Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1976 5 Kristján Pétursson, deildarstjóri: Osannindi og rógskrif Tímans Kökusala FEF á skírdag FÉLAG einstæðra foreldra heldur kökusölu og basar að Hallveigarstöðum á morgun, skírdag, frá klukkan 2 e.h. Verður þar á boðstólum mikið úrval af kökum, sem félags- menn hafa bakað. Það nýmæli var í sambandi við kökusöiu þessa að nokkrar félagskonur tóku sig saman og bökuðu í hópvinnu um sl. helgi mikið af kökum sem þarna verður síðan selt. Þá verða á basarnum ýms- ir nýstárlegir munir til gjafa, svo sem tuskubrúður, hross og fílar, hekluð teppi, galdrakerl- ingar, prjónaðar hyrnur og ótal margt fleira af varningi sem félagar hafa unnið og gefið. Allur ágóði rennur í Húsbygg- ingarsjóð Félags einstæðra for- eldra. Athugasemd: Ibúðir Einhamars og Verkamannabústaða Þann 9. apríl s.l. birti dagblaðið Tíminn grein, sem bar heitið Starfssvið Kristjáns Péturssonar, deildarstj. Þessi grein, eins og hinar fyrri, sem Timinn hefur birt varðandi mig eru allar sama merki brenndar; staðreyndir og málefnaleg afstaða eru sniðgeng- in, en órökstuddar fullyrðingar og ósannindi látin sitja í fyrirrúmi. Oftast verður niðurstaðan slík, þegar greinarhöfundar hafa lit'a sem enga grundvallarþekkingu á verkefni sínu eða eru undir áhrif- um aðila, sem telja siðgæðis- og réttarfarsleg sjónarmið auka- atriði. Það ætti því að vera kær- komið tækifæri fyrir hinn rétt- sýna dómsmálaráðherra, sem jafnframt er form. Framsóknar- flokksins, að taka þessa blaða- menn Timans í kennslustund, ef hann er ekki samþykkur slíkum skrifum. Dómsmálaráðherrann hefur sjálfur kvartað ákaft og hans fylgdarlið yfir rógskrifum í hans garð á undanförnum mán- uðum. Hefur málgagn hans farið hörðum orðum um þessi níðskrif og nefnt menn og jafnvel samtök, sem að þeim standi. Ég er sam- mála ráðherranum um það, að hvérs konar rógskrif eru víta- verður verknaður og getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. En hvers konar skrif lætur dómsmálaráðherra viðgang- ast í sínu eigin flokksblaði? I Tímanum hafa birzt margar greinar undanfarið varðandi störf min I þágu lögreglumála, sem eru vfsvitandi ósannindi og meiri- háttar óheiðarleiki hefur verið séreinkenni þessara skrifa. Hér hefur verið um illkvittnisleg róg- skrif að ræða, sem virðast gegna því eina markmiði að gera störf mín tortryggileg I augum þjóð- arinnar og jafnframt reynt að skaða persónulegt álit mitt. Þessi skrif hafa þó ekki valdið mér neinum óþægindum eða áhyggj- um hingað til, þar sem mér er ekki kunnugt um, að nokkur hafi lagt trúnað á þessi skrif, jafnvel ekki greinarhöfundar Timans. Þau öfl, sem knýja þessar greinar fram eiga eftir að koma fram I dagsljósið fyrr eða sfðar, niður- staðan verður mörgum fram- sóknarmönnum sár vonbrigði. Ég hef ekki í hyggju að láta neina undirskriftasöfnun fara fram I Skagafirði né annars staðar, mál- staðurinn er mér nægjanleg vörn. Hins vegar verður fróðl,egt fyrir lesendur Tímans að sjá hvers konar framhald verður á þessum rógskrifum blaðsins þ.e. hvort dómsmálaráðherra reynir að koma.I veg fyrir þau eða hvort gildismat hans á rógskrifum fer einungis eftir því hvort hann á sjálfur i hlut. Greinarhöfundur fjallar m.a. um starfssvið mitt og vísar til Myndlistarsýning á Akureyri Akureyri, 12. apríl. GÍSLI Guðmann opnar mynd- listarsýningu í hinum nýja sam- komusal Iðnskólans á Akureyri á miðvikudagskvöld kl. 20. Hann sýnir þar 30 til 40 myndir af ýmsu tagi, svo sem pastelmyndir, túss og kolteikningar, olíumálverk og höggmyndir. Sýningin verður opin í eina viku kl. 14 til 22 dag- lega. _ Sv.P. Steinþór sýnir á Egilsstöðum STEINÞÖR Eiríksson á Egilsstöð- um heldur málverkasýningu I barnaskólanum á Egilsstöðum dagana 15.—16. og 17. apríl, á vegum Menningarsamtaka Fljóts- dalshéraðs. Á sýningunni eru rúmlega 30 myndir, flest olíumál- verk og eru flest þeirra til sölu. Sýningin verður opin frá kl. 14—22 alla dagana. athugasemdar lögreglust. á Kefla- víkurflugvelli þar um. Veit grein- arhöfundur ekkert um starfssvið löggæzlumanna almennt og jafn- framt hvaða ábyrgð og skyldur þeim ber að viðhafa í starfi. Þetta verður blaðamaður Tímans að kynna sér rækilega áður en hann skrifar um slík málefni, ef hann ber einhverja virðingu fyrir sjálf- um sér og starfi sínu. Öll löggæzlustörf, sem ég hef unnið að utan lögsagnarumdæmis Keflavikurflugvallar, hafa verið framkvæmd í fullri samvinnu og með samþykki viðkomandi lög- regluyfirvalda og hefur sú sam- vinna verið ávallt með ágætum. Engin umkvörtun hefur borizt í öll þau ár, sem ég hefi starfað að löggæzlumálum, um að ég hafi óleyfilega rannsakað mál i öðrum umdæmum. Greinarhöfundur virðist algjör- lega lokaður fyrir því, að til sé nokkur lögleg leið, sem heimilar löggæzlumönnum að vinna að rannsóknum utan sinna lög- sagnarumdæma. Hefur hann aldrei heyrt um setudómara, sem rannsaka sakamál samkvæmt sér- stakri umboðsskrá. Oftast fá setu- dómarar í upphafi rannsóknar eða siðar heimild til að rannsaka mál í mörgum lögsagnarum- dæmum, enda sé sýnt eða sterkar likur á, að málið sé þess eðlis. I þeim tilvikum, sem ég hef rannsakað sakamál í öðrum lög- sagnarumdæmum, hefur það Framhald á bls. 18 EYJÖLFUR K. Sigurjónsson stjórnarformaður Verkamanna- bústaðanna f Revkjavfk hafði samband við Morgunblaðið ( gær vegna ummæla Gissurar Sigurðs- sonar forstjóra Einhamars, en f frétt f blaðinu s.I. sunnudag kvað Eyjólfur Gissur gefa upp mjög villandi upplýsingar um saman- burðarverð á nýjum fbúðum annars vegar hjá Einhamri og hins vegar hjá Verkamanna- bústöðunum. „Þar er borið saman verð,“ sagði Eyjólfur, „frá Einhamri í maí 1975 og verð hjá Verka- mannabústöðunum í apríl 1976, en verðið 1976 er bundið hjá okkur fram í október. Til samanburðar um verð sam- bærilegra íbúða, sem á sínum tíma voru byggðar á vegum Fram- kvæmdanefndar byggingaráætl- unar, þá var verð 4ra herbergja íbúða sem Reykjavíkurborg fékk i árslok 1974, 3,5 millj. kr„ miðað Njarðvík, 12. april. ÞAÐ hefur verið venja hér í barnaskóla Njarðvíkur að nemendur gefi kennurum sínum páskaegg rétt fyrir páskafríið. Nú á þessum páskum fá þeir engin súkkulaðiegg frá nemendunum því þeir báðu þá um að safna jafnvirði eggjanna og leggja það í söfnunarsjóð þroskaheftra barna. við 4,4 millj. kr. 1975 hjá Ein- hamri. Þriggja herbergja ibúðir fram- kvæmdanefndar, afhentar í maí 1975, kostuðu 3 millj. kr. 470 þús., en þriggja herbergja ibúðir hjá Einhamri 1975 kostuðu 3,8 millj. kr. Tveggja herbergja íbúðir Fram- kvæmdanefndar kostuðu i júlí ’75 2 millj. 830 þús. kr., en hjá Ein- hamri 3,3 millj. kr. Allur samanburður á verði íbúða er mjög erfiður i þjóðfélagi okkar þar sem dýrtíðaraukningin er eins mikil og raun ber vitni, og í fyrsta lagi þarf að gæta þess að bera saman íbúðir byggðar á sama tima. Við t.d. byrjuðum á grunn- um í Seljahverfi, alls 308, í apríl 1974, en á uppsteypu húsanna var ekki byrjað af fullum krafti fyrr en s.l. vor, ’75. Aðalþunginn á fjárfestingu okkar var seinnipart árs 1975 og eykst nú verulega á árinu 1976.“ I einum bekknum söfnuðust rúmar 12 þúsundir. Það mætti sennilega kaupa stórt egg fyrir þá upphæð. Þetta mál er dæmi um ábyrga afstöðu kennara og er að mínu mati einhver veglegasta páskalofgjörð, sem heýrast mun hér í Njarðvíkurprestakalli nú á þessum páskum. Hafi kennararn- ir og börnin þökk fyrir þetta. Páll Þórðarson. Sex listamenn sýna í Borgarspítalanum NÚ UM páskana gangast Félag fslenzkra myndlistarmanna og Starfsmannaráð Borgarspftal- ans fyrir myndlistarsýningu á Borgarspítalanum f Fossvogi. Á sýningunni eru grafík- myndir og oliumálverk eftir sex listamenn, þá Einar Þorláks- son, Hafstein Austmann, Jón Reykdal, Ólaf H. Gunnarsson, Snorra Svein Friðriksson og örn Þorsteinsson. Myndirnar, sem eru 34 að tölu, hanga í anddyri og skálum spítalans. Sýningin er sölu- sýning og mun hún standa fram i miðjan maí. Nokkrar sýningar á vegum ofangreindra aðila hafa verið haldnar í Borgar- spítalanum. Sömuleiðis f Grens- ásdeild spítalans. Starfsmanna- ráð Borgarspítalans vinnur nú að undirbúningi við stofnun iþróttafélags. Mun félagið fá til afnota innanhússleiksvæði Barnaheimilis spítalans. Meðal annarra verkefna Starfsmanna- ráðs má nefna hópferðir starfs- fólks til Grænlands eða Fær- eyja og útgáfu starfsmanna- blaðs (Spítalapóstsins). Starfs- mannaráð skipa: Örn Smári Arnaldsson læknir, formaður, Jóhannes Pálmason skrifstofu- stjóri, Kristín H. Pétursdóttir bókavörður, Kalla Malmqvist yfirsjúkraþjálfari, Ingibjörg Agnars sjúkraliði, Guðrún Bergsdóttir starfsstúlka og Sigurður Angantýsson, deildar- stjóri tæknideildar. Ein myndanna á sýningunni. Oplð tll kl ------- 81 kvðld I Sími frá skiptiborði 28155 LÆKJABGÖTU 2 - SiMI FRÁ SKIPTIBORDI 28155 Þroskaheft böm fengu peningana, sem áttu að fara í páskaeggjakaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.