Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 13 nnréHi Margrét S. Einarsdóttir: Furðuleg vinnubrögð nefndar, en tekur þess í stað mið af atkvæðagreiðslu fundar þar sem um 20% atkvæðisbærra meðlima eru ekki viðstaddir og atkvæðamunur er lítill? Niður- stöðu dómnefndar hefur ekki ver ið hnekkt, engin rök hafa komið fram sem mæla gegn ráðningu dr. Gunnlaugs Snædal. Er því nokk uð að undra þó fólk spyrji hvað ræður gerðum ráðherra? Albert Guðmundsson þing- maður kvaddi sér hljóðs utan dag- skrár í Sameinuðu þingi nú fyrir nokkrum dögum og gagnrýndi þá harðlega umrædda stöðuveitingu. Menntamálaráðherra svaraði fyrirspurnum þingmannsins og gat þess um leið að fremur óvenjulegt væri að ræða stöðu- veitingu utan dagskrár á Alþingi. Það er ugglaust rétt að slikar um- ræður eiga sér fá fordæmi. Þess heldur var fyrirspurn og gagn- rýni Alberts Guðmundssonar tímabær. Ný blómabúð á Akureyri Akureyri, 12. apríl NV hlóma- og gjafavörubúð var opnuð í verzlunarmiðstöðinni í Kaupangi á föstudaginn og heitir Blómahúðin Lilja. Þar fást ýmiss konar pottablóm og afskorin blóm og skrautvörur margs konar. Eigendur eru hjónin Kol- brún Baldvinsdóttir og Herbert Ólafsson og verður frúin verzlunarstjóri. Verzlunin tekur að sér alls konar blómaskreyting- ar og mun Dóra Gunnarsdóttir sjá um þær. Neðri hæð Kaupangs er nú full- setin og eru þar eftirtalin fyrir- tæki auk Lilju: Kjörbúð Bjarna, Utibú Landsbanka íslands, Byggingarvöruverzlunin Norður- fell, Axel og Einar útvarpsvirkjar og Rakarastofa Sigvalda Sigurðs- sonar. Á efri hæð eru skrifstofur, teiknistofa og heilsuræktarstöð, en í sumar er fyrirhuguð stækkur. hússins til vesturs. FYRIR nokkrum dögum skipaði Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra Sigurð Magnússon í stöðu prófessors í kvensjúkdóm- um og fæðingarhjálp en þeirri stöðu fylgir embætti yfirlæknis við fæðingardeild Landspítalans. Umsækjendur um starfið voru tveir og að áliti þeirra er gerst þekkja báðir mjög færir menn í sínu starfi, vel menntaðir og mtð víðtæka reynslu, um það eru allir sammála. Eigi að siður blasti við sú staðreynd að annar um- sækjandinn, dr. Gunnlaugur Snædal, hafði það fram yfir hinn umsækjandann Sig. Magnússon að hafa um 16 ára skeið starfað við fæðingardeild Landspitalans og þá sem hægri hönd og stað- gengill fyrrverandi yfirlæknis, prófessors Péturs heitins Jakobs- sonar. Sem slíkur auk þess að vera fær og samviskusamur í starfi skyldi maður ætla að frá siðferðislegu sjónarmiði hefði slik starfsreynsla innan þessar- ar stofnunar auk þess að vera sannanlega engu siður hæfur en hinn umsækjandinn, átt að gera dr. Gunnlaug Snædal líklegri til að hreppa stöðuna. I þessu sam- bandi er rétt að vekja athygli á því að Sigurður Magnússon hefur starfað erlendis i um 14 ár og því aðeins starfað skamman tíma hér við fæðingardeild Landspítalans. Þá er rétt að geta þess að dr. Gunnlaugur Snædal hefur unnið þjóð sinni ómetanlegt starf á mörgum sviðum. Má þar til dæmis nefna mjög merkt starf sem hann hefur unnið ásamt Gunnari Biering við svo kallaðar Rhesus- varnir, það er varnir gegn mótefnamyndun í blóði mæðra gegn börnum sínum (blóð- flokkamisræmi). Sá árangur sem áunnist hefur af rannsóknum þeirra Gunnlaugs Snædal og Gunnars Biering á þessu sviði hefur stórfækkað barnadauða af þessum völdum. Þetta merka framlag þeirra hefur vakið athygli víða um heim. Þá hefur Gunnlaugur Snædal um 10 ára skeið verið formaður Krabba- meinsfélagsins og unnið þar mjög mikið og óeigingjarnt starf. Dr. Gunnlaugur er formaður norr- ænna kvensjúkdómalækna, en fyrir dyrum stendur mjög stór ráðstefna hjá þeim nú í sumar og má geta nærri að allur undir- búningur að þeirri ráðstefnu hvíl- ir að mestu leyti á herðum for- manns félagsins. Auk læknis-, kennslu- og vísindastarfa hefur dr. Gunnlaug- ur gegnt veigamiklu starfi vió uppbyggingu hinnar nýju álmu fæðingardeildarinnar. Þrátt fyrir það sem að framan getur fór svo, af einhverjum ástæðum sem hver og einn verður að geta sér til um, að stöðuveiting- in virðist eitthvað hafa vafist fyr- ir hæstvirtum menntamálaráð- herra og þess vegna lætur hann i samráði við læknadeild H.I. skips hlutlausa dómnefnd sem dæma skyldi hæfni umsækjenda. Dómnefnd þessi var skipuð mönnum frá þrem viðurkenndum háskólum á Norðurlöndum. Niðurstöður þessarar dómnefnd- ar urðu tvímælalaust dr. Gunn- laugi Snædal í hag. Nú skyldi maður ætla að hæstvirtur menntamálaráðherra sem vildi að eigin sögn fá hlutlausan dóm til þess að vinna eftir gæti nú gengið hreint til verks. Nefndin var hlut- laus, enginn áróður, engin per- sónuleg tengsl, engin pólitik, menntamálaráðherra hafði fengið fyrir framan sig hreint borð. En hvað skeður? Það er ekki nóg með að ráðherra gangi fram hjá sam- dóma áliti þeirrar dómnefndar sem hann hefur sjálfur átt aðild að að skipa, heldur gengur hann einnig algjörlega framhjá þeirri staðreynd að dr. Gunnlaugur Snædal hefur í nær tvo áratugi unnið farsælt starf innan veggja fæðingardeildar Landspítalans, auk ýmissa annarra vísinda- og rannsóknarstarfa i þágu sinnar þjóðar. Ég leyfi mér að telja harla ólíklegt að virðulegir erlendir háskólar láti hafa sig aftur út í að tilnefna bestu menn sina í dóm- nefndir í samvinnu við H.I. og standa svo frammi fyrir því að V Margrét S. Einarsdóttir. álit þessara manna sé haft að engu. Ráðherra hefur svarað því til að staðan hafi verið veitt í samráði við tillögur læknadeildar. Ég furða mig á því að læknadeild skuli láta hafa sig út í atkvæða- greiðslu um mál sem þeir hafa sjálfir átt aðild að að færi fyrir hlutlausa dómnefnd. Hvernig stendur á því að ráð- herra hefur að engu álit dóm- Ráðherrar eiga ekki öðrum fremur að vera undanþegnir því að gera umbjóðendum sínum full reikningsskil. Ég held að hæst- virtur menntamálaráðherra ætti að gera hreint fyrir sinum dyrum i þessum málum. Fólk starir í forundran á þessi vinnubrögð og bíður svars. Ljósmyndaraðir í Listasafni ASÍ DANSKI ljósmyndarinn og málarinn Flemming Koefoed opnaði sýningu sem nefnist „Ljósmyndaraðir“ I Listasafni ASl s.l. föstudag. Á sýningunni eru fjórir mynda- flokkar, sem nefnast: Bæjar- gluggar — Kaupmannahöfn 1973, I framandi borg 1974, Grafreitir 1973 og Hin óþekktu- Kaupmannahöfn 1973. Flemming Koefoed fæddist í Danmörku árið 1926 og byrjaði að stunda málaralist 1949. Hann hefur tekið þátt i mörgum fræg- um samsýningum og 1962 til 1972 var hann listrænn ráðunautur við Louisiana-safnið. Frá 1973 hefur hann eingöngu unni(5 að því að setja saman ljósmyndaflokka. „Ég lit ekki á mig sem ljós- myndara en reyni að nýta ljós- myndina til að rannsaka og brjóta til mergjar einhverja parta raun- heimsins og einnig — ef kostur er — að uppgötva nýtt samhengi hlutanna og gera það ljóst. Myndir mínar birtast þess vegna oftast í löngum röðum. Ég lit svo á, að hlutverk listamannsins hafi löngum verið fólgið í því að opin- bera sitthvað er áður var hulið sjónum manna. Það vita þeir, sem skoðað hafa nýja DAS-HÚSIÐ ST)aRGR3-La er heitið á bráðfallegum rýateppum. §T)ftRQTi3~LK . . \ % teppin hlutu 1. verðlaun á stærstu teppasýningu heims á þessu ári.Enda seldist fyrsta sendingin upp strax. \ Ný sending var að koma. §Tj?fRQR3-LH fæst aðeins hjá okkur. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.