Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 28. MARZ 1976 Aðalsteinn Insólfsson framkvæmdast.iori Kiarvalsstana. lýsir ferli Aseríms fvrir Kvennaskólastúlkun- um. hver sterkir litir eru í nýrri myndun- um og eftir því sem maður kynnist þessum myndum þetur þeim mun meira laðast maður að þeim Það er lika gott að fá svona kynningu á þessum myndum. þótt hratt sé farið yfir og maður getur þá skoðað þær á eftir i rólegheitum Ég er reyndar búin að koma hér einu sinni áður, svo sumar myndirnar eru orðnar kunningjar minir " Gerður ,.Mér finnst mest gaman að þjóðsagnamyndunum, þær höfða mest til min." Guðbjörg ..Landslagið laðar mig mest" Báðar svbruðu þær því aðspurðar HÓPUR kvennaskólastúlkna heimsótti Kjarvalsstaði s.l. föstudag og skoðaði Ásgríms- sýninguna undir leiðsögn Aðal- steins Ingólfssonar framkvæmda- stjóra Kjarvalsstaða, en Bjarnveig Bjarnadóttir, forstöðumaður Ás- grimssafns, flutti einnig tölu fyrir stúlkurnar Um 9000 gestir hafa nú sótt Ásgrimssýninguna, sem borgin stendur fyrir og er aðgangur ókeypis. Kvennaskólastúlkurnar fóru um sali Kjarvalsstaða og hlustuðu á útskýringar á myndum Asgrims og einnig var rabbað um myndirnar og feril málarans. „Sumar myndirnar eru orðnar kunningjar mínir >> Rabbað við Kvennaskólastúlkur á Ásgrímssýningu í Kjarvalsstöðum Við tali tókum nokkrar stúlknanna „Maður sér ekki eftir að drífa sig á málverka- sýningar" ,.Ég hef komið í Ásgrimssafn og kannast þvi við margar Húsafells- myndirnar hérna," sagðt Soffía Arn þórsdóttir í 3 C landsprófi," en mér finnast vatnshtamyndirnar sérstak- lega skemmtilegar og er eiginlega hnfnari af þeim en oliumálverkun- um, þótt það sé náttúrulega ekki algilt Það er annars erfitt að tjá þetta með orðum, þvi eins og með InKÍvt'ÍK Gunnarsdóttir or Ajíústa Þorher«sdóttir fvrir traman mvndina af Höllu meo barn sitt. cn lióoirt Sofrtu unt;a ástin mín pr samin vio bann athuro er myndin svnir. {íuoh.jörjí Eysteinsdóttir ofí<>lerour Kovarosdóttir. alla myndlist, frá minu sjónarmiði, er bezt fyrir augað að skynja áhrifin, þótt sjálfsagt sé hægt að koma því i orð fyrir hstfræðinga ..Ferðu oft á málverkasýntngar?" ..Sjaldnar en éy ætti að fara Maður eyðir allt of oft kvbldinu i sjónvarp eða aðra vitleysu, sem maður dauðsér svo eftir Ég held að fólk geri allt of mikið af því að horfa á sjónvarp Þegar maður drifur sig t d á málverka- sýningar. þá sér maður ekki eftir þvi, en ef til vill mætti fólk taka þvi rólegar á málverkasýningum, Ég vildi gjarnan koma aftur á þessa sýningu, en ég veit ekki hvað verður ég er að fara i mikið próf á næstunni, landsprófið, svo maður verður að nota tækifænð vel núna og ganga í rólegheitunum með sjálfri mér og skoða myndimar, en þannig likar mér það bezt." Landslagið heillaði aðra, þjóðsögurnar hina! Guðbjörg Eysteinsdóttir og Gerður Eðvarðsdóttir 2 C voru að rabba saman um mál- verkin þegar við hittum þær að máli. Þær kváðust hafa farið í Ásgrims- safn á vegum Kvennaskólans þegar þær voru i I bekk og þvi hafa haft áhuga á að sjá þessa sýningu á verkum Ásgrims i Kjarvalsstöðum. ,,Mér fannst lika sjálfsagt að skoða þessa sýningu," sagði Guðbjörg." því það er talað svo mikið um þessar myndir og þá vakn- ar lika forvitni" Gerður „Þetta eru fallegar myndir og gaman að bera þær saman Það er lika svo miklu skemmtilegra að skoða myndir á sýningum en í blöð- um " Guðbjörg ..Það er sérkennilegt Sofffa Arnþorsdóttir. myndirMbl. RAX L.jós- að þær teldu æskilegra að meira yrði gert af þvi á vegum skólanna að fara á vettvang þar sem eitthvað er um að vera, bæði á sviði lista og athafnalifs „Þessar myndir virka vel á mig." Ágústu Þorbergsdóttur og Ingi- veigu Gunnarsdóttur úr 3Z tókum við tali Þær höfðu báðar komið áðar i Kjarvalsstaði á vegum Kvennaskólans og þá á Kjarvals- sýningu Einnig kváðust þær hafa heimsótt Ásgrimssafn þegar þær voru i 1 bekk Kvennaskólans. Ágústa ..Það er gaman að sjá attur nokkrar myndanna sem ég hef séð áður" Ingiveig ,,Ég kannast einnig við nokkrar myndanna, t.d. myndina af Þorbjörgu digru." Ágústa ..Þessar myndir virka vel á mig, sérlega vatnslitamyndirnar." Ingivetg „Maður þarf dálitinn tima til að meðtaka þessa liti alla og i rauninni þyrfti maður að eyða nokkrum klukkustundum i að skoða þessa sýningu." Ágústa.„Það er bara erfitt próf framundan, svo maður verður að gæta hófs" Aðspurðar sögðust þær gjarnan vilja eiga einhverja af myndunum. Ágústa vildi eiga vatnslitamynd eftir Ásgrim úr Húsafelli og Ingiveig vildi helzt eiga myndina af Höllu með barn sitt við fossinn, en sú fyrir- mynd er sótt i leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar, Fjalla-Eyvind. — áj Frá yfirlæknum Borgarspitalans: Opið bréf til borgar- stjórnar Reykjavíkur Sjúkradeild í Hafnarbúðum NÚ ER u þ b. 1 ár slðan borgarfull- trúar Reykjavíkur samþykktu sam- hljóða að koma upp hjúkrunardeild fyrir aldraða i Hafnarbúðum og i gær. 24 mars 1976. gerði Páll Gislason, yfirlæknir og borgarfulltrúi, grein fyrir stöðu heilbrigðismála i borgmni i grein i Morgunblaðinu. Gat hann meðal ann- ars framkvæmda við Hafnarbúðir Skúli Johnsen borgarlæknir gerði mál- tnu etnnig nokkur skil i sjónvarpsviðtalt i fréttum að kveldi sama dags Af þessu tilefni vilja yftrlæknar Borgar- spitalans láta fara frá sér eftirfarandi Vandi langlegusjúklinga Þetr sem i þessart borg hafa fengist við lækningar og hjúkrun, hafa i sívaxandi mæli mætt vandamálum hjúkrunarvistunar og aldraðra Hafa þessi vandamál stundum verið það erfið, að talað hefur verið um neyðarástand langlegusjúk linga Margt hefur verið reétt og rttað um þessi mál undanfarin ár, en lítið orðið úr framkvæmdum til að leysa vandann Læknar Borgarspítalans hafa hvað efttr annað bent á nauð- syn byggingar svo kallaðrar B-álmu Borgarspitalans, sem fyrst og fremst yrði ætluð langlegusjúklingum, en þvi miður hefur byggingtn ekki komist á fjárlög ríkisms fyrr en nú t þetm síð- ustu. Hafnarbúðir: Fyrir rúmu einu. ári kom fram sú hugmynd að breyta Hafnarbúðum til bráðabirgða i sjúkra- hús og reka þar sjúkradeild fyrir gamalt fólk Var þá áætlað, að kostnað- ur við þetta mundt vera um 1 6 milljón- ir króna. Ákvörðumn um þessa breyt- ingu var tektn af borgaryfirvöldum og samþykkt af fulltrúum allra flokka Ekkt var áður leitað áhts stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavtkurborgar, læknaráðs Borgarspítalans eða umsagna yfir- lækna spitalans, þó að gert væri ráð fyrir að reksturinn og lækningar á staðnum yrðu síðar í höndum þessara aðila Á þeim forsendum 1) að hjúkrunardeildum yrði komið upp i Hafnarbúðum, hvað sem tautaði og raulaðt, 2) að B-álman væri enn ekki komin i fjárlög og 3) að neyðarástand langlegusjúklmga krefðt, féllust læknar Borgarspitalans á að Hafnarbúðtr yrðu starfræktar sem hjúkrunardeild og emkum fynr aldraða hjúkrunarsjúk- linga skurðlækningadetlda Borgar- spitalsns Enn á ný itrekuðu læknar þó fyrri efasemdir sinar um Hafnarbúðir, sem mögulega rekstraretningu og óskuðu um miðjan nóvember s.l. upp- lýsinga um kostnað fyrirhugaðra breyt- inga og hvort t.d. væri ekki hag- kvæmara að leggja fjármagn fyrir- hugaðra breytinga svo og hugsanlegt söluverð hússins i B-álmu Borgar- spítlans og hefjast þar handa Sjúklingar I Hafnarbúðum: Gert er ráð fyrir 25 rúmum og er sennilegt að flestir sjúklinganna verði aldraðir hjúkrunarsjúklingar, sem þurfa mtkla hjúkrun og umhtrðu Mjög vafasamt má telja, hvort heppilegt sé að slikum sjúkltngum sé komið fyrir á einum stað, með lítt vtðunandi aðstöðu frem- ur en á þeirri almennu spitaladeild, sem viðkomandi kom inn á. Æski- legust væri vistun á öldrunardeild, sér- staklega ætlaðri sjúklingum með elli- sjúkdóma, þar sem viðhalda má eðli- legri lifsafstöðu og von sjúklingsins. Starfslið í Hafnarbúðum: Mjög erfitt er að manna hjúkrunardeildir af starfsfólki. Hjúkrunin er oft mjög erfið og mikil hætta á að andrúmsloftið á deildinni verðt neikvætt, mótist um of af lélegum sjúkdómshorfum og von- leysi. í nágrannalöndum okkar hefur mjög illa gengið að manna slíkar deild- ir og stefnan að undanförnu verið sú, að blanda saman langlegusjúklingum og þetm, er styttri legu þurfa og að þvt er varðar aldrað fólk, að reka öldrunar- deildir þar sem hagsmuna aldraðra er sérstaklega gætt og öldrunarlækningar stundaðar. Rekstrareining: 25 rúma eining er mjög óheppileg frá fjárhagslegu rekstrarsjónarmiði, jafnvel þó að þessi eining væri rekin i nánum tengslum við Borgarspitalann og undir stjórn hans Talsverðar vegalengdir yrði að fara með sjúklinga til að fá röntgen- myndir Blóðpróf væri unnt að taka á staðnum, en rannsóknir færu fram annars staðar. Viðhalds sjúkraþjálfun gæti og farið fram í húsinu, en engin endurhæfing að gagni. Ekki of seint að snúa við: Að undanförnu hefur verið unnið að endurþótum i Hafnarbúðum. Verulegar skemmdir höfðu m.a orðið á þakinu og drjúgur hluti kostnaðar orðið sá sami, hvaða starfsemi, sem þar færi annars fram Er áætlað að viðgerð hússins verði lokið i maimánuði. Ekki er enn farið að innrétta eða kaupa lausabúnað. B-álma Borgarspitalans er nú komin i framkvæmdaáætlun. Þar er gert ráð fyrir u.þ.b. 200 rúmum fyrir aldrað fólk og stefnt að því að 60 rúm verði tekin i notkun á árinu 1978. Samkvæmt áætlun eiga 60 milljónir að fara i álmuna á þessu ári Af ca 66 rúmum i öldrunarlækningadeild rikis- spítalanna við Hátún standa nú 44 rúm nánast tilbúin t'il notkunar, en skortur á starfsfólki, útbúnaði og fletra hindrar rekstur. Á meðan málum er svo farið, gagnar okkur ekki húsnæði i Hafnarbúðum. senmlega án starfs- fólks. Við leggjum þvi til 1) að 47 milljón- um úr sjóði stofnana fyrir aldraða, sem veita á i Hafnarbúðir, verði óskiptu veitt i B-álmu Borgarspitalans. (Varla hefur þessum peingum verið eytt i viðgerðarkostnað, sem hvort eð er varð að greiða.) 2) Að Hafnarbúðir verði seldar (vill ekki Landhelgisgæslan eða Reykjavíkurhöfn kaupa?) og andvirði hússins látið i B-álmuna og með sameiginlegu átaki verði nú unnið að þvi að fjármagna og koma upp sjúkra- deildum f yrir aldraða við Borgar- spitalann og ekki lengur setið og hugsað eða unnið að bráðabirgða lausnum. Kominn er timi til að sjúkt aldrað fólk, sem ekki getur verið heima hjá sér eigi greiðan aðgang að spitöl- unum. Hættum þessum hálfkláruðu framkvæmdum á mörgum stöðum og bráðabirgðalausnum og einbeitum okkur að þvi að Ijúka brýnustu verkefn- um, í þessu tilfelli að koma upp B-álmu Borgarspítalans fyrir öldrunar- lækningar Reykjavik, 25 mars 1976 Ásgeir B. Ellertsson, dr med. yfirlæknir endurhæfingardeildar. Asmundur Brekkan, dósent yfirlæknir röntgendeildar Eggert Ó. Jóhannsson, dr. med. yfirlæknir rannsóknadeildar. Guðjón Guðnason yfirlæknir Fæðingarheimilisins Karl Strand yfirlæknir geðdeildar Stefán Skaftason yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Friðrik Einarsson, dr. med. yfirlæknir skurðlækningadeildar Haukur Kristjánsson, docent yfirlæknir slysadeildar Óskar Þórðarson, dr. med. yfirlæknir lyflækningadeildar Ólafur Þ. Jónsson settur yfirlæknir svæfingadeildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.