Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.04.1976, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. APRlL 1976 HÓT4L /A<iA LÆKJARHVAMMUR/ ÁTTHAGASALUR Opið í kvöld dansað til kl. 1. Hljómsveitin Lúdó og Stefán EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ALdl-YSINGA- SÍ.MINN FK: 22480 líDróttlrl Göngukeppninni frestað ÞAÐ blés ekki byrlega í Akureyri i gær, en þar itti þé að hefjast Skiðalandsmót íslands með keppni I 10 kilómetra göngu 17—19 ára og I 15 km göngu 20 ára og eldri. Komið var hið versta veður á Akureyri I gærmorgun, og var þvi keppninni frestað. Mótið var hins vegar formlega sett af Hermanni Sigtryggssyni móts- stjóra. Ekki var búið að ákveða i gær hvort keppt yrði i göngunni f dag, ef veður leyfði. eða hvort stókkkeppnin færi þá fram. eins og ákveðið hafði verið á dagskrá mótsins. Víkingur vann Ármann 5-0 VÍKINGUM reyndist ekki erfitt að krækja sér i þrjú stig i leik sinum við Ármenninga i Reykjavikurmót- inu i knattspyrnu sem fram fór á Melavellinum i fyrrakvöld. Urðu úrslit leiksins 5—0. eftir að staðan hafði verið 4—0 i hálfleik. Mörk Víkings i leiknum skoruðu Stefán Halldórsson, Bergþór Jónasson, Lárus Jónsson, Jóhannes Bárðarson og Eirikur Þorsteinsson. I leiknum var dæmd vitaspyma á Ármann og tók Diðrik Ólafsson, markvörður Vikinganna, hana, en spyrnti i stöng, og þaðan hrökk knötturinn út á völlinn. Staðan i Reykjavikurmótinu i knattspyrnu, að þessum leik lokn- um er þessi: Fram 2 2 0 0 6:0 5 Vikingur 2 1 1 0 5:0 4 Valur 2 1 0 1 4:1 3 Þróttur 2 1 0 1 1:4 2 KR 2 0 1 1 0:2 1 Ármann 2 0 0 2 0:9 0 Skíðamót Innanfélagsmót Vikings i skiða- iþróttum verður haldið dagana 15.—19. april n.k. Keppt verður bæði i svigi og stórsvigi i öllum aldursflokkum. Innritun og upp- lýsingar verða veittar I simum 23269 og 82409 fyrir miðviku dagskvötd, eða I skiðaskála félags- ins i Sleggjubeinsskarði, þar sem mótið mun fara fram. Þeir sem hafa hug á þvi að dvelja i skiðe- skála félagsins um páskana til- kynni sig í áðurnefnd simanúmer. Dregið í riðla á OL Dregið hefur verið um það hvernig þær þjóðir sem komust I lokakeppnina i handknattleik á Olympiuleikunum i Montreal i sumar eiga að leika þar saman. Verður keppt i tveimur riðlum og leika siðan liðin sem sigra i þeim til úrslita. i A-riðli leika Vestur- Þýzkaland. Júgóslavia, Sovétrik- in, Danmörk, Japan og Kanada og i B-riðli leika Rúmenia. Pólland. Tékkóslóvakia. Ungverjaland, Bandarikin og það lið sem sigrar í undankeppninni i Afríku. 100 mörk í vetur Lincoln City sem leikur i 4. deild i ensku knattspyrnunni varð fyrst liða I 9 ár til þess að skora yfir 100 mörk i deildarkeppninni, en liðið náði þessu takmarki með þvi að sigra Stockport 3:0 i leik lið- anna i fyrrakvöld. Lincoln hefur þegar tryggt sér rétt til þess að leika i 3. deild að ári. Er þetta i annað sinn sem liðið skorar yfir 100 mörk á einu keppnistimabili, þar sem það gerði 121 mark I 4. deildar keppninni árið 1952, en næst þessu koma 103 mörk sem Queens Park Rangers skoraði 1967. Úrslit leikja I Englandi i fyrrakvöld urðu þessi: 2. DEILD Southampton — Charlton 3:2 3. DEILD: Bury—Colchester 0:0 4. DEILD: Stockport—Lincoln 0:3 S Vö LU KVÖL D SÚLNASAL, HÓTEL SÖGU MIÐVIKUDAG 14. APRÍL Franskur veizlumatur Gigot d'Agneau a'la Dauphinoise Franski matreiðslusnill- ingurinn Francois Fons stjórnar matseldinni. Verð aðeins 1 500 kr. ☆ Húsið opnað kl. 19. Skemmtunin hefst stundvíslega og borðum ekki haldið eftirkl 19 30 ☆ Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni miðvikudag frá kl 1 6 í síma 20221 Svölurnar sýna flugfreyjubúninga frá byrjun farþega- flugs á íslandi TÍZKUSÝNING: KL. 21.30. sýnd verða föt frá Tizkuverzluninni Evu og Herragarðin- um, Aðalstræti 9 ☆ Málverkahappdrætti fjöldi glæsi- legra vinninga. ☆ Kynnir. Jón Asgeirsson. Allur ágóði rennur til styrktar þroskaheftum. Allir velkomnir. ☆ Svölurnar félag núverandi og fyrrverandi andi flugfreyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.