Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 45

Morgunblaðið - 14.03.1976, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 45 VELVAKAINIDI Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. • 30% tollur á ávaxtasafa en enginn á gosdrykkjar- blöndu „Kæri Velvakandi,“ skrifar „Fjögurra barna faðir f Alfheim- um“. „Ég get ekki látið hjá líða að vekja athygli þina og lesenda þinna á furðulegu ósamræmi i tollapólitik ríkisvaldsins. Á markaði hér er ávaxtasafi, sem fluttur er frystur til landsins. Þetta er hreinn ávaxtasafi, að öðru leyti en þvi, að nokkuð af vatninu í honum er numið á brott til að auðvelda flutninga, þannig, að þegar hann kemur til Iandsins er hann eiginlega meira en 100% hreinn og ómengaður, ef svo mætti segja. Hér er hann siðan blandaður vatni og verður þá eins og safinn, sem kemur úr appelsin- unurn. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hollustu ávaxtasafa. Ekki opnar maður svo blað eða bók þar sem fjallað er um hollustuhætti að ekki sé þar eindregið ráðlagt að drekka sem mest af hreinum og ómenguðum ávaxtasafa, ekki sizt fólki, sem elur aldur sinn á sólarsnauðum kuldaslóðum. Nú hefi ég komizt að því, mér til mikillar furðu, að á safa eins og þann, sem ég er að lýsa, er lagður 30% toliur. Hvorki meira né minna. Hins vegar er enginn tollur lagður á appelsínur með berki, steinum og tilheyrandi trefjum. Svo kemur nú rúsínan í pylsu- endanum. 1 gosdrykki, sem bland- aðir eru hér á landi, er fluttur inn sérstakur elexír, sem búinn er til ytra. Hér er hann siðan blandaður sykri og vatni, settur á flöskur og sendur á markaðinn. A hráefni það, sem notað er til þessarar blöndunar, er enginn tollur lagður. Hver er nú eiginlega meiningin með svona háttalagi? Er nokkurt vit í þvi, að gosdrykkir, sem skað- legir eru fyrir tennur og engin hollusta er í, skuli vera tollfrjáls- ir, en heilsubótarfæði, eins og ávaxtasafi skuli hins vegar vera haft að tekjulind fyrir ríkissjóð. Einmitt hefði ég nú haldið, að ríkið sæi sér hag i þvi að fólk innbyrti sem mest af hollri fæðu en sem minnst af miður hollri, — sérstaklega eftir að hið opinbera er farið að kosta tannviðgerðir mikils hlutaþjóðarinnar. Nú langar mig til að spyrja þá, sem þessu ráða, hvort ekki væri ráð að kippa þessu I lag. Ég hugsa bara, að það yrði finn bisness fyrir ríkið, ef fólk neytti meira af heyra að þau voru langt frá sam- mála. — Ilann ga'ti alténd fengið sér vinnu. tautaði Helen á ensku. David sneri sér að henni. — Hvers vegna skyldi hann gera það? Hann erfir þetta allt einn góðan veðurdag. Hún brosti. — Er huglestur sérgrein yðar, sagði hann. — Viðbrögð vðar eru tiltölu- lega augljós. — Mér likar ekki við hann, ein- faldlega vegna þess að honum lík- ar ekki við mig, sagði David. — Ég er ósköp hversdagslegur mað- ur. Og hvers vegna allt þetta húll- umha' og fagnaðarla-ti vegna mín. — Öllum gestum hér er vel fagnað. — Kkki er ég viss um það. — Marcel fellur vel við yður. — Hann hefur aldrci hitt mig. Né heyrt um mig. — Hann hefur vissulega heyrt um yður. Þegar ég sagði honum að þér væruð komnir, Ijómaði andlit hans af áhuga. — Hvers vegna. — Ég veit það ekki sagði He- len. — Kannski það hafi fært hann á vit liðinna daga. Kannski voru þeir dagar góðir þótt margt hollri fæðu en sykurvatni, sem ekki er einungis snautt af nauð- synlegum næringarefnum, heldur beinlinis óhollt. Blessuð mjólkin er holl og nauðsynleg, en samt held ég nú, að hér á landi drekki fólk einum of mikið af henni. Það, sem við þurfum hér, er fjölbreytni í fæðu- vali, en það getur orðið anzi dýrt að hafa það i huga þegar fæða á marga munna, og ríkið á ekki að vera sá aðili, sem gerir almenn- ingi erfitt fyrir um að verja matarpeningunum á skynsam- legan hátt.“ % Hellulögn eyðilögð Húsmóðir i Hamrahlið skrifar: Nú hillir undir vorið eftir snjó- þungan vetur, og létt var lundin, er ég gekk heim til mín I gær i hlýjum blæ, og virti fyrir mér, hve grasið hafði komið grænt undan snjónum. En köld var aðkoman að garð- inum. Svo hagar til að í stað girð- ingar við Hamrahlið 1—3 er hlað- inn kantur með runnum, en til stuðnings er gangstéttarhellum raðað lóðrétt. Búið var að fella niður um það bil helming af hell- unum okkar megin, nokkrar þeirra voru brotnar, og moldin hrundi niður á gangstéttina. Nú leyfi ég mér að biðja Velvakanda fyrir kveðju til þess eða þeirra, sem unnu þetta skítverk, og vonast til að hún komist til skila. Var virkilega gaman að ráðast á hellurnar og ryðja niður gróður- moldinni? Er borgarprýði að verksummerkjunum? Ætla prakkararnir kannski að kippa þessu sjálfir i lag? Varla verða þeir menn til þess. Allt er erfiðara að byggja upp en rifa niður. Þó er auðvelt að ráða bót á þessum skemmdum, hjá því að lækna það sýkta hugarfar, sem að baki slíku býr, og sterk eru þau niðurrifsöfl, sem leika saklausar sálir svo grátt. Megi þær þó með auknum þroska, finna guð sinn og fótfestu í hinu flókna þjóðfélagi. 0 Enn um „forlögin" Enn hefur Velvakanda borist bréf um vísuna: Forlög koma ofan að. Það hljóðar svo og látum við nú staðar numið: 1 dálkum þínum í dag segir þú m.a. um vísuna: Forlög koma ofan að —......Það breytir ekki þvi, að visan er eftir Pál, eins og fleiri hafa bent okkur á“. Þó að hér sé ekki um stórmál að ræða, þá vilja margir heldur hafa það sem sann- ara reynist. Ef þú vilt leggja það á þig að líta I Persíus rímur, sem dr. Jakob Benediktsson gaf út árið 1949 á vegum Rímnafélagsins, getur þú sjálfur lesið þessa um- deildu vísu i mansöng sjöttu rimu, og er hún sjötta erindið þar. Þér hefur áður verið bent á þetta, en þú virðist trúa betur þeim sem vilja eigna Páli Vidalín visuna. Sá ljóður er þó á þeim úrskurði, að Páll Vidalin hafði ekki litið Ijós þessa heims þegar höfundur Persíusrimna, Guðmundur Andrésson, geispaði golunni. HÖGNI HREKKVISI ,Hvað hefur orðió af hárkolluöskjunni?“ 32P S\GeA V/öGA £ ‘í/LVtfcAW wem <ILrfÍN, UiVA Vl\N, %ölf GVEWV UR,0(s<AVTö ^VK- SUáOVA HÍN/A 06r VCOMftJ VxVáEWl RE/V\IN(jTON RAND SKJALASKÁPAR. MÖPPUR OG SKJALABÚNAÐUR í fjölbreyttu úrvali. ELDVARÐIR SKJALASKÁPAR Tveggja og fjögurra skúffu. gk?Œésj Laugavegi 178. Sími 38000. SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ Siglfirðingar um land allt Okkar vinsæla árshátíð verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal 26. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.30 stundvíslega. Skemmtun- ina setur formaður skemmtinefndar, ávarp Jón Kjartansson, forstjóri, stutt ræða Jóhann Jó- hannsson, fyrrum skólastjóri, skemmtiatriði töfrabrögð Baldur Brjánsson og Gísli Baldur, táningadans frá Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar, Gylfi Ægisson syngur nokkur af sínum vinsælu lögum, gamanmál Karl Einarsson og Alli Rúts. Miðasala í Tözku- og hanzka búðinni, Skólavörðustíg, Bílasölu Alla Rúts og Stein- grími Lillendal, Keflavík, sími 3216. Mætum allir ungir sem gamlir. Nefndin. WBLA VÖ VÆ.m Uö VAVNGKI AC> V5KKJA VLAOQAÍ IN í\(Kl WFTU VUóL- VÖfúV TlL VLGSÍ VÖ WtffuZ A9 HALVlQA WENNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.