Morgunblaðið - 15.05.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 15.05.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAt 1976 Ólafur Jóhannesson: Ekkert samkomulag gert í ríkisstjórn — um fjölda forstjóra Framkvæmdastofnunar ÓLAFUR Jóhannesson dómsmálaráðherra lýsti því yfir i umræðum á Al- þingi í gær, að þaö væri ekki rétt að til staðar væri neitt samkomulag í ríkis- stjórninni sem slíkri, eóa milli stjórnarflokkanna, þess efnis, að forstjórar Framkvæmdastofnunar ríkisins skyldu vera fleiri Matsveinar samþykktu með 13 aeai 11 o o UNDANFARNAR 3 Vikur hafa verið greidd atkvæði um kjara- samninga hjá Félagi matreiðslu- manna, sem starfa á kaupskipum, um kjarasamninga sem gerðir voru 7. apríl s.l. Voru samningarnir samþykktir með 13 atkvæðum gegn 11. en einn. FTamsóknarflokk- urinn hefði ekki sett fram neinar kröfur þar að lút- andi eins og látið hefði verið að liggja. Við nafnakall við breytingartil- lögu Ellerts B. Sehram við 3ju gr. frumvarps ríkisstjórnarinnar um Framkvæmdastofnun ríkisins, þess efnis að forstjóri skyldi aðeins vera einn, gerðu tveir ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins og forseti neðri deildar þá grein fyrir mótatkvæði sinu, að frum- varpið í núverandi mynd væri stjórnarfrumvarp og samkomu- lagsatriði. Ef um eitthvert samkomulag er að ræða, sagði dómsmálaráðherra, þá er það samkomulag í sérstakri nefnd, sem skipuð var tveimur fulltrúum frá hvorum stjórnar- flokki, og samdi frumvarpið, sem hér liggur fyrir, á grundvelli ákvæðis í málefnasamningi stjórnarflokkanna. Matthfas A.Mathiesen fjármála- ráðherra vitnaði til ummæla for- sætisráðherra Geirs Hallgrfms- sonar, er hann mælti fyrir frum- varpinu, en þar hefði hann greint frá því, að frumvarpið væri sam- komulags- og stjórnarfrumvarp. Á þeirri forsendu að lita bæri á frumvarpið sem slíkt hefði hann greitt framkomnum breytingartil- lögum atkvæði. Tómas Arnason (F) sagði 4ra manna nefnd, 2 frá hvorum stjórnarflokki hafa samið umrætt frumvarp sem samkomulag hefði Framhald á bls. 18 Þau hafa ásamt öðrum félögum I SVFl skipulagt fjölskvldudaginn. Talið frá vinstri: Baldur Jónsson, formaður Ingólfs, IluldaViktorsdótt- ir, formaður kvennadeildarinnar, Svala Eggertsdóttir og Regfna Benediktsdóttir úr stjórn kvennadeildarinnar. Ljrtsm ói k Mae Fjölskyldudagur hjá SVFÍ á Grandagarði á morgun Fjölbreytt dagskrá fyrir unga og aldna mmmm NEI, MI6 LAN6API BARA AÐ 5E6JA EtTT OR0 VIP hANN VOPNLAUSA KVENNADEILD Slysavarnafé- lags tsiands og hjörgunarsveitin Ingólfur í Revkjavík efna til fjöl- skyldudags á Grandagarði á morgun, sunnudag. Verður þar margt um að vera, kaffisala, sýn- ing á björgunartækjum, sýning á björgun manna úr sjávarháska, smábátasigling, hin nýja þvrla Landhelgisgæzlunnar TF-GRÓ sýnd almenningi í fvrsta sinn og sfðast en ekki sfst verða börn dregin I björgunarstól. Hefst kaffisalan og björgunartækjasýn- ingin klukkan 14 en önnur atriði klukkan 15.30. Verða sýningar- atriði á sjó I Eiðsvík og á að vera góð aðstaða til að fvlgjast með þeim alveg frá Gróubúð vestur að verzlunarhúsi Jóns Loftssonar. KAFFISAI.A Á blaðamannafundi í gær var gerð grein fyrir dagskránni á morgun. Hulda Viktorsdóttir, for- maður kvennadeildarinnar, sagði, að venjan hefði verið sú að hafa árlega kaffisölu deildarinnar fyrr, en af því hefði ekki getað orðið að þessu sinni. Hefði verið ákveðið að hafa hana nú á sunnu- daginn og ljúka vetrarstarfi deild- arinnar þar með. Hulda sagði að þeirri hugmynd hefði skotið upp, að nota tækifærið og sýna al- menningi höfuðstöðvar SVFÍ á Grandagarði, hús félagsins og björgunarstöðina Gróubúð. Var haft samband við björgunarsveit- ina Ingólf um samstarf og varð það úr, að gera þennan dag að eins konar fjölskyldudegi með margvislegum atriðum. Kaffi- salan verður að vanda í húsi Slysavarnafélagsins og hefst hún klukkan 14. Þar verður hlaðborð með margvíslegum kræsingum og geta menn borðað eins mikið og þeir geta torgað. Sagði Hulda að alltaf væri troðfullt þegar kvennadeildin væri með kaffisölu og kvaðst hún vona að svo yrði einnig nú. Sagði hún að fólk gæti komið fyrir og eftir sýninguna eða á meðan á henni stæði, allt eftir óskum hvers og eins, en kaffisalan verður fram til klukk- an 18 og jafnvel lengur ef ein- Framhald á bls. 18 Sturlaugur H. Böðvars- son úlgcrðarmaður látínn STURLAUGUR Böðvarsson, út- gerðarmaður á Akranesi, lézt I gær á sextugasta aldursári. Stur- laugur, sem var alkunnur athafnamaður, var nýkominn heim úr utanlandsför með konu sinni er hann lézt. Sturlaugur Böðvarsson var dæddur 5. febrúar 1917 i Reykja-' vík, sonur hjónanna Haralds Böðvarssonar, framkvæmdastjóra á Akranesi, og konu hans Ing- unnar Sveinsdóttur. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla Islands og fór síðan utan til náms I Noregi og síðar í Bretlandi. Frá árinu 1941 var Sturlaugur með- Financial Times í leiðara: Þorskastríðið að gera Breta að athlægi Islendingar sáttfúsari segir Guardian London. 14. maí. AP. BREZKA blaðið Guardian sagði í forsíðufrétt í morgun, að íslendingar hefðu látið að því liggja að þeir væru reiðu- búnir til að gera vopnahlé, en önnur brezk blöð fordæmdu Breta í leiðara fyrir aðgerðir, sem miðuðu að þvl að draga þorskastrfðið á langinn. 1 frétt Guardian var þvf haldið fram, að merki um að lslendingar væru reiðubúnir að hefja vopnahlésviðræður hefðu komið fram hjá heimildum f Alþingi tslands á fimmtudags- kvöld. Sagði blaðið að fiski- málanefnd Alþingis íhugaði að gera Bretum tvlskipt tilboð, að fyrst yrði gert vopnahlé á miðunum og ef það vopnahlé yrði haidið, að ráðherraviðræð- ur færu fram í Reykjavfk, London, eða hlutlausri borg eins og Ósló. Rlaðið sagði að ekkert hefði verið sagt um þetta mál af hálfu opinberra aðila í London og Revkjavík. Sagði blaðið að Islendingar væru I nýju sáttfúsara skapi eftir ákvörðun Breta um að senda tvær freigátur til við- bótar á íslandsmið og vegna mistaka skipherra /Egis að skjóta 4 skotum að Primella og revna að taka skipið. Sagði blaðið það táknrænt, að fslenzka utanríkisráðuneytið hefði ekki mótmælt atburðinum. Sfðan segir blaðið: „Allt bendir til þess að hægfara öflin innan fslenzku rfkis- stjórnarinnar, sem verið hafi að ná yfirhöndinni er Bretar ákváðu að senda liðsaukann, hafi nú aftur náð frumkvæð- inu. Sagði blaðið að ástæðurnar kynnu að vera að tslendingar væru hræddir við að þurfa að treysta of mikið á Sovétríkin f sambandi við markaði fyrir fisktegundir sfnar og að gildis- taka bókunar 6 hjá EBE byggð- ist á samningum við Breta, kostnaður við þorskastríðið og ótti við að stofna f hættu veiði- heimildarsamningum við Norðursjávarlöndin, þ.á m. Noreg. Financial Times segir í leiðara í morgun, að brezka stjórnin sé að verða að athlægi með flotaverndinni á Islands- miðum og að afleiðingarnar gætu orðið alvarlegar ef skip sykkju eftir árekstra. Þá sagði blaðið að framtíð NATO- stöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli væri í hættu þrátt fyrir að Bretar nytu einskis stuðnings frá bandamönnum sinum innan NATO. Sagði blaðið að það gæti tekið 3 ár að byggja upp stöð til að taka við af Keflavík ef það þá væri hægt stjórnmálalega. lhaldsblaðið Daily Express sagði i leiðara að það væri kominn tími til fyrir brezku stjórnina að hætta þorskastríð- inu við Islendinga, stríðið hefði ekkert gott í för með sér fyrir orðstír Bretlands, né fyrir sjómennina sem stunduðu veiðar á þessum miðum. Flest strandríki myndu innan skamms taka sér 200 mílna efnahagslögsögu. Benti blaðið á að Kanadamenn hefðu gert samninga við þjóðir, sem stundað hefðu hefðbundnar veiðar við Kanadastrendur um veiðiheimildir innan 200 míln- anna er þær tæku gildi og sagði að Bretar ættu að fara að þvl fordæmi og gera samning við Islendinga um gagnkvæmar veiðiheimildir. Sturlaugur H. Böðvarsson. eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Haraldur Böðvars- son & Co á Akranesi og jafnframt framkvæmdastjóri Sfldar- og fisk- mjölsverksmiðju Akraness í all- mörg ár. Átti Sturlaugur sæti í stjórn fjölda fyrirtækja. Eftirlifandi kona Sturlaugs Böðvarssonar er Rannveig Torp, dóttir Pálma heitins Hannessonar rektors, en kjördóttir Chr. Evald Torp, framreiðslumanns í Reykja- vík. _______ ______ Skurðlæknar þinga í dag ÞRIÐJA þing Skurðlæknafélags Islands verður haldið í Reykjavík þ. 15.6. 1976. Meðal verkefna þingsins er að flutt verða 23 fræðileg erindi. Erindin skiptast I eftirfarandi flokka: Brjósthols- skurðlækningar, bæklunarlækn- ingar, þvagfæralækningar, skurð- aðgerðir á slagæðum, slysameð- ferð og almennar skurðlækning- ar. Fyrirlesarar eru starfandi læknar við Landakotspítala, Landspítalann og Borgarspítal- ann. Áð loknum fræðilega hluta þingsins verður aðalfundur Fé- lags íslenzkra skurðlækna hald- inn. Fundarstaður er Hótel Holt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.