Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1976 17
Merkir listviðburðir
Hans Richter: Menningarstofnun Bandaríkjanna
Textilgruppen: Norræna húsið
UM ÞESSAR mundir standa yf-
ir tvær stórsýningar, sem eng-
inn sá er venur komur sínar á
listsýningar má láta fram hjá
sér fara.
Hin fyrri þeirra er sýning á
verkum eins af frumkvöölum
Dada-hreyfingarinnar, Hans
Richters er lézt 1. febrúar sl. 87
ára að aldri, og mun þetta í
fyrsta skipti sem verk hans eru
sýnd á Norðurlöndum og hafa
jafnvel sum verkanna á sýning-
unni aldrei verið sýnd áður.
Þótt sýningin sé ekki viða-
mikír og verkin ekki nema 19 að
töiu er hér um stórmerkan list-
viðburð að ræða því að hér eru
sýnd vinnubrögð, sem um
margt mörkuðu þáttaskil um
framvindu myndlista á öldinni
þótt að fleiri legðu hönd á plóg-
inn. Þá ber sérstaklega að
benda á að einnig eru til sýnis á
sýningunni (en því miður und-
ir glerskáp), bækur sem Richt-
er skrifaði, átti þátt að, eða
hannaði fyrir aðra, og var hér
einnig um byltingu að ræða í
útlitshönnun bóka, sem bóka-
markaðurinn nýtur ríkulega
enn þann dag í dag og hefur um
fátt framast. Framúrstefnu-
listamenn dagsins eru enn í dag
að keppast við að vinna á þeim
grunni, sem hér má lita í upp-
runa sínum, og það gefur auga
leið um mikilvægi þessarar list-
hreyfingar hvað allar tegundir
lista áhrærir.
Myndir Richters eru ein-
staklega vel unnar, litir
hljómþýðir og djúpir, áferð ein-
föld og yfirveguð, og fátt um
endurtekningar. Slíkar myndir
láta ekki mikið yfir sér, en
verða að hreinum perlum er
fram líður og auðga skoðand-
ann sífellt með sinni hljóðlátu
og tæru fegurð.
Richter hafði einnig, likt og
fleiri Dadaistar, orðið fyrir
áhrifum af fútúristunum og til-
raunum þeirra með optíska
hreyfingu á myndfletinum, og
hann gerir tilraunir með hljóm-
ræna hreyfingarstígandi og fær
ásamt svianum Viking Egger-
ling fyrstu hugmyndir að fyrstu
abstraktkvikmyndum.
Myndllst
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
Hér skal getið, að tvær af
kvikmyndum hans verða sýnd-
ar meðan á sýningunni stendur,
m.a. hin annálaða súrrealist-
íska mynd, sem hann gerði í
New York árið 1944 í samvinnu
við þá Max Ernst, Marchel
Duchamp, Man Ray, Fernand
Léger og Alexander Calder, og
með hljómlist eftir Darius Mil-
haud, John Gage og David Dia-
mond. Myndin nefnist á frum-
málinu „Dreams That Money
Can Buy“. Því miður gat ég
ekki vegna forfalla séð þessar
myndir og fæ þvi ekki lýst
þeim, en óhætt mun að hvetja
sem flesta til að sjá þær og auka
þar með skilning sinn á eðli
kvikmyndalistarinnar.
Það er von mín, að sýningin
verði framlengd, og að kvik-
myndirnar verði endursýndar,
þvi að hér er um slíkan listvið-
burð að ræða sem sjaldan rekur
á fjörur okkar Islendinga.
Þess skal get, að Frank Ponzi
listfræðingur sem búsettur er
hérlendis, svo sem mörgum
mun kunnugt, og giftur er Guð-
rúnu Tómasdóttur söngkonu,
mun eiga mikinn þátt í því, að
af sýningu þessari varð, og
hann á sjálfur ýmsar þeirra
mynda sem til sýnis eru. Ber
honum miklar þakkir fyrir, og
um leið vil ég benda á, að innan
skamms mun birtast grein eftir
hann I Lesbók, þar sem hann
mun fjalla um þennan lista-
mann og góðvin sinn. Eini gall-
in á sýningunni er sá, að sýn-
ingarskrá er á ensku, svo sem
verið hefur á fyrri sýningum,
og vil ég hvetja upplýsinga-
þjónustuna til að rita skrárnar
á íslenzku I framtíðinni, og
mætti þá enski textinn gjarnan
fylgja með. Myndi það gera
hina merku listviðburði, sem
upplýsingaþjónustan stendur
að og væntanlega mun halda
áfram að bjóða upp á, til muna
merkari en ella með því að boð-
skapurinn næði þá til fleiri.
Sýningin Textilgruppen frá
Stokkhólmi í sýningarsölum
Norræna hússins er öllu stærri
I sniðum en Richtersýningin og
gjörólik henni. Þó er dálítið
skemmtilegt að bera þær aðeins
saman, með þvi að Richter er
hugmyndasmiður innan frum-
myndlistar, en hönnuðir eru
aftur á móti þiggjendurnir, sem
forma hinar gefnu hugmyndir I
margvisleg efni og með marg-
vislegri tækni til að notast við I
auglýsingaiðnaðinum, leik-
myndagerðinni, byggingarlist-
inni o.s.frv.
Þó geta slikir (hönnuðir,
húsagerðalistamenn) í sumum
tilvikum einnig verið gildir
hugmyndasmiðir, en flestir
byggja þó á þeim grunni er
hugmyndasmiðir hreinmynd-
listarinnar hafa uppgötvað i rás
tímans. Myndlistarmenn hafa
oftlega verið fengnir til að
vinna fyrir iðnfyrirtæki, og svo
er enn, þótt nú hafi ný stétt
komið fram er hlýtur menntun
sina á listaskólum, — stétt sér-
hæfðra listhönnuða hinna
margvíslegustu listgreina.
Þegar fólk I dag sér nýmyndlist
segir það e.t.v. að það minni á
gluggatjöld, dúka, eða ein-
hverja tegund veggfóðurs, en
það er einmitt andhverfan, sem
hver og einn getur sannfærst
um með athugun á þróun sjón-
lista.
— Þetta innskot er á engan
hátt sett fram til að rýra hlut
hönnuða né gera minna úr
sýningu vefnaðarhönnuðanna í
Norræna húsinu, heldur er það
nauðsynlegt innlegg til réttrar
viðmiðunar, og ég vil hér enn
einu sinni benda á, að alls
staðar eru gerð greinileg skil á
listiðnaði og hreinni myndlist,
samanber hin mörgu list-
iðnaðarsöfn um heim allan.
Það er sannarlega ferskur og
óvenjulegur blær yfir sölum
Norræna hússins þessa dagana
og jafnframt skemmtileg til-
breyting frá undangengnum
málverkasýningum. Salirnir
Hvorki hönd né fótur.
eru bókstaflega talað samfellt
litskrúð fjölbreytilegra dúka og
vefja.
Sýningin er þó mjög misjöfn,
margt flokkast hreinlega
skreytilist, er frekar veggfóður,
sem selst i metratali en listræn
tjáning. Svo eru aðrar myndir,
sem blómstra I margvíslegri
tjáningarríkri áferð efnisins
ásamt tilfinningu fyrir list-
rænni hrynjandi (Kajsa af
Pettersen), auðugu táknmáli
strúktúrs, áferðar og efnis svo
sem ástarparið í mynd Ullu
Grytt, („Pá vára axlar“), eða
austurlenzk dulúð í lit svo sem
hjá Karin Kronvall („Djonk i
landskab,,). Hér svífa líka ernir
um sviðið (Margareta Röstin),
hlébarðar skjótast fram (Tania
Alyhr) fólk hreiðrar um sig
undir vatnssæng í baðkeri
(Petra Westermark). Ennfrem-
ur vil ég nefna myndir svo sem
„Flickan som drak vin“
(Kristina Laurent) og „Min
skugga" (Ulla Lundgren).
Fleiri nöfn mætti gjarnan
telja upp, en mikilvægast er þó
að benda á hve vefjarlist af öllu
tagi er hentug til að lyfta upp
tómlegu umhverfi, svo sem best
kemur fram í ágætum list-
skyggnum, þar sem tæknin er
einnig kynnt, sem ég eindregið
bendi sýningargestum á að
skoða vel, og gefa sér til þess
góðan tima.
Þessi sýning færir einnig
áþreifanlega heim sanninn um
mikilvægi samtakamáttar, að
hver og einn bauki ekki i sinu
horni, heldur vinni menn í
hæfilega afmörkuðum hópum,
setji sameiginlega upp verk-
stæði og vinni hlið við hlið að
lausn hinna ýmsu vandamála,
kryfji þau vandlega og stilli
síðan út til sýnis almenningi.
Þessi aðflutta sýning er vissu-
lega mikill aufúsugestur hér,
og lærdómsrík fyrir hinar
mörgu konur er lagt hafa út á
þessa braut á undanförnum ár-
um, jafnframt því sem hún
mætti auka skilning á hugtak-
inu „Textil" meðal almennings.