Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRtL 1976
Karl Eiríksson:
Valdimar, Páll og Krafla
RETT ER það sem segir í athuga-
semd Páls Lúðvikssonar og Valdi-
mars K. Jónssonar í svargrein
laugard. 10. apríl sl., að á um-
ræddum fundi sem byrjaði kl.
8.00 árdegis þ. 28. nóv. 1974 og
stóð fram undir hádegi, urðu
mannaskipti um kl. 10.00, þegar
Sigurður Thoroddsen og Valdi-
mar K. Jónsson hurfu af fundi en
Páll Lúðvíksson og Karl Ragnars
komu til fundarins.
Því er vel hægt að sætta sig við
að kalla þetta tvo fundi, ef það er
talið skipta nokkru máli. Sömu-
leiðis má segja það ónákvæmni
hjá mér að geta þess ekki að Sig-
urður Thoroddsen hafi setið
fundinn (fyrri fundinn, ef menn
vilja hafa það svo), en ástæðan
fyrir því að ég lét nafns hans ekki
getið er sú, að hann tók skýrt
fram þegar hann mætti að hann
kæmi til að kynna próf. Valdimar,
sem væri sérfræðingur Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen í
gufuhverflum. Sjálfur kvaðst
hann ekki hafa kynnt sér þau
mál, og tók þvi ekki þátt í umræð-
um sem áttu sér stað á fundinum.
En þá kemur að því, af hverju
þessi fundur (þessir fundir) var
haldinn og hvað var verið að ræða
um.
Ekkert lá fyrir fundinum annað
en eitt tilboð dags. 16.7. 1974, sem
hafði verið sent Karli Ragnars hjá
Orkustofnun, nokkrum mánuðum
áður en þýzku verkfræðingarnir
lögðu fram teikningar og gáfu við-
stöddum skýringar á þeim.
Vélar þær, sem um var að ræða,
voru einmitt 15—16 MW, miðað
við mótþrýsti rekstur (án eim-
svala), en með breytingum á
hverfli var hægt að auka afköst
vélanna upp i 28 MW þegar orku-
þörf hefði aukist á Norðurlandi
og byggingu eimsvala væri lokið.
Tilboð þetta var miðað við orku-
spá sem þá hafði verið gerð fyrir
Norðurland skv. útreikningum
Landsvirkjunar og Laxárvirkjun-
ar.
Þegar tilboð þetta var unnið
skv. beiðni Bræðranna Ormsson
h.f., datt okkur ekki í hug að
nýskipuð Kröflunefnd mundi
ekki vinna samkvæmt viðteknum
venjum orkuframleiðenda um all-
an heim, þar sem hagkvæmnis
útreikningar og orkuspár eru
lagðar til grundvallar ákvörðun-
artöku um stærð orkuvera og
tímasetningu byggingaráfanga.
Það er einnig rétt hjá Valdimar,
að aldrei var beðið um tilboð í 16
MW vélar, en spurningin er hvort
nokkurntíma hafi verið beðið um
tilboð í vélar yfirleitt fyrir
Kröfiuvirkjun, því i bréfi dags. 2.
des. 1974 frá Rogers Engineering
Co., Inc., segir orðrétt:
,,As it is not possible to prepare
detailed specifications and obtain
competitive bids by January 15,
1975, we are asking for a response
of interest. The „Krafla Project
Executive Committee", a commit-
tee founded and organized by the
Goverment of Iceland, intends to
select a firm from this solicitation
with which they will enter into a
negotiation with the intent of
committing this equipment for
purchase by the end of February
1975“.
I framhaldi af þessu finnst mér
nauðsynlegt að draga fram í dags-
ljósið, hvernig þessi ákvarðana-
taka átti sér stað, hver ákvað
stærð byggingaráfanga og
hvernig Kröflunefnd hélst uppi
að ráðstafa fjármunum þjóðarinn-
ar á þann hátt sem nú liggur
fyrir.
Orkumálaráðherra segir á Al-
þingi, föstud. 9. apríl sl., að seinni
hluti Kröfluvirkjunar verði full-
nýttur á árunum 1980—1982, en
samt er búið að festa kaup á öll-
um vélum til beggja byggingar-
áfanga nú þegar.
Hvað nema vextir og afborganir
af vélasamstæðu II, á meðar. þær
standa ónýttar?
Að lokum vil ég segja það rétt-
lætiskröfu, að rikisstjórnin skipi
nú þegar nefnd hlutlausra aðila
til að rannsaka störf Kröflunefnd-
ar, vinnubrögð þeirra við útboðs-
lýsingar, tima þann sem bjóð-
endur fengu til að reikna út tilboð
og yfirleitt þær fjölda mörgu
ásakanir sem bornar hafa verið
fram, bæði á þingi og i fjölmiðlum
síðustu vikur og mánuði.
ÞÁTTURINN hafði samband við
tíðindamann sinn á Akureyri,Frí-
mann Frímannsson,, og spurði
hann um undirbúning fyrir ís-
landsmótið sem hefst þar nyrðra í
dag. Sagði hann að loks væri lang-
þráður draumur norðlenzkra spil-
ara að rætast, þ.e. að hluti ís-
landsmótsins væri ekki allur spil-
aður i Reykjavík. Þá gat hann
þess að undijbúningur hefði
gengið mjög vel og hefðu akur-
eyrskir spilarar búið sig vel undir
átökin. Ein breyting verður á
sveitum sem skráðar höfðu verið
að norðan. Sveit Sigurðar Hafliða-
sonar frá Siglufirði spilar ekki —
en i stað hennar kemur sveit Júli-
usar Thorarensen — ungir og
efnilegir spilarar. Hin norður-
landssveitin er sveit Alfreðs Páls-
sonar, sem hefir verið mjög sigur-
sæl undanfarin ár.
FRA BRIDGEFELAGI
SUÐURNESJA
Tíu sveitir taka þátt í Meistara-
móti Suðurnesja og er fjórum um-
ferðum af níu lokið.
Úrslit 4. umferðar:
Sveit:
Jóhannesar vann Sigurðar 20—3
Gests R. vann Erlings 20—0
Guðmundar vann
GunnarsG. 20—0
Gests A. vann Marons 16—4
Gunnars S. vann Öskars 12—8
Staðan er nú þessi:
Sveit:
Guðmundar Ingólfssonar 73
Jóhannesar Sigurðssonar 63
Gunnars Guðbjörnssonar 51
Gunnars Sigurgeirssonar 45
Næsta umferð verður spiluð á
morgun.
liM
BANKASTRÆTi 9 — SIMI 1-18-1 1
(Œrtcurmarkadtir ct A'oréur oo /?usiurlanctt
A'atzðsunlet? i't/bóiarra/orha Z7/öoetZeo /rarmZeibtZtz Zcró/zu
/VorburZanci - /ZusiítrZaneZ - SarmZ Yal Z YaZ 2L YaZ T/T
/975 23 Gvvs/ O Gtvj/. 23 G*vsi.
/976 Y3 .. Y3 " YY 5wsl.
/977 65 /3 79 - 2/0 Gu's/. /29 - //O Gntj/.
/973 33 26 S/Y - Y20 - /29 ’ //O "
/979 //9 39 /53 - YZO - 232 - 200 *
/930 SY9 ~ SS 2oY - YZO - 2 32 - 200 ~
£7r/x zt/ör/ sr sarmZct•*. a’ar/Zztn /arreZsrir/fjunar oy er ZeAtá ZiZZiZ
ft'Z ftvjTiifttnctr.
KzZ Z <rr sarm Xt'ayrm 7 rzzrrera ncFr aeefZarn Á/rö/Zune/ntJar
/27Z II - " jhuprmyndurm Zaxátrtyunar
yaZ JtL - - jZi/Zogu ,@r. (Orrmjjorx A./.
7~ ~Ttl7aya /Cró/Zune/neZar yer/r rá%/yrer -ZO rrrrrr a/zi
7raztsZtt> /976 oy -JO rmw. /977, IzZ yzáSoZar.
// TrZZaya /axatvirZyzznnryerir rab/yrzc S-6 rmyy.a/Zi
TraujZz^ /975 oy /6 rrrzyy /976 oy JraeZrzrun z JS-30 rrrryy /97/?.
/// TiZZaya Sr. f&rrmsjon Zz./. yerir erczci rað/yrzr iraðaizryötz -
yzr/c/un z'ar.
V ar ð að hætta við
páskanámskeiðið
— ÞVI MIÐUR varð þátttakan f
páskanámskeiðinu svo lftil að við
Rosmarie Þorleifsdóttir.
urðum að hætta við það, sagði
Rosmarie Þorleifsdóttir f Vestra-
Geldingaholti, en sem kunnugt er
rekur hún hestaskóla þar yfir
sumartfmann. Fyrsta námskeið
þessa árs átti að hefjast um pásk-
ana, en af fyrrgreindum ástæðum
varð að fresta þvf.
Rosmarie sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að sex al-
menn námskeið yrðu haldin í
sumar.
Það fyrsta hæfist 26. maí
n.k. fyrstu þrjú námskeiðin stæðu
f 12 daga hvert. Þessum nám-
skeiðum lyki í júnilok. Síðan
verða þrjú almenn námskeið
haldin f ágúst.
Þá sagði Rosmarie
að í júlímánuði yrðu haldin nám-
skeið fyrir útlendinga og svokall-
að kvennanámskeið væri reyndar
bæði fyrir konur og karla. Á það
námskeið kemur fólk með eigin
hesta með sér og lærir að fara
betur með þá og reynt er að fá
fram betri gang í þeim. Þegar
útlendingarnir eru er einkum
lögð áherzla á tölt.
„Efnahagslegt einkastríð
austfirðinga og breta”
A FUNDI f bæjarstjórn Seyðis-
fjarðar 5. aprfl s.l. var tekin fyrir
og samþykkt eftirfarandi tillaga
bæjarráðs:
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar vill
benda háttvirtri ríkisstjórn á að
sfðan landhelgi fslendinga var
færð út f 200 mílur hafa Aust-
fjarðamið verið með öllu lokuð
fyrir togskipufn austfirðinga.
Undanfarin ár hafa austfjarða-
skipin að langmestu leyti veitt á
þessum hefðbundnu miðum en nú
Sýningunni
á verkum
r
Asgríms
að ljúka
MINNINGARSVNINGIN á
verkum Asgríms Jónssonar á
Kjarvalsstöðum er aðeins opin
f 4 daga ennþá, og verður ekki
framlengd. Sfðasti sýningar-
dagur er 2. páskadagur. A
föstudaginn langa og páskadag
er lokað á Kjarvalsstöðum.
Um 19 þúsund gestir hafa
skoða sýninguna, og meðal
þeirra mikill fjöldi skólafólks,
bæði úr horginni og utan
hennar.
A skfrdag og 2. páskadag er
opið frá kl. 2—10, en aðra daga
frá kl. 4—10. Aðgangur og
skrá er ókeypis.
er svo komið að útgerð verður
vart rekin frá Austurlandi ef
sækja þarf allan afla á fjarlæg
mið öllu lengur.
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar
krefst þess að nú þegar verði
gerðar ráðstafanir til þess að gera
togskipum þessum fært að stunda
veiðar á heimamiðum ella verði
þeim aðiljum þ.e. útgerðarfyrir-
tækjum og sveitarfélögum sem
ástand þetta bitnar harðast á,
bætt það fjárhagslega tjón sem af
þessum aðstæðum hlýst.
Að óbreyttu ástandi má líta svo
á að landhelgisdeila íslendinga og
breta færist óðum í það horf að
vera efnahagslegt einkastríð aust-
firðinga og breta.
Jafnframt mótmælir bæjar-
stjórn harðlega nýlegri opnun
veiðisvæðis við Berufjarðaráls-
horn, sem að dómi austfirskra
skipstjórnarmanna ætti að vera
lokað allt árið vegna þess ung-
fisks sem þar heldur sig, enda
hafa bæði útgerðarmenn og sjó-
menn margoft lagt til við fisk-
veiðilaganefnd og ábyrgar stofn-
anir að umræddu svæði skuli lok-
að.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í frétt í blaðinu
á þriðjudag, að maðurinn, sem
féll í Reykjavíkurhöfn og drukkn-
aði, var nefndur Ingi Rafn Guð-
mundsson en hans rétta nafn er
Rafn Ingi Guðmundsson. Eru að-
standendur beðnir velvirðingar á
mistökunum.