Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976 21 EINS OG MÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Hjálpi mér! Vitlaus lúka! (Dagbókarbrot) FYRSTI DAGUR UPP eins og hani og beint út í beygluna að sækja sundur- sargaðan kjötskrokk sem við pöntuðum okkur í gærkvöldi. Sumt fólk er alltaf að suða i manni að maður eigi að lifa á sundursörguðum kjötskrokk- um að mér skilst árið um kring af þvi það sé svo hag- kvæmt og búmannlegt. Ég á vini sem mega ekki sjá naut i haganum án þess að harka það útúr bóndanum og ráðast siðan á móti þvi með öxum og stórviðarsögum og þjóta siðan fagnandi með spaðið heim, æpandi: „Hvilikur hvalreki!" Mig skortir aftur á móti bæði viljann og kjarkinn til þess að standa i svona stórræðum. Ef ég mætti nauti i haganum þá legði ég ein- faldlega land undir fót þar til ég kæmi að hentugum síma staur. —Arkaði inn i verslun- ina þar sem stúlka með isblá augu rak i mig likið sem ég slengdi siðan með hálfgerð- um þóttasvip inni skottið á beyglunni. Ók heim i snatri og rogaðist með það fram i geymslu og horfði á eftir þvi ofan i frystikistuna. Þar var ein gulrót fyrir og slangur af hrukkóttum pútum og eitt- hvað af slögum i dimmasta horninu. Hver er sinnar kæfu smiður, eins og þar stendur. NÆSTI DAGUR Upp eins og hani og i bæinn i þviliku foráttuveðri að maður gæti haldið að árs- tiðirnar væru farnar að ganga aftur á bak. Hélt satt að segja að það væri að koma april, en það virðist mesti misskilning- ur. Snjór og rok og skyggnið svosem fjórar neflengdir á nefprúðum manni, en ein- ungis hálfu misseri eftir að mönnum fór loksins að of- bjóða mannfallið hér á götum höfuðborgarinnar þá er fjórði hver ökumaður og duglega það aftur farinn að leika kappaksturshetju. Dengdi mér í heimskauta- úlpu áður en ég kafaði úti beygluna og uppgötvaði sem ég var búinn að troða mér undir stýrið að ég var eins og spjaldskrá viðkomu. Kannaði málið og fiskaði uppúr vösum minum álitlegan haug af skræpóttum jólakortum, sem farandsalar höfðu selt mér i desember. Þá keypti ég til dæmis slatta af jólakortum af konu með fallegt bros og góðan málstað og rétt á eftir annan bunka af annarri með ekki alveg eins góðan mál- stað en ekki slakara bros. Aftur á móti hafnaði ég álit- legu safni af englum og jóla- sveinum sem einhverjar góð- hjartaðar sálir voru að selja hér fyrir erlent fólk: mér fannst ástæðulaust að vera að flytja örlæti mitt úr landi úr því ég gat flikað þvi hér i hlaðvarpanum. En ég á i svip- inn stærsta safn ónotaðra jólakorta sem nú er i ein- staklingseigu hér á Islandi. Og þótt viðar væri leitað er ég hræddur um. ÞÁ KOM DAGUR Á málverkasýningu beint úr brauðstritinu að bergja af menningarveigunum og viðra mig upp við menningarvita og kom að meistaranum þar sem hann var önnum kafinn að skaka lúkur á gestum i dragsúgnum frammi i anddyr- inu. Hann er grannur meistari en dró ekki af sér og skók eins og hann ætti lifið að leysa. Ég rann á hramminn á honum lika til þess að sýna-að ég kynni mig svosem-og tók item i forbifartinni hlýlega i puttana á konu sem var að væflast þar fyrir aftan okkur vonhýr á svipinn. Ég hélt hún væri- kona meistarans, en hún vildi þá bara selja mér prógram. — Rann samt i sal- inn og reyndi að láta sem ekkert væri þó að ég væri óneitanlega dálítið lúpulegur. Það er alveg voðalegt að flaðra i ógáti uppum fratfólk á svona hátiðarstundum. Snautaði þó skeiðið meðfram veggjunum að gapa á meist- araverkin eins og ég ætti lifið að leysa. Rakst þar á kunn- ingja minn sem sagði mér með hryggðarsvip að þau væru afbragð og þá á annan sem sagði mér með gleðisvip að þau væru afleit. Sjálfur hef ég ekki hundsvit á þess- um hlutum að fráskildu brjóstvitinu. Ég kann ekki að halla undir flatt fyrir framan málverk og vera með upphaf- inn gáfusvip eins og ég skilji innhverfuria og finni straum- ana, eins og gagnrýnendurnir orða það. Þarna voru hvann- grænar sósukönnur á fleygi- ferð innanum helbláar skó- hlifar, og I einu verkinu þóttist ég uppgötva hrygg- brotinn dverg sem stóð uppúr einni sósukönnunni þó að mér geti vitanlega hafa mis- sýnst. Hvarf þá af vettvangi paufaðist út i grákaldan hvunndaginn og fékk mér Sir Walter i pipuna mina. Ég var með hroðalega minnimáttar- kennd, eins og ég er raunar alltaf þegar ég er búinn að vera innanum hugsuði þessa lands. Menn sem sjá ekkert nema skóhlifar i meistara- verkum sem eru i floti i skó- hlifum, þeir ættu bara að flaka fisk. Ég sá það siðast til meistarans hvar rauðdrop- óttur kvenmaður hafði króað hann af úti horni og gusaði þar yfir hann freyðandi lofs- yrðum og gekk i bylgjum af ákafa. Hún var með slagsiðu sá ég, eins og hún væri búin að tæma sig öðrumegin. OG ENN VAR DAGUR Rakst á þessa steinnibbu á meðfylgjandi mynd i erlendu blaði; hún er 300 milur eða þar um bil i norðvestur frá Skotlandí; þetta er Rockall sem Bretar tylltu tánum á fyrir fjórum árum; og nú segj- ast þeir eiga þennan titu- prjónshaus i hafinu þvi að þannig sé það að alþjóðalög- um, bræður góðir. Mér sýnist sem myndin súarna gefi lika dágóða mynd af þvi réttlæti sem Bretarnir eru nú að basla við að skammta okkur — og þykjast með geisla- baug fyrir bragðið. Eftir ellefu hundruð ára búsetu hér i ís- landi kalla þeir okkur íslend- inga hina verstu ribbalda að vilja helga okkur fiskimiðin hér innan tvö hundruð miln- anna, nær einustu lifsbjörg okkar. Þeir sýnast enda þess albúnir að þurrausa þennan brunn áður en þeir neyðast til að hypja sig. En hvað segjast þeir nú eiga rétt á að fá útá Rockallgrjótið sitt, þegar „löghlýðnu" þjóðirnar á haf- réttarráðsstefnunni vestra verða búnar að skrifa upp á tvö hundruð mílurnar? Hvað ætli þeim finnist hæfilegt? Jú, tvö hundruð milur til allra átta, það er allt og sumt! væru til í heiminum. I þessu sam- bandi bentu Norðmenn á, að ef og þegar hafizt yrði handa um að nýta þessar auðlindir norður- svæðanna af krafti mundi ísland verða á hafsvæði, sem einkennast mundi af mjög miklum umsvif- um, og athöfnum og þá um leið mundi Norður-Atlantshafið fá enn aukna þýðingu í hernaðar- legu tilliti, þegar svo gífurlegir hagsmunir væru þar í húfi. Þegar mynd þessi er skoðuð í heild sinni skilja menn kannski betur en ella, hvers vegna einmitt Norðmenn hafa tekið sér fyrir hendur af eigin frumkvæði að leita eftir samkomulagsleiðum'í landhelgisdeilunni. Á næstu ára- tugum getur orðið bylting í okkar heimshluta, ef norðursvæðin verða opnuð. Norðmenn eru í fremstu víglínu í baráttunni fyrir því að koma í veg fyrir, að Sovét- ríkin, i krafti valds síns, gleypi þessi svæði öll. Islendingar eiga hér einnig mikilla hagsmuna að gæta. I umræðum um þessi mál hér hefur skort nægilega yfirsýn yfir hugsanlega þróun mála t.d. fram til næstu aldamóta á haf- svæðinu í kringum Island og fyrir norðan okkur. Ný viðhorf eru að skapast og við hljótum að taka tillit til þeirra i stefnumótun okk- ar. Fróðlegt er að kynnast viðhorf- um Norðmanna í þeirra eigin landhelgismálum. Bersýnilegt er, að þeir mundu fyrir löngu hafa fært út í 200 mílur, ef eingöngu væri um að ræða Norður-Noreg. En í fleiri horn er að líta. Utgerð, frá höfnum i Suður-Noregi á verulegra hagsmuna að gæta á fiskimiðum, sem falla mundu inn- an 200 mílna lögsögu Breta og svo eru markaðshagsmunir Norð- manna í EBE-löndum miklir. I stuttu máli sagt er bersýnilegt, að Norðmenn hafa engan fastan púnkt að standa á í sambandi við eigin útfærslu. Ómögulegt reynd- ist að fá svör við því, hvenær hún kæmi til framkvæmda. Og ástæð- an er einfaldlega sú, að þeir vita það ekki sjálfir. I ræðu i siðustu viku taldi einn af ráðamönnum norska verkamannaflokksins hugsanlegt, að Norðmenn kynnu að færa einhliða út í haust, ef engin niðurstaða fengist á haf- réttarráðstefnu, en enginn annar norskur ráðamaður vildi taka undir þá skoðun. Þeir töluðu óljóst um útfærslu snemma á næsta ári. Norðmenn binda í raun allar vonir sínar við hafréttarráð- stefnuna en þó gera þér sér grein fyrir því, að svo kunni að fara, að engin niðurstaða fáist á ráðstefn- unni og er það möguleiki, sem menn hafa alltof lítið talað um hér. Hins vegar telja þeir útilok- að, að samkomulag gæti tekizt um, að leggja önnur deilumál til hlið- ar og afgreiða hafréttarsáttmála um fiskveiðilögsögu eingöngu. Þá er sýnt að staða Evensens, haf- réttarmálaráðherra þeirra á haf- réttarráðstefnunni, bindur hend- ur Norðmanna verulega. Þeir telja sig hafa lítið svigrúm til ein- hliða aðgerða vegna þess þýðing- armikla hlutverks, sem Evensen gegni á ráðstefnunni. En fyrir okkur Islendinga er kannski athyglisverðust sú stað- reynd,að ekki verður um að ræða frekari viðræður milli Norð- manna og Breta um væntanleg gagnkvæm fiskveiðiréttindi inn- an nýrra 200 milna marka. Ákveð- ið hefur verið, að Efnahagsbanda- lagið taki við þessum viðræðum við Norðmenn fyrir Breta hönd og þar með bandalagsins í heild og er ráðgert, að raunverulegar samningaviðræður hefjist með haustinu. Það var mat þeirra norskra ráðamanna, sem rætt var við i Osló, að samningsaðstaða Norðmanna væri veikari gagnvart Efnahagsbandalaginu en ef þeir hefðu átt um þetta við Breta eina. Verður nánar síðar komið að þýð- ingu þessa fyrir okkur Islend- inga. Stuðningur Luns I Brússel fóru fram mjög gagn- legar viðræður við Joseph Luns, framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins. Þær viðræður stað- festu það, sem öllum sanngjörn- um mönnum hér var löngu orðið ljóst, að velvild Luns í okkar garð og eindreginn stuðningur hans við málstað okkar í landhelgis- deilunni er einlægur. I viðræðum þessum gerði Luns annars vegar grein fyrir viðhorfum innan Atl- antshafsbandalagsins almennt, en þar er við mörg fleiri vandamál að stríða en landhelgisdeilu Is- lendinga og Breta. I þvi sambandi minnti framkvæmdastjórinn á óleyst vandamál milli Grikklands og Tyrklands, sem eru geysilega erfið viðureignar, og þá pólitisku óvissu,sem nú ríkir á Italíu. Hann taldi ástand mála i Frakklandi heldur betra en þó hefðu komm- únistar styrkt stöðu sína þar og einnig taldi hann ástandið í Portúgal betra en verið hefði en vakti athygli á, að óvissa i spænsk- um stjórnmálum gæti haft áhrif á málefni Atlantshafsbandalagsins. Luns benti ennfremur á, að efnahagslíf Bandaríkjanna væri nú á uppleið, en hins vegar væri við mikil vandamál að stríða i þeim efnum í Bretlandi, Frakk- landi og á Italíu. Þannig er i fleiri horn að lita i Brússel innan bandalagsins en til landhelgis- deilu okkar og Breta og er gagn- legt fyrir okkur að gera okkur grein fyrir þvi, að við og vanda- mál okkar eru ekki einu vanda- málin, sem við er að etja innan Atlantshafsbandalagsins. Á fundinum með Luns gerðu þingmennirnir Guðmundur H. Garðarsson, Stefán Valgeirsson og Eggert G. Þorsteinsson, skel- egga og rökfasta grein fyrir sjón- armiðum Islendinga og leikur enginn vafi á því, að þau skoðana- skipti, sem þarna fóru fram, urðu til gagns fyrir báða aðila og að þeir Islendingar, sém áttu viðræð- ur við Joseph Luns sannfærðust um góðan hug hans í okkar garð og jákvæðan vilja til þess að hafa áhrif á einstrengingslega af- stöðu Breta. Þótt lítið hafi heyrzt um það í fréttum að undanförnu er greini- legt, að landhelgisdeilan er stöð- ugt til umræðu innan Atlants- hafsbandalagsins. Þannig kom t.d. í ljós, að Luns var vel kunnugt um, að brezkir togarar hefðu kom- ið frá tslandsmiðum og landað ungþorski í gúanó og það fréttu íslendingar i Brússel. að Luns hefði verið óm.vrkur í máli við brezka sendiherrann hjá Atlants- hafsbandalaginu af því tilefni. Þá kom það einnig í ljós, að á undan- förnum vikum hafa fjölmargir sendiherrar aðildaríkja Atlants- hafsbandalagsins í London gengið á fund brezkra stjórn- valda og lagt hart að þeim að láta af ofbeldisaðgerðum sínum gagn- vart Islendingum. Allt mun þetta hafa sín áhrif að lokum og verður mönnum þá kannski ljósari en nú hlutur Atlantshafsbandalagsins, þegar upp verður staðiAog þýðing aðildar okkar að því fyrir sigur- horfur okkar í landhelgisdeil- unni. Viðhorfin hjá EBE Loks áttu þeir Islendingar, sem þarna voru á ferð, viðræður við ráðamenn Efnahagsbandalagsins um landhelgismál og fiskveiðimál og varð sá fundur bæði sögulegur og harður. Viðræður þessar fóru fram við æðsta ráðamann í sjávar- útvegsmálum EBE, Petrus Lardinois, sem á sæti í stjórnar- nefnd Efnahagsbandalagsins og er eins konar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra þess. Við- horf Efnahagsbandalagsins eru eitthvað á þessa leið; eins og þau voru skýrð fyrir Islendingum af Lardinois og aðstoðarmönnum hans: Nú eroinnið að því að ná samkomulagi um sameiginlega fiskimálastefnu EBE. Menn binda vissar vonir við það, að sam- komulag takizt áður en New York-fundi hafréttarráðstefnu lýkur, en þó var bersýnilega nokkur skoðanamunur um það milli Lardinois og aðstoðarmanna hans og var hann sjálfur ekki jafn bjartsýnn og sumir aðrir í hans hópi. En hvað sem því líður munu EBE-ríkin leitast við að hafa sam- eiginlega afstöðu á hafréttarráð- stefnunni og reyna m.a. að kóma inn í hafréttarsáttmálann ákvæói um sögulegan rétt þjóða til fisk- veiða á hefðbundnum fiskimiðum og þarf ekki að taka fram, að slíkt ákvæði yrði gífurlegt áfali fyrir baráttu okkar Islendinga í haf- réttarmálum. Þá lýstu þessir tals- menn EBE því yfir, að ekki kæmi til greina að veita einstökum að- ildarrikjum EBE stærri einkalög- sögu innan 200 mílna fiskveiðilög- sögu EBE en 12 mílur en vinur vor Hattersley lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum, að Bretar mundu aldrei fallast á svo litla einkalögsögu fyrir Bretland og verður þá fróðlegt að sjá, hvort hann beitir freigátum til þess að verja brezk fiskimið ásókn fiski- skipa frá öðrum EBE-ríkjum! Þarna er bersýnilega í uppsigl- ingu mikil rimma innan EBE. Þegar Lardinois var spurður, hvort EBE mundi taka yfir við- ræður við tslendinga um land- helgisdeilu íslendinga og Breta, ef samkomulag næðist um sam- eiginlega fiskimálastefnu EBE fyrir 7. maí, er New York fundin- um lýkur, svaraði hann f.vrst í stað jákvætt en dró síðar úr þeim ummælum og taldi, að fiskveiði- heimildir EBE-ríkja við Island mundi ekki koma til kasta EBE fyrr en niðurstaða lægi fyrir á hafréttarráðstefnu og alla vega yrði þessi spurning að ræðast inn- an Efnahagsbandalagsins. Hann taldi Ijóst, að Norðmenn vrðu fyrsta þjóðin, sem EBE leitaði samkomulags við um gagnkvæm fiskveiðiréttindi og markaðsrétt- indi. Ef lýsa á viðhorfum EBE til hugsanlegra viðræðna við okkur Islendinga og þá einnig til Norð- Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.