Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976
Minning:
Vagn Egill Jónsson
hœstaréttarlögmaður
Fæddur 5. júlf 1914
Dáinn 5. aprfl 1976
• .f á infnnni a*\
úslvim.n. f*«.*
IíihVím !l : .;!•.»< ■ ,.*iri*l l*Ú f*it»í“
4»*vm<l!r »*r»» l»»-»r h »á imr
\f» r f»«*fa J-é. * kal I
þar st*ii» h<*l « i uranri i má.
II. Hálfdánai son.
Mér brá mjög er ég frétti hið
óvænta andlát míns elskulega og
góða vinar, Vagns E. Jönssonar
hæstaréttarlögmanns, sem
andaðist fyrir aldur fram þann 5.
april s.l., aðeins 61 árs. Við höfð-
um þekkzt í nærri 50 ár og verið
einlægir trúnaðarvinir síðan.
Ekki fer hjá þvi, að slik vinátta
marki djúp spor í vort jarðneska
lif, og svo var sannarlega í þessu
tilviki, en þegar ég hugsaði til
eftirlifandi ástvina Vagns fannst
mér að formálsorð þessarar
minningargreinar veittu hæði
þeim og mér þá huggun sem trú
min og von hyggðu á.
Vagn var einn af traustustu og
beztu lögmönnum landsíns, heil-
steyptur, grandvar og gjóðgjarn
og vildi hvers manns vanda leysa.
Prúðmennska var honum í hlóð
borin. Athugull var hann og
atorkusamur og var hverju því
máli vel borgið, er hann tók að
sér. Er því mikið skarð fyrir
skildi viö fráfall hans. Þeim sem
bezt þekktu til, komu ekki áóvart
mannkostir Vagns. Foreldrar
hans voru mannkostafólk og
heimili þeirra var mikið
menningarheimili. Listir voru þar
í hávegum hafðar, bæði klassísk
tónlist og gnægð bóka var þar til,
bæði innlendra og erlendra.
Nærri má geta, hvort þetta hefur
ekki verið gott veganesti ungum
og fróðleiksfúsum manni, eins og
Vagn var.
Foreldrar Vagns voru Magnús
Jónsson, fluggáfaður mennta-
maður, sem hafði lokið bæði lög-
fræðiprófi og verkfræðiprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla. Þar
hafði hann gegnt fjölmörgum
embættisstörfum, verið ritari
dönsku sambandslaganefndarinn-
ar 1918, og hér heima m.a. verið
fjármálaráðherra í ráðuneyti
Sigurðar Eggertz og prófessor i
lögum við Háskóla íslands. Kona
Magnúsar var dönsk, Harriet
Edith Isabel að nafni, dóttir
Gottlieb Heinrich L. Bonnesen
stórkaupmanns í Kaupmanna-
höfn, en Bonnesensættin er þar
vel þekkt og virt.
Foreldrar Magnúsar voru Jón
bóndi á Ulfljötsvatni í Grafningi,
Þórðarson, einnig bónda þar
Gislasonar. Kona Jóns bónda á
Ulfljótsvatni, föður Magnúsar,
var Þórunn Magnúsdóttir, prests í
Meðallandsþingum, Jónssonar
Nordahls prests i Hvammi i
Norðurárdal og má rekja þá ætt
til margra merkustu manna i sögu
þjöðarinnar.
Bróðir Vagns var Ulf Jónsson,
lögfræðingur að mennt, dáinn ár-
ið 1974, giftur Vilborgu kennara
Kolbeinsdóttur.
Vagn Egill Jónsson var fæddur
5. júli 1914 í Kaupmannahöfn, og
þar dvaldi hann fyrstu bernskuár
sín unz hann fluttist með foreldr-
um sínum til íslands á 7. ári.
Vagn var fljótur að venjast
íslenzkum aðstæðum og var strax
og hann hafði aldur til settur til
mennta. Vorið 1928 tók hann inn-
tökupróf i Menntaskólann i
Reykjavik og stöðst það með ágæt-
um, það ár var fyrst takmarkaður
fjöldi nemenda í 1. bekk. Svo vildi
til, að ég þreytti þá einnig mína
inntökuprófraun i skólann og
hófust frá þeirri stundu fyrstu
kynni min og síðan vinátta milli
okkar Vagns og við urðum sessu-
nautar þessi skólaár. 1 raun og
veru var engin tilviljun, að ég
skyldi hænast að Vagni öðrum
fremur. Hann var hæglátur,
prúður, glaðlegur og reglusamur
ungur maður, og mönnum leið
ósjálfrátt vel í návist hans. Skóla-
systkini okkar sem við höfðum
dagleg samskipti við á þessum
árum voru góðir félagar, og við
útskrifuðumst öll sem stúdentar
20. júní 1934. Af þessum fámenna
hóp sem taldi aðeins 37 nemendur
eru nú 12 látnir er þessi orð eru
rituð.
Eins og að líkum lætur vorum
við Vagn tíðir gestir á heimili
hvors annars. A heimili foreldra
hans var stórt píanó, sem móðir
hans átti, en hún var mikill list-
unnandi enda brautskráð úr tón-
listarháskólanum í Kaupmanna-
höfn og lék stundum á þetta
hljóðfæri fyrir okkur strákana af
mikilli innlifun. Faðir Vagns
hafði lfka mikið dálæti á búskap
og átti um hrið fæðingarjörð sína,
t
Eiginkona min,
GUÐRUN JÓNSDÓTTIR.
Glaðheimum 8,
andaðist í Landspitalanum 12 þ.m
Guðbrandur Jónasson.
t
Inrulegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður
okkar.
SOFFÍU ELÍASDÓTTUR,
Auðbrekku 29.
Haukur Vigfússon,
Sigurður Vigfússon.
t
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu oq langömmu
SIGRÍÐAR JÚLÍUSDÓTTUR,
Ásvallagötu 63.
Inga S. Gestsdóttir, Jón G.S. Jónsson,
Rósa Gestsdóttir, Jónas Halldórsson,
Guðný Gestsdóttir, Bjarni Gislason,
Róbert Gestsson, Ingveldur Einarsdóttir,
Júlíus Gestsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Sigriður S. Júliusdóttir,
börn og bamabörn.
Ulfljótsvatn í Grafningi. Þetta
býli var með afbrigðum fagurt við
enda Ulfljótsvatns, og á ég þaðan
ásamt Vagni fjölmargar ógleym-
anlegar ánægjustundir.
En lífið er ekki alltaf leikur
sem léttur sumarþeyr. Magnús
faðir Vagns lézt um veturinn 1934
aðeins 56 ára að aldri, um það
leyti sem við Vagn innrituðumst
til náms í Lagadeild Háskóla
Islands. Vagn unni föður sínum
og mat að verðleikum og því var
þetta honum mikil reynsla. En
áfram var haldið. Móðir Vagns
hélt heimili fyrir son sinn fyrst í
stað, en bjó síðan tugi ára á
heimili Vagns eftir að hann hóf
búskap og andaðist hún árið 1968,
88 ára gömul.
Vagn kvæntist þann 10. október
1937 eftirlifandi konu sinni Lauf-
eyju Hólm Sigurðgarðsdóttur,
kennara Sturlusonar, en móðir
Laufeyjar var merkiskonan
Viktoria kaupkona Bjarnadóttir
fra Eysteinseyri í Tálknafirði.
Viktoria var þekkt hér í Reykja-
vík fyrir margvísleg félagsmála-
störf. Laufey og Vagn stofnuðu
heimili hér í Reykjavík og hafa
búið þar jafnan síðan.
Það var Vagni mikið lán að
eignast þegar á unga aldri svo
heilsteypta og trausta konu sem
Laufey var honum alla tíð. Einnig
var hún ómetanleg stoð aldraðri
móður hans. Heimili Vagns og
Laufeyjar var fagurt og snyrtilegt
og bar ætíð vott myndarskapar í
þess orðs beztu merkingu. Laufey
er glæsileg kona i sjón og raun og
hún helgaói heimilinu alla
krafta sína. Hún er listhneigð
og saumar og málar jöfnum hönd-
um. Veggi og innanstokksmuni
prýddu hannyrðir húsmóður-
innar, og gamlir ættargripir
sómdu sér vel innán um nýtízku-
legt umhverfi og sameinuðu hið
forna og nýja á fagran hátt.
Öll námsárin i Háskólanum
lásum við Vagn saman unz lög-
fræðiprófi okkar lauk sama dag
þann 27. maí 1939. Einstaklega
gott var að vinna með Vagni. Við
vorum báðir giftir síðustu skólaár
okkar i Háskólanum og helguðum
náminu og heimilinu krafta
okkar. Við skipulögðum öll okkar
daglegu vinnubrögð, deildum
aldrei, en skiptumst oft á skoðun-
um og ræddum viðfangsefnin
hverju sinni. Með þessu móti
fannst okkur við ná beztum
árangri á skemmstum tíma. Vagn
var með afbrigðum hláturmildur,
hnyttinn og skemmtilegur í við-
ræðum. Og þrátt fyrir alvöruna
sem undir bjó, hafði hann yndi af
að finna hinar gamansömu hliðar
á hverju máli. Hann gat gleymt
sér yfir fagurri tónlist og góðum
kveðskap og söng. V'ö áttum því
vel saman, enda eru þessi glöðu,
löngu liðnu háskólaár einhver dá-
samlegustu ár ævi minnar. Börn
þeirra Vagns og Laufeyjar eru
tvö:
Esther Britta, kennari á Akur-
eyri, gift Braga Skarphéðinssyni,
og Atli, lögfræðingur, kona hans
er Kristbjörg Hjaltadóttir kenn-
ari, þau eru búsett í Reykjavík.
Vagn var einstaklega góður og
hjálpsamur börnum sínum og öðr-
um ástvinum. Hann hafði tiðum
holl ráð að gefa og því þótti mörg-
um gott til hans að leita i vanda
sinum. Lögmannsstarfinu fylgir
löngum erill og álag. Góður lög-
maður verður því að hafa til að
bera festu, skilning og stillingu.
Málefni lífsins eru viðkvæm og
geta ekki flokkazt undir eitt. Líta
verður á hvert mál frá öllum hlið-
um og mynda sér síðan skoðun
byggða á heiðarleik og dreng-
lyndi. Þótt örlögin höguðu því svo
að við Vagn höfum ekki unnið
saman að lögfræðistörfum frá lög-
fræðiprófi, heldur hver í sínu
lagi, veit ég, að hann vann eftir
þessum reglum og hlaut af því
almennt lof. Sama árið og hann
varð lögfræðingur gerðist hann
fulltrúi hjá Garðari Þorsteinssyni
og tók við málflutningsstörfum að
Garðari látnum og hefur fengizt
við það síðan. Héraðsdómslögmað-
ur varð hann 1941 og hæstaréttar-
lögmaður 12. sept. 1963.
Vagn var sviphreinn maður og
hjartahlýr, virðulegur í fram-
Minning:
Margrét Jóhannes-
dóttir frá Skagaströnd
Fædd 13. júní 1910
Dáin 25. janúar 1976
Margrét Jóhannesdóttir frá
Skagaströnd er horfin frá okkur,
sem enn lifum hér á jörðinni og
ég sakna hennar sem góðrar og
tryggrar vinkonu.
Ég kynntist henni fyrst á
Heilsuhæli Náttúrulækninga-
félagsins i Hveragerði, árið 1958
og tókst með okkur góð vinátta og
órjúfanleg. Við áttum ýms hin
sömu áhugamál. Við ræddum oft
um lífið og tilveruna og við hug-
leiddum saman hin ýmsu merki-
legu og torræðu atvik, sem oft
t
Hjartans þakkir fyrir hjálp og
auðsýnda samúð við fráfall og
útför,
BENEDIKTS FINNSSONAR,
Háafelli,
Miðdölum.
Guð blessi ykkur öll.
Málfrlður Benediktsdóttir,
Anna Finnsdóttir,
Finnur Þór Haraldsson.
Sigurður Ágúst Haraldsson,
Rósa Hrönn Haraldsdóttir.
gerast í lífi okkar mannanna og
sem einnig við höfum stundum
sjálfar fengið að r.eyna. Báðar
vorum við næmar fyrir utanað-
komandi áhrifum og þótti okkur
gaman að geta sagt hvor annarri
frá dulrænni reynslu, sem hvor
okkar hafði lifað.
Báðar áttum við síðan heima í
Kópavogi og hittumst oft. Voru
mér þá ávallt gleðistundir að hitta
hana. Alltaf var hún glöð i bragði
og ánægð, þrátt fyrir langvarandi
vanheilsu og þjáningar, sem hún
varð að þola um mörg og löng ár.
Alltaf streymdi frá henni hlýja og
kærleikur, sem yljaði mér um
hjartarætur í hvert sinn sem mér
gafst tækifæri til að hitta hana.
Margrét var gift norskum
manni, sem hét Ole Omundsen.
Var hann ljúfmenni hið mesta og
drengur góður, skemmtilegur í
tali og kunni frá mörgu að segja,
ma. frá sjóferðum sínum á segl-
skipum til fjarlægra landa á yngri
árum sínum. Þau Margrét áttu
lengi heima á Skagaströnd (frá
1930), en fluttust síðan suður í
Kópavog fyrir allmörgum árum
(1968X Voru þau hjón mjög sam-
hent og gestrisin svo sem best má
verða. Ole andaðist 19. október
1975, en Margrét þann 25. janúar
1976 eftir fremur stutta vist á
sjúkrahúsi. Varð því skammt
á milli þeirra.
Margrét var trúuð kona og efaði
ekki, að framlíf tæki við að loknu
göngu, aðalsmerki góðs drengs
bar hann með sér. Hann var fé-
lagslyndur maður, en laus við að
láta bera á sér eða trana sér fram.
En mannkostir hans fóru ekki
fram hjá öðrum. Hann unni
mannúðarmálum og var vel met-
inn og virtur félagi f mannúðar-
samtökum Islandsdeildar
Amnesty International.
Málflutningsstörf hans og fast-
eignasöluþjónusta fóru ört vax-
andi með árunum og gáfu honum
lítinn frítíma til hvíldar. Vafa-
laust hefur þetta flýtt fyrir and-
láti hans, sem engu að siður kom
öllum á óvart. Hann hafði ráðgert
för til útlanda í maí sér til hvíldar
með konu sinni, en nú hefur hann
lagt upp í ennþá lengri för að
þessu sinni einn. I þá hinztu för
er Vagn vel búinn. Að afloknu
löngu og áhrifariku lífsstor‘ i sé
ée hann fyrir mér ganga umvaf-
inn kærltúka guðs og láhnna ást-
vina, á leið inn í ljósið eilifa.
Sorgin og missirinn eru sárust hjá
konu hans, börnum, barnabörn-
um og öðrum ástvinum og þeim
öllum votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Sjálfur þakka ég mínum kæra
vini, Vagni, einstaklega gott sam-
starf og lífstíðarvináttu, sem
aldrei gleymist.
Blessuð sé minning hans.
Þorsteinn Sveinsson.
Vagn E. Jónsson, hæstaréttar-
lögmaður, Laugarteigi 24 hér I
borg lést 5. þ.m. og kom fregnin
öllum á óvart, er kunnugir voru.
Hann hafði verið í fullu starfi, en
veiktist snögglega um miðnættið
og var þá fluttur f sjúkrahús, en
var látinn áður en birti af degi.
Með Vagni er fallinn frá mætur
maður og mjög hæfur og traustur
lögfræðingur, sem rak um langt
skeið eina virtustu lögmanns-
skrifstofu og fasteignasölu borg-
arinnar. Vagn fellur þannig frá
svo að segja í önn dagsins og
öllum að óvörum og er þetta sorg-
arsaga, sem við heyrum stöðugt
oftar nú á síðari árum.
Þótt við Vagn værum útskrifað-
ir sama ár úr MR., þ.e. 1934,
kynntumst við ekkert fyrr en vet-
urinn eítir í lagadeild H.I., þar
sem ég hafði ekki sótt skólann,
nema til að taka þar próf tvö vor.
t lagadeildina innritaðist all-
margt manna þetta haust, bæði að
norðan og sunnan og luku flestir
námi og hafa ýmsir þeirra komið
við sögu og sumir valist til æðstu
þessu lffi hér á jörð. Veit ég líka,
að hún hefur orðið frelsinu fegin,
að hverfa úr þessum lfkama sem
svo lengi hafði þjáðst.
Dauðinn kemur ávallt sem
líknandi vinur til þeirra, sem
hafa þjáðst og þolað erfiðleika
þessa lffs. Og við sem eftir lifum
ætium ávallt að minnast þess, að
síðar mun fundum aftur bera
saman. Þvi fyrir okkur öllum
liggur að fara þessa sömu leið.
Ég sakna kærrar vinkonu og
allra ánægjulegu samverustund-
anna, sem ég átti með henni. En
jafnframt samgleðst ég henni yfir
hinum góðu umskiptum, sem nú
eru orðin í lífi hennar, því
„engill daudans laut þér
og leysti þig úr böndum,
og leiddi þfna sál
inn í drottins helgidóm“.
(Davfð Stefánsson).
Ég þakka allar ánægju-
stundirnar, sem við áttum saman.
Ég mun ávallt minnast þeirra
með einlægri gleði.
Hittumst heilar síðar.
A.T.