Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 MASHVILLE Sýnd kl. 5 og8.30. — Hjálparstarf Framhald af bls. 19 Afríku og færu þeir þaðan yrði þess hvergi vart, að þeir hefðu nokkurn tíma komið. Það virðist þó svo, að einn þáttur í utanríkisstefnu þeirra geti orðið langlífari i Afríkulöi dum en margir hyggja. Þessi þáttur er varla til í utanríkisstefnu ríkja á Vesturlöndum. Þetta mætti kalla ósérplægni. Ösérplægnin, sem Kínverjar hafa sýnt i Afríku, getur orðið þeim drjúg. Mörg ríki hafa orðið til þess að hjálpa Afríkumönnum að koma upp „sið- menningu" heima hjá sér, en þeim skammrifjum hafa jafnan fylgt augljósir bögglar. Öðru máli virðist gegna um aðstoð Kínverja, og hefur þess vegna verið sagt, að hjálp þeirra við Afríkumenn sé á „hærra siðferðisstigi" en jafnmikil hjálp margra annarra ríkja. Nokkuð er það að Kínverjar hafa komið sér vel á þessum slóðum. Þeir hafa reyndar grætt margt á umsvifum sínum í Afríku. Þau hafa aflað þeim virðingar um heiminn. Og Afríku- ríkin studdu þá dyggilega til sætis í Sameinuðu þjóðun- um og til þess að öðlast almenna viðurkenningu i heimin- um. Kínverjum gengur auðvitað ýmislegt til i Afriku. Er keppnin við Sovétmenn eitt hið helzta. Hafa Kínverjar hvergi sparað að styrkja sjálfstæðishreyfingar, ef það mætti verða til að spilla fyrir Sovétríkjunum. Ríður Kínverjum mjög á því að halda hlut sinum i þófinu við Sovétmenn og bera helzt hærri hlut. Sovétmenn hafa fengið mörg áföll í Afríku og má ætla að Kínverjar séu vinsælli þar núna. Ekki er þó að vita hvort það endist lengi. Skammt er frá því að flest Afríkuríkin urðu sjálfstæð. Munu fæstir Afríkumenn hafa hug á því að gera lönd sín aftur að hjálendum stórvelda, enda verða þeir sármóðgaðir þegar orð er haft á því að ríkjum þeirra sé „fjarstýrt" frá Moskvu eða Peking. Vilji Kínverjar halda vinsældum sínum í Afríku er þeim áreiðanlega hollast að fara varlega. En því er ekki að neita, að þeim hefurtekizt vel fram að þessu. —DEREKINGRAM Útíljós sem fegra umhverfið Mikið úrval af úti-veggljósum og útiloft- Ijósum, og einnig af Ijósum á garðstaura, léttar, sígildar línur og mörg litbrigði á málmi og gleri. Verð við allra hæfi. r—— 1 *l — Þættir úr lífi Framhald af bls. 33 lega rétt. Ef ég er reiður og fer út á ströndina og öskra, þá flýgur kannski eitthvert fuglsgrey af trjágrein. En ef ég kem inn í upptökusal og öskra þá verður griðarleg sprenging og allir rjúka upp til handa og fóta. Þar get ég þannig fengið alranga hugmynd um mikilvægi sjálfs mín. Á eyjunni stendur öllum á sama. Vinnurðu meira þar? — Nei, mun minna. Um fjórar stundir á dag. Ég vinn frá kl. 10 f.h. til 12 og frá 1 e.h. til 3. Þá sef égí klukkustund. Eftir það fer ég til aðaleyjunnar og næ mér í dagblöðin og póstinn minn. Á kvöldin lesum við eða hittum vini eða horfum á kvikmynd, en ég á stórt kvikmyndasafn. Þú kannt að hafa fundið Iáusnir sjálfum þér til handa, en ertu bjartsýnn á til- raunir Svía til að búa til félagslega para- dis? — Ekkert sérstaklega. En maður verður að viðurkenna að viðleitnin sjálf er ánægjuleg. Vandinn er sá að hún mætir því vandamáli sem kallað er manneskja, og manneskjan er að mínu viti mjög illa byggt fyrirbæri. Ef maður gæti horft utan frá á sína eigin hegðun og á hegðun fóiks almennt kæmist maður að þeirri niðurstöðu að þessi hegðun er gjörsamlega óskiljanleg; hana er ekki unnt að skýra pólitískt eða trúar- lega. Við erum skrýtinn tilbúningur, ein- kennileg tilraun með lífið. Ég held að dag einn munum við hverfa og skordýrin muni halda innreið sína að nýju vegna þess að þau eru eina fullkomna sköp- unarverkið. Köstler er með þá kenningu að mannsheilinn sé eins og krabbamein. Fyrir þúsundum ára gerðist eitthvað i höfði apa. Yfir hinn fullkomna litla heila hans tók annar heili að framleiða frum- ur eins og krabbamein. Þessi nýi heili er alveg geggjaður tilbúningur sem ekki er tengt neinu öðru sköpunarverki í heiminum. Og sambandið milli gamla heilans og hins nýja er mjög slæmt. Mannkynið þjáist því af þessum krabba- meinsheila, þessu gríðarlega, ópraktíska fyrirbæri sem við verðum að dröslast með yfir litla heilanum sem við þurftum til okkar frumstæðu, einföldu athafna. Ég kann vel við þessa kennirigu. Líklega er hún ekki rétt, en ég kann vel við hana vegna þess að ég er hræðilega bölsýnn á framtíð mannkynsins. Engu að siður finnst mér yndislegt að lifa... Og ég vil ekki fara aftur til hins upprunalega. Ég kann þvi vel að vakna upp kl. fjögur á morgnana í dauðans angist. Já, ég kann vel við að vera í dauðans angist. — Hernaður Framhald af bls. 19 auk þess orðið til lítils. Sá, sem á kjarnorku á valdi sínu, hann getur og beitt henni. Það er allt og sumt. Svo er bara að vona hið bezta. Líkt er að segja um hernað með náttúruöflum. 1 umleitunum Bandaríkjamanna og Sovét- manna, sem minnzt var á í byrjun, er aðeins nefnt „bann við notkun náttúruafla í hernaði". En nú er hugsanlegt að „hagræða" náttúru- öflunum með ýmsu móti í frið- samlegu skyni. Allar þær aðferðir má því miður lika nota i ófriði. En þar við bætist misjafnlega stór- felld hætta, sem stafar af því að „breyta gangi náttúrunnar". Verði það ekki aftur tekið og valdi varanlegum spjöllum gildir einu, þótt það hafi verið í friðsam- legum tilgangi gert. Ur þessu verður líklega erfitt að koma í veg fyrir það, að þeir sem geta fari að gera tilraunir með náttúruöflin heima hjá sér. Og þá er ekki gott að vita, hvað alþjóðlegar samþykktir gegn því duga. . . — ROD CHAPMAN. fulltrúar hafa svo sem engu feng- ið áorkað og hafa þeir jafnvel sýnt lítinn áhuga á högum um- bjóðenda sinna, er þeir voru komnir á þingið. Þá má nefna það, að margir ósnertanlegir hafa hlotið háskólamenntun fyrirsakir góðmennsku stjórnvalda. En þeir hverfa jafnharðan i skrifstofu- báknið og eru tamdir þar á skömmum tíma — einmitt þeir úr flokknum sem helzt hefðu þekk- ingu og áræði til að beita sér. Beitt er fyrir þá agni, sem þá bresturþrek aðneitaog „gleyma“ þeir svo uppruna sinum smám saman yfir kjötkötlunum í borg- unum. Stjórnvöld hafa jafnvel sett lög, sem banna gersamlega, að hinum ósnertanlegu sé haldið áfram í gömlu viðjunum. Þau lög eru því miður máttlaus. En yfirvöld landsins verða að hafa frumkvæði að umbótura Það verður bið á þvi, að hlutur hinna ósnertanlegu verði réttur, ef almenningur í stéttunum á að taka upp á því. —GAMINI SENEVIRATNE. — Menn og þjóðir Framhald af bls. 18 látið sig hag hinna ósnertanlegu alls engu skipta. Þau hafa ýmis- legt gert. En allt hefur það verið gert með hangandi hendi og reynzt lítið hald í því, þegar til átti að taka. Hinir ósnertanlegu hafa fengið fulltrúa sína á þing, svo eitthvað sé nefnt. En þeir — Flóttafólk Framhald af bls. 18 geysimikið átak til bjargar flóttafólkinu. En það mun þó duga skammt, ef ekki verður meira gert Hjálparaðgerðirnar, sem eru í blgerð, munu ef til vill forða einhverjum frá dauða. En það verður að forða þeim, sem lifa, frá því að verða ólæknandi vesalingar, sem drag- ast áfram allt sitt llf komnir upp á stopula náð annarra. Það verður að koma fóJkinu I burtu, gefa þvl mat, lækna það af sjúkdómum, finna því atvinnu og finna þvi staði. Annars er hætt við þvi, að örlög þess séu ráðin þegar. Bangladeshbúar eru einhver fátækasta þjóð I heimi Þeir mega við engum ómögum I viðbót — GAMINI SENEVIRATNE.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.