Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976 Matthias Johannessen: VIII Kæri Gils. Eins og ég sagði i bréfkorninu í gær man ég ekki eftir því að eigendur Morgunblaðsins reyndu að hafa áhrif á ritstjóra þess. Samt hefur áreiðanlega stundum verið ástæða til þess, því að við Styrmir erum upp og ofan gáfaðir eins og gengur og gerist um venjulegt fólk, og það er vafalaust rétt hjá Olafi Jóhannessyni, að við þykjurnst stundum vera frjálsir og óháðir, en erum það ekki í reynd, því að við erum t.am. bundnir af því sem við teljum rétt, bundnir af samvizku okkar. Og blessaðri ærunni, sem Vilmundur Gylfason segir að Morgun- blaðið eigi, þú fyrirgefur að ég skuli ekki geta gleymt henni. Mér finnst hún eiginlega það eina sem máli skiptir. En liklega er það vegna þess ég er búinn að hlaupa af mér hornin. Og raunveruleg verðmæti verða dýrmætari með aldrinum, en hismið eftirsóknarminna. Kannski er þetta barnalegt hjá mér, en þú veizt að maður verður svolítið barnalegur með aldrinum. Ölafur Jóhannesson talaði um duttlunga í opna bréfinu, sem ég vitnaði til í gær. Já, víst er það, duttlungafullir erum við Styrmir báðir, eins og ann- að fólk Fullyrðingar Olafs eru þannig nokkuð nærri lag! í >máatriðum, en að mínum dómi rangar í höf- uðatriðum, eins og ég hef nú minnzt á. En þegar’ duttlungar og mannlegur breyzkleiki bætastvið þröngsýni þeirra blaða, sem verða skilyrðislaust að túlka stefnu flokkanna sem eiga þau — þá, og þá fyrst. er voðinn vis. Þú ættir að huga að því, Gils, hvort ekki sé grundvöllur fyrir því að Þjóðviljinn verði gerður að almenningshlutafélagi. Það yrði kannski til þess að einn eða tveir verkamenn eða sjómenn skrifuðu nokkrar linur í hann öðru hverju undir eigin nafni. Ösköp er það annars orðið sjald- gæft. Eru Þjóðviljinn og islenzk alþýðumenning að farast algjörlega á mis? Það er þá helzt að Flosi sé eitthvað að dunda við alþýðuna. Skilaðu góðum kveðjum til hans, við höfum stundum krunkað saman á Borginni. En gætirðu upplýst mig um það, hvort Arni Bergmann er e.k. dulnefni? Eg hef grun um það. Mig minnir Þórbergur hafa haldið því fram, a.m.k. sagðist hann ekkert skilja í Þjóðviljanum að leyfa áb. að skrifa svona mikið. Hann sagði að blaðinu ykkar hefði hrakað. Þú segir í formála fyrir bók þinni Drekkingar- hylur og Brimarhólmur, sem ég hef oft minnzt á áður, að bréfið til Soffíu „i rauða pilsinu" fjalli „um lítilfjörlegt efni, en sýnir þó næsta glögglega smábæjarkrit um miðbik nítjandu aldar". Af þessu tilefni hefur mér aðeins dottið i hug, hvort einhver eigi á næstu öld eftir að skrifa bókarkorn sem héti t.d. Bréfið til Árna Bergmanns „í rauða pilsinu" og mundi það þá að sjálfsögðu fjalla um „lítilfjörlegt efni", t.d. „smábæjarkrií um miðbik tuttugustu aid- ar“. Annars er ekki einleikið hvað Árni er hallur undir þá listamenn sem eru á öndverðum meiði við hann i pólitík, einkum rithöfunda, a.m.k. sér hann ekki sólina fyrirþeim. Víðsýni læra menn í Moskvu. Honum skal alltaf takast ver upp, þegar hann skrifar um „sína“ menn. Þá myndhverfist hann í sætsúpu. Það hefði Ovid fundizt of langt gengið. En hvað um það, Ovid er loksins dauður. Utförin fór fram í 6. bekk Menntaskólans, ef ég man rétt. Eða var það í Þjóðviljanum? Þórbergur sagði að áb. væri með allra leiðinlegasta móti, þegar hann skrifaði um drauga, einkum lifandi. Geturðu ekki verið sammála mér um það, Gils, að allt of margir Islendingar festast i ósýnilegu plastneti alls konar smámuna og nagla- skapar og verða innlyksa í pólitísku músarholunni sinni? Ég er ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé laus við slikt fólk, það dytti mér aldrei í hug. Sjálfur er ég, því miður, ekki laus við þröngsýni, maður sem ætti að vera vaxinn frá henni fyrir löngu. En það er rétt sem þú hafðir eftir Steini Steinarr: að við lifum á erfiðum timum. Og meðan við þurfum að berjast fyrir lífinu, er ekki undarlegt, þó að átökin verði dálitið sturlungaaldarleg. Við skulum nú samt vona að við lifum af þetta kaldranalega raunsæispex: að rómantíkin blívi. „Mér finnst rómantíkin vera það að gera lifið stærra og fegurra," segir Þórbergur í Kompaníinu . . . ..Þeir svölu segja. að þetta sé vplgjulpg hlpkking. Þpir revna aftur á móti að gera heiminn og umhverfi sitt óhugnanlegri en þau sýnast vera. Er það meira raunsæi en rómantíkin?" Og hann segist hafa gaman af „dempaðri rómantík“. „Já, meira gaman en af hjólbeinóttum beinkramarlýð, myrkrinu og blóð- rennslinu.“ Mér finnst vanta þessa rómantik í Þjóð- viljann þinn, kæri Gils, og skil ekkert i því eins og ég hélt að þeír væru verseraðir í Sobbegga afa, a.m.k. menn eins og Ulfar Þormóðsson og Einar Karl sem heilsa manni alltaf af kátri kurteisi. Ég get trúað þér fyrir því, að mér þótti vænt um að sjá í samtali við Jónas Arnason í Þjóðviljanum 31. ágúst 1975, að hann telur ýmsar þverstæður fylgja kostum velferðarríkisins, „kannski er viss kaldrana- leiki i þvi tengdur því,“ segir Jónas, „að öðruvísi og minna reynir á menn er. áður. Og svo því, að menn koma upp margskonar stofnunum til að leysa vanda fólks — þar með er aukin hætta á því að menn telji alltaf slíkan vanda verkefni annarra. Ekki ætla ég að fara að boða endurreisn „siðbætandi fátæktar", en við megum gjarnan vita af þeim stóru hjörtum, sem snauðari tímar sáu mönnum fyrir, af því að náttúran og samfélagið þurftu á slíku óútspekúleruðu trygg- nasiar- wvwr oo.aWar Svar viö bréfkorni Gils ingakerfi að halda. Eg minni á þær fátækar barna- konur sem alltaf gátu bætt á sig börnum úr næsta húsi ef dauðann bar þar að dyrum — og var sjálf- sagður hlutur. Svo ég bæti á mig fleiri myndum og þversögnum, þá er ég reyndar efins um möguleikana á að frelsa heiminn á leiksviði, t.d. með umræðuleikritum, debatleikritum, sem koma gjarna hingað frá Norður- löndum og eru full með greindarlegar skilgrein- ingar, en eiga sér kannski ekki að sama skapi alveg eins hlýjar hjartarætur. Ég held að það sem með þeim verkum fæst fram af bættum skilningi á gömlu fólki eða afbrigðilegum börnum sé því miður lítil- vaegt miðað við það annað sem hægt er að gera i þeim málum. En á hinn bóginn getur svo farið að umræðu- komplexinn verði svo sterkur og yfirþyrmandi að menn fái ekki lengur notið lífsins í leikhúsi á eðlileg- an hátt.“ Mér þótti vænt um að Árni Bergmann skyldi koma þessum orðum nokkurn veginn til skila á síðum Þjóðviljans, en þó er mér til efs að hann skilji orð af því, sem Jónas er að fara. Annars staðar i samtalinu segir Jónas að hann sé „búinn að fá nóg af því fjasi og að ýmisleg mann- eskjuleg viðbrögð sem við öll þurfum á að halda séu „tilfinningasemi" eftir einhverjum mælikvarða á fólk og samtíð sem ég get ekki viðurkennt. Líka vegna þess að ég verð ekki var við það að það sé neinn karlmennskuvottur í reynd að sveia „tilfinn- ingasemi" og halda fram einskonar kaldrifjunar- dýrkun, nema siður væri — að roluháttur væri skammt undan. Eg hefi horft upp á það á ævinni að þeir eru æðrulausastir í mannraunum sem eru einna viðkvæmastir í öðrum tilvikum“. (Þetta kallar Hall- dór Laxness að vísu tilviks-íslenzku og legg ég til að þið breytið þessu i tilfelli, þegar samtalið verður prentað í útgáfu á höfuðverkum áb.) En þessi orð Jónasar Arnasonar þykja mér athyglisverð og mér er nær að halda að hann gæti siðbætt Þjóðviljann ykkar verulega, ef hann legði leið sina oftar á ritstjórnar- skrifstofur hans. Líklega gerir Jónas sér grein fyrir því, að þessi afstaða hans þykir ekki fín lengur, en má ég biðja um hana frekar en allt það „fína“ sem að okkur er rétt nú á dögum; alla þessa „fínu“ pólitík sem er einna mest mengun á Islandi og er að kæfa alla tilraun til hugsunar í landinu. IX Þú fullyrðir, Gils, að ég sé sérstakur stuðnings- maður.jafnvel aðdáandi Olafs Jóhannessonar, en ég vil minna þig á að ég held hann sé svo mikill flokksmaður i raun og veru, að honum hafi liðið dálítið betur, þegar Indriði G. fór til hans fyrir þjóðhátiðarnefnd á sínum tima, enda bað ég Indriða um það sérstaklega og fór í hæsta lagi með honum til Ólafs. Báðir eiga þeir skagfirzka rómantík i blóði sínu, eins og þú veizt. Ég sá að Ólafi leið betur, þegar Indriði G. var með. Þannig var Ragnar Arnalds einnig brosmildari, þegar hann sá þig en mig, þetta eina skipti sem hann mætti með öðrum þingflokks- formönnum á fundi með forsætisráðherra og okkur nefndarmönnum. En Ólafur stóð sig eins og hetja, barði í borðið þegar flestir ærðust og ætluðu að blása af þjóðhátiðina. Með karlmennsku tók hann upp merki fyrirrennara sinna, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Hafsteins. Mér er til efs að árið 1974 hefði orðið með sama hætti og raun ber vitni, ef hann hefði látið undan þeim þrýstingi, sem allt ætlaði að drepa. Mér skilst árið sé björt minning i þjóðar- brjóstinu. En þarna sá ég að Ólafur lætur ekki bugast, og kann vel að meta það. Möðruvellingar fengu líka að kenna á því, þú getur þakkað þínum sæla að þú lentir ekki þeim megin pólitiskrar grafar, Gils. En nú sýnist mér Ólafur af einhverjum óskilj- anlegum og dularfullum ástæðum hættur að vanda Indriða G. kveðjurnar. Vegir guðs eru órannsakan- legir, stendur þar. En líklega er þetta enn ein sönnunin fyrir afstæðiskenningu Einsteins. En fullvissan um það. að ekki skrifi aðrir i Vísi en sjálfstæðismenn og einstöku krati veldur auðvitað sinnaskiptum Ólafs. eftir að Indriði gerðist liðs- maður blaðsins og Svarthöfði fluttist til á pólitísku landakorti þeirra Tíma-manna Þetta eigum við á Morgunblaðinu að sjálfsögðu erfitt með að skilia. svo margvíslegar skoðanir sem birtar eru í blaðinu og ólík viðhorf fólks úr öllum stjórnmálaflokkum. En sumir eiga náttúrlega erfitt með að skilja að dul- nefni geti flutzt búferlum. ég tala nú ekki um ef þau fara ,,að fljóta" eins og blessuð krónan. Skjótt skipast veður í lofti. Allt er lifið breytingum undirorpið. Við skulum vera við öllu búin og þú skalt ekki eyða allt of löngum tíma á hafréttarráðstefn- unni í New York, ef þú ætlar að verða öruggur um framboð í næstu kosningum. Treystu þeim ekki fyrir freistingum sinum. Þetta segi ég af góðum hug, þvi að okkur vantar á Alþingi menn sem eru staðráðnir i að byggja þjóðarbókhlöðuna, hvað sem tautar og raular. Það hafa farið háar fjárhæðir í ómerkilegri fyrirtæki en bókhlöðuna sem ég tel eina nauðsyn- legasta byggingu á landinu, ef haft er í huga að verndun íslenzkrar menningar er helzta hlutverk okkar og æðsta takmark, eins og sagt er á hátiðlegum stundum. En þó eru nú kannski til menn í þínu ágæta kjördæmi, sem telja að frystihús séu nauðsyn- legri en bókhlöður, og á slíkt sjónarmið að sjálfsögðu einnig rétt á sér. An trausts fjárhagsgrundvallar verður menning ekki reist. Sagan hefur margsýnt að mikil menning og ódauðleg list svokölluð spretta úr auði og framtaki einstaklinga fremur en allra þess- ara fúlu opinberu stofnana, sem Jónas Arnason hefur ofnæmi fyrir, ef marka má fyrrgreint samtal. Margir i kring um þig eru þeirrar skoðunar og prédika það sýknt og heilagt að rikið sé upphaf allrar sköpunar. Hegel, sem kalla má langalangafa þess- arar óhrjálegu kenningar, talaði um „anda" ríkisins. Guð minn góður, hvað þessi „andi“ hefur leikið okkur grátt. Ég held hann sé versti uppvakningur sem sagan þekkir, og annar draugur hafi ekki haft eins afdrifaríka reimleika í för með sér og þetta hugarfóstur Hegels, sem þeir tóku svo upp á arma sina, Marx og Lenin, eins og þú manst, og því miður er Maó einnig eitthvað bendlaður við Ijennan draugagang og hefur það jafnvel bitnað á Beethoven og Konfúsíusi. Heldur finnst mér það ljóður á ráði Maós formanns. Ég skil nefnilega ekki i því, hvernig skáld eins og hann geta verið að prédika að brýna nauðsyn beri til að framleiða staðlaðar hópsálir, sem eiga litið sem ekkert skylt við tilfinninguna og „manneskjulegu viðbrögðin" hans Jónasar Árnason- ar. En þó verð ég að viðurkenna að Konfúsíus er ekki hámóderne, ef réttar eru lýsingarnar, sem kínverska stjórnin gefur á honum í nýútkomnu fræðsluriti, Criticizing Lin Piao and Confucius. Ég sé ekki betur en hann hafi verið höfundur einhvers þrælabúða- kerfis, sem við þekkjum annars staðar frá. Kannski er höfundur Gúlagsins nú loksins kominn í leitirnar, am.k. var Konfúsíus endurskoðunarsinni, segja Kín- verjar. En við skulum kanna þetta mál betur við tækifæri. Þú gerir e.k. úttekt á pólitíkinni og störfum ríkis- stjórnarinnar í bréfkorni þínu. Þvi miður gaztu ekki látið hjá líða að gera okkur Styrmi báða að hálfgerð- um pólitiskum labbakútum, sem liggja hundflatir fyrir öllu sem gert er, þó að þú af skiljanlegum ástæðum vitir að gömlu orðin „flatur fyrir mínum herra“ eiga fremur við aðra en okkur. Ekki erum við í framboði eins og þú. Ekki erum við eins og lóða hundar á eftir hverju atkvæði, gramsandi í háttvirt- um kjósendum eins og mávar á öskuhaug. Nei, við erum frjálsir menn að þvi leyti am.k. og ég endurtek það sem ég hef sagt við þig áður, að samvizkan er okkar eini húsbóndi, bæti nú við gallharður: okkar eini flokkur. En Morgunblaðið hefur stutt ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar af ýmsum ástæðum. Vil ég nú í iokin nefna nokkur mikilvæg atriði eins og ég lofaði þér, hvers vegna við höfum talið skyldu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.