Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 40

Morgunblaðið - 18.05.1976, Side 40
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 IIPps JWor0unl>In?iil> ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1976 Siglufjörður: AlV&rlfiff heilahimnubólgu- tilfelli meðal barna ALVARLEG heilahimnubólgutilfelli hafa undanfarið komið upp með- al harna f Siglufirði. Hefur á skömmum tíma orðið að flvtja 5—6 börn með sjúkraflugvélum f sjúkrahúsið á Akurevri af þessum sökum, og einnig hefur Morgunblaðið heyrt að svipaðra tilfella hafi orðið vart á Sauðárkróki og f Vestmannaeyjum. Samkvæmt upplýsingum land- iæknis virðist hér vera baktería á ferð, því að tekizt hefur að lækna börnin með lyfjagjöf þegar i sjúkrahús hefur verið komið. Er nú verið að rækta bakteríuna en niðurstöður hennar liggja enn ekki fyrir. Landlæknisembættinu höfðu ekki borizt fregnir af heilahimnu- bólgutilfellum af öðrum stöðum, og gat starfsmaður landlæknis sér til, að ef slík tilfelli hefðu komið upp annars staðar þá væri það ekki í sama mæli og í Siglufirði, því að annars mætti búast við þvf að embættið hefði verið látið vita, líkt og var um tilfellin f Siglu- firði. Brezki togaraflotinn aftur á Austfjarðamið Brezku togaraskipstjórarnir vilja tvö veiði- Alþingi: Námsmenn í ryskingum við þingverS Stúdent hélt reiði- lestur af þingpöllum um námslánin SÁ óvanalegi atburður gerðist f gær kl. rúmlega 7 að ungur maður úr hópi pallgesta hóf mikinn reiði- og skammarlest- ur yfir þingmönúum og ráð- herrum. Þegar þingverðir hugðust fjarlægja manninn sló hópur pallgesta, allt háskólastúdentar, skjaldborg í kringum ræðumann og hindruðu þingverði og lög- reglumenn f að ná til hans. Námslánafrumvarp mennta- málaráðherra var á dagskrá í neðri deild, og hafði Svava Jakobsdóttir, alþingismaður, nýlokið að mæla fyrir Framhald á bls. 39 svæði — annað stöðugt en hitt hreyfanlegt BREZKU togaraskipstjórarnir samþvkktu við atkvæðagreiðslu f gærdag að yfirgefa Vestf jarðamið og halda á nýjan leik á miðin fyrir Austfjörðum. Brezku togar- arnir héldu vestur með Norður- landi á laugardag og gátu hafið veiðar Iftillega á sunnudag, en sfðan hefur verið þar bræla og nánast engin veiði. Olli það þess- um skvndilegu sinnaskiptum tog- araskipstjóranna, að þvf Land- helgisgæzlan sagði f gær. Það var um þrjú leytið í gærdag að atkvæðagreiðsla fór fram með- al togaraskipstjóranna hvort þeir skyldu halda aftur austur eða vera kyrrir fyrir vestan. Var til- lagan um að haldá aftur á Aust- fjarðamið samþykkt með 18 at- kvæðum gegn 8 en 6 skipstjórar sátu hjá. Var talsverður urgur meðal þeirra skipstjóra, sem und- ir urðu í atkvæðagreiðslunni, með þennan þvæling fram og til baka. Samkvæmt upplýsingum frá Bretlandi ætlaði brezki veiðiflot- Framhald á bls. 39 Meiri afli nú í stærstu verstöðvunum en í fyrra VETRARVERTIÐ er lokið suðvestanlands eða frá 15. maí að telja, enda þótt nokkrir bátar haldi enn Hrapaði í klettum ÞAÐ SLYS varð f hlfðum Ingólfs- fjalls um hálffjögurleytið í gær, að 16 ára piltur, sem var f eggja- leit ásamt fleiri unglingum, hrapaði f klettum og rann sfðan drjúgan spotta niður skriður. Var lögreglan á Selfossi strax kölluð til, og pilturinn ffuttur á sjúkra- húsið á Selfossi. Hann var mjög mikið skorinn á höfði og fótum og auk þess talið að hann hefði fót- brotnað. Þá fékk hann mikið höfuðhögg og mun hafa rotazt við fallið, en hann rankaði fljótlega við sér. áfram veiðum. Ljóst er að útkoman á vertíðinni er slök en engu að síður hefur í nokkrum stærstu ver- stöðvunum komið meiri afli á land nú en á vertíð- inni í fyrra, og það þrátt fyrir að hálfur mánuður félli að mestu úr f febrúar vegna verkfalla. Vestmannaeyjar: Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Sigurgeir Jónasson, fréttaritari Mbl., aflaði sér í gær, mun heildaraflinn í Eyjum frá áramótum og fram til 15. þ.m. vera um eða yfir 22 þús- und tonn en var í fyrra 21.400 tonn. Þórunn Sveinsdóttir er afia- hæst nú eins og f fyrra með 977 tonn, og er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem skipstjóri báts- Framhald á bls. 39 Gamla bíó til sölu GAMALT og gróið kvikmvndahús f borginni hefur verið auglýst til sölu. Eftir upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er hér um að ræða Gamla bfó, en f samtali við Morgunblaðið f gær vildi Hilmar Garðarsson, einn af eigendum kvikmvndahússins, ekkert um þessa sölu segja né hvað ástæður lægju þar að baki. Eftir því sem blaðið kemst næst munu figendurnir vilja fá allt að 200 milljónir króna fyrir húsið ásamt þeim viðskiptasamböndum sem húsið hefur við erlend kvik- myndadreififélög. Kunnust þessara fyrirtækja sem Gamla bíó skiptir við eru Metro- Goldwin-Meyer og Walt Disney- kvikmyndafélögin. Tvísýnt um örlög z-unnar í efri deild „Fiskgengdin líklega i en í fyr 30% minnt ra — segir aflakóngur vetrarvertíðarinnar, Sigurður á Skarðsvík SH FISKGENGDIN fer minnkandi með hverju árinu og ætli hún hafi ekki verið 30% minni í vetur en á vertfðinni f fyrra,“ sagði aflakóngur á nýlokinni vetrai .ertfð, Sigurður Krist- jónsson á Skarðsvfk SH frá Hellissandi, f samtali við Morg- unblaðið f gærkvöldi. Miðað við 15. maf s.l. fiskaði Skarðsvfk á vertíðinni 1054 lestir að afla- verðmæti 50—60 milljónir króna. Sigurður hefur verið aflakóngur á fjórum af fimm sfðustu vertfð- um og sá skip- stjóri, sem fært hefur á land mest afla- verðmæti á a.m.k. síðustu 5 vertfðum. Vertfðin 1972 var sú bezta hjá honum, þá fékk hann 1800 lestir. Sigurður sagði í samtali sfnu Sigurður á Skarðs vfkinni. við Mbl., að það væri eins og togaraflotinn hreinsaði upp fiskgöngurnar alveg frá því þær kæmu upp að landinu. Það væri því alltaf minna og minna af fiski sem gengi á grunnslóð og hiutur bátanna minnkaði stöðugt. „Þetta er bara hrafl sem bátarnir fá miðað við það sem gerðist hér áður fyrr.“ Það er þó yfirleitt ágætisfiskur, sem bátarnir fá, að sögn Sigurðar og Framhald á bls. 39 LITLAR Ifkur voru á þvf f gær- kvöldi að Z-frumvarpið hlyti afgreiðslu frá efri deild alþingis fyrr en f fyrsta lagi seinni hluta dags f dag. 1 gær kom fram breyt- ingartillaga við frumvarpið sem Jón Helgason fiytur ásamt 6 öðr- um þingmönnum efri deildar, og er breytingartillagan efnislega samhljóða frumvarpi til laga um sama éfni sem menntamálaráð- herra lagði fram fyrr á þinginu. 1 efri deild sitja 20 þingmenn, þannig að flutningsmenn breyt- ingartillagnanna þurfa enn að tryggja sér stuðning þriggja þing- manna f deildinni til að fella þingmannafrumvarpið á jöfnum atkvæðum. í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að fyrsta grein orðist svo: „Menntamálaráðuneytið setur reglur um ísl. stafsetningu." í öðru lagi er gert ráð fyrir breyt- ingu við 3ju grein þess efnis, að ráðuneytið skuli leita tillagna nefndar sérfróðra aðila, sem nánar verði ákveðið hvernig skip- uð skuli, um setningu slfkra reglna. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því, að áður en slikar staf- setningarreglur verði settar af ráðuneytinu skuli leitað sam- þykkis alþingis fyrir þeim f formi þingsályktunar. í gærkvöldi var fyrsta umræða um frumvarpið f efri deild, og þegar blaðið hafði síðast fréttir Framhald á bls. 39 Kristján og Haukur: Vilja verja eigið mál MÁL það, sem nýlega var höfð- að á hendur þeim Kristjáni Péturssvni deildarstjóra f toll- inum á Keflavfkurflugvelli og Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni f Kefla- vfk fyrir meint misferli f opin- beru starfi, hefur verið tekið til dómsmeðferðar og Sigur- berg Guðjónsson fulltrúi bæj- arfógetans f Kópavogi skipað- ur setudómari. Þeir Kristján og Haukur ósk- uðu eftir því að verða eigin Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.