Morgunblaðið - 15.05.1976, Blaðsíða 32
Al'GLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Jítorflunl>lR&i?>
AL'GLÝSINGASÍMINN ER:
22480
JHoreunblabib
LAUGARDAGUR 15. MAl 1976
MYND þcssi er tekin úr varúskipinu Oðni á Hvalbakssvæðinu f fyrri viku og sýnir Boston Lightening,
FD 14 og þyrlu frá olfubirgðaskipinu Tidepool. Þyrlan gerði þarna tilraun til þess að verja togarann,
með þvf að fylgja honum eftir.
151 humarveiðileyfi veitt:
Fá tæpa milljón
fyrir humartonnið
HUMARVERÐ fvrir komandi
vertfð var kunngjört af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins f gær. Fá bát-
arnir 950 krónur fyrir kg af 1.
flokks humri, eða tæpa milljón
fyrir tonnið. Er verðið nú 69,6%
hærra en það var f fvrra og 150%
hærra en það var í hitteðfvrra. 1
fyrra var verðið 560 krónur og 380
krónur sumarið 1974. 1 gær rann
einnig út frestur til að sækja um
leyfi til humarveiða á komandi
sumri. Barst 151 umsókn, þar sem
öllum skilvrðum var fullnægt.
Humarvertfðin við Suðurland
hefst á sunnudaginn. Heimilt er
að veiða 288 lestir.
Eftirfarandi fréttatilkynning
Framhald á bls. 31.
Sovétmenn óska leyfis til visindarannsókna í sumar:
Hyggjast flytja með sér
15 lestir af sprengiefni
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
hefur leyfi til þessara rannsókna
ekki verið veitt, en umsókn Sovét-
manna mun vera til athugunar
hjá stjórnvöldum. Sovézkir vís-
indaleiðangrar hafa áður verið
við rannsóknir hér á landi, sér-
staklega á árunum 1971 til 1973
18 vísindamenn við rannsóknir
á landi og sovézkt rannsóknaskip
við rannsóknir á landgrunni
SOVÉZKA vísindaaka-
demían hefur sótt um leyfi
til umfangsmikilla jarð-
fræðiathugana á íslandi og
við ísland í sumar. Mun
ætlun Sovétmanna, að
senda hingað um 18 vís-
indamenn, en jafnframt
rannsóknum á landi mun
fyrirhugað, að sovézkt
rannsóknaskip „Academic
Kurchatov“ vinni að rann-
sóknum á landgrunninu.
Það sem mesta athygli
vekur við þessa fyrirhug-
uðu komu sovézkra vís-
indamanna er, að þeir
hyggjast flytja með sér 15
lestir af sprengiefni, sem
nota á við þessar rann-
sóknir.
og mun ætlunin, að efnt verði til
ráðstefnu hér í sumar, þar sem
skýrt verður frá niðurstöðum
þeirra rannsókna.
Meðal þeirra verkefna, sem
sovézku vísindamennirnir
hyggjast vinna að hér á landi, er
að rannsaka byggingu jarðskorp-
unnar á ýmsum stöðum á landinu,
fylgja halla jarðlaga með berg-
málsmælingum og sjá hvernig eða
hvort þessi halli heldur áfram
undir gosbeltinu. Mun sprengi-
Bretar velta fyrir
sér að fara vestur
ÞRJÁTlU og einn brezkur togari
var að veiðum við landið í gær,
flestir á Hvalbakssvæðinu. Einn
var á siglingu til Englands.
Þessara togara gættu 14 verndar-
skip, freigátur og dráttarbátar.
Togaraskipstjórarnir skiptust í
gærmorgun á skoðunum um það,
hvort betra væri að vera áfram á
svæðinu fyrir austan, eða hvort
þeir ættu að flytja sig á svæðið
norður af Horni.
Togaraskipstjórarnír greiddu
atkvæði um það í gær, hvort þeir
ættu að flytja sig og varð sú skoð-
un ofan á með 19 atkvæðum gegn
12. Þrátt fyrir það kom upp ein-
hver ágreiningur meðal skipstjór-
anna og fluttu þeir sig ekki.
Höfðu þeir m.a. samband við
London til þess að ráðfæra sig við
menn þar og höfðu í gærkveldi
frestað siglingu vestur á bóginn
þar til í dag. Að sögn Gunnars
Ólafssonar hjá Landhelgisgæzl-
unni er það heldur litið illu auga,
ef skipstjórarnir flytja sig á
Framhald á bls. 31.
efnið eiga að notast við þessar
jarðskorpurannsóknir.
Forsætisráðherra í ITN:
Skilyrði
fyrir við-
ræðum
GEIR Hallgrimsson forsætis-
ráðherra sagði f viðtali við
brezku ITN-sjónvarpsstöðina í
gærkveldi, að íslendingar
væru reiðubúnir til viðræðna
við Breta um lausn á fiskveiði-
deilunni, ef Bretar drægju
herskipin út fyrir fiskveiðilög-
söguna og að togararnir
hlýddu varðskipunum og hífðu
inn veiðarfærin. Utdráttur úr
viðtalinu var fluttur í frétta-
tfma ITN f gærkveldi og túlkar
sjónvarpsstöðin ummæli for-
sætisráðherra, sem hann sé
með þessum tillögum að stinga
upp á óformlegu samkomulagi
á miðunum á meðan ræðst er
Framhald á bls. 31.
Solzhenitsyn kemur ekki
til Islands að sinni
RITHÖFUNDARAÐ bauð fyrir
skömmu rússneska rithöfund-
inum Alexander Solzhenitsvn til
tslands og var rithöfundinum
skrifað bréf þess efnis. Nú hefur
svarbréf borizt ráðinu, þar sem
þvf er lýst að Solzhenitsyn geti
ekki þekkzt boð Rithöfundaráðs,
þar sem hann sé önnum kafinn
við vinnu.
Samkvæmt upplýsingum
Indriða G. Þorsteinssonar, for-
manns Rithöfundaráðs, barst bréf
frá umboðsmanni rithöfundarins
þar sem þakkað var fyrir boðið til
íslands, en jafnframt tilkynnt að
hann væri nú önnum kafinn við
ritstörf og hefði því um sinn frest-
að öllum fyrirlestrarferöum. í
bréfinu var þess jafnframt getið
að um leið og Solzhenitsyn hugs-
aði sér til hreyfings á ný og hann
hefði lokið við núverandi verk-
efni, myndi Rithöfundaráði ritað
bréf og því tilkynnt um það.
Sá möguleiki, að Alexander
Solzhenitsyn komi til íslands, er
því ekki úr sögunni, þar sem að
því getur komið síðar. Indriði
sagði að bréfið hefði sem sagt
aðeins verið til þess að tilkynna
Rithöfundaráði um núverandi
hagi og fyrirætlanir hins rúss-
neska skálds.
Nimrodþoturnar
algerlega undir
brezkri stjórn
TÓMAS Tómasson sendiherra ís-
lands hjá Atlantshafsbandalag-
inu bar I gær fram fvrirspurn
hjá NATO um hvort Nimrodþot-
ur Breta væru vopnaðar, í kjöl-
far atburðanna á miðunum á
miðvikudag. Að sögn Harðar
Helgasonar skrifstofustjóra ut-
anrfkisráðunevtisins var svar
NATO á þá leið að Nimrodþot-
urnar væru algerlega undir
brezkri stjórn og einu tilfellin,
sem þær hefðu samband við
NATO væri ef þær rækjust á
eitthvað óvenjulegt á ferðum sín-
um. NATO gæti því ekki svarað
þvf hvort þoturnar væri vopnað-
„Fékk frípeð, sem
Timman réð ekki við”
r
— segir Friðrik Olafsson um
vinningsskák sína á Euwe-mótinu
Sigurskák Friðriks
með skf ringum á bls, 31.
□----------------------------□
„ÉG GET nú ekki kvartað vfir
bvrjuninni, en það er vissara að
spá sem minnstu um framhald-
ið,“ sagði Friðrik Olafsson stór-
meistari þegar Morgunblaðið
náði tali af honum úti I Amster-
dam í Hollandi f gærkvöldi.
Friðrik var þá fyrir nokkru
stiginn upp frá taflborðinu, þar
sem hann vann góðan sigur yfir
Hollendingnum Timman f 33
leikjum og tók þar með foryst-
una f Euwe-skákmótinu. I dag
teflir Friðrik við heimsmeistar-
ann Anatoly Karpov og hefur
hvftt og á morgun teflir hann
með svörtu gegn Bandarfkja-
manninum Browne.
„Þetta var allt í jafnvægi til
að byrja með, en töluverð
undiralda í skákinni," sagði
Friðrik þegar við spurðum
hann um skák hans gegn Tim
man.“ „I 20. leik urðu Timman
Framhald á bls. 31.
ar.