Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAl 1976 sem væri á næsta leiti, en það bar engan árangur. Til dæmis um sof- andaháttinn í þessum málum, þá var Norðurlandaráðstefna haldin hér á tslandi, og þegar ráðherrar hinna Norðurlandanna tóku sér tíma til að ræða fíniefnavandamál sinna landa töldu islenzkir ráða- menn ekki ástæðu til. að sitja fundina þar sem ekkert slíkt vandamál væri til á íslandi. — Einnig boðaði ég til fundar ásamt mörgu ungu fólki sem vissi sitt hvað um þessi mál hér, með fulltrúum allra fjölmiðla og var það höfuðbón min að þeir lyftu sér upp fyrir allan pólitískan rig og æsifréttatilhneigingar og hjálpaði okkur til að kynna þetta mál hér á landi á réttan hátt. — Þessi fundur sprakk gjör- samlega i andlitið á mér, sagði Guðlaugur, þar sem hin pólitísku og fréttaflutningslegu sjónarmið voru gjörsamlega Iátin sitja í fyr- irrúmi. — Ekki get ég lokið við þennan þátt án þess að geta Kristjáns Péturssonar sem ötullega hafði barist frá upphafi fyrir traustri löggæzlu til þess að uppræta skipulagða dreifingu fíkniefna sagði Guðlaugur. Hann talaði einnig fyrir daufum eyrum. — Allir vita nú hvernig þessum málum er háttað. — Við hérna hjá Karnabæ ráð- um engan starfsmann án þess að gera honum það fyllilega ljóst að neyti hann fíkniefna eða umgang- ist hópa af fólki sem geri slíkt, óskum við ekki eftir starfskrafti þeirra. Ein af hljómplötudeildum Karnabæjar. Verri hliðar popp- byltingarinnar — Jú, ýmislegt slæmt fylgdi þessari poppbyltingu, agði Guð- laugur. Fíkniefnaneyzla var orðin Séð yfir fatadeildina f Austurstræti. (Ljósm. Friðþjófur). Karnabær 10 ára: „ Ahugamál og stolt okkar að framleiða íslenzkan tízkufatnað” Stofnun Karnabæjar — Fyrsta ástæðan fyrir að ég fór út í þetta var að ég hafði heyrt um John Stephen sem hafði keypt gamla bjórkrá í Carnaby Street í London og setti þar upp tízku- verzlun, sagði Guðlaugur. Þessi tízkuverzlun var í takt við popp- byltinguna, sem var að hefjast um þessar mundir. — Mér, ásamt félaga mínum Birni Péturssyni og Jóni Baldurs- syni, datt strax í hug að fram- kvæma þetta hér á Islandi. En þar sem við vorum heildsalar þá hugs- uðum við fyrst og fremst um að selja þessa vöru öðrum verzlun- um. Við sömdum því við nokkrar verzlanir um að kaupa vöruna af okkur, þegar við værum búnir að fá hana. Svo fórum við og keypt- um þessa vöru sem átti að vera til eftir nokkra mánuði. En þegar til kom þá þorðu verzlanirnar ekki út í málið og við urðum að stofna Karnabæ til að geta selt vöruna okkar. — Fyrsta verzlunin var að Týs- götu 1. Þar átti mesta baráttan sér stað fyrir tilveru þessarar bylting- ar í landinu, sagði Guðlaugur. Á þessum tíma er hægt að segja að tízkan hafi komið hingað svona 6 mánuðum til ári eftir að hún var á toppnum erlendis. Við byrjuðum strax með vörur sem allar tízku- verzlanir ungs fólks í heiminum voru að berjast um. — I þrjú ár vorum við alveg einir. Enginn trúði á framtíð þess- arar byltingar sem nú vissulega er orðin stórkostleg staðreynd. Skódeild Karnabæjar. Fegurðarsamkeppni — ekki fyrir fegurðina eina — Þá beittum við hjá Karnabæ okkur einnig fyrir stefnubreyt- ingu í fegurðarsamkeppnum. Við létum kjósa fulltrúa ungu kyn- slóðarinnar á skemmtun sem haldin var í Austurbæjarbíói ásamt vinsælustu hljómsveit landsins. — Sú nýjung var höfð í vali á fulltrúa ungu kynslóðarinnar að dómnefndin átti að meta kepp- endur fyrst eftir persónuleika, síðan eftir hæfileikum og að síð- ustu eftir útliti. Vildum við með þessu undirstrika fyrir ungu fólki að ekki nægir útlitið eitt. Upphaf starfseminnar — Starfsemin hjá Karnabæ hófst raunverulega með því að við stofnuðum hlutafélag og opnuð- um búð að Týsgötu 1 16. maí fyrir 10 árum, sagði Björn Pétursson. Verzluninni var vel tekið og var vörusalan á þessum sjö mánuðum árið 1966 tæþlega 5 milljónir kr. Þá var eingöngu seldur fatnaður og svo til allur innfluttur frá Bretlandi. Þá sagði Björn að tæpu ári eftir að verzlunarreksturinn hófst var stofnúð ný verzlun að Klapparstíg 37. Var áformað að selja þar snyrtivörur og hljómplötur. — Ekki reyndist þó hægt að byrja að selja hljómplötur þá, því að um þá verzlunargrein var þröngur hringur sem ekki tókst að rjúfa. í þess stað var farið að selja skó. segja eigendurnir Björn Pétursson. Á SUNNUDAG, 16. mai voru liðin 10 ár frá því að tízkuverzlunin Karnabær var stofnuð. Hófst verzlunar- reksturinn í lítilli verzlun á Týsgötu 1, en hefur á þessum 10 árum vaxið og dafnað mjög. Karnabær rekur nú stærstu tízkuverzlanir á landinu auk þess sem fyrirtækið er meóal stærstu fataframleiðenda landsins. í upphafi verzlunarrekstursins voru allar vörur innfluttar, en nú er svo komið að um 40% vörusölunnar er eigin fram- leiðsla. Morgunblaðið kom að máli við eigendur fyrirtækisins, þá Björn Pétursson og Guðlaug Bergmann, til að ræða við þá um þróun fyrirtækisins á þessum 10 ára ferli. Guðlaugur Bergmann. Sævar Baldursson fulltrúi. Hann hefur starfað hjá Karnabæ 110 ár. Popp-byltingunni líkt við Viet-Nam — A þessum árum stóð maður i miklu meira heldur en bara gera þennan fatnað að tízku, heldur Guðlaugur áfram. Ég þurfti stöð- ugt að berjast við forkastanlega fordóma eldri kynslóðarinnar, t.d. varðandi hársídd karla, skegg, popptónlist svo eitthvað sé nefnt. T.d. sagði Sigurlaug Bjarnadóttir núverandi alþingismaður í blaða- grein, að þún líkti popp- byltingunni við styrjöldina i Viet- Nam og dómana yfir rithöfundum í Rússlandi. Og hún taldi einnig að e.t.v. gæti eitt og eitt efni í sæmilega tónlistarmenn leynst meðal þessa öskrandi hljómlista- manna. Á sama tíma kepptust menn eins og Leonard Bernstein og Stravinsky við að hrósa sömu mönnum í stórblöðum eins og Time og Newsweek, og líktu þeim jafnvel við hina stóru meistara. staðreynd erlendis. Því sá ég að ekki var nema eðlilegt að hún myndi berast hingað eins og aðrir straumar og því þurfti eitt- hvað að gera til varnaðar. — Fyrir utan það að ræða við flest það unga fólk sem ég hafði samband við reyndi ég að ræða við valdamenn og leiða þeim fyrir sjónir þessa geigvænlegu hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.