Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNl 1976 3 ÞAÐ voru óvæntir og gleðilegir fagnaðarfundir i Casa Nova í Menntaskólanum í Reyk.iavík nú fyrir skömmu er þar hittust landskunnar systur í fyrsta skipti í 13 ár. Hér er um að ræða engar aðrar en þær Hallbjörgu og Steinunni Bjarnadætur, sem eru kunnar fyrir hæfileika sína á ýmsum sviðum. Hallbjörg er sennilega þekktust sem söng- kona, en ýmislegt annað hefur hún þó tekið sér fyrri hendur og Steinunni eða „Steinku stuð“ þekkja allir eftir að hún söng lagið „Stína stuð“ inn á plötu. Hallbjörg er hingað komin ásamt manni sinum Fischer til að setja upp málverkasýningu og sýna þau nú sameiginlega í Casa Nova út mánuðinn. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti þær systur að máli I Casa Nova, þar sem þær voru önnum kafnar við að taka á móti gest- um en gáfu sér þó örlítinn tima til að rabba um ýmislegt sem á daga þeirra hefur drifið. „Ég hreint og beint þekkti hana Steinunni ekki,“ sagði Hallbjörg, „enda hafði ég ekki minnstu hugmynd um að hún væri stödd hér. Hún labbaði sér einfaldlega inn á sýninguna og ég varð hreinlega orðlaus þegar ég komst að því að þetta var engin önnur en hún Steina syst- ir.“ Þær sögðust vera mjög ánægðar með að hittast nú loks eftir þennan langa tíma og gamlir vinir þeirra og kunn- ingjar streymdu til þeirra og rifjuðu upp gamlar minningar. Hallbjörg hefur búið I Banda- ríkjunum alla tíð frá því hún fluttist utan fyrir 17 árum. „Það er ákaflega gott að vera listamaður I Bandaríkjunum, og ég hef málað mikið og tekið þátt í mörgum samsýningum. Auk þess hef ég gert mikið af því að syngja og skemmta og aldrei verið myndarlegra." Steinunn býr hins vegar í London og er gift skozkum manni. „Mér líkar með afbrigðum vel að búa á Bretlandi," sagði hún, „og það er alltaf mikið um að vera á mínu heimili og geysi- legur gestagangur. Ég hef kom- ið nokkrum sinnum heim eftir að ég fluttist utan og hef þá gert töluvert af því að syngja og skemmtun eða að bregða á leik á annan hátt. „Það er aldrei að vita hvað okkur dettur í hug,“ sagði Steinunn og sendi systur sinni tvírætt bros og Hallbjörg sagði: „Já, vissulega yrði það stórkost- legt að fá að syngja með Steinu og kannski komum við heim aftur eftir 2—3 ár... Að lokum voru þær spurðar strákarnir í hljómsveitinni Change og ýmsir brezkir tón- listarmenn sem munu aðstoða mig við þessa upptöku." — „Ég mun halda áfram á sömu braut og áður, þ.e.a.s. mála, sýna, syngja og skemmta," sagði Hallbjörg. „Við hjónin höfum komið okkur upp mjög góðri aðstöðu i húsinu okkar til að mála og „Það er aldrei að vita hvað okkur dettur Endurfundir eftir 13 ár hjá Hallbjörgu og Steinunni Bjarnadætrum reyni þá ávallt að kynna Island og Islendinga eftir þvi sem kostur er. Ég er mjög ham- ingjusöm yfir því að vera kom- in hingað til Islands og mér finnst allt gífurlega mikið breytt. Hér er allt orðið miklu fallegra en áður var, gróður aukizt og unga fólkið hefur skemmta og verð ég að segja að mér finnst alveg dásamlegt að skemmta íslenzkum unglingum og ég hef hreinlega grátið af gíeði yfir móttökunum sem ég hef víða fengið.“ Talið barst nú að þvi hvort þeim hefði ekki komið til hugar að halda sameiginlega söng- hvað tæki við hjá þeim þegar þær halda aftur heim. — „Það er geysilega mikið framundan hjá mér,“ sagði Steinunn. Þegar ég kem út aftur fer ég beint i upptöku á 12 laga plötu, sem á að koma á markaðinn í haust. Það verða munum halda þvi áfram af full- um krafti. Auk þess hef ég í hyggju að skrifa skátdsögu á dönsku og er þegar byrjuð að viða að mér efni i hana en get ekki alveg sagt um hvenær ég kem til með að hefjast handa við hana.“ , a. rós. Alþingi 1 úti- stöðum við konur Löggjafarsamkundan sökuð um brot á lögum um launajafnrétti karla og kvenna Úr réttarsalnum, f.v. lögmaður stefnanda dr. Gunnlaugur Þórðarson, stefnandi Ragnhildur Smith. Hákon Guðmundsson meðdómandi, setudómari Már Pétursson og Adda Bára Sigfúsdóttir meðdóm- andi. FYRIR bæjarþingi Reykjavík- ur er nú í gangi mál sem telja má merkilegt fyrir þær sakir, að hér mun vera i fyrsta sinn sem Alþingi er sótt til saka vegna brots á lagaákvæðum auk þess sem málið fléttast inn í jafnréttisbaráttu kvenna, sem svo mjög hefur verið ritað og rætt um á undanförnum árum. Stefnendur eru fyrrum þing- skrifarar, sjö konur, sem hættu störfum vegna óánægju með kaup og kjör og spratt sú óánægja af samanburði þeirra við einn þingskrifara, sem er karlmaður. Konurnar telja að hann hafi ómaklega notið betri kjara en þær, þar sem hann hafi gengið að sömu vinnu en þó þegið mun hærri laun. Verj- enduc telja sig hins vegar hafa lagt fram gögn í málinu, sem réttlæti þennan kjaramun, og telja að málið komi jafnréttis- baráttunni ekki við, þar sem einungis sé um að ræða kjara- mun í launaflokkum sam- kvæmt gerðum kjarasamning- um enda hafi umræddur þing- skrifari gegnt fleiri störfum en þingskrifarastörfum einum. Vitnaleiðslum í málinu lauk ( gær og var það tekið til munn- legs flutnings. Dómsniðurstöðu er að vænta innan þriggja vikna. Ragnhildur Smith er stefn- andi í fyrsta málinu, sem nú liggur fyrir borgardómi, og er lögmaður hennar dr. Gunnlaug- ur Þórðarson hrl. Þorsteinn Geirsson, fulltrúi í fjármála- ráðuneytinu, fer með vörn málsins fyrir hönd forseta Al- þingis og fjármálaráðuneytið en setudómari er Már Pétursson og meðdómendur Hákon Guð- mundsson og Adda Bára Sigfús- dóttir, en samkvæmt lögum jafnréttirráðs er skylda að hafa meðdómendur í málum sem snerta ráðið. í máli þessu hafa 74 dómsskjöl verið lögð fyrir dóminn. I gær lagði lögmaður stefn- anda fram nýtt vitni í málinu, Magnús Jóhannsson sem nefnd- ur var upptökustjóri Alþingis. Var Magnús einkum spurður um atriði varðandi störf hans hjá Alþingi, en hann sér um segulbandsupptökur I þing- deildum, sér um að skila spól- um til afspilunardeilda og þjón- ustu á afritunartækjum. Kom þá m.a. fram, að skipulags- breytingar voru gerðar á upp- tökum og vörzlu upptökugagna fyrir nokkrum árum. Siðan mun Magnús ekki hafa haft umsjón með vörzlu spólanna og sagði hann, að sér hefði skilizt að umræddur þingskrifari (þ.e. karlmaðurinn) hefði haft um- sjón þeirra með höndum þó honum hefði ekki verið kunn- ugt um það af eigin raun. Að loknum vitnaleiðslum var málið tekið til munnlegs flutn- ings og fluttu báðir aðilar ýtar- legar greinargerðir um málið frá báðum hliðum. Lögmaður stefnanda taldi að málið fjallaði fyrst og fremst um það grund- vallaratriði, að sömu laun væru greidd fyrir sömu vinnu og máli sínu til stuðnings vísaði hann til reglugerð^ um launa- jafnrétti, þ.e. ák^Seða laga um launajöfnuð karla og kvenna nr. 69 frá 1961 og laga um jafn- launaráð frá 1973. Kvað hann stefnanda hafa á grundvelli þessara laga farið fram á launa- hækkun. Hafi konurnar þá verið hækkaðar I launaflokkum en þá hafi umræddur þing- skrifari verið kominn enn ofar, í 21. launaflokk. Þannig hafi Alþingi hunzað tilmæli kvenn- anna um sömu laun fyrir sömu vinnu. Lagði lögmaður stefn- anda á það áherzlu, að málið væri ekki höfðað til að ráðast á Alþingi og grafa undan virð- ingu þess, heldur til að stuðla að raunhæfu jafnrétti kynj- anna. Lögmaður stefnanda fjallaði síðan um skýrslu jafnlaunaráðs sem lögð hafði verið fyrir dóm- inn en þar kemur m.a. fram, að ráðið telur sér ekki fært að hrekja, að umræddur þing- skrifari hafi unnið ýmis mikil- væg störf auk vélritunarstarfa. Taldi lögmaðurinn að skýrsla jafnréttisráðs bæri þess glöggt vitni, að ráðið væri einungis silkihúfa kerfisins, — bundið af kerfinu og því væri tómt mál að leggja þetta fyrir jafnlauna- ráðið. Þá dró lögmaðurinn í efa gildi læknisvottorða þ.á m. frá þingskrifaranum og þótti fyrir þvi að þurfa að lýsa skrifstofu- stjóra Alþingis ósanninda- mann, en hann hafði áður borið vitni í málinu þar sem borið var, að þingskrifarinn hefði unnið fleiri störf en vélritun. Lögmaður stefndu reifaði síð- an málið og lagði áherzlu á að stefnanda hefði verið greitt samkvæmt flokki sem starfs- mannafélag ríkisstarfsmanna hefði raðað honum í og því væri 'félagið í raun aðili að málinu. Jafnréttislögin hefðu því ekki verið brotin. Rakti hann síðan nokkur atriði þar sem fram kom að þingskrifarinn hefði unnið ýmis fleiri störf en vél- ritun, t.d. verið aðstoðareftir- litsmaður, unnið við ræðusafn á segulböndum, prófarkalestur, við efnisyfirlit Alþingistiðinda, sérstök verkefni fyrir þing- menn og verið staðgengill deildarstjóra. Þá taldi hann kröfu stefnanda óraunhæfa en stefnandi krefst þess að stefndu verði gert að greiða 4/7 hluta mismunar launa sam- kvæmt 13. og 18. launaflokki frá 1. janúar 1973 til 31. janúar 1974 og 4/7 hluta mismunar launa samkv. 17. og 21. launa- flokki 31. jafn,—30. apríl 1974. Stefnandi færi þannig fram á 14.7% hærri laun en honum bæri samkvæmt vinnutíma þ.e. hálft starf miðað við 40 stunda vinnuviku. Mótmælti hann sið- an ýmsum ummælum lögmanns stefnanda í garð vitna og þing- skrifarans, sem í raun væri ekki aðili að málinu. Hér er þess ekki kostur að rekja nánar málflutning aðilja í máli þessu, en það var að lokum lagt undir dóm og er eins og áður segir úrskurðar að vænta innan fárra vikna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.