Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRIL 1976 HC 130 Hercules leitarflugvél staðsett á Keflavfkurflugvelli. A undanförnum árum hafa mörg slys orðið hér bæði til sjós og lands, sem fært hafa okkur heim sanninn um mikilvægi samræmdra leitar- og björgun- araðgerða á sjó, landi og í lofti. Slysavarnafélag íslands hef- ur séð um að samræma krafta hjálparsveita, sem ásamt Flug- stjórn og Landhelgisgæzlu hafa átt samstarf við 14. deild björg- unarsveitar ARRWG 39 á Keflavíkurflugvelli. Skemmst er að minnast hversu vel tókst til við hina einstæðu björgun slasaðra af skipinu Stolt Vista árið 1974 og var þar rómuð frá- bær skipulagning Hannesar Hafstein framkvæmdarstjóra SVFI. Vera má að frá sjónarhóli einhverra hafi bandaríska björgunarsveitin litla þýðingu og störf hennar því of til vill vanmetin. Skýringin kann að vera sú að í þessari björgunar- sveit starfa ekki íslendingar og einnig að hún er staðsett á Keflavíkurflugvelli. Nýlega gafs^ mér tækifæri til að kynnast lítillega nokkrum mönnum úr þessari sveit. Sá ég þá að e.t.v. væri þörf á að kynna starf þessara manna. Fyrst og fremst er mikilvægt að vita á hvern hátt aðstoð þessarar sveitar getur komið Islending- um að sem bestum notum við björgun mannslífa og einnig er svo mjög fróðlegt að kynnast nýjungum í björgunartækni sem sveitin hefur yfir að ráða. Öhætt mun að fullyrða að síð- an sveit þessi tók til starfa árið 1971, hafi hún bjargað lifi 12 Islendinga, séð um flutning á yfir 1500 manns og rösklega 1000 tonnum af varningi. Mestu flutningarnir áttu sér stað vegna gossins í Vestmannaeyj- um. Á árinu 1972 voru yfir 20 Islendingar fluttir í sjúkraflugi með þyrlum björgunarsveitar- innar, auk útlendinga. Starfsemi og skipulag Björgunarsveitin, sem er að- skilin og óháð störfum flughers og flota, er skipuð 49 mönnum, flugmönnum, vélamönnum, siglingafræðingum og sérþjálf- uðum fallhlffarstökkvurum. Sveitin hefur til umráða 3 Sikorsky HH3E þyrlur og eina HC 130 leitarflugvél af gerð- inni Hercules. Sé um umfangsmikla leit eða björgun að ræða, er Hercules leitarflugvélin send tíl leitar á fyrirfram afmörkuðu svæði til að staðsetja þá sem á hjálp þurfa að halda. Vélin getur sjaldnast lent á staðnum, en hægt er að senda niður hjálpar- tæki og fallhlífarstökkvara bæði á sjó og land. Björgun og flutningur slasaðra fer fram með þyrlutn, en þær njóta að- stoðar Hercules vélarinnar sem stöðugt er á flúgi yfir staðnum ti'I leiðbeiningar. Einnig geta þyrlurnar tekið eldsneyti á flugi, frá Hercules vélinni. Há- marksflugþol Hercules vélanna er u.þ.b. 16 klst. miðað við 550 km flughraða á klukkustund. I vegalengd jafngildir það flugi 8 sinnum umhverfis Ísland. Vél- ar þessar eru til taks með 30—45 mín. fyrirvara að degi til en 90 mín. fyrirvara að nóttu. Hver áhöfn er 8 manns. Björgun á sjó Fyrir sjómenn sem hugsan- legt er að þyrftu á aðstoð þess- arar sveitar að halda er fróðlegt og jafnvel nauðsynlegt að vita hverskonar hjálp þeir mega bú- ast við og hvernig hægt er að auðvelda björgunina. Þegar hjálparbeiðni eða vitn- eskja um neyðarástand skip- verja hefur borist Slysavarna- félaginu, og ef ákveðið er að leita aðstoðar 14. björgunar- sveitarinnar er þyrla, og eða Hereules vél send til Ieitar og björgunar. Þær radíótíðnir sem hægt er að nota til að miða út sendistöð og sem stöðugt hafð- ur hlustvörður á eru: 2182 kHz, 121.5 MHz og 243 MHz. Einnig er hægt að nota aðrar tíðnir ef um þær er vitað fyrirfram. Hærri tíðnirnar tvær eru oftast nokkru betri. Stöðug sending á breytilegum tón (tvítón) er auðkennandi fyrir neyðarkall. Þegar Hercules vélin er kom- in í fulla hæð getur hún sam- stundis ákveðið staðsetningu neyðarkalls ef hún er innan sviðs sendisins, en sé sendirinn langt í burtu næst miðun þegar nær dregur. Áríðandi er að sendingu neyðarkalls sé haldið áfram eins lengi og hægt er, helst stöðugt. Þegar réttur staður er fund- inn gerir Hercules vélin ákveð- ið aðflug sem tryggir bestan Fallhlffarstökkvari bfður færis á að stökkva niður til aðstoðar. árangur. Meðfylgjandi skýring- armynd sýnir hvernig flugvélin kemur fyrst yfir þannig að stefnt er móti vindi. Þá er skot- ið út merkiblysi og tekin vinstri beygja þar til vindur er á vinstri hlið vélarinnar. Síðan er flogið í ákveðinn tíma frá merkiblysinu (eftir hraða vél- arinnar) og öðru merkiblysi skotið niður. Þarnæst er flogið í heilan hring og vistum kastað niður þannig að línan sem teng- ir saman pakkana nái sem næst milli merkiblysanna. Fjarlægð- in er um 130 metrar. Bjðrgun- arbátarnir eru 7 manna hvor og blásast út um leið og þeir lenda i sjónum. Síðan rekur þá fyrir vindi þar til hinir nauðstöddu geta náð línunni. Ef erfitt er að ákvarða rek, eru gúmbátarnir ekki látnir blásast upp og þeim kastað hlémegin þannig að rek þeirra verði sem minnst. Þann- ig getur að vísu tekið lengri tíma að ná línunni. Að nóttu til er staðurinn lýstur upp með mjög sterkum hvítum eða bleik- um svifblysum sem gefa frá sér birtu svipaða og dagsbirtu. Næst bíður áhöfn Hercules vélarinnar eftir að ná sambandi gegnum talstöðina sem kastað var niður í vistapakkanum, og þá tekin ákvörðun um læknis- og þyrluaðstoð. Fallhlífar- stökkvararnir eru þjálfaðir læknar og kafarar sem fara til aðstoðar ef þörf krefur, en þyrl- urnar eru sjaldan langt undan. Eftirá að hyggja Skjót björgun er undir þvi komin að hægt sé að miða út radíósendi á þeim stað sem björgunar er þörf, annars verð- ur öll leit og aðstoð mun erfið- ari. Leit án hjálpar radíósendis er framkvæmd þannig að flogið er eftir ákveðnu kerfi yfir stórt svæði og byrjað þar sem líkurn- ar eru mestar miðað við vinda og straum. Um borð í Hercules vélinni eru þá menn settir á vakt við sérstaka glugga sem mjög gott er að sjá út um. Þetta er mjög þreytandi og oft þarf að skipta um vakt í hverri flug- ferð. Ef eitthvað sést, er skotið út blysi til að merkja staðinn og síðan er snúið vió og það athug- að nánar. Glámpi af spegli eða bjarmi af blysi er nánast það eina sem hinir nauðstöddu geta verið vissir um að sjáist og þekkist frá allskonar belgjum og fljótandi rusli. Lítið sendi- tæki á hárri tíðni (VHF-UHF) kemst í vasa og er býsna góð líftrygging þegar í nauðirnar rekur. Einnig er merkjaspegili mjög góður og sést glampi af honum langt að. Framhaldsgrein t næstu viku verður birt framhaldsgrein um starfsemi ARRWG björgunarsveitarinnar og lýst æfingarferð með einni þyrlunni. Sjúklingur hffður um borA. Sjúkraflug skipulagt hjá 14. björgunarsveitinni. Sikorsky HH3E þyrla hefur sig til flugs á Keflavfkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.