Morgunblaðið - 14.03.1976, Page 24

Morgunblaðið - 14.03.1976, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 40,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Vandamál einstæðra foreldra Breyttar þjóðfélags- aóstæður hafa skapað margvísleg félagsleg vandamál, sem við erum í rauninni rétt aö byrja að takast á viö. Þær fjölskyld- ur eru sjálfsagt fáar, sem ekki hafa með einum eða öðrum hætti kynnst þeim félagslegu vandamálum, sem leiða af hjónaskilnaði eða barneignum ung- menna án þess að til hjóna- bands eða sambúðar komi. Vandamálin, sem upp koma eru mörg. Ung stúlka eignast barn, meðan hún enn er í skóla. Hún á ef til vill margra ára skólagöngu fyrir höndum og hefur þar með takmarkaða mögu- leika á því að verða fjár- hagslega sjálfstæð eða stofna eigið heimili fyrir sig og barn sitt. Hún á því ekki annan kost en þann að búa heima hjá foreldrum sínum eöa öðrum ættmenn- um. í sumum tilvikum get- ur hún komið barni sínu fyrir á dagvistunarstofn- unum, i öðrum tilvikum ekki. Þessi einstaklingur er því öðrum háður eða upp á aðra kominn um margra ára skeið og leiðir það eitt af sér margan vanda. I öðrum tilvikum kann stúlka í þessari aö- stöðu að taka ákvörðun um að hætta námi og fara að vinna til þess aö sjá sér og barnisinu farborða. Einnig sú ákvörðun kann að skapa vandamál, sem þessi einstaklingur býr lengi við. Ungt fólk gengur i hjú- skap, stofnar heimili, festir sér húsnæði með skulda- söfnun og eignast barn eða börn — og skilur svo eftir 4—5 ára hjúskap eða sam- búð. íbúðin er seld, skuldir greiddar og nánast engar eignir eftir að lokinni svo skammri sambúð. Þetta unga fólk stendur frammi fyrir því að hef ja nýtt líf og vandamálin hrannast upp. Engar eða litlar eignir eru eftir til þess að festa kaup á nýju húsnæði, leiguhús- næði er dýrt, konan þarf að fá sér vinnu, koma þarf börnunum fyrir o.s. frv. o.s. frv. Hjón skilja eftir eins eöa tveggja áratuga sambúð. Konan hefur ekki unnið úti árum saman og er ekki lengur tilbúin til þess að leita eftir starfi á ný, hefur ekki starfsþjálfun eða þá hæfni sem nú eru gerðar kröfur til á vinnumarkaðn- um. Hún þarf á aðstoð að halda til þess að yfirvinna þá sálrænu erfiðleika, sem þessi umskipti i lífi hennar valda. Hún þarf á aðstoð að halda til þess að þjálfa sig til starfa á ný svo að hún verði gjaldgeng á vinnu- markaðnum o.s.frv. Hver þekkir ekki þessi dæmi úr hinu daglega lífi fjölskyldu sinnar, kunn- ingja og vina? Hér eru ef til vill á ferðinni þau fé- lagslegu vandamál, sem ná til flestra og þar af leiðandi ætti mestur skilningur að vera á. En sannleikurinn er þó sá, að samfélagið hef- ur lítið gert til þess að auð- velda þessum einstakling- um þau umskipti í lífi þeirra, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Að vísu hefur Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar veitt þeim einstaklingum, sem verst hafa verið settir í þessum efnum, mikils- verða aðstoð, en það er ekki fyrr en meó stofnun Félags einstæðra foreldra fyrir u.þ.b. 6 árum, sem þessum vandamálum eru verulegur gaumur gefinn. í félagi þessu eru nú um 3000 félagsmenn, bæði konur og karlar. Á undan- förnum árum hefur félagið unnið að því að fá leiðrétt- ingu á margvíslegu mis- rétti í tryggingamálum og skattamálum, sem einstæð foreldri hafa búið við. Jafnframt hefur félagið rekið skrifstofu, sem veitt hefur ráðgjafarþjónustu fyrir fólk, sem þangað hef- ur leitaö. Rekstur þessarar skrifstofu hefur leitt í ljós, að þörfin fyrir félagslega aðstoð á þessu sviði er geysilega mikil. Um nokkurt skeið hefur Félag einstæðra foreldra haft uppi áform um bygg- ingu íbúðarblokka, þar sem einstæðir foreldrar ættu kost á hagkvæmu leiguhús- næði og um leið dagvistun fyrir börn sín. Bersýnilega er mikil þörf á slíku hús- næði, enda hefur lausleg könnun leitt í ljós, að lík- lega búa um 70% ungra stúlkna, sem eiga eitt eða fleiri börn, heima hjá for- eldrum sínum eða öðrum ættmennum. Byggingar- áform Félags einstæðra foreldra hafa dregizt af ýmsum ástæðum og þess vegna hefur félagið farió fram á aðstoö Reykjavíkur- borgar til kaupa á tilbúnu húsnæði í þessu skyni. Enginn vafi leikur á því, að meö því að koma upp hag- kvæmu leiguhúsnæði með dagvistun fyrir börn, mundi vandi margra ein- stæðra foreldra ekki sízt af yngri kynslóðinni verða leystur að talsverðu leyti. Þess vegna er full ástæða til þess, að borgaryfirvöld taki vel í þessa beiðni enda er það mjög við hæfi að borgin og félagasamtök einstaklinga taki höndum saman umúrlausn félags- legra vandamála af þessu tagi. Með samstarfi þessara tveggja aðila var hinum svokölluðu skóladagheimil- um komið á fót. Reynslan af þeim hefur leitt í ljós, að þörf er á fleiri slikum skóladagheimilum og eru áform um það hjá Reykja- víkurborg að koma þeim upp á næstu árum. Það ber að meta, að einstaklingar taki sig saman og vilji leysa vandamál sín sjálfir eins og gert hefur verið í þess- um félagasamtökum. Það er í samræmi við stefnu borgaryfirvalda um að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Reyki aví kurbréf Laugardagur 13. marz Rifrildið í EBE Yfirstjórn Efnahagsbandalags- íns hefur sem kunnugt er ákveðið að styðja 200 mílna efnahagslög- sögu, en þó þannig að Efnahags- bandalagsríki hafi veiðiheimildir upp að 12 milum, þ.e. að einka- lögsaga Breta verði t.a.m. ekki nema 12 mílur, en Bretar krefjast þess að þeir hafi einir yfirráð yfir 100 milna fiskveiðilögsögu og önnur Efnahagsbandalagsríki geti ekkí veitt nema á milli 100 og 200 milnanna. Utfærsla íslenzku fiskveiðilögsögunnar hefur áreið- anlega haft mikil áhrif á þessa stefnubreytingu EBE-landanna svo og ákvörðun Mexíkó-manna og Bandaríkjaþíngs um einhliða útfærslu. Stefna Breta er viturlegri en su sem mörkuð hefur verið af yfir- stjórn Efnahagsbandalagsins. ís- lendingar hafa áreiðaniega mikla samúð með þessari stefnu Breta og spyrja sjálfa sig hvi í ósköpunum þeir framfylgja ekki þessari stefnu''alls staðar annars staðar, ekki einungis á heima- miðum, heldur t.a.m. einnig á Is- landsmiðum. Það væri stórt spor í áttina, ef Bretar yröu sinni eigin stefnu trúir á miðunum um- hverfis Island og færu með allan flotann út fyrir 100 milur, því að þeir gætu auðveldlega komizt að samkomulagi við Islendinga um einhverjar veiðiheimildir á milli 100 og 200 mílnanna, ef að líkum lætur. A þetta minntist Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra á hlaðamannafundinum í Kaup- mannahöfn sem framlag til umræðna en þá lýstu Bretar yfir því að þeir skildu hvorki upp né niður í þessari umræðu; skilja sem sagt ekkert í eigin stefnu(I). Eins og Eysteinn Jónsson og Hannibal Valdimarsson minntust á í sjónvarpinu nýlega byggist lýðræði á sammngum og mála- miðlun. Nú er gullið tækifæri fyrir Breta að halda fast við sína eigin stefnu í fiskveiðilögsögu- málum, hér á Islandsmiðum, og semja við Islendinga um veiði- heimildir milli 100 og 200 mílna. Það mundi styrkja röksemda- færslu þeirra og sannfæringar- kraft á heimavígstöðvum, þegar þeir nú þurfa að ræða við yfir- stjórn Efnahagsbandalagsins, og ekki mundi það siður sannfæra menn um áhuga þeirra á fisk- verndun og eflingu fiskstofna. En það er einkennilegt hvað Bretum hafa verið mislagðar hendur í þessum efnum og ekki undarlegt, þó að Helgi Agústsson sendiráðs- fulltrúi Islands í London hafi sagt nú fyrir skömmu: ,,Mér finnst það mjög kaldhæðnislegt að á forsíðu Daily Telegraph rétt hjá fréttinni um stjórnmálaslitin er frétt um að brezki fiskiðnaðurinn heimti nú 200 mílna landhelgi mjög ákv eðið.“ Já, það er svo sannarlega kald- hæðnislegt að Bretar skuli ekkí geta fylgt eigin stefnu á Islands- miðum. Ekki alls fyrir löngu lýsti Margaret Thatcher, leiðtogi brezka Íhaldsflokksins, yfir því, að hún styddi brezku stjórnina í því að vernda ólöglegar veiðar á Islandsmiðum með herskipavaldi og fór fjálglegum orðum um það að sjómenn væru trúastir for- göngumenn frjáls framtaks og einkarekstrar í Bretlandi. Það er að sjálfsögðu hlægilegt vegna þess að i höfuðriti frelsis og einkarekstrar, Frelsinu eftir John Stuart Mills, er lögð áherzla á að frelsið megi ekki verða svo takmarkalaust, að það geti skaðað aðra, en í „einkarekstri" sinum á Islandsmiðum hafa Bretar ekki skirrzt við að reyna að eyðileggja lífsbjörg lítillar þjóðar, eyðileggja grundvöll efnahagslegs sjálfstæð- is hennar og koma henni helzt á vonarvöl. Það er andstætt því sið- ferði sem kennt er i Frelsinu. En þegar yfirstjórn Efnahags- bandalagsins hafði lýst yfir stefnu sinni i landhelgismálum, gagnrýndi Thatcher hinn 20. febrúar siðastliðinn harðlega til- lögu Efnahagsbandalagsins um 12 mílna einkafiskveiðilögsögu fyrir aðildarríkin innan 200 mílna lög- sögunnar og sagði, að hagsmunir Breta væru mestir og því yrðu þeir að tryggja viðunandi réttindi sér til handa. Hún talaði jafnvel um að fiskstofnar færu óðum þverrandi, svo nálgaðist hættu- ástand, og var nú gjörsamlega búin að snúa við blaðinu frá fyrri yfirlýsingum sínum. Þá hafa írskir sjómenn krafizt 200 mílna efnahagslögsögu, en Ir- land er einnig í Efnahagsbanda- laginu, eins. og kunnugt er. Irski utanríkisráðherrann, dr. Garret Fitzgerald, tók undir það á EBE- fundinum í Brússel með Callag- han að 12 mílna einkalögsaga Efnahagsbandalagsríkja gagnvart öðrum EBE-löndum væri gjör- samlega ófullnægjandi. Tvöfalt siðgæði Breta — og kattafóður með herskipavernd Islendingar ættu að fylgjast rækilega með þeirri deilu, sem nú er að hefjast um fiskveiðilögsögu innan Efnahagsbandalagsríkj- anna. Það skyldi þó ekki verða Efnahagsbandalagið með óbil- girni sinni og úreltri stefnu sem ætti eftir að leiða brezka ráða- menn inn á réttar brautir og sýna þeim fram á að stefna Is- lendinga I fiskveiðimálum er hin eina rétta. Hið virta brezka vikurit Economist segir a.m.k. að Englendingar eigi eftir að vera þakklátir Islendingum fyrir að hafa slegið þá í andlitið með blautum þorski — og vakið þá þannig til íhugunar um ranga stefnu I fiskiðnaði, sem fylgt hef- ur verið í Bretlandi. Islendingar og Bretar eru raun- verulega í sama báti, enda lýstu brezkir sjómenn yfir því á fundi i London 17. febrúar siðast- liðinn að algert hrun blasti við brezka fiskiðnaðinum innan nokkurra mánaða, ef fiskveiðilög- saga Bretlands yrði ekki færð út í 200 sjómíiur eins fljótt og auðið yrði, til þess að vernda hagsmuni sjómanna og útgerðar. Það voru samtök sjómanna og útgerðarmanna í Bretlandi, ásamt fúlltrúum matvælaiðnaðarins, sem boðuðu til þessarar ráðstefnu í því skyni að marka sameiginlega stefnu og aðgerðir til að sigrast á því ófremdarástandi sem ríkir innan brezkafiskiðnaðarins. Brezka stjórnin ætti að hlusta á sína eigin menn, þó að hún hlusti ekki ótilneydd á Islendinga. En stefna hennar er óábyrg og óljós í senn. Hún er mótuð af tvöföldu siðgæði: hún berst fyrir svipaðri fiskveiði- lögsögu fyrir sig heima fyrir og hún berst gegn á Islandsmið- um og það með slíku offorsi, að hún er ber að hernaðarárás á smá- ríki. Hún hefur jafrivel verndað með herskipum viðurstyggilega rányrkju og smáfiskadráp og leyft togurum sínum að sópa upp ókynþroska ungviði á friðuðu svæði. En það kom vel á vondan að togararnir hafa ekki getað selt þennan fisk i heimahöfnum vegna framboðs á hollenzkri lúðu og frystum þorski frá Noregi sem yfirfylltu markaðinn, þannig að Bretarnir töpuðu stórfé á hverj- um togarafarmi af Islandsmiðum. Það var rikisstyrktur floti i Noregi og Hollandi, að sögn brezkra fiskimanna, sem þeir áttu í samkeppni við. En sjálfir stunda þeir ofveiði á Islandsmiðum með ríkisstyrktum flota. Allt sem Bretar gagnrýna hjá öðrum, gera þeir sjálfir, samkvæmt hugsjón hins tvöfalda siðgæðis. Raunar eru þeir að verða að athlægi um allt vegna stefnuleysis og geðþóttastjórnar. Ungviðið af Is- landsmiðum lenti allt í dýrafóður. Opinber sendimaður frá Italíu sem fylgdist með þessum veiðum, og verðlagi aflans sagði í Bret- landi nýlega, að það væri óskiljan- legt hvað Bretar legðu mikla áherzlu á að framleiða kattafóður, öfluðu jafnvel hráefnisins með herskipavernd (!). Eigum við að slíta sambandinu við Norðmenn, V-Þjóðverja, Norðurlandaráð og SÞ? Fréttir þess efnis að smáýsa af Islandsmiðum hafi einkum farið í dýrafóður í togarabæjum Bret- lands hafa vakið mikla athygli og ekki sízt sú staðreynd, að útgerð brezku togaranna hefur ekki borgað sig, jafnvel ekki þótt þeir hafi að sögn veitt undir herskipa- vernd yfir 60% meira af fiski við Island frá miðjum nóvember 1975 til febrúarloka 1976 (20.500 tonn á móti um 13.000 tonnum) en á samatima árið áður. Tilkostnaður hefur verið miklu meiri en áður og mun fleiri togarar sendir á miðin. En ein helzta ástæða þess- ara erfiðleika brezkrar útgerðar er ásókn Efnahagsbandalagslanda og Norðmanna inn á brezkan fisk- markað. Lúða og frosinn þorskur frá löndum utan og innan Efna- hagsbandalagsins urðu m.a. til þess að verðhrun varð á brezka fiskmarkaðnum og dæmi eru þess, að brezkir togarar á Islands- miðum hafi tapað sem svarar hátt á fjórðu milljón íslenzkra króna í hverri veiðiferð. Bretar geta sjálf- um sér um kennt, hvernig komið er á fiskmarkaði þeirra. Þeir stunda viðurstyggilega rányrkju á ókynþroska fiski á Islandsmiðum og selja aflann síðan fyrir lftið sem ekkert verð í dýrafóður, þeg- ar heim kemur. Auðvitað ættum við að kæra slika náttúrumengun fyrir Sameinuðu þjóðunum og hefur áður verið ymt að því hér I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.