Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 Markmið lífeyristrygginga Lifeyristryggingakerfi getur byggt á frjálsri, samningsbund- inni eða lögboðinni þátttöku. Þegar þátttaka er lögboðin, kallast kerfið opið. I opnu kerfi er tryggt að ávallt bætist nýir árgangar í hópinn. Þegar þátttaka er ekki lögboðin, nefn- ist kerfið lokað. I lokuðu kerfi verða væntanleg iðgjöld hvers einstaklings að standa undir væntanlegum lífeyri hans, því að ekki er tryggt, að nýir með- limir bætist i kerfið til þess að standa undir iífeyri framtíðar- innar. I slíku kerfi verður að eiga sér stað fjármagnsupp- söfnun og tryggja verður að fjármagmð rýrni ekki við geymslu. I opnu kerfi getur aftur á móti átt sér stað fjár- magnsuppsöfnun og/eða fjár- magnsgegnstreymi. Um fjár- magnsgegnstreymi er að ræða, þegar þeir félagsmenn, sem ekki taka lifeyri, greiða iðgjöld, sem streyma viðstöðulaust til lífeyrisþeganna. Lífeyrir getur verið með ýmsu móti. Hann getur verið óháður tekjum og iðgjöldum, t.d. eíngöngu háður þátttöku í kerfinu og þá venjulega jafn fyrir alla. Lífeyririnn getur verið háður þeim iðgjöldum, sem viðkomandi hefur greitt til kerfisins. Og hann getur verið háður tekjum i einhverri mynd. Iðgjöld til lifeyriskerfa geta verið bein eða óbein, tekjuháð eða óháð tekjum. Bein iðgjöld greiðir maðurinn sjálfur eða at- vinnurekandi hans. Obein ið- gjöld eru innheimt í formi skatta eða tolla. Dæmi: Iðgjöld til lifeyrissjóðanna hér á landi eru yfirleitt bein, 4% frá félagsmanni og 6% frá atvinnu- rekanda. Iðgjöld til almanna- trygginga eru aftur á móti óbein. (Framlag úr rikissjóði.) Iðgjöld geta verið háð tekjum (viss prósenta eða tekju- skattur), neyslu (tollar og vöruskattar) eða óháð tekjum og neyslu (nefskattur). Allar þessar tegundir iðgjalda hafa verið vió lýði á Islandi. í einu landi geta verið mörg liftryggingakerfi, sem venju- lega bæta hvert annað upp. Einnig getur eitt kerfi verið blandað. Þátttaka getur verið bæði lögboðin og frjáls. Þátt- taka launþega getur t.d. verið lögboðin en þátttaka sjálf- stæðra frjáls. Þá getur kerfið byggt bæði á fjármagnsupp- söfnun og gegnstreymi. Gegn- streymið sér mönnum t.d. fyrir lágmarkslífeyri en uppsöfnun- in sér mönnum fyrir viðbótar- lífeyri. MARKMIÐ Við undirbúning frumvarps Guðmundar H. Garðarssonar al- þingismanns var eftirfarandi markmið haft að leiðarljósi: Þegar þegnar þjóðfélagsins hafa lokið starfsævi sinni, ber þjóðfélaginu að sjá þeim fyrir viðunandi lífsviðurværi. Þessi forsjá þjóðfélagsins verði veitt í formi lífeyris, sem háður er vinnuframlagi því, sem einstaklingurinn hefur lagt til þjóðfélagsins á starfs- ævi sinni. TULKUN MARKMIÐS. Þegar markmiðið er skoðað niður í kjölinn, koma upp margar spurningar. Hvað er starfsævi og hvenær er henni lokið? Hver eða hvað er þjóð- félagið? Hvað er viðunandi lífs- viðurværi? Hvernig er unnt að meta vinnuframlag einstakl- ingsins og hvernig á lífeyrir hans að vera háður því? Aður en leitast verður við að finna svör við þessum spurn- ingum, er rétt að hafa hugfast, að þau svör hljóta ávallt að eiga við meðaleinstakling. Einstakl- ingsbundin frávik hljóta alltaf að koma fyrir. Einnig ættu menn að hafa i huga, að reglur, sem taka tillit til of margra atriða, (þ.e. eru „réttlátar") hljóta ávallt að vera flóknar og þar með óréttlátar, þvi sá, sem þeim er ætlað að taka tillit til, skilur þær oft ekki og notar þær því ekki. Þarna er vand- fundinn meðalvegurinn. Hvað er starfsævi og hvenær er henni lokið? Almennt ættu menn að geta fallist á, að starfs- ævi hefjist við sextán ára aldur, hvort sem starfið er fólgið í námi eða launaðri vinnu. Aftur á móti hljóta lok starfsævinnar alltaf að vera mjög einstakl- ingsbundin. Þeir, sem af völd- um slysa eða veikinda missa starfsorku sína að hluta eða að öllu á miðjum aldri, hafa þar með lokið starfsævi sinni, að minnsta kosti i bili. I slíkum tilfellum liggur venjulega ljóst fyrir, hvenær starfsævinni er lokið. En hvenær starfsævinni lýkur fyrir elli sakir er öllu óljósara. Sumir eru orðnir starfslúnir um sextugt en aðrir halda fullu vinnuþreki jafnvel fram yfir áttrætt. Hér ættu menn að geta sæst á 67 ára aldurinn. Rétt er þó að hafa þessi mörk breytileg, til þess að koma til móts við þarfir hvers einstaklings. Hver eða hvað er þjóð- félagið? Með orðinu þjóðfélag táknum við alla þá menn, sem búa hér á landi. En þó er rétt að einungis þeir, sem eru á starfs- æviskeiði sinu, taki þátt í forsjá þeirra, sem lokið hafa starfs- ævinni að hluta eða öllu. Hvað er viðunandi lífsviður- væri? Viðunandi lífsviðurværi er ákaflega loðið hugtak. En rétt er að miða það við raun- tekjur mannsins um ævina með nokkrum takmörkunum þó. Sá, sem lokið hefur starfsævi sinni, þarf ekki að standa straum að kostnaði vegna atvinnu sinnar. Hann sér venjulega ekki um uppeldi barna, og ef svo er, þarf að bæta honum það upp með barnalífeyri. Auk þess eru önnur umsvif.svo sem íbúða- byggingar, minhi og hann tekur ekki þátt í forsjá lífeyrisþeg- anna, eins og fram kemur hér að framan. Að þessu athuguðu, mun það ekki vera ósennilegt, Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar: GliÖ þarfnast Jnnna handa! Fórn á föstu ÞAÐ hefur að líkindum ekki farið fram hjá neinum sem hefur haft opin eyru á Islandi síðast liðna viku að árleg fórnarvika kirkjunnar hefur staðið yfir. Fórnarvika hefur verið fast- ur liður í starfsemi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar allt frá þvi að hún var formlega sett á laggirnar árið 1970. En hver er tilgangur fórnarviku? A Islandi hefur það verið föst hefð frá ómunatíð að menn héldu föstu. A föstutímanum neituðu menn sér einatt um ýmis þægindi, sem ella hefði ekki verið gert, þótt þau þægindi væru án efa ekki hátt skrifuð i velferðarríki nútímans, að minnsta kostí ekki hér á íslandi. Menn föstuðu gjarna á kjöt og annan dýrari mat, til þess að minnast þrauta frelsarans á píslargöngu hans. En með árunum virtist sem menn gleymdu föstunni og föstuhugtakinu, og á seínni ár- um hefur sú vikan, sem helgust var hér fyrr á árum, dymbilvik- an, snúist til þess að verða vika hvers kyns gleði, ferðalaga og mannamóta. Ekki skaí hér lagður á það dómur hvort illt sé að menn skemmti sér 5 dymbil- viku meir en aðrarvikur ársins, en hitt hlýtur að vera óheilla- spor, ef menn gleyma að minn- ast píslargöngu frelsarans á föstutímanum. Þeirri pfslar- göngu er hreint ekki lokið. „Þvi hvað sem þér gjörið einum þessara minum minnstu bræðra, það gjörið þér mér,‘‘ sagði Jesús, og hve margir eru ekki hjálparþurfi i dag, á þess- ari stundu. Það var einmitt þetta sem var forsenda fórnar- vikunnar og þess hugtaks sem að baki liggur. Hversu litið þyrfti ekki nútímamaðurinn á Islandi í dag að leggja af mörk- um til þess að ná hlutfallslega sama árangri og forfeður okk- ar, er þeir föstuðu af sínum vanefnum? Eða hljóta það ekki að teljast forréttindi okkur til handa sem göngum sólarmegin í lífinu þessa stundina, að veita þurfandi af gnægtum okkar? Víst er tiltölulega erfiðir tímar í efnahagsmálum okkar þjóðar þessa stundina. En enginn get- ur haldið því fram að þeir örðugleikar séu barátta fyrir daglegu brauði. Er það ekki miklu heldur baráttan fyrir því að fá meira — enn meir en áður, eða í það minnsta að halda öllu því sem fyrir hendi er. Hjálparstofnunin er kristin stofnun. Hún vill því á fórnar- viku minna á boð hans, sem leið og kvaldist, en hafði þó hugann bundinn við þá sem einnig þjáðust og liðu. Slíkt var og er eðli Jesú Krists. En hvert var þá þetta boð hans til eftir- fylgjenda sinna? I Lúkasarguðspjalli 3:11 stendur „En hann svaraði þeirri og sagði: Sá sem hefir tvo kyrtla gefi þeim annan, sem engan hefir, og sá, sem matföng hefir geri eins.“ Svo einfalt og tvímælalaust er það boð. Allir eru jafnir til lifsins fæddir. Munurinn er að- eins sá, að sumir njóta þeirra forréttinda að fæðast i nægta- þjóðfélagi, eins og við Is- lendingar nú, flestir heilbrigðir til lífs og sálar, sem við höfum ekki til unnið á nokkurn hátt fram yfir þá sem fæðast i landi hungurs og volunar, ellegar þeirra sem fæðast sjúkir til líkama eða sálar. Kirkjuleg hjálp grundvallast einmitt á þessari einni megin undirstöðu alls siðgæðis, hún grundvallast á vissunni um það, að orð Guðs bjóðí kirkjunni að koma til aðstoðar og hjálpar án tillits til hvers eðlis. neyðin kann að vera. Þetta segir í rauninni allt um Hjálparstofn- un kirkjunnar, hlutverk hennar og tilgang. I nafn Hjálparstofnunar kirkjunnar má leggja tvíþætta merkingu. Hlutverk hennar er að koma þeim til hjálpar, sem neyðin herjar á, og í öðru lagi og sízt veigaminna Hjálpar- stofnun kirkjunnar er tengilið- ur milli þeirra sem miðla, og hinna sem aðstoðar þarfnast. Islenzkir prestar hafa til þessa verið hin eiginlegu hjálpar- stofnun kirkjunnar. Þeir, hver á sínum stað, fylgjast með þörf- um og aðstæðum sinna sóknar- barna og koma hjálparbeiðnum sínum á framfæri við stofnun- ina. En íslenzkir prestar leggja einnig grunn að tilveru stofn- unarinnar á annan hátt. Allt frá 1969 hafa þeir gefið sem svarar 1% af árstekjum sínum til stofnunarinnar, og má ætla að slíkt sé einsdæmi einnar stéttar. Fé til að sinna hlutverki sínu fær Hjálparstofnun kirkjunnar því að mestu sem frjálsar gjafir frá fólkinu i landinu. Nú hefur það verið stefna Hjálparstofn- unar kirkjunnar að bjóða lands- mönnum að gerast fastir styrktarmenn stofnunarinnar og einmitt í nýliðinni viku hafa fjölmargir látið skrá sig sem slíka. Fyrir þann stuðning skal þakkað, því hér er um ómetan- lega aðstoð að ræða. Hjálparstofnunin þarf að vera reiðubúin til hjálpar hér innanlands ekki síður en þegar válegir atburðir gerast erlendis. Hér kemur margt til, en burðarásinn hlýtur alltaf að vera hjálp við einstaklinga í nauð. Þegar sorgaratburðir verða sem alþjóð veit ufh, er Hjálparstofnunin og sóknar- prestar til staðar til þess að taka við gjöfum og koma þeim áleiðis hjálpa fólkinu í landinu til þess að hjálpa, og það hjálp- ar þannig kirkjunni að hjálpa. En þau eru mörg dæmin, sem fara hljóðara og aldrei komast á forsíður dagblaðanna. Dæmi sjúkdóma, áfengisböls og skyndilegs missi fyrivinnu eða móður. Þarna hefur Hjálpar- stofnunin séð verkefni sitt einnig. Hún reynir að fylgjast með, og koma til hjálpar, því þótt hjálpin sé veitt í pening- um, getur það oft valdið þátta- skilum í lífi þess sem hjálpina þiggur, verið örvandi og hvetjandi til endurbyggingar þess sem í rúst er, og haft þann- ig afgerandi áhrif. I þeirri fórnarviku sem nú er senn á enda hefur Hjálpar- stofnun kirkjunnar reynt af fremsta megni að draga fram i dagsljósið málefni þroska- heftra barna hér á landi. Vart getur nokkur maður haldið því fram með sanngirni að hagur þessara barna sé eins og við mætti búast af velferðarríki eins og þvi sem við búum í. Hér þarf að koma til stór átak af hendi ríkisvaldsins, og því verður ekki trúað að mál þetta yerði þaggað niður öllu lengur af opinberum aðilum. Hjálpar- stofnun kirkjunnar vill þakka öllum þeim mikla fjölda manna og kvenna um land allt sem lagt hafa á sig mikla vinnu við undirbúning og framkvæmd fórnarvikunnar. Þar er þáttur gefenda ekki minnstur. Fjöl- miðlum skal þökkuð ómetanleg samvinna, en án hjálpar þeirra hefði lítt heyrst í þeim bumbum sem barðar hafa ver- ið. Að endingu vill Hjálpar- stofnun kirkjunnar biðja um fyrirbæn landsmanna fyrir stofnuninni, og þvi að hún reynist ætíð hlutverki sínu trú í orði og verki, að vera líknandi likami Krists á Jörðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.