Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1976 3 heimum 16 B, R, Jón J. Skagan, Sólheimum 23, R, Magnús Sveinsson, Álfheimum 64, R, Sigurður Ölafsson, Kárastöð- um, Skagafirði, Sigurjón Sig- tryggsson, Suðurgötu 39, Siglu- firði, Skúli Helgason, Óðins- götu 32, R, Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum, Skagafirði og Þórður Tómasson, Skógum, Rangárvallasýslu. Aðrir styrkir, sem þegar hafa verið veittir á þessu ári, samtals: 1.150.000 kr. Við styrkveitinguna f gær var lögð fram fréttatilkvnning frá Menningarsjóði. Þar stendur: Menntamálaráð var stofnað með lögum hinn 12. apríl 1928 og Menningarsjóður 7. maí sama árs. Fyrsti formaður Menntamáiaráðs var dr. Síg- urður Nordal, en núverandi Framhaid á bls. 18 Stefnt að frumsýningu íslenzkrar sakamála- kvikmyndar í haust FRÁ styrkveitingu Menningarsjóðs f gær. Frá vinstri: Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, Reynir Oddsson, kvikmvndagerðarmaður, Katrfn Árnadóttir, fiðluleikari, Guðný Guðmundsdóttir, konsert- meistari, Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rithöfundur, Nfels Hafstein, myndlistarmaður, Jón Stefánsson, söngstjóri, og Máni Sigurjónsson organleikari. Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Sjóðurinn hefur orðið að draga verulega saman seglin vegna fjárskorts MENNTAMÁLARÁÐ Islands boðaði blaðpmenn og gesti á sinn fund f gær, í húsakynnum ráðsins að Skálholtsstfg 7. Var þar gerð grein fyrir úthlut- unum styrkja úr Menningar- sjóði til tónverkaútgáfu, kvik- myndagerðar, úthlutun dvalar- styrkja til listamanna og styrkja til vfsinda- og fræði- manna. Gerði formaður ráðs- ins, Kristján Benediktsson, grein fyrir styrkveitingunni. Eftirtaldir hlutu styrki Menn- ingarsjóðs að þessu sinni: Styrkur til tónverkaútgáfu, kr. 500.000: íslenzk tónverkamiöstöð, Laufásvegi 40, Rvík, til hljóm- plötuútgáfu með íslenzkum verkum, þ.á m. flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar. Styrkur til kvikmyndagerðar kr. 1.000.000: Reynir Oddsson, kvikmynda- gerðarmaður, Álfheimum 64, Rvík, til að ljúka töku leikinnar islenzkrar kvikmyndar. Dvalarstyrkir listamanna kr. 150.000 hver: Eyvindur Erlendsson, leik- stjóri, Aðalstræti 8, Akureyri, Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, Digranesv. 69, Styrkjum úthlutað úr Menningarsjúðí Islands Rabbað við Reyni Oddsson kvikmyndagerðarmann Verðlaunaverk Atla Heimis á hljómplötu Rabbað við Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld „VIÐ stefnum að þvf að Ijúka töku myndarinnar f júnflok. Þá hefst klipping og frágangur f Stokkhólmi og stefnt er að þvf að frumsýna kvikmvndina hér f Reykjavfk f september,“ sagði Reynir Oddsson kvikmynda- gerðarmaður við styrkveitingu Menningarsjóðs tslands f gær. Reynir hlaut einnar milljón króna styrk úr sjóðnum til að ljúka gerð leikinnar íslenzkrar kvikmyndar. Þetta er saka- málamynd, tekin f litum og verður hún f fullri lengd, 120 mínútur. Myndin verður gerð fyrir breiðtjald, þ.e. 35 mm mynd. Taka myndarinnar hófst I fyrra og var þá tekinn rúm- lega helmingur af öllum tökum. Er búið að klippa það efni og ganga frá þvi. Að sögn Reynis fóru tökurnar i fyrra fram víðs vegar f Reykjavík en f sumar verða aðallega útitökur og verður þá m.a. myndað í Borgarfirði, Þjórsárdal og við Heklu. Aðalhlutverk eru f höndum Steindórs Hjörleifssonar, Guð- rúnar Ásmundsdóttur og 17 ára stúlku, Þóru Sigurþórsdóttur. Sagði Reynir að Þóra væri hreinn náttúrutalent og hefði komið stórkostlega á óvart með leik sínum. Auk þess koma 10 aðrir leikarar fram í myndinni og eru það leikarar hjá Þjóð- leikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur. Reynir er mynda- tökumaður og hann er einnig höfundur handrits. Reynir sagði að kostnaður við myndina yrði margar milljónir og styrkur Menningarsjóðs hrykki þvf hvergi nærri til. Aftur á móti kvaðst hann meta mjög þessa styrkveitingu og hún væri vottur um jákvætt hugarfar til kvikmyndagerðar- innar. Hann sagðist sjálfur fjár- magna gerð myndarinnar og væri sér mikil hjálp í þvf að leikarar og aðrir, sem að mynd- inni vinna, tækju ekki laun fyrr en myndin byrjaði að skila arði. Sem fyrr segir verður myndin frumsýnd í Reykjavik, en Reynir sagði að ýmsir erlendir aðilar hefðu sýnt áhuga á því að fá myndina til sýninga. Kópavogi, Hrólfur Sigurðsson, listmálari, Fögrubrekku 13, Kópavogi, Jón Stefánsson, söngstjóri, Langholtsvegi 165, Rvfk, Katrín Árnadóttir, fiðlu- leikari, Hörgshlið 10, Rvík, Máni Sigurjónsson, organ- leikari, Hraunteig 10, Rvík, Níels Hafstein, myndlistar- maður, Grenimel 27, Rvfk og Þórunn Elfa Magnúsdóttir, rit- höfundur, Hátúni 10A, Rvik. Styrkir til vísinda- og fræði- manna 1976 40.000 hver: Árni Óla, Kleppsv. 36, R, Asgeir Ásgeirsson, Kirkustræti 2, R, Benedikt Gfslason frá Hofteigi, Sigtúni 31, R, Benjamín Kristjánsson, Glaðheimum 18, R, Bergsveinn Skúlason, Stór- holti 20, R, Einar H. Einarsson, Skammadalshóli, V-Skaft. Einar Guðmundsson, Vfðimel 21, R, Einar Sigurfinnsson, Heiðmörk 65 B, Hveragerði, Flosi Þ. Björnsson, Kvískerj- um, A-Skaft. Guðbrandur Magnússon, Hlfðarvegi 3C, Siglufirði, Jóhann Hjaltason, Kleppsvegi 54, R, Jóhann Sveinsson frá Flögu, Smiðju- stíg 12, R, Jón Gislason, Ljós- tSLENZKA tónverkamiðstöðin fékk hálfa milljón króna 1 styrk frá Menningarsjóði til að gefa út hljómplötu með flautu- konsert Atla Heimis Sveins- sonar tónskálds, en verk þetta aflaði höfundinum tónlistar- verðlauna Norðurlandaráðs f vetur. Af þessu tilefni ræddi Morgunblaðið stuttlega í gær við Þorkel Sigurbjörnsson hjá Tónverkamiðstöðinni. Hann sagði að sjálfsagt hefði þótt að stuðla að því að þetta verk Atla Heimis yrði tiltækt almenningi á hljómplötu. Hefði þvi Tón- verkamiðstöðin sótt um styrk til útgáfunnar og væri nú komið jákvætt svar við þeirri beiðni. Nú þegar jákvætt svar væri fengið yrði upptaka undirbúin. Sagði Þorkell að um það mál þyrfti að hafa samvinnu við Ríkisútvarpið og Sinfóníu- hljómsveit Islands. Kvaðst Þor- kell vona að hægt yrði að taka plötuna upp í vor og að hún kæmist á markað f sumar eða haust. Flautukonsertinn er ein- leiksverk, og mun Tónverka- miðstöðin hafa í hyggju að fá Róbert Aitken flautuleikara til að leika einleik á plötunni, en hann frumflutti verkið á sinum tíma. Flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar tekur um 20 mín- útur í flutningi. Verður verkið því á annarri hlið plötunnar. Ekki er ákveðið hvaða verk verða á hinni hliðinni, en Þor- kell taldi líklegt að það yrðu einhver önnur verk eftir Atla Heimi. Skrifstofa verðlagsstjóra hef- ur f fyrsta sinn gert saman- burðarathugun á vöruverði ým- issa verzlana f Revkjavfk, og samkvæmt upplýsingum Ge- orgs Úlafssonar, verðlagsstjóra, skera stórmarkaðirnir sig úr með lágt vöruverð. Georg kvað áætlað að gera slfkar athuganir til birtingar nokkuð reglulega, eða á nokkurra vikna fresti. Nú getur slfk verðathugun ekki verið algjörlega einhlft, þvf margt kemur til, m.a. hvenær varan var keypt inn og f eftir- farandi athugun var t.d. ein verzlunin, Vfðir f Austurstræti, með mikið af nýinnkeyptum vörum. Þá kvað verðlagsstjóri ákveðið að fram færu svipaðar athuganir á vöruverði úti á landsbvggðinni, en verðlags- stjóri kvað þróunina hafa stefnt f þessa átt, því allt væri þetta opinbert verð á varningi f verzlunum. Mismunandi álagn- ing revndist á þeim 15 vöruteg- undum sem kannaðar voru f 12 verzlunum, en engin var með of háa álagningu þótt sumar væru með verð f hámarki. 1 fréttatilkynningu frá verð- lagsstjóra um þessa könnun segir: Dagana 7. og 8. apríl s.l. kann- aði Verðlagsskrifstofan vöru- verð í matvöruverzlunum á Reykjavíkursvæðinu. Markmið með slfkri könnun er að örva verðskyn neytenda, en glöggt verðskyn er undir- staða virkrar samkeppni. Ætlunin er að slíkar kannan- ir fari fram reglulega og að þær nái til sem flestra vöruflokka. Könnunin náði til 29 vöruteg- unda í 29 matvöruverzlunum en meðfylgjandi úrdráttur, sem sýnir verðlag á 15 vörutegund- um í 12 matvöruverzlunum, gefur góða mynd af könnun- inni. Taka verður niðurstöður með nokkrum fyrirvara, þar sem um er að ræða litið úrtak vöruteg- unda úr tiltölulega fáum verzl- unum. Áberandi er þó, sem ef til vill kemur ekki á óvart, hversu mjög stórmarkaðir skera sig úr með lágt vöruverð. Eins og greinilega kemur fram f könnuninni er vöruverð mismunandi og geta til þess legið ýmsar ástæður. Þessar eru helztar: Innkaup eru gerð á ýmsum tímum og f mismunandi magni. Veltuhraðí er breytilegur og eru verzlanir því með misgam- Framhald á bls. 18 Stórmarkaðirnir með lægst vöruverð Verðlagsstjóri með víðtæka vöruverðskönnun 7. or 8 apríl 1976. Hagkaup Skeilan 15 kr. Vöru- Kaup- markaö- garÖ- urinn ur Kron BreiÖ- holti Haga- búðin Hj.h. Garða- kjor Arbœ Víðir Austur- str. S. S. Austun ver i Aða 1- str. búðtn Holts- kjör Kjor- búð Vest- urb. Straurnes Brei ðho.lti Jacobs Tekex 200 gr. 85 _ _ 86 _ 93 98 107 95 99 93 100 Cheerios 7 oz 155 151 156 152 148 163 170 164 164 166 163 164 C-ll 650 gr. 157 156 165 164 162 174 174 174 174 174 _ 174 Lux handsapa 90 gr. 52 50 53 54 53 57 59 57 57 57 57 57 Nescalc Luxus 100 gr. 510 479 517 465 497 544 536 536 536 533 532 Tropieann 0.94 ltr. 154 147 155 150 163 163 163 150 163 163 163 163 Pilsburys Best 5.1bs. 256 240 _ 252 254 285 309 305 306 276 270 272 Hershejé kokomalt 2 lbs. 490 468 498 475 485 506 524 524 524 515 _ 524 Stra'sykur 1 kg. 135 135 146 150 150 158 168 168 169 168 168 169 Rova1 Ger 1 lbs. 235 232 238 234 240 259 259 256 259 259 259 259 Libbv 's Tómatsósa 340 gr . 145 146 146 146 _ 168 177 _ 175 163 163 1 kii 450 450 465 480 480 480 420 450 500 485 480 < 30 Grænar baunir ORA 1/1 163 148 146.159 152 153 170 •170 170 165 170 170 170 Aurora matarolía l/2kg. 235 232 - 234 225 259 250 250 250 250 250 250 Campell sveppasúpa - - 96 100 101 112 110 - 108 - 115 _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.