Morgunblaðið - 14.03.1976, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976
39
Ólafur Jóhann
Gíslason -Minning
„Tíminn liður, — og æ hraðar
með hverju ári, sem við ævina
bætist. Og á þessum hraða
straumi tímans berast burt sam-
ferðamennirnir, hver á fætur öðr-
um, skyldmenni, tengdamenn,
kunningjar, vinir, sífellt fleiri, —
og koma aldrei aftur. En þetta er
lífsins gangur, segja menn, og
dugir þá vist eigi um að sakast.
Ekki breytist þessi mikli sann-
leikur þó þeirri staðreynd, að æv-
inlega hlýtur fráfall þeirra, sem
okkur eru á einhvem hátt vana-
bundnir, að snerta viðkvæman
streng í hverju brjósti og vekja
upp í huganum endurminningar
um hinn látna vin og samúð með
ástvinum hans.
Hinn 21. febrúar síðastliðinn
andaðist mágur minn, Ölafur Jó-
hann Gislason, langt frá sinni
feðrafold, vestur i stórborginni
Toronto í Kanada, en þar hafði
hann þá átt heimili siðastliðin
tuttugu ár. Ölafur heitinn fædd-
ist hér í Reykjavík 14. desember
1929, sonur hjónanna Guðríðar
Guðmundsdóttur frá Sandlæk í
Gnúpverjahreppi og Gísla Eiriks-
sonar frá Miðbýli á Skeiðum.
Ungur að árum missti hann föður
sinn, sem drukknaði á bezta aldri,
er togarinn Max Pemberton fórst
með allri áhöfn undir Svörtuloft-
um 11. janúar 1944 á leið til
Reykjavíkur með fullfermi af
Vestfjarðamiðum. Hafði Gisli þá
lengi verið bátsmaður hjá hinum
kunna skipstjóra, Pétri Maack.
Þrátt fyrir takmörkuð fjárráð
réðst Olafur heitinn til náms i
héraðsskólanum á Laugarvatni.
En ekki lét hann þar við sitja,
heldur brauzt hann nú í því að
fara um langan veg til framhalds-
náms. Atján ára að aldri hélt
hann til Kanada með tilstyrk
móður sinnar og systkina og
innritaðist í háskólann í Calg-
ary í Alberta fylki til náms
i flugtækni. Lauk hann þar
brottfararprófi að fjórum
árum liðnum, vorið 1952. Þar
vestra átti hann góða að, einkum
þó föðursystur sína, Sigrúnu
Hjartarson, móður Sigriðar Hjart-
arson, sem var til skamms tima
forstöðukóna elliheimilisins Betel
á Gimli og mörgum að góðu kunn,
ekki sízt nú eftir að samgöngur
milli Islendinga austan hafs og
vestan urðu nær daglegur við-
burður. Sonur frú Sigrúnar og
bróðir Sigriðar forstöðukonu var
Hjörtur E. Guðmundsson, frajn-
kvæmdastjóri Kirkjugarða
Reykjavikur, sem nú er nýlátinn,
maður vinsæll og vei metinn af
öllum, er honum kynntust. Vann
Ölafur heitinn í sumarleyfum sín-
um á búi föðursystur sinnar á
Steep Rock í Manitoba, og létti
það honum að kljúfa námskostn-
að sinn.
Haustið 1952 kom Ölafur heim
frá námi og vann um hálfs þriðja
árs skeið sem sérfræðingur hýá
bandaríkjaher á Keflavíkurflug-
velli við eftirlit flugvéla. Greiddi
hann þá fjölskyldu sinni að fullu
námsskuldir sínar, enda ævinlega
metnaður hans að vera engum
byrði og engum háður fjárhags-
lega.
En vestur skyldi stefnt að öðru
sinni. Þar beið hans unnusta
t j þfipSi, _ Joant __ sem _ hann _ haíði
kynnzt á námsárum sínum. Hún
er í móðurætt af skozkum upp-
runa en faðir hennar, Alex Stef-
ánsson á Steep Rock af skagfirzk-
um ættum, sonur Jóns Stefáns-
sonar frá Vöglum í Blönduhlið og
konu hans. Sæunnar Jónsdóttur
frá Anastöðum í Svartárdal. Gekk
Ölafur að eiga unnustu sína 27.
ágúst 1955.
En nú fór sem oftar, að sér-
menntun ungs Islendings nýtist
honum og öðrum vel erlendis,
sem lítt eða ekki hér heima
Varð því úr, að Olafur
tók við starfi í De Havilland-
flugvélaverksmiðjunum i Tor-
onto. Fluttust ungu hjónin þang-
að skömmu eftir giftingu sína og
áttu þar heimili síðan að undan-
teknu einu ári, er Ölafur var að
fullnuma sig í grein sinni í Cal-
gary. Þau hjón eignuðust tvo
drengi, Davið Þór og Ian, nú á 11.
og8. ári. Þrisvar komu þau saman
í heimsókn til Islands, eitt sinn
með báða syni sina, en Ölafur auk
þess önnur þrjú skipti, síðast há-
tíðasumarið 1974 með drengina
sína til að láta þá taka sinn þátt í
hátíð þjóðarinnar. Er það nú
fagnaðarefni, að hann — og þeir
feðgar allir — skyldu eiga hér
þessa dvöl og geta verið á Þing-
velli í sumardýrðinni daginn
ógleymanlega. Sýnir þetta glöggt
tryggð hans við átthaga sina og
fjölskyldu.
En enginn má sköpum renna.
Fyrir fimmtán árum mun Ólafur
fyrst hafa kennt þess meins, er að
lokum leiddi hann til bana 1
fyrstu fékk hann bót, en smám
saman magnaðist sjúkdómurinn
þrátt fyrir kunnáttu færustu
lækna. Lengst af stundaði hann
þó starf sitt að fullu, unz orkuna
þraut fyrir rúmum fjórum árum.
Síðasta árið var svo komið, að
hann varð að dveljast á hjúkrun-
arheimili. En allt þetta mótlæti
bar hann með einstöku þolgæði og
æðruleysi, og eftirminnileg er í
bréfum hans setningin: „Okkur
líður öllum vel“, — og mátti hann
þó vart penna valda.
Ung ekkja og tveir litlir drengir
handan hafsins syrgja eiginmann
og' föður, en hér heima stendur
yfir moldum sonar sins öldruð
móðir, sem áður hefur misst í
sjóinn eiginmann í blóma iífsins
og annan son, baín i vöggu. —
Með þeim er samúð okkar, vina
þeirra.
Jón S. Guðmundsson.
Yfirlýsing frá
Listasafni íslands
I TILEFNI af fréttapistli á for-
síðu Tímans fimmtudaginn 11.
marz 1976 finnur Listasafn Is-
lands sig til knúið að leiðrétta
alvarlega missögn sem þar kemur
fram.
Fyrirhuguð sýning í Bogasal
Þjóðminjasafnsins á verkum
Karls Einarssonar Dunganons er
Listasafninu með öllu óviðkom-
andi. Sýningin verður haldin á
vegum framkvæmdastjórnar
Listahátíðar og ber hún ein
ábyrgð á sýningunni.
Framlag Listasafnsins til Lista-
hátíðar 1976 verður hins vegar
sýning á verkum austurríska
málarans Hundertwassers og er
hún boðin safninu af austurrísku
ríkisstjórninni.
FÆREYSKAR konur hér f Reykjavfk og nágrenni, sem um árabil hafa efnt til basars til ágóða fyrir
bvggingarsjóð hins nýja færevska sjómannaheimilis við Skiphoft efna f dag, sunnudag, til basars f
færeyska sjómannaheimilinu við Skúlagötuna og hefst hann klukkan 3 sfðd. Frú Justa Mortensen (á
mvndinni) sem hefur verið mikil driffjöður í þessum félagsskap færeysku kvennanna, sagði að þær
hefðu unnið að undirbúningi basarins f vetur og yrði þar alls konar handavinna á boðstólum og
prjónles, auk þess kökur ofl.
Þu færö mikiö fyrir peninginn þegar þú kaupir
F A T
131
131
er meó barna-
læsingum á hurðum
er með áskrúfuðum
frambrettum, sem mjög
auðvelt er að skipta um
er serlega vel ryðvarinn
frá verksmiðju.
131
er með sérbyggðum
stuðara, sem gengur
inn allt að 6 cm áður
en yfirbygging verður
fyrir tjóni.
131
G/æsi/egar innréttingar og fallegt mælaborð.
Auk þess má nefna stórt farangursrými, tvöfa/t
bremsukerfi, einangraðan topp, færan/egt stýri
og sérlega vel styrkt farþegarými.
FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI
Davíð Sigurðsson hf.
SIÐUMULA 35. SÍMAR 38845 — 38888