Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. MAÍ 1976 31 Vængirfljúga eftir þörfum Hafa flogið víða út um land og til Grænlands VÆNGIR h.f. hafa hafið flug og hafa þeir flogið á Snæfellsnes og til fleiri staða, þar á meðal til Grænlands. Einn flugmaður annast þessa þjðnustu, Erling Jó- hannesson, flugmaður og flug- virki, sem er jafnframt stjórnar- maður f Vængjum h.f. Hreinn Hauksson stjórnarformaður sagði f viðtali við Mbl. f gær, að flogið yrði eftir þörfum eða eftir þvf sem verkefni lægju fvrir. Hreinn sagði að starfsemin væri frekar róleg eins og er, en flogið hefur verið á hverjum degi. Myndi stjórnin síðan sjá til í FRUMVARP Gylfa Þ. Gíslasonar og fleiri um fslenzka stafsetningu var afgreitt frá neðri deild Al- þingis f gærdag. Var frumvarpið sfðan sent efri deild og var leitað afbrigða til þess að unnt yrði að fjalla um það í deildinni. Sjö þingmenn deildarinnar vildu veita afbrigði, en 4 voru á móti. Náði afbrigðið því ekki fram að ganga, þar sem 3/4 þingmanna verða að vera viðstaddir þingfund deildar er leitað er afbrigða við þingmannafrumvarp, en svo var ekki. Ef taka á þingmannafrumvarpj fyrir og því hefur ekki verið’ dreift sólarhring áður, þarf að leita afbrigða á að umræða um það sé opnuð. Þurfa þá 3/4 þing-1 manna að greiða því atkvæði að Monte Carlo, 14. maí. FráJakobi H. Möller. EKKI byrjaði dagurinn vel hjá fslensku spilurunum. Hjalti Ás- mundur, Guðmundur og Karl spiluðu við Bahama og töpuðu leiknum 8—12. Annað parið lenti f slæmri slemmu sem tapaðist og þar að auki fengu Bahamamenn tvær úttektarsveiflur. I átjándu umferð spiluðu Ás- mundur, Hjalti, Simon og Stefán á móti trum og tapaðist sá leikur einnig naumlega eða 9—11. í kvöld var svo mótherjinn Ital- ir og tapaðist sá leikur einnig en nú með núlli. Orðsending til Hafnfirðinga AÐ GEFNU tilefni vill bæjarráð Hafnarfjarðar taka fram að spurningalistar sem sendir hafa verið til ýmissa Hafnfirðinga að undanförnu með bréfhaus Hafn- arfjarðarbæjar eru ekki sendir út á vegum bæjarins, heldur af jafn réttisnefndinni í Hafnarfirði. Skrúfa Týs send utan ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda bakborðsskrúfu varð- skipsins Týs, sem skemmdist á dögunum, utan til viðgerðar f heilu lagi. Áð sögn Gunnars Ólalssonar er ekki Ijóst, hve viðgerð tekur langan tfma, en ætlunin mun verða að Týr fari f gæzlustörf innan tfðar á annarri skrúfunni. Þrátt fyrir missi skrúfunnar mun gang- hraði skipsins ekki minnka til mikilla muna eða eins og Gunnar sagði: Þrátt fyrir þetta verður Týr með gangmeiri varðskipunum. rólegheitum hverju fram yndi. Svo sem kunnugt er hafa fyrrum flugmenn Vængja h.f. stofnað með sér flugfélag. Hreinn var að þvi spurður, hvort flugmennirnir eða hið nýja félag þeirra hefði óskað eftir kaupum á einhverjum af flugvélum Vængja. Hreinn kvað það ekki vera en tók ekki ólíklega i að Vægir myndu selja flugvélarnar. Þó sagði hann eða benti á að fleira þyrfti en viljann til þess að kaupa flugvél Þá ræddi Mbl. við Viðar Hjálm- týsson einn af flugmönnum, sem unnu hjá Vængjum. Hann kvað afbrigði sé leyft, en sé um stjórn- arfrumvarp að ræða nægir að helmingur ljái afbrigði eyra. Frumvarpið um íslenzka stafsetn- ingu er þingmannafrumvarp og þvf fékkst ekki afbrigði á að fjalla um það í efri deiid í gær. Mun það — að þvf er Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis, tjáði blaðinu koma fyrir deildina án afbrigða á mánudag, þar sem ólik- legt er að þingfundir verði í dag. Ef þingmaður leggur fram breytingartillögu við frumvarp og hún er ekki komin fyrir þingið með dags fyrirvara, þarf einnig afbrigði og þar þarf einnig 3/4 þingmanna til þess að samþykkja afbrigðið. Hið sama gildir um breytingartillögu við breytingar- tillögu. Islendingarnir eru i 28. sæti með 175 stig eða 15 stigum undir meðallagi. Helgin verður erfið hjá sveit- inni. Þá á hún að spila við 4 þjóðir sem eru i efstu sætunum, Bret- land, Pólland, Frakkland og Þýzkaland. Fram að þessu hefir það raunar verið svo að best hefir verið spilað á mótisterkari þjóð- unum og vonum við að það haldi áfram. Kennarar Hagaskóla mótmæla z-frumvarpi KENNARAFÉLAG Hagaskóla hefur sent frá sér áskorun til Al- þingis um að fella frumvarp Gvlfa Þ. Gfslasonar o.fl. um að z skuli tekin upp að nýju. Áskorunin var undirrituð af 33 kennurum og benda þeir m.a. á, að verði frumvarpið að lögum, þurfi kennarar og nemendur að fást við þarflaus formsatriði í stað lifandi málnotkunar og fást við verkefni, sem meirihluta nem- enda hefur reynzt ókleift að ná tökum á. Leiðrétting á myndatexta RUGLINGUR varð á texta undir mynd á miðsfðu í blaðinu á mið- vikudag. Fyrirsögnin á grein Guð- mundar E. Sigvaldasonar, Kamar við Knebelsvörðu, var endurtekin undir myndinni, en þar átti að standa: Sæluhús Ferðafélagsins f Drekagili. félagsstofnunina enn ekki frá- gengna, þar sem aðeins hefði verið haldinn undirbúningsstofn- fundur og enn hefði félagið því ekki fengið nafn. Þá hafa flug- mennirnir enn ekki ákveðið hvort þeir kaupi flugvélar. „Við bíðum og sjáum, hvað Vængjamenn gera,“ sagði Viðar, „hvort þeir ætla að þrauka með einn mann eða hvað. Við skiljum þetta ekki öllu lengur." Viðar sagði að hug- mynd flugmannanna hefði aðal- Iega byggst á því að Vængir hefðu lýst yfir því að rekstri félagsins yrði hætt. Síðar kom á daginn, að Vængir ætluðu ekki að hætta, skiluðu ekki leyfunum, en lögðu reksturinn niður, þar sem ekki væri um áætlun að ræða. Þá sagði Viðar að einn þeirra félaga, Þórólfur Magnússon, væri hluthafi í Vængjum h.f og ætti hann því forkaupsrétt á öllu því hlutafé, sem losnaði eða yrði boðið til sölu. Þvf kvað hann hugsanlegt að flugmennirnir gætu keypt hluti í Vængjum í framtiðinni. Sæmilegur afli togaranna NOKKRIR togarar hafa landað f Reykjavík í vikunni og voru flestir með sæmilegan afla. Að sögn Þorsteins Sívertsen hjá Togaraafgreiðslunni, þá var skipting aflans nokkuð misjöfn. Sumir togaranna voru með þorsk f meirihluta, en aðrir karfa. ögri kom inn á mánudag og landaði þá alls 256 lestum. Af þessum afla voru 185 lestir þorskur, en 48 lestir karfi. Þor- móður goði landaði ennfremur á mánudaginn alls 1161estum. Landað var úr Narfa á þriðju- dag og miðvikudag um 162 lestum og var aflinn að mestu karfi. Bjarni Benediktsson kom síðan til hafnar á fimmtudag og var landað úr honum 247 tonnum, mest karfa. I næstu viku er von á nokkrum togurum m.a. Ingólfi Arnarsyni, Snorra Sturlusyni og Engey. Krían komin í Innri-Njarðvík KRIAN kom á Kóngsbænadaginn, sem henni ber, til Innri- Njarðvíkur. Maður, sem hringdi í Morgunblaðið, tilkynnti komu hennar f tjörnina þar. Að vísu kom krían 7. maí til Reykjavíkur, en þá varð hennar vart við Tjörn- ina. Vonandi boðar krian gott sumar að þessu sinni, svo sem aðrir vorboðar, sem flykkjast nú til landsins. — Friðrik Framhald af bls. 32 síðan á mistök, sem leiddu til þess að ég hafði peði meira. Þetta peð varð ég að gefa eftir seinna en var þá komin með svo sterkt frípeð að Timman réð ekki við stöðuna. Ég fórnaði drottningunni og það leiddi til þess að ég varð hróki yfir og Timman gaf skákina i 33. leik.“ Skák Karpovs og Browne.iór í bið og hafði Karpov þá yfir peð. Biðskákin var tefld i gær- kvöldi, og sagði Friðrik að Karpov ætti að geta náð vinn- ingi en það væri ekki auðvelt. Teflt er f Van Gogh safninu, en áhorfendur eru f stóru tjaldi fyrir utan safnið og er sjón- varpað þaðan úr skáksalnum. Sagði Friðrik að aðstæður væru allar mjög góðar og óvenju mik- il kyrrð fyrst áhorfendur væru ekki í skáksalnum. Að sögn Friðriks var áhorfendatjaldið troðfullt, og gizkaði Friðrik á að það tæki um 1000 manns. Fréttaritari Mbl. á Euwe- skákmótinu í Hollandi, Barry Withuis, sendi eftirfarandi frétt f gærkveldi af skák- mótinu: Fyrsta umferð í svokölluðu Euwe-skákmóti hófst hér f Amsterdam í kvöld. Þessi skák- viðburður er í tilefni 75 ára afmæli hins fyrrum heims- meistara í skák, en afmælið verður 20. maí. Nú er dr. Euwe forseti Alþjóðaskáksambands- ins. Skákirnar í gær voru milli heimsmeistarans Anatoly Karp- ov og Walter Brown, stórmeist- ara frá Bandaríkjunum, Friðriks Ólafssonar og Jan Tim- man Hollandsmeistara í skák. I fyrstu umferð tapaði Tim- man fyrir Friðriki. 20. leikur Timmans, Hbl—b5 voru mistök hans. Eftir þann leik átti Friðrik auðvelt með sigur, þrátt fyrir að Friðrik væri kominn í tímahrak. Skákin milli Brown og Karp- ov var spænsk byrjun, þar sem 20 leikir voru samkvæmt skák- bókum. Hvítur komst þó í tfma- þröng og tapaði hrók. Skákin fór tvisvar í bið. I dag tefla** saman Friðrik og Karpov, Tim- man og Brown. 1 AP-skeyti í gærkveldi segir að Friðrik hafi f síðasta leik sínum fórnað drottningu og hafi Timman þá gefizt upp. Hér fer á eftir vinningsskák Friðriks, sem hefur svart, Tim- man hafði hvítt. Skákskýringar eru eftir Margeir Pétursson: Timman — Friðrik ENSKI LEIKURINN 1. c4 — c5 2. Rf3 — Rf6 3. Rc3 — Rc6 4. g3 — d5 5. cxd5 — Rxd5 6. Bg2 — g6 7. Rxd5 — Dxd5 8. 0-0 — Bg7 9. d.3 — 0-0 (Þessi staða hefur oft komið upp áður en þá með skiptum litum) 10. Be3 — Bd7 (Ekki 10... Bxb2? 11. Rd4 — Dd6 12. Rxc6 — bxc6 13. Hbl og hvftur hefur yfir- burðartafl) 11. Rd4? (Fljótfærnislegur leikur. Eftir uppskiptin á hvítreitabiskupun- um verður kóngsstaða hvfts alltof veik eins og síðar kemur f ljós. Betra var 11. Dd2 og síðan Hfcl með jöfnu tafli). — Dd6 12. Rxc6 — Bxc6 13. Bxc6 — Dxc6 14. Hcl — De6 15. Bxc5 — Bxb2 (Svartur hefur þegar náð frumkvæðinu) 16. Hbl — Bg7 17. a4 (Ekki 17. Hxb7? vegna Dc6 og vinnur.) — Hfd8 18. Be3 (Svartur hótaði Hd5) — b6 19. Dd2 — Hd5! (Sterkur leikur, svartur hótar einfaldlega að leika Hh5 og sfðan Dh3 með óverjandi máti. Hvítur sér nú ekki fram á önnur úrræði en þau að gefa peð fyrir nokkurt spil) 20.^05 (Erfitt er að benda á aðra leiki hvitum til bjargar. 20. f3 gengur ekki vegna He5 og 20. f4 svarar svartur með Dd7 með framrásina e7 — e5 — e4 i huga.) — Hxb5 21. axb5 — Db3 22. Hcl — Dxb5 23. I)a2 — e6 24. Hc7 — a5 25. Hb7 — a4 26. Hxb6 (Hvítur hefur nú unnið peðið til baka, en það hefur tekið hann svo mikinn tíma að peð svarts á a-iínunni er orðið óstöðvandi) — Da5 27. Hbl — a3 28. d4 (Svartur hótaði Bb2 og síðan Dd5) — h5 29. h4 — Da4! (Svartur vinnur nú peð og þar með skákina.) 30. Hcl — Bxd4 31. Bxd4 — Dxd4 32. e3 — Db2 33. Hc2 — Dxc2! Hvítur gafst upp, því að hann verður að gefa Drottningu sfna fyrir a peð svarts. — Skilyrði Framhald af bls. 32 við og revnt er að finna lausn á deilunni. Frásögnin var byggð á við- tali sjónvarpsstöðvarinnar við forsætisráðherra, en filman og viðtalið náðu ekki í tæka tíð fyrir kvöldfréttatíma ITN, sem er klukkan 22. Flutti stöðin því stuttan útdrátt úr viðtal- inu. ITN bætti þvi við að tillög- ur forsætisráðherrans væru settar fram samtímis þvf að íslendingum reyndist það æ erfiðara að eiga f tré við brezku togarana og freigáturn- ar. Sérfræðingar lásu út úr frá- sögninni að orð Geirs væru til- raun til þess að leysa þann hnút, sem málið væri í. Morgunblaðið sneri sér til Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðherra í gærkveldi og spurði hann um þetta viðtal. Hann sagði að frásögnin væri í meginatriðum rétt, en hann hefði lagt á það áherzlu að Landhelgisgæzlan gæti áfram takmarkað veiðar Breta þannig að þær borguðu sig engan veginn fyrir þá og þær væru þeim tilgangslausar. Geir sagði að f raun væri ekkert nýtt í þessu viðtali, a.m.k. ekki fyrir Islendinga. Hér væri nánast um sömu ummælin að ræða og hann hefði viðhaft á Alþingi fyrir nokkrum dögum við umræður utan dagskrár. Þá sagði ráðherrann að Islend- ingar myndu ekki setjast að samningaborðinu með Bretum, nema þeir drægju herskip sin út úr 200 mílna landhelginni. Það væri grundvallarskilyrði. Ef þeir gerðu það yrði gengið úr skugga um það hvort hug- myndir þeirra um veiðiréttindi væru komnar niður á jörðina og væru að einhverju leyti f samræmi við það, sem við gætum sætt okkur við. Geir sagóist hafa sagt í við- talinu við ITN, er hann var spurður, hvort Islendingar myndu láta togarana í friði, ef herskipin færu burtu, að auð- vitað myndu Islendingar setja það skilyrði að haldið yrði uppi löggæzlu og að brezku togar- arnir hlýddu fyrirmælum varðskipanna. Þar sem viðtalið við Geir Hallgrímsson náði ekki frétta- tíma ITN í gærkvöldi eru líkur á að það verði sýnt í ITN f kvöld, en aðalfréttatími stöðvarinnar er klukkan 22. — Bretar velta Framhald af bls. 32 svæðið norður af Horni, en þar eru á þessum tíma uppeldis- stöðvar ungfisks. Fleiri togarar en brezkir voru að veiðum við landið í gær. 19 Þjóðverjar voru að löglegum veiðum, 4 Færeyingar og 3 Belg- ar. Þá ber að geta þess að skut- togarinn Southella H 40, sem brezka ríkisstjórnin hefur tekið á leigu af eigendum þess í Fleet- wood, J. Marr and Son, er 1.144 brúttórúmlestir að stærð. Skipinu er ætlað að koma f brezka verndarflotann hér við land. — Leifur Eiríksson Framhald af bls. 3 Blaðamannafélag íslands verið gefinn kostur á að senda einn og ennfremur utánrfkisráðu- neytinu og Reykjavíkurborg. Það skilyrði hefur verið sett að skipverjar safni alskeggi og eru þeir, sem ákveðið er að verði í förinni byrjaðir að safna. Þá mun áhöfnin klæðast vík- ingabúningum, og hefur Þjóð- leikhúsið lánað búninga, sverð og skildi frá alþingishátíðinni 1930. Eftir siglinguna upp East River er gert ráð fyrir að skip- verjar á Leifi Eiríkssyni sigli milli bæja nálægt New York og heimsæki m.a. Siglingaklúbba. — Humar Framhald af bls. 32 barst í gær frá Verðlagsráði sjávarútvegsins: Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins ákvað á fundi sinum i dag eftirfarandi lágmarksverð á ferskum og slitnum humri frá upphafi humarvertfðar til maí- loka 1976: 1. flokkur, óbrotinn humarhali, 25 g og yfir hvert kg. kr. 950.00. 2. flokkur, óbrotinn humarhali, 10 g að 25 g, og brotinn humar- hali, 10 g og yfir, hvert kg. kr. 490.00. Verðflokkun byggist á gæða- flokkun Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Verðið er miðað við, að seljandi afhendi humarinn á flutningstæki veiðiskips. Verðið var ákveðið með sam- hljóða atkvæðum alira nefndar- manna. Jafnframt var ákveðið, að gerð verði sérstök athugun á hráefnisflokkun, nýtingu og vinnslukostnaði við humar- vinnslu nú í maímánuði. Auk þess verði gerð samhliða athugun á olíukostnaði humarbáta. Athuganir þessar verða gerðar í samvinnu fulltrúa kaupenda og seljenda. Á grundvelli þessara athugana verður síðan ákveðið nýtt humarverð frá 1. júní n.k. til loka vertíðar. Afbrigði þarf % atkv. Þrír tapleikir í röð á Olympíumótinu í bridge

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.