Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976 Minni þjóðareyðsla — meiri þjóðarframleiðsla: Hjöðnun verðbólgu án atvinnuleysis Þurfum að lifa af arði en ekki höfuðstólum auðlinda þjóðarinnar — til sjávar og sveita HÉR fer á eftir ræða Ólafs G. Einarssonar (S), 5. þingmanns Revknesinga, við útvarpsumræð- ur (almennar stjórnmálaumræð- ur) frá Alþingi C fyrrakvöld. Herra forseti. í þessum útvarpsumræðum mun ég fyrst og fremst ræða um fjármál ríkisins og efnahagsmál. Segja má, að flestar athafnir stjórnvalda snerti að einhverju leyti rfkisfjármál og efnahagsmál. Umræða um þessa málaflok'ka er því ofarlega í hugum manna, ekki sist á tímum sem þessum, sem við nú lifum, þegar illa hefur árað. Að því leyti er tekur til þessara þátta hinnar pólitísku umræðu, er ræða min svar við ýmsum atrið- um, sem komið hafa fram í máli háttvirtra stjórnarandstæðinga hér í kvöld. ARÓÐUR og stað- REYNDIR Menn spyrja gjarnan hvað valdi, að hin islenska þjóð skuli ekki stöðugt geta búið við aukinn hagvöxt, batnandi lífskjör, sem leiði af auknum kaupmætti launa, stöðugt verðlag, og yfirleitt aukna hagsæld. Von er að menn spyrji, þegar stöðugt dynur í eyrum áróður þeirra stjórnmálamanna, sem fylla nú hóp stjórnarandstæðinga og una vistinni illa á andstöðu- bekknum. Þessi áróður er einfaldur, en hann er annaðhvort settur fram í einfeldni, eða þá í þeirri trú, að þeir, sem eiga að meðtaka hann, séu einfeldningar. Hann gengur út á það eitt, að þeir, sem nú fara með stjórn geri yfirleitt allt ranglega. Þessi áróður byggist á lýðskrumi einu. Ef núverandi stjórnarandstöðu- flokkar væru hins vegar við stjórn, færi allt á annan veg. Með þennan málflutning að leiðarljósi tala svo þessir sömu menn um þverrandi virðingu manna fyrir Alþingi. Þessir herr- ar skyldu hins vegar athuga það, að áheyrendur þeirra eru menn með fullu viti, menn sem láta ekki blekkjast af innantómum slagorð- um og hreinum ósannindum um það, sem valdið hefur versnandi lífskjörum um sinn. En hverjar eru orsakir þess að illa hefur gengið að ná jafnvægi í rikisfjármálum, hvers vegna bú- um við við svo mikla verðbólgu, og hvað getum við gert til þess að lækna þessi mein? Þessar eru spurningarnar, sem vakna hjá hverjum og einum þegni þessa lands. Við þeim vill hann fá svör, skýr og skorinorð, frásögn staðreynda, en ekki hin allt of tíðu glamuryrði og svigur- mæli stjórnarandstöðu í garð stjórnarflokka um orsakir vanda- mála, sem upp hafa komið, og ríkisstjórnin hefur þurft að glíma við. MEGINORSAKIR VERÐBÓLGUNNAR FRÁ ÁRINU 1974 Ég mun leitast við að svara þessum spurningum og segja þar frá staðreyndum, sem hver og einn á að geta skilið. Þessar stað- reyndir þekkja þingmenn stjórnarandstöðunnar, þótt þeir rangtúlki þær á alla lund í von um kjörfylgi. Ég mun einnig greina frá stefnu ríkisstjórnarinnar og at- höfnum, sem leiða eiga til lausnar aðsteðjandi vanda, og þegar er farin að bera ávöxt, eins og ég mun sýna fram á. Til þess að gera grein fyrir hinni miklu verðbólgu sem við höfum búið við undanfarin misseri, verðum við að ieita or- sakanna til ársins 1974. Raunar á þessi hrunadans upphaf sitt í hin- um fyrstu veizludögum vinstri stjórnarinnar 1971, en þá sögu ætla ég ekki að rifja upp nú, heldur halda mig við tímabil núverandi ríkisstjórnar. I ársbyrjun 1974 var efnahags- vandinn öllum ljós og hann fór vaxandi þegar á árið leið. Við þeim vanda varð hin nýja ríkisstjórn að snúast og það gerði hún með skýrt markaðri efna- hagsstefnu. IIÆGFARA AÐLÖÐUN OG FULL ATVINNA Þessi stefna hafði að leiðarljósi að draga úr hraða verðbólgunnar og úr greiðsluhalla við útlönd. Þetta skyldi gert án þess að gripið yrði til háskalegra samdráttarað- gerða, sem myndu tefla atvinnu- öryggi, og þar með lífskjörum al- mennings í tvísýnu. Full atvinna og hægfara aðlögun að gjör- breyttri efnahagsstöðu þjóðar- innar var heppilegasta leiðin, sem kostur var á. Þessi leið var valin. Það er þessi stefna, sem stjórnarandstaðan hefur verið að gagnrýna að undanförnu, stefna atvinnuöryggis og aðlögunar að breyttum og verri aðstæðum. Það er þessi stefna, sem nú er farin að bera árangur, þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör framan af, þrátt fyrir minnkandi afla og þrátt fyrir erfiðar aðstæður í landbúnaði í sumum héruðum vegna óhagstæðs tíðarfars. íslendingar höfðu, eins og fleiri ríki, sem byggja afkomu sína á útflutningi matvæla, notið langs tímabi.ls velmegunar og batnandi viðskiptakjara, allt til ársloka 1973. En þá fór að halla undan og viðskiptakjör versnuðu mjög, bæði árin 1974 og 1975, og sölu- tregðu gætti á mörgum út- flutningsmörkuðum. Árið 1975 varð okkur þungt í skauti. Við- skiptakjör rýrnuðu um 15% frá árinu á undan og voru þau þá orðin fjórðungi lakari en að meðaltali á árinu 1973. AFGERANDIBREYTING A ÞJÓÐARTEKJUM Það sér hver heilvita maður, að breyting sem þessi hlýtur að hafa stórfelld áhrif á þróun þjóðar- framleiðslu og þjóðartekna. Þar tala tölur skýrustu máli en áróður stjórnarandstæðinga afhjúpast. 1973 jukust þjóðartekjur um 10%, þ.e. á síðasta uppgangs- árinu. 1974 versria viðskiptakjör- in skyndilega þannig að þjóðar- tékjur standa í stað, þrátt fyrir framleiðsluaukningu. 1975 sígur enn á ógæfuhlið þegar þjóðar- framleiðsla minnkar um 4%, og þjóðartekjur vegna áframhald- andi rýrnunar viðskiptakjara um 8%. Landbúnaðarframleiðsla drógst saman vegna óhagstæðs tíðarfars, lítil aukning varð á sjávarafla þrátt fyrir aukna sókn, álfram- leiðsla drógst saman og svo mætti sjálfsagt lengur telja. Þetta eru staðreyndir, sem stjórnarandstæðingar verða að beygja sig fyrir. Ríkisstjórn verður ekki kennt um óhagstæð ytri skilyrði. En ríkisstjórn verður hins vegar um kennt, ef hún bregst ekki skynsamlega við aðsteðjandi vanda. Ríkisstjórnin hefur brugðist skynsamlega við, en það hefur hins vegar ekki verið öfundsvert hlutverk stjórnvalda undanfarin tvö ár að sveigja útgjöld þjóðar- innar til samræmis við þessa gjör- breyttu þróun rauntekna. ÞJÓÐARGJÖLD SVEIGÐ AÐ ÞJÓÐAR- TEKJUM Á árinu 1974 náðist tiltölulega lítill árangur í þessu æfni. Vegna vaxandi eftirspurnar jukust þjóðarútgjöld en þjóðartekjur ekki. Af því leiddi aukinn við- skiptahalla við útlönd og komst hann á árinu upp undir 12% af þjóðarframleiðslunni. Við þessum vanda var brugðist með margvíslegum ráðstöfunum í efnahagsmálum haustið 1974 og síðan 1975. Þjóðarútgjöld tókst að lækka um 8% og er þar um mikið efnahagsátak að ræða, þegar haft er í huga að þau jukust um 10% árið áður. Vegna versnandi ytri skilyrða tókst ekki á s.l. ári að gera betur en halda í horfinu varðandi viðskiptajöfnuð við út- lönd. VERÐBÓLGA — ÓHAGSTÆÐ- UR GREIÐSLUJÖFNUÐUR Efnahagsvandinn hefur verið tvíþættur. Annars vegar hin öra verðbólga og hins vegar mjög óhagstæður greiðslujöfnuður. Rætur þessa liggja í óhóflegri aukningu innlendrar eftirspurn- ar 1973 og 1974, mikillar erlendr- ar verðbólgu og ört versnandi við- skiptakjara. Þessi ofþensla stafar m.a. af hinni miklu útlánaaukningu bankakerfisins. Það er ekki lækning á vanda sem þessum að dæla nýprentuðum seðlum út i sjúkar fjármálaæðar þjóðfélags- ins. Það var gert 1974. Af þessu stafar greiðsluhalli ríkissjóðs, og skuldasöfnun hans hjá Seðla- bankanum hefur átt sinn þátt í að viðhalda umframeftirspurn innanlands og umframkaupum erlends gjaldeyris. Ólafur G. Einarsson, 5. þing- maður Revknesinga. EFNAHAGSSTEFNAN NÆSTU MISSERI Markmið efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar á næstu misserum eru þessi, eins og fram kom í stefnuræðu hæstv. forsætisráð- herra Geirs Hallgrimssonar á s.l. hausti: 0 I fyrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahallanum. 0 1 öðru lagi að hægja á verð- bólguhraðanum frá þvi sem verið hefur undanfarin ár. 0 t þriðja lagi að tryggja fulla atvinnu í landinu. Og nú er spurt, hverjar líkur eru á að markmiðum þessum verði náð. Sjálfsagt er að viðurkenna að skortur á heilsteyptri og sam- ræmdri stefnu I fjármálum og peningamálum hafi verið veik- leiki hagstjórnar á síðasta ári. Ríkisstjórnin hefur hins vegar tekið með mjög ákveðnum hætti á þessum málum. Samræmdum að- gerðum er beitt i ríkisf jármálum og lánamálum. 1 HVERJU ERU VIÐ- BRÖGÐIN FÓLGIN? 0 t fyrsta lagi með hallalausum fjárlögum yfirstandandi árs, fjár- lögum, sem fela ekki í sér magn- aukningu útgjalda frá 1975. 0 I öðru lagi með lánsfjáráætlun fyrir árið 1976, sem nær tii allra innlendra lánastofnana, svo og til lántöku erlends fjár og ráðstöfun- ar þess. 0 t þriðja lagi með virku og ströngu eftirliti með rfkisútgjöld- um innan fjárlagaársins hjá stofnunum og fyrirtækjum rfkis- ins. 0 t f jórða lagi með undirbúningi og gerð áætlana um þróun tekna og útgjalda rfkissjóðs á næstu ár- um og þar með með endurskoðun sjálfvirkni núgildandi útgjalda- löggjafar. Þetta, sem ég nú hef nefnt, var boðað í fjárlagaræðu hæstv. fjármálaráðherra Matthíasar Á Mathiesen í haust og eftir þessu er nú unnið. FYRSTA GERÐ LÁNS- FJÁRÁÆTLUNAR Lánsfjáráætlun fyrir árið 1976 var í fyrsta sinn lögð fram nú fyrir síðustu áramót. Með þeirri áætlun var itrekað það markmið rikisstjórnarinnar, að minnka við- skiptahallann við útlönd um rúm- Iega þriðjung frá fyrra ári. Áætlunin gerir og ráð fyrir að hallalaus rekstur ríkissjóðs verði tryggður á þessu ári, stefnt er að aðhaldi í útlánum innlánsstofn- ana, minni aukningi fjárfestinga- lánasjóða og minni erlendum lán- tökum. Frá þessum áætlunum má ekki kvika. Fjárlög og lánsfjáráætlun verða að vera haldin. Ekki má kvika frá þeirri forgangsröðun verkefna, sem ákveðin hefur ver- ið og ekki framkvæma neitt það, sem ekki er ákveðið í fjárlögum. Vel kann að vera að ákveðin tíma- setning framkvæmda sé ekki hin eina rétta að dómi allra, en eftir að ákvörðun er tekin ber að standa við hana. STJÓRN A RlKISUT- GJÖLDUM — HÖMLUN GEGN VERÐBÓLGU Þegar eftir setningu fjárlaga 1976 var hafist handa við gerð mánaðarlegra greiðsluáætlana tekna og gjalda allra ríkisstofn- ana. Áætlanir sem bessar eru for- senda þess að náð verði betri stjórn en verið hefur á útgjöldum ríkissjóðs á fjárlagaárinu og gerir mun auðveldara en ella að fylgj- ast með þróun rfkisfjármála og bregðast skjótt við, þar sem frávik frá áætlun koma í ljós. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á sviði fjármála miða að því að ná hinum þremur markmiðum, sem ég nefndi áðan. Ég hef þegar rakið, hvað gert hefur verið til þess að draga úr viðskiptahallanum. En hið mikil- vægasta er, að dregið verði úr verðbólguvextinum. Síðastliðin ár hefur verðbólgan verið ógn- vekjandi. Árið 1974 frá ársbyrjun til ársloka, var verðbólgan 53%, árið 1975, frá ársbyrjun til árs- loka 37%. Eins og nú horfir er áætlað að verðbólgan 1976 verði 22—25%. Hér er um mikla breytingu að ræða, sem sýnir að stefna rikis- stjórnar er rétt. Við megum hins vegar ekki missa sjónar af þriðja markmiðinu, sem ég nefndi, að tryggð verði full atvinna í land- inu. Það markmið næst því að- eins, að um verði að ræða hægfara aðlögun að hinum gjörbreyttu efnahagsaðstæðum. Ég hef nú, hr. forseti, rætt nokkuð stefnu rikisstjórnarinnar í fjármálum og efnahagsmálum og sýnt fram á að sú stefna er að leiða þjóðina til aukinnar far- sældar og út úr þeim vanda, sem upp var kominn og raunar er enn við dyrnar. Það er full ástæða til þess að líta björtum augum til framtíðar- innar, þótt að hafi þrengt um sinn og þjóðin sé hvergi nærri komin út úr vandanum. AÐRÍFA SEGLOG BÍÐA BETRI TÍMA Jafnvel fólk á tiltölulega ung- um aldri skyldi minnast þess, að ekki eru svo mörg ár síðan lífs- kjör hér á landi voru sínu lakari en nú. Hér er því ekki neitt efni til að hafa uppi kveinstafi þótt ríkisvaldið þurfi að sýna aðhald í fjármálum og ekki verði orðið við öllum kröfum um framkvæmdir í þessum málaflokknum og hinum. Hvað gerir ekki einstaklingur- inn, sem ekki á nægilegt fé til að kaupa þau lífsgæði, sem hann girnist. Hann rifar seglin og bíður þar til betur árar. Það sama verð- ur ríkisvaldið að gera. Þar dugir ekki prentun seðla eða fyrir- hyggjulausar lántökur. Slíkt leið- ir til ófarnaðar og það er skylda ríkisstjórnar að gæta þess að fara ekki yfir mörkin. Það er sú leið, sem ríkisstjórnin nú fer. Því mega tslendingar nú vera bjartsýnir á framtíðina vegna þess að stefna ríkisstjórnarinnar mun leiða til þess að við komumst, án frekari áfalla, út úr erfiðleikum. Til þess höfum við auk þess hin ytri skilyrði. Við- skiptakjör fara nú batnandi, land- búnaður okkar er betur vélvædd- ur en gerist og gengur hjá nágrannaþjóðum sumum, fisk- veiðifloti okkar er nýr og afkasta- geta hans reyndar meira en nægi- leg, við erum að vinna sigur í landhelgismálinu, þessu máli mál- anna. VIÐ VERÐUM AÐ RÆKTA ÞANN GARÐ, SEM VIÐ ERUM AÐ EIGNAST Við þurfum að ná tökum á nýtingu landhelginnar. Efnahags- lögsaga yfir 200 mílunum er hins vegar ekki okkar einkamál, ef við erum ekki menn til að rækta þann garð, sem við nú erum að eignast. Þar er við okkur sjálfa að eiga og öngva aðra, þegar landhelgin hefur verið hreinsuð af erlendum veiðiþjófum, sem beita herafla gegn þjóð, er berst fyrir viðhaldi lifs i hafinu umhverfis landið, meðan hinir vinna að eyðingu þess. Ég lýk máli mínu með því að láta í ljós þá trú, að núverandi stjórnarflokkar starfi saman, a.m.k. út þetta kjörtímabil. Vonir Alþýðubandalags- og Alþýðuflokksmanna um myndun nýsköpunarstjórnar eru andvana fæddar, og myndun nýrrar vinstri stjórnar er útilokuð af mörgum ástæðum, sem ég þarf ekki að rekja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.