Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976
Minning:
Jóhann Elíasson
húsgagnabólstrari
Guðfinna Árnadóttir
Blöndal — Minning
Fæddur 27. júlí 1916
Dáinn 21. mars 1976.
Mánudaginn 29. þ.m. fer fram
útför Jóhanns Elíassonar hús-
gagnabólstrara. sem lést í Vífils-
staöahæli þann 21. þ.m. eftir
stranga s.júkdómslegu.
Jóhann var fæddur27. júlí 1916
og voru foreldrar hans h.jónin
Jóhanna Bjarnadóttir og Elías
Jóhannsson. verkamaóur hér í
borgsem bæói eru látin.
Framan af æfinni vann Jóhann
almenna verkamannavinnu, m.a.
vann hann í mörg ár viö Kola-
verslun Sig. Ólafssonar. viö út-
keyrslu á kolum, áöur en borgin
var öll hituö upp meö heitu vatni.
Á þeim árum kynntist Jóhann
mörgu fólki og man hann margur
frá þeim árum, enda átti hann
sérlega gott með aö umgangast
aóra og voru margirfrá þeim tíma
vinir hans og kunning.jar upp frá
því.
Seinna fór Jóhann í nám í hús-
gagnabólstrun til Heiga bróóur
síns, sem þá rak húsgagnaverslun
hér í borg og vann hann vió þá ión
til dauðadags, nú siðustu árin hjá
Gamla kompaníinu.
Jóhann var frábærlega vel
gerður maður og félagslyndur
Hann tók alla tiö mikinn þátt í
starfi innan verkalýðshreyfingar-
innar. Hann gerðist snemma
félagsmaöur í Verkamanna-
félaginu Dagsbrún og var þar alla
tíö virkur félagi, var m.a. lengi í
trúnaðarmannaráói Dagsbrúnar.
Eftir að Jóhann haföi lokið
námi í húsgagnabólstrun geröist
hann félagsmaður í Sveinafélagi
húsgagnabólstrara og stóó þá ekki
á því, frekar en áöur, aö hann tók
fl.jótlega sæti i st jórn félagsins og
var formaður þess hin síóustu ár,
eöa eins lengi og heilsa hans
leyföi, en þá óskaöi hann aö láta
af störfum.
Nú þegar Jóhann er allur hefur
verkalýðshreyfingin misst einn
af sínum heilsteyptustu og
traustustu forustumönnum. sem
vann hreyfingunni af heilum hug
allt sem hann mátti til síóustu
stundar.
Rg tel þaö mikla gæfu aö hafa
kynnst og átt að vini annan eins
mann og Jóhann var. mann sem
aldrei lét bugast, hvað sem f.vrir
kom á lífsleiðinni, var alltaf veit-
andi frekar en þiggjandi, eins og
best kom fram í hans hetjulegu
baráttu í hans miklu veikindum.
Jóhann var kvæntur Huldu
Guðmundsdóttur og áttu þau einn
son, Elías Bjarna stýrimann sem
kvæntur er Sigríði Kolbrúnu
Þráinsdóttur og eiga þau tvö
börn, Huldu og Jóhann, og voru
þau augasteinar afa síns, einnig
átti hann tvær fósturdætur,
dætur Huldu.
Jóhann var mikill heimilisfaöir
og eru það ógleymanlegar stund-
ir, sem ég og kona mín eigum
minningar um, þegar við komum.
sem var ósjaldan. á heimili hans
ogHuldu.
Um leiö og ég þakka Jóhanni
margra áratuga vináttu votta ég
Huldu, börnum og barnabörnum
hennar, svo og s.vstkinum
Jóhanns og Huldu.
Um leið og ég þakka Jóhanni
margra áratuga vináttu votta ég
Huldu, börnum og barnabörnum
hennar, svo og systkinum
Jóhanns og öðrum hans nánustu
mína dýpstu samúð.
Guðm. Jónsson
Á morgun mánudaginn 29.
mars verður kvödd og til moldar
borin hjartkær mágkona min
Guðfinna Árnadóttir Blöndal.
Finna, eins og við öll, sem til
þekktum, kölluðum hana, lézt að
kvöldi síðast liðins sunnudags 21.
marz, eftir langa og stranga bar-
áttu, sem hún háði með einstakri
hugprýði, kjarki og æðruleysi, án
þess að láta nokkurn tíma bilbug
á sér finna, þótt stundum syrti í
álinn. Þessi mikli kjarkur hélt hjá
okkur Vakandi ofurlitlum
vonarneista um bata, þótt nú um
nokkurt skeið hafi verið ljóst,
hvert stefndi. Og alltaf er maður
jafn óviðbúinn og harmi Iostinn,
þegar hinsta kallið kemur og í
hlut á einhver jafnkær og Finna
var okkur, en nú er hennar
kveðjustund runnin upp.
Finna fæddist á Eyrarbakka 5.
apríl 1911 elst sjö barna hjónanna
Kristínar Halldórsdóttur og Árna
Helgasonar skipstjóra og hafn-
sögumanns í Akri, en hann lifir
enn í hárri elli. Árni átti áður að
baki að sjá eiginkonu sinni og
sonunum Bjarna, sem dó fyrir 6
árum og Steini, sem Iézt fyrir
réttum hálfum mánuði síðan, 7.
marz síðastliðinn. Að látinni
móður sinni árið 19.33 tók Finna
að sér húsmóðurhlutverkið á
heimili föður síns, jafnframt því
sem hún stundaði saumaskap.
Konu minni, sem þá var þriggja
ára, má segja að Finna hafi þá
komið í móður stað. Þrátt fyrir
breytta hagi síðan, hélzt þetta og
jafnframt gagnvart dætrum
okkar sem í Finnu áttu sína aðra
ömmu. 1948 giftist Finna Ólafi
Blöndal skrifstofustjóra og
fluttist þá til Reykjavíkur að
Hringbraut 45 og bjó þar æ síðan.
Hjónaband þeirra Finnu og Ólafs
var mjög farsælt og haming.ju-
samt, en barna varð þeim ekki
auðið. Ólafur lézt fyrir réttum 10
árum, 21. marz 1966. Inga og
Björn börn Ólafs af fyrra hjóna-
bandi og börn þeirra létu sér annt
um Finnu og voru henni mjög
kær. Bar hún hag þeirra eins og
hag systkina sinna. systkinabarna
og föður mjög fyrir brjósti. Um-
hysgja Finnu fyrir fjölskvldu
sinni var einstök. Engin fyrirhöfn
var of mikil, sem komið gæti ein-
hverju þeirra að gagni. Til
hennar var líka leitað trausts og
fulltingis með hvað sem var, stórt
og smátt.
Þegar litið er aftur, lýsa hinar
fögru björtu minningar um
Finnu, gæsku hennar og fórnfýsi,
upp farinn veg og gera kveðju-
stundina núna léttbærari f.vrir
okkur öll. Þökk sé henni og guð
blessi leið hennar um ókomna tíð.
Gustav Magnús Siemsen.
+ Útför
GUOFINNU ÁRNADÓTTUR BLONDAL
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 29 marz kl 1 0 30
Fyrir hönd aðstandenda Árni Helgason, Akri, Eyrarbakka.
+
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
GUÐRÚNAR ÁSTU PÁLSDÓTTUR,
Meðalholti 17,
fer fram frá Frikirkjunni í Reykjavik þriðjudaginn 30 marz kl 1.30
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför
eiginmanns míns,
STEINS ÁRNASONAR.
Guðrún R. Guðmundsdóttir og synir.
Alþjóðadag-
ur fatlaða
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
frá Sjálfsbjörg, landssambandi
fatlaðra:
„Fatlaðir í starfi" er einkunnar-
orð alþjóðadags fatlaðra, sem er
28. mars n.k.
+
Bálför eiginmanns míns,
JÓHANNS Ó. ELÍASSONAR.
húsgagnabólstrara.
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29 marz kl 1 3 30 Þeim,
sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Sjálfsbjörg, styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra
Fyrir hönd vandamanna
Hulda Guðmundsdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÞORVALDAR Á. KRISTJÁNSSONAR,
málarameistara,
Austurbrún 6,
Eyvör Guðmundsdóttir,
Arndfs Þorvaldsdóttir,
Haukur Benediktsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför
eiginmanns míns og stjúpföður okkar
ÞORGRÍMS GUÐLAUGSSONAR,
kaupmanns.
Laugavegi 81.
Sigrlður Sigurðardóttir
Elln Egilson
Brynhildur Áslaug Egilson
Snorri Egilson
+
HELGI JÓNSSON,
múrari,
Mávahlfð 20.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 30. marz kl 1.30
Sigurlaug Ingimundardóttir,
Guðni Geir Helgason,
Guðbjörg Helgadóttir,
Anný Helgadóttir,
Helgi Guðmundsson.
+
Móðir okkar. tengdamóðir, amma og langamma
JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR
frá Jómsborg
er andaðist 21 marz, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju-
daginn 30. marz kl 2 e h
Þeim, sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta Kristinboðið i Konsó
njóta þess
Björney J. Björnsdóttir. Magnús Elíasson.
Karóllna K. Björnsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað vegna jarðar-
farar
mánudaginn 29. marz kl. 1 2—4.
Örninn, Spíta/astíg 8.
Það hefur um árabil verið venja
Alþjóðabandalags fatlaðra að
vekja með þessu móti almenning
til umhugsunar um ýmsa þá sam-
félagsörðugleika, sem fatlaðir
eiga öðrum fremur við að stríða.
Vinnan er grundvöllur allrar
velmegunar, bæði andlegrar og
líkamlegrar. En stendur vinnan
öllum til boða? Eiga allir kost á
starfi við sitt hæfi? Svo er því
miður ekki og standa fatlaðir þar
mun verr að vígi en flestir aðrir.
Þar leynist mikill ónýttur starfs-
kraftur og til þess liggja tvær
megin orsakir.
í fyrsta lagi vantar víða
hentuga vinnuaðstöðu. Ef til vill
þarf aðeins að lagfæra inn-
ganginn á vinnustað fyrir mann í
hjólastól eða aðlaga vélina þeim
einhenta, til þess að viðkomandi
sé ekki útilokaður frá starfi, sem
hann annars gæti leyst af hendi
til jafns við aðra.
Hvað viðvíkur hinni megin or-
sökinni, þá er ekki fjarri lagi að
minna á ummæli, sem birtust í
blaði á síðastliðnu ári, kvenna-
árinu. Þar komst kona nokkur svo
að orði: „Ef karlmaður og kven-
maður sækja um sama starfið,
þarf konan að hafa mun betri
menntun og hæfileika en karl-
maðurinn til þess að öðlast
starfið."
Þessi sannleikur gildir einnig
um fatlaða. Þar gætir ennþá sömu
hleypidóma og löngum hafa ríkt
gagnvart starfi kvenna á almenn-
um vinnumarkaði. Staðreyndin er
hins vegar sú, að fatlað fólk
leggur metnað sinn í að mæta vel
til vinnu og leysa störf sín sem
best af hendi. Fatlaðir vilja ekki
vera eftirbátar annarra í starfi.
Framhald á bls. 27