann búið vel um hnútaha í París. Þar átti hann
Ifka tvær vinkonur, og vissi hvorug um hina, enda þótt
skammt væri á milli íbúða þeirra. Amparo Silva-Masmela frá
Colombiu bjó í Ibúð við Amelite-götu skammt frá flugstöðinni
við Les Invalides. Þetta var hæglát stúlka, sem starfaði I banka
og var 24ra ára að aldri. Hún geymdi nógu mikið af
sprengiefni samtakanna Commando Boudia til að sprengja
húsið, þar sem hún bjó, hátt í loft upp.
Nancy Sanches var nemandi I mannfræði og var frá
Venuzuela. í henni var eitthvað af negrablóði, og því var hún
dekkri á hörund en Carlos. Hann átti það til að taka um hökuna
á henni og segja: — Ah, negrastelpa, og þetta kom oft illa við
vini Nancyar, sem gerðu sér ekki grein fyrir því, að þetta er
eins konar gæluyrði í Rómönsku Ameríku. Carlos kallaði
bróður sinn, Lenin, sem er allhörundsdökkur, einnig negra, og
sjálfur er hann kallaður El Gordo, þ.e. fituklumpur í fjölskyldu
sinni.
Það var í íbúð Nancyar í Latínuhverfinu. sem Carlos kom I
Ijós á ný eftir handtöku Moukharbel. Húsið er 6 hæða bygging
við Toullier-götu og íbúð Nancyar var f þeim hluta hússins
baka til sem var áður ætlaður þjónustufólki, og þangað er
gengið eftir göngubrú frá húsinu framanverðu.
27. júnf sl. ár, er Nancy hafði lokið fjögurra ára námi í
mannfræði við Sorbonne háskólann, ætlaði hún til Venezuela
til að gera rannsóknir á indíánaættflokki, sem býr afskekkt þar
í landi. Flugvélin, sem hún ætlaði með, átti að leggja af stað
kl. 10 um morgun, svo að kveðjuveizlan hófst sfðla daginn
áður og stóð enn, þegar hún lagði af stað út á flugvöll kl.
8.30. Carlos hafði fengið ímugust á flugvöllum, og dvaldist
því áfram f fbúðinni og hélt veizlunni áfram. Leiga hafði verið
greidd fyrir fbúðina einn mánuð til viðbótar, og hann ætlaði að
halda þar kyrru fyrir, þar til öldurnar, sem risið höfðu eftir
handtöku Moukharbel, hefði lægt.
En snemma á öðrum degi yfirheyrslnanna, féll Moukharbel
saman. Hann vísaði lögreglunni á híbýli Nancyar og fór
þangað sjálfur í fylgd með þremur lögreglumönnum. Þeir voru
Jean Herranz lögregluforingi og tveir óbreyttir menn úr
lögregluliðinu, Raymond Dous og Jean Donati Enginn þeirra
hafði hugsun á að taka með sér vopn
BAUÐ UPP Á DRYKK
Um kl. 21 40, daginn sem Nancy fór til Venezuela, hringdu
lögreglumennirnir í misgripum á dyrabjöllu hjá ungum hjón-
um, sem bjuggu á næstu hæð fyrir neðan Nancy Ungu hjónin
sem voru með kvöldverðarboð, vísuðu þeim upp í íbúð
hennar. Hálfri klukkustund síðar, I sama bili og húsbóndinn
stóð upp til að kveðja gesti sfna, komu tvær byssukúlur I
gegnum loftið, og fór önnur þeirra í gegnum borðstofuborðið
Þessar kúlur höfðu farið í gegnum Moukharbel, því að það
urðu endalok hans að falla fyrir kúlu frá sínum gamla vini og
samstarfsmanni. Aðrar byssukúlur urðu Dous og Donati að
aldurtitla, og Herranz hlaut skot í hálsinn og særðist.
Þegar Herranz hafði náð sér eftir skotsárið, sagði hann, að
þeir hefðu aðeins álitið Carlos eins konar tengilið samtakanna
Hann kvað hann hafa tekið þeim vel, er þeir knúðu dyra, boðið
þeim upp á drykk, og sjálfur kvaðst Herranz hafa þegið í glas.
Veizlan var að leysast upp, en enn voru í íbúðinni tvær stúlkur.
Þeir fóru inn f annað herbergi, meðan lögreglumennirnir
ræddu við Carlos. Carlos lézt vera drukknari en hann var, en
allt gekk vel, þar til lögreglumennirnir báðu hann að koma mér
sér niður á lögreglustöð, þá varð hann viðskotaillur, en
samþykkti þó loks að fara með þeim, ef hann fengi fyrst að
skreppa á salernið Þaðan kom hann með stóra rússneska
byssu og innan tfu sekúndna hafði hann skotið þá alla fjóra.
Siðast hæfði hann Moukharbel, sem hafði beygt sig niður á
góif.
Næsta morgun var það Angela Armstrong, ritari við
Sorbonne, sem kom auga á Carlos á flugstöðinni hjá Les
Invalides. Hún stóð f biðröð við afgreiðsluborðið, þegar Carlos
birtist skyndilega eftir að hafa átt næturstað hjá Ampera
Silva-Masmela
VOPNABÚRIÐ
Það var ekki hyggilegt fyrir Carlos á þessari stundu að fara
Cit á flugstöðvar, þvi að þeirra var vendilega gætt af öryggis-
lögreglunni. En á honum var engan bilbug að finna Angela
kallaði til hans, og þá gekk hann hægum skrefum til hennar
tók utan um hana og hvislaði: Ég er búinn að skjóta tvo menn
Það var arabarotta, sem sveik mig, og ég drep alla þá, sem
svíkja mig.
Meðan þessu fór fram, voru lögreglumenn I óðaönn að
skoða eigur þær, sem „arabarottan" hafði eftir sig látið í
ávisanahefti hans sáu þeir, að einhver Silva-Masmela hafði
fengið greidd 250 sterlingspund. Þegar hibýli hennar voru
rannsökuð, kom I Ijós, að þar var vopnabúr Commando
Boudia og þar var meðal annars siðasta sprengjan af gerðinni
M26, sem Baader-Meinhof samtökin höfðu stolið árið 1971
Þegar Carlos birtist næst, var það i Vinarborg um jólaleytið,
eins og frægt er orðið Þá hafði hann lagt verulega af frá þvi að
hann sást siðast, enda líklega verið lengi á flótta.
Ekki er vitað, hvernig hann komst út úr Frakklandi.
mynd, sem lögreglan tók á laun af hinum lífseiga hermdarverkamanni
fimm dögum fyrir dráp tvímenninganna.
Sá sem skipulagði hryöjuverkin, lærisveinn hans og fórnarlömb — frá
vinstri: PFLP-foringinn dr. George Habash; Raymond Dous (efri
myndin) og Jean Donatini, sem Carlos skaut báða til bana; og loks
\
L