Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1976 Hverjir hljóta Oscars- verðlaunin í ár? Makalaus er sú ímynd- un (eöa óskhyggja?) nokkurra manna, að OSCARsverölaunin séu harla lítilsverö, lítiö mark á þeim takandi og þau fari framhjá flestum. Engin kvikmyndaverö- laun í heiminum í dag, eru sveipuö slík- um frægóarljóma og OSCAKsverðlaunin, eng- in önnur verðlaun geta veitt vinnendum sínum jafn öruggt braut- argengi og eftir engri annarri kvikmyndaverð- launaafhendingu er beöiö meó jafn mikilli eftirvæntingu víöa um heim. Um listrænt gildi OSCARsins má aö sjálf- sögöu deila í einstaka til- viki, og því ber heldur ekki að neita aö þaö hefur komið fyrir að vin- sælasta mynd hvers árs hefur sett svip sinn á af- hendinguna. Það getur verið ósköp eðlilegt og eins ber aö hafa í huga að í kvikmyndaakademí- unni bandarisku eru á annað þúsund meðlimir, sem allir hafa kosninga- rétt og sjálfsagt æriö mis- jafnan smekk. Já, svo sannarlega væri kvikmyndaheimurinn mun fátækari ef OSCARsverðlaunanna nyti ekki við, og áhugi almennings mun minni á þessari listgrein, í öllu falli á vesturlöndum. Tilefni þessa greinar- stúfs er að í lok þessa mánaðar verða OSCARs- verðlaunin afhent rétt einu sinni. Því vil ég nota tækifærið og birta til- nefningarnar allar í heild, en til þessa hefur aðeins útdráttur þeirra birst í dagblöðum hér- lendis. Til gamans ætla ég að merkja við hvaða leikara, myndir eða tón- list ég tel sigurstrangleg- asta í ár. (sjá lista). MAKALAUST BANKARÁN (DOC DAY AFTER- NOON) Ein þeirra mynda sem tilnefnd er til OSCARs- verðlaunanna sem besta mynd ársins, er nýjasta mynd þeirra Sidney Lumet og A1 Pacino, DOG DAY AFTERNOON (fyrir tveim árum gerðu þeir saman myndina SERPICO, naut hún mik- illa vinsælda viða um heim, og er rétt ókomin í Stjörnubíó.) Á dögunum fékk undir- ritaöur tækifæri til að sjá þessa gráthlægilegu tragi-kómedíu, þar sem aö ægir saman hinum furðulegustu manngerð- um og fjarstæðukennd- ustu atburðum. Myndin fjallar um raunverulega atburði; bankarán sem framió var í Brooklyn áriö 1972. Er það örugg- lega eitt hið fáránlegasta síðan sögur hófust. Tveir félagar rændu bankann 29 þús. dölum, og voru að komast undan þegar lög- reglan komst á slóð þeirra og umkringdi bankann. Þá tóku þeir fé- lagarnir níu gísla og héldu þeim í einar fjórtán klukkustundir. Ástæðan fyrir ráninu var aldeilis makalaus. Kynvilltan vin þeirra fé- laga (leikinn af A1 Pacino) skorti fé til að láta framkvæma kyn- skipti á ,,konunni“ sinni, sem jafnframt var kyn- villingur. Pacino- karakterinn var einnig giftur kvenmanni í raun- veruleikanum. Bankaránið fór að sjálfsögðu allt í handa- skolum, annar ræningj- anna var drepinn (sá sem leikinn er af John Cazale) og allir viðriðnir glæpinn urðu aðhláturs- efni bandarisku þjóð- arinnar sumarið ’72. Sá, eða það, réttara sagt, sem mest hagnaðist á glæpn- um var sjálfsagt kyn- skiptingurinn Ernest Aron, og sá sem nú nefnist Liz Eden. Kvik- myndaframleiðandinn borgaði nefnilega hina langþráðu kynskiptaað- gerð „þess“. Leikstjórn Lumets er hreinasta afbragð, aldrei dauóur kafli ætíð ytri eða innri spenna. Hann lýsir og þessum fáránlega at- burði af einstöku skop- skyni. Þeir A1 Pacino, sem fer með aðalhlutverkið, og John Cazale fara báðir á kostum í hlutverkum sínum. Sá síðarnefndi sannar svo ekki verður um villst, að leikur hans f GODFATHER I og II var engin tilviljun, en þar lék hann einmitt hinn veik- geðja, eldri bróður Pacinos. Þá er Chris Sarandon, í hlutverki kynvillingsins ,,kærustu“ Pacinos, og síðar konu, eftir makalausa gift- ingarathöfn, eftirminni- lega góður og tel ég hann nokkuð öruggan um OSCARsverðlaunin fyrir bestan leik karls í auka- hlutverki í ár. S.V. STÚLKAN FRÁ PETROVKA Á fimmtudagskvöldið var frumsýnd í Bæjarbíói i Hafnarfirði ágæt og ný- leg amerísk mynd meó Goldie Hawn í aðalhlut- verki. Þar sem að undir- ritaður átti þess engan kost að sjá umrædda mynd, þá langar mig aö vekja athygli kvikmynda- húsgesta á henni sérstak- lega, því að frumsýning- ar góöra mynda í Hafnar- firði eru virðingarverðar og lítt ábatasöm fyrir- tæki, jafnvel þótt þeim séu gerð betri skil en þessi. Vonandi er myndin það athyglisverð að hún gangi enn um næstu helgi, þá verður hennar getið frekar. KVIKM YNDIRNAR I BORGINNI GAMLA BIÓ: AÐ MOKA FLÓRINN + + HAFNARBÍÓ: PAPILLON *** LAUGARÁSBlÓ: MANNAVEIÐAR * * NÝJA BÍÓ: FLUGKAPPARNIR * * TÓNABÍÓ:**** 1 myndinni eru Garmen leikin af Suan Peretz. Hér eru lögreglu- menn að skýra henni frá ráninu. 1 myndinni lfkt og í raunveruleik- anum ætlar hún ekki að trúa atburðum. Al Pacino fer með hlutverk bankaræningjans kynvillta, John Wojtowicz Hinn raunverulegi John Wojtowicz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.