Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1976
7
Grein Guðlaugs
Gíslasonar
Í Morgunblaðinu í gær
birtist grein eftir einn af
þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins, Guðlaug Gisla-
son, þar sem hann fjallar
um viðhorfin í landhelgis-
málinu í tilefni af skrifum
i Reykjavikurbréfi Morg-
unblaðsins hinn 4. apríl
siðastliðinn. Morgunblað-
inu er ánægja að eiga
skoðanaskipti við Guð-
laug Gislason og aðra þá
sem fjalla um landhelgis-
málið á málefnalegan
hátt.
i grein sinni víkur Guð-
laugur Gislason tvisvar
sinnum að þvi, sem hann
kallar „undansláttartón" i
umræddu Reykjavikur-
bréfi og „undanlátssemi i
islenzkum fjölmiðlum".
Að þessu tilefni er ástæða
til að benda á. að það eru
einmitt staðhæfingar og
brigzl um „undanláts-
semi", sem i raun og veru
hafa heft mjög umræður
um landhelgismálið hér
heima fyrir og er t.d. áber-
andi hvað umræðum um
landhelgismálið á opin-
berum vettvangi hér hefur
verið miklu þrengri stakk-
ur skorinn en t.d. i Bret-
landi. Ástæðan er einfald-
lega sú, að þeir sem hafa
ekki sannfæringu fyrir
þvi, að valdbeiting eða til-
raun til valdbeitingar sé
vænlegust til sigurs i
landhelgisstríðinu og láta
þá skoðun i Ijós eiga það
jafnan yfir höfði sér að
vera skakaðir um „undan
slátt" i þessu sjálfstæðis-
máli þjóðarinnar á vorum
dögum og þeir eru ekki
margir sem hafa áhuga á
að kalla yfir sig slíkan
áburð. Það færi betur á
því, að umræður um land-
helgismálið færu fram
með málefnalegum rökum
og án þess, að mönnum
sé brigzlað um „undan-
slátt" eða jafnvel landráð.
Þannig er það t.d. hafið
yfir allan efa. að höfundur
Reykjavikurbréfs Morgun-
blaðsins hefur jafnmikinn
áhuga á þvi og Guðlaug-
ur Gislason að tryggja full
yfirráð islendinga yfir 200
mílna fiskveiðilögsögu.
þótt skoðanir kunni að
vera skiptar um það,
hvemig ná eigi þvi marki.
Að hverju er
stefnt
Höfuðgagnrýni Guð-
laugs Gíslasonar á skrif
Reykjavikurbréfs felst þá í
hugleiðingum um Land-
helgisgæzluna, eflingu
hennar og störf og i þvi
sambandi segir þingmað-
urinn: „Það liggur fyrir,
að þrátt fyrir óumdeilan-
lega hæfni varðskips-
manna okkar geta Bretar
með fjölgun herskipa,
sem þeir eiga nóg af, tor-
veldað mjög störf Land-
helgisgæzlunnar, jafnvel
þótt við bætum við skip-
um af þeirri tegund, sem
við nú ráðum yfir. Það er
þvi eðlilegt, að sú spurn-
ing hafi vaknað, hvort
ekki sé unnt að bæta kost
gæzlunnar með nýrri teg-
und skipa og hefur þá
vaknað upp hugmyndin
um enn hraðskreiðari skip
en brezku freigáturnar og
hefur það mál verið kann-
að af stjórnvöldum eins
og kunnugt er. . . Vitað er
að Bretar geta ekki sent
skip sömu tegundar á ís-
landsmið þar sem skip af
þessari gerð verða að hafa
aðstöðu til að leita hafnar
þegar veður eru verst.
Skip, sem afbera verstu
veður, sem koma á ís-
landsmiðum, verða að
vera mun stærri en hrað-
bátarnir og því svifaseinni
í ollum snúningum. . ."
Hér er komið að kjarna
málsins. Þeirri spurningu
var varpað fram i
Reykjavíkurbréfi, hvort
nokkur láti sér til hugar
koma, að Bretar, sem eru
enn þriðja mesta flota-
veldi heims, eigi engin
svör við því, ef við beit-
um nýrri tegund hrað-
skreiðra skipa á miðun-
um. Og jafnframt var bent
á að efling skipakosts af
þessu tagi hlyti að byggj-
ast á þeirri trú, að við
gætum unnið landhelgis-
stríðið með valdbeitingu.
Vel má vera, að Bretar
eigi engin svör við slíkri
stigamögnun af okkar
hálfu, en hefur það verið
kannað? Geta þeir skip-
herrar Landhelgisgæzl-
unnar, sem Guðlaugur
Gfslason vitnaði í, fært
rök að því, að hraðskreið
skip af þessari tegund séu
það vopn, sem Bretar
kunni engin svör við? Það
var skoðun höfundar
Reykjavíkurbréfs Morgun-
blaðsins að eðlilegt væri
að svör við spurningum af
þessu tagi lægju fyrir.
Við þessum spurningum
hefur ekkert svar fengizt
enn. Ekki heldur í grein
Guðlaugs Gislasonar.
Símaskráin 1976
Afhending símaskrárinnar 1976 hefst þriðju-
daginn 20. apríl til símnotenda.
í Reykjavík verður símaskráin afgreidd á Aðal-
pósthúsinu, gengið inn frá Austurstræti, dag-
lega kl. 9 —18 nema laugardaginn 24. apríl kl.
9 — 12.
í Hafnarfirði verður simaskráin afhent á
Póst- og símstöðinni við Strandgötu.
í Kópavogi verður simaskráin afhent á
Póst- og simstöðinni, Digranesvegi 9.
Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 síma-
skrám eða fleirum, fá skrárnar sendar heim.
Heimsendingin hefst þriðjudaginn 20. apríl
n.k.
í Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfirði verður simaskrá-
in aðeins afhent gegn afhendingaseðlum, sem póst-
lagðir voru i dag til simnotenda.
Athygli simnotenda skal vakin á þvi að simaskráin
1976 gengur i gitdi frá og með laugardeginum 1. mai
1976.
Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyði-
leggja gömlu símaskrána frá1975 vegna fjölda
númerabreytinga, sem orðið hafa frá því að hún
var gefin út, enda er hún ekki lengur í gildi.
Póst- og simamálastjórnin.
SKÍÐAFERÐIR
UM PÁSKANA
úr Hafnarfirði og Kópavogi
Farið verður i Bláfjöll i páskavikunni sem hér segir:
þriðjud. 13/4
miðvikud. 14/4
fimmtud. 15/4
mánud. 19/4
Hafnarfj.
kl. 1.15
kl. 1.15
kl 10.15 og 1.15
Kóp.
1.30
1.30
10 30 og 1.30
Lagt er af stað frá Hvaleyrarholti I Hafnarfirði og viðkomustaðir:
Bryndtsarbúð, Lækjarskóli, Benzinafgreiðsla Essó við Reykjavikurveg,
Kársnesskóli, Vighólaskóli. verzlunin Vórðufell
Skiðakennari leiðbeinir þátttakendum.
V*
Tómstundaráð Kópavogs.
Félagsmálaráð Hafnarfjarðar.
MD 4 fæst nú aftur í
öllum lyfjaverzlunum
1. stig. 2. stig. 3. stig: 4. stig:
um 30% minna níkótín um 60% minna níkótín um 70% minna níkótín um 80% minna níkótín
og tjara og tjara. og tjara. og tjara.
Hvemig hætta má reykingum
á 4 sinnum tveimur vikum.
Á meðan þú reykir áfram í nokkurn
tíma eftirlætis sígarettu þína
verður þú jafnframt óháðari reyk-
ingum. Án neikvæðra aukaverkana
og án þess að bæta við líkams-
þyngd.
Frá Bandaríkjunum kemur nú ný
aðferð, þróuð af læknum í
Kaliforníu, fyrir alla þá, sem hafa
reynt árangurslaust að hætta reyk-
ingum eða fyrir þá sem vildu gjarn-
an hætta en óttast aukaverkanir.
Þessi aðferð hefur verið nefnd:
MD4 stop smoking method.
Eðlilegt reykbindindi — á meðan
þér reykið.
MD4 Method er byggt upp á 4
mismunandi síum, og er hver þeirra
notuð í 14 daga. Áhrif þeirra koma
fram viö stigminnkandi níkótín- og
tjörumagn i reyknum. Þannig verö-
ur „Níkótín hungur” þitt, smám
saman minna — án aukaverkana
—, þar til þú einfaldlega hættir að
reykja.
1. stig: Innihald skaðlegra etna í
sígarettunni minnkar um 30% án
þess að bragöið breytist.
2. stig: Tjara og níkótín hefur nú
minnkað um 60%. Eftir nokkra
daga kemur árangurinn í Ijós, minni
þreyta og minni hósti.
3. stig: Fjöldi þeirra sígaretta, sem
þú hefur reykt, hefur minnkað tals-
vert, án þess að þú verðir var við
það. Þörf líkamans fyrir níkótíni
hefur dofnaö.
4. stig: Jafnvel þótt þú reykir 10
sígarettur á dag, þá er innihald
skaðlegra efna samsvarandi 2 síga-
rettum án MD4.
Nú getur það tekist.
Ef þú ert nú tilbúin að hætta reyk-
ingum, þá er líkaminn einnig undir
það búinn.
Fæst einungis í lyfjaverzlunum.
MD4
anti smoking method