Morgunblaðið - 23.06.1976, Page 2

Morgunblaðið - 23.06.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1976 Eyjar: Oóra adgrafa pottbrauðin upp úr ösku og hraunmassanum. Rúgbrauðsbakstur í nýja hrauninu mundi hann nafnið, en eftir að hafa flett myndaskrá lögreglunn- ar, gát hann bent á manninn. Rannsóknarlögreglan ætlar að ræða við kauða í góðu tómi, en hún veit af honum á öruggum stað, á Litla-Hrauni. Spá Þjóðhagsstofnunar: Heildarþorskafli verður 290—320 þúsund tonn í ár ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur, að öllu óbreyttu, að heildarþorskafli á tslandsmiðum á þessu ári muni nema um 290—320 þúsund tonn- um, samanborið við 370—380 þúsund tonn sfðastliðin 3 ár. Fiskifræðingar hafa sem kunnugt er margsinnis sett fram þá skoð- un, að heildarþorskafli megi ekki fara fram úr 280 þúsund tonnum á þessu ári. 1 nýútkominni skýrslu Þjóðhagsstofnunar um ástand og horfur f efnahagsmál- um þjóðarinnar er talið Ifklegt, að þorskafli tslendinga á þessu ári muni verða á bilinu 240—260 þúsund tonn og Þjóðhagsstofnun telur, að þorskafli útlendinga muni nema um 60 þúsund tonn- um. 1 skýrslu Þjóðhagsstofnunar segir, að miðað við þorskafla okk- ar á tfmabilinu maí-desember 1975 og sókn og aflabrögð það sem af er þessu ári, gæti þorskafl- inn á síðari hluta ársins orðið svipaður og í fyrra en þar með yrði ársaflinn 250—260 þúsund tonn en var 267 þúsund tonn á sfðasta ári. I skýrslunni segir, að þótt áhrifa friðunaraðgerða kunni að gæta á næstu mánuðum f rfkara mæli en til þessa sé ólík- legt, að þorskafli minnki um meira en 20—25 þúsund tonn á þessu ári, nema veiðar verði stöðvaðar um tíma eða aflamörk sett. Valdi hér mestu um, hve sóknarþunginn sé mikill. I skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þetta efni segir m.a.: „Með þessum dæmum um þorskafla 1976 er einungis reynt að ráða í framvinduna í ár, eftir því sem séð verður að svo stöddu, en ekki lagður dómur á, hvaða aflamagn sé skynsamlegt eða æskilegt með tilliti til veiðiþols þorskstofnsins í framtíðinni. Hins vegar ber nú brýna nauðsyn til að semja áætlun um aflamöguleika okkar til nokkurra ára, meðal annars á grundvelli aflans í ár, en könnun á aflamöguleikum og efnahagslegum afleiðingum mis- munandi fiskverndarleiða er í senn undirstaða skynsamlegrar stjórnunar á fiskveiðum og þjóð- hagsáætlunar fyrir næstu ár. Verk þetta þarf þvf að vinna í sameiningu af fiskifræðingum og hagfræðingum f samráði við aðila innan sjávarútvegsins, og á næstu mánuðum verður lögð sérstök áherzla á þetta verkefni." EYJAMENN kanna nú ýmsa möguleika til þess að nota jarðhit ann sem nýja hraunið hefur að geyma og auk þess að nýta hita hraunsins tit upphitunar húsa og ræktunar skraut- og nytjajurta i hrauninu með góðum árangri þá hefur hraunið einnig boðið upp á bakstur á beztu pottbrauðum. Meðfylgjandi myndir tók Sigurgeir i Eyjum i Rúgbrauðshæðum eða Bakarabrekkunni i nýja hrauninu, en þar er nægur hiti til brauð- baksturs og hafa nokkrar frúr i Eyjum hagnýtt sér þessa ódýru orku og niðurstaðan er skinandi góð brauð eftir bakstur i hundrað stiga heitum hraun- og öskubingn- um. Á myndinni er Halldóra Ulfars dóttir að grafa upp kirnur með þremur brauðum eftir nokkurra tima bakstur, en hún hefur bakað þarna i 1 'h ár og það er dóttur- dóttir hennar og nafna sem er að hjálpa ömmu sinni við baksturinn. Dóra litla að smakka á sælgætinu, sjóðheitu úr hrauninu. Rætist úr fyrir skólafólk HELDUR hefur ræfzt úr hjá vinnumiðlunum stúdenta og menntaskólanema sfðustu daga, og mest hefur fólk verið ráðið f byggingarvinnu. „Þetta hefur gengið bærilega sfðustu daga,“ sagði Ingólfur Gfslason hjá Vinnumiðlun menntaskólanema, „það eru 50 á skrá hjá okkur núna. en fyrir viku voru þeir helmingi fleiri. Þetta eru svona 30 stúlkur og 20 piltar. Þetta hefur tekið góðan kipp og eins hefur fólk getað útvegað sér vinnu án okkar að- stoðar, en þetta er sem sagt allt á hreyfingu. Það er mest um það að vinnuveitendur hafi samband við okkur og að undanförnu hefur þetta gengið þannig að flestir piltanna hafa fengið vinnu f bygg- ingarvinnu en stúlkurnar við af- greiðslu ýmiss konar og garð- yrkju.“ Gnitanesmál- ið dömtekið GNITANESMÁLIÐ svokallaða var dómtekið hjá sakadómi Reykjavikur f gær. Að sögn Har- alds Henrýssonar sakadómara, er dóms að vænta innan þriggja vikna. Meðdómendur Haralds f málinu eru Páll Hannesson og Skúli Norðdahl. Gylfi Kristinsson hjá Vinnu- miðlun stúdenta sagði í samtali við blaðið í gær að þetta væri svipað og s.l. ár. „Nú fengum við 130 manns á skrá hjá okkur,“ sagði hann, „en við erum búnir að útvega 48 vinnu og 52 hafa getað útvegað sér sjálfir þannig að við erum nú með 30 manns á skrá, mest stúlkur. Það er talsvert um atvinnutilboð til stutts tfma og við reynum þá að samræma þar á milli og f því er aðalvinnan fólgin hjá okkur á miðluninni. Við reiknum með að hafa fastan starfsmann út mánuðinn, en síðan mun starfsstúlka stúdentaráðs væntanlega sjá um málið. Síminn hjá okkur er 15959.“ Nokkur hundruð miðar óseldir á Cleo Laine Nokkur hundruð miðar aí liðlega 2000 eru óseldir á tón- leikana hjá Cleo Laine, en þeir verða haldnir í Laugardals- höllinni 29. júni og eru síðasti dagskrárliður Listahátíðar 1976. Þeir miðar sem eru óseldir verða seldir sunnudag- inn 27. júní í miðasölu Listahá- tíðar, en hún er lokuð þangað til. Hollenzka ylræktartilboðið: 26% meiri ræktun með nýrri lýsingu FIMM manna sendinefnd fer á næstunni til Hollands til að kynna sér ný atriði sem fram hafa komið varðandi fyrirhugaða smfði 3‘A hektara gróðurhúsa til ræktunar á chrysanthemum- stiklingum til útflutnings. Hollenzk nefnd er stödd hér um þessar mundir til þess að kynna þessar nýjungar sem fela m.a. í sér gjörbreytt lýsingarkerfi sem ætti að spara sem svarar 1 millj. gyllina 67 millj. ísl. kr. á ári. Er þetta hreyfanlegt ljóskerfi og birtan nýtist betur, en notar meiri orku. Ljósmagnið eykst og fram- leiðslan að sama skapi. Er talið að þetta nýja Ijóskerfi geti tvöfaldað framleiðsluna í mesta skammdeg- inu en meðalaukningin allt árið yrði 26%. Nefndin sem heldur til Hollands ætlar að kynna sér þetta nýja kerfi, ræða við byggjendur vermihúsa og kynna sér verðlag á chrysanthemum. Hollenzka nefndin, sem hér hefur verið und- anfarna tvo daga, hefur átt við- ræður við Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra, Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóra, Björn Sigurbjörnsson og fleiri sérfræðinga í þessum málum. Þeir sem til Hollands fara eru Galdrar ARIÐ 1972 var ítaiskri harmon- iku stolið frá manni hér i borg. Harmonikan fannst ekki þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu og hafði eigandinn sætt sig við miss- inn. Svo var það fyrir nokkru, að sjónvarpið flutti þátt með hljóm- sveitinni Galdrakörlum. Eigandi nikkunnar horfði á þáttinn og tók heldur betur viðbragð, þegar hann sá allt í einu einn hljómlist- armanninn þenja nikkuna góðu. Hafði hann samband við rann- sóknarlögregluna og sagði henni frá grunsemdum sínum. Lýsti hann nikkunni nákvæmlega og lagði fram myndir af sér 13 ára, spilandi á hljóðfærið. Var nú tal haft af hljómlistarmanninum og kom allt heim og saman, hann hafði keypt harmonikuna af manni einum árið 1972. Ekki dr. Björn Sigurbjörnsson, Óli Val- ur Hannesson, dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, Arni Kristjánsson að- alræðismaður Hollands og Rafn Johnson fulltrúi umbjóðenda Philips á íslandi, en það fyrirtæki hefur hannað Ijósakerfið. Eftir heimkomuna frá Hollandi mun væntanlega liggja fyrir ákveðið tilboð um smíði vermihúsanna. Björn Sigurbjörnsson sagði i A MANUDAGSKVÖLDIÐ var 16 ára piltur tekinn fyrir ávís- anafals f veitingahúsinu Röðli. Hann hafði stolið ávfsanahefti frá frænda sfnum og var búinn að falsa 7 ávfsanir samtals að upphæð um 20 þúsund krónur. Pilturinn er sfbrotaungling- ur. Hann varð 16 ára f febrúar s.l. og sfðan hefur hann setið þrisvar f gæzluvarðhaldi, sam- tals f 57 daga. Hann hefur byrj- að afbrotaiðjuna strax og hann losnar. Daginn eftir að hann slapp úr 30 daga gæzluvarð- haldi var hann handtekinn fyr- ir ávfsanafals og úrskurðaður f 20 daga gæzluvarðhald. Cr þvf slapp hann s.l. föstudagskvöld, og ekki voru liðnir nema þrfr dagar þar til hann var gripinn aftur. í þetta sinn var pilturinn ekki úrskurðaður i gæzluvarð- hald, heldur sleppt aftur í gær- morgun eftir eina nótt í fang- elsi. Hann þarf nauðsynlega að komast I meðferð hjá geðlækn- um, en rannsóknarlögreglu- maðurinn, sem var með mál piltsins, fékk þau svör á Kleppi að erfitt væri að taka hann inn fyrr en eftir 4 mánuði. Á meðan gengur hann laus, og af fyrri reynslu býr rannsóknarlögregl- spjalli við Morgunblaðið að nýja tilboðið væri mjög svipað þvi fyrra nema að til greina kæmi þetta nýja lýsingarkerfi, sem virt- ist bjóða upp á mun betri rekstrarmöguleika. Kvað hann þrjá menn fara utan á vegum hins opinbera til þess að kanna þessi mál nánar, m.a. fá betri upplýs- ingar um ræktunarskilyrði við þessa lýsingu sem um er að ræða. an.sig undir það að hafa marg- sinnis afskipti af honum á tima- bilinu, nema þá að dómar verði gengnir í málum hans og piltur- inn sendur i afplánun á Litla- Hraun. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við Lárus Helgason yfirlækni á Kleppi og spurði hann hvers vegna svo löng bið væri eftir geðrann- sókn. „örn Höskuldsson," sagði Lárus, „hafði samband við mig í dag og bað um að þessi um- ræddi piltur yrði tekinn til meðferðar á lokaðri deild hjá okkur, en við höfum aðeins eina deild sem er lokuð með mikilli gæzlu, en aðrar deildir eru opnar. Ég tjáði honum að það væri sjálfsagt að taka hann strax inn til athugunar og for- skoðunar á göngudeild, sem er opin deild, strax næstu daga, en siðan yrðu niðurstöður á þeirri rannsókn að ráða því hvort eðli- legt væri að maðurinn færi inn á lokaða deild. Það er rétt að venjuleg bið á lokaða deild er allt upp í 3—4 mánuðir, en ef mikið liggur við er reynt að hliðra til að sjálfsögðu, en fyrst verðum við að ganga úr skugga Framhald á bls. 27 16 ára síbrotapiltur: Sleppt eftir þríðja gæzlu- varðhaldið á árinu Heldur uppteknum hætti \ið afbrotin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.