Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.06.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976 7 Land veit eg langt og mjótt LAND veit eg langt og mjótt segir í gamanbrag eldfjallafræðingsins okkar Sigurðar Þórarinssonar. italía. land litríkrar sögu. lista og suðrænnar sólar á fátt sammerkt með ey- landi okkar, utan eldfjöll. Að vfsu hefur orðið „mafla", sem þangað á rætur að rekja, orðið áherzluauki I máli sumra oddvita okkar, en þarlend- ir taka sér í munn hertan og saltaðan þorsk I stað- inn, þegar svo ber undir. Í suðupotti þarlendra stjórnmála hefur sveiflan sagt til sin i ríkum mæli, engu síður en í mússik Benny Goodman, eða, svo við litum okkur nær, i veiðum og verðlagi hér heima. Öfgaöfl til hægri, fasistar Mussólinis. réðu þar lögum og lofum á fyr- irstríðsárum; og hvergi á byggðu bóli mun nú stærri kommúnistaflokkur utan járntjalds — og er máske óþarfi að undan- skilja járntjaldslöndin ef miðað er við raunverulegt fylgi. Að visu hefur lýðræðis- sinnaður borgaraf lokkur, Kristilegir demókratar (DC) haft alla forystu i itölskum stjórnmálum frá því landið var lýðveldi 1946. Á þeim 30 árum, sem síðan eru gengin, hafa 38 rikisstjórnir setið þar að völdum, allar undir forystu þessa sama flokks. Kosningatölur, sem fréttamiðlar færa okkur i gær og dag. bera það mér, að þessi lýðræð- issinnaði borgaraflokkur hefur enn forystu í stjórn- málum þar i landi. Sérstaða ítalskra kommúnista Formaður italska kommúnistaf lokksins, Enrico Berlinguer. hefur um flest tekið frábrugðna afstöðu gerzka móður- flokknum. Hann hefurt.d. tekið ákveðna afstöðu með aðild ítala að Nato. er nokkurs konar „VL- maður" þar I landi, eins og Þjóðviljinn myndi orða það. Orðrétt sagði hann fyrir nýafstaðnar kosning- ar: „Ég vil að italía verði áfram i Nato vegna þess að sú skipan mála veitir Enrico Berlinguer áfram i Nato landinu mest öryggi, fyrir utan það að ef ítalía færi úr þessu vestræna varnar- bandalagi, breytti það valdajafnvægi i heimin- um." Að auki hét þessi italski kommúnistaforingi því í kosningabaráttunni, að stefna ekki að frekari þjóðnýtingu i italska iðn- aðinum, að virða i hvi- vetna leikreglur lýðræðis og stefna að stjórnarsam- starfi við kristilega demó- krata. dæmigerðan borg- araflokk. Þess ber þó að gæta, að framangreindar yfirlýsing- ar Enrico Berlinguer kunna að vera af sama toga spunnar sem felst i gömlu „heilræði": „fagurt skal mæla en flátt hyggja". Svokallað „Alþýðu- bandalag" vill gjarnan svo vera láta, að það sé eng- inn kommúnistaf lokkur, síður en svo, og allar full- yrðingar i þá átt séu gróf- asta „Morgunblaðslygi". Það sé naumast annað en pínulitið róttækur krata- flokkur, sem geti að auki. ef svo ber undir, klætt af sér alla róttækni, einkum og sér i lagi með ráðherra- flikum Engu að síður er dulitið lærdómsrikt að bera saman afstöðu italska kommúnista- flokksins, og islenzka „al- þýðubandalagsins" til Nato-aðildar. Hver heyrir ekki i anda foringja kommúnista á Íslandi segja: Við viljum aðild ís- lands að Nato vegna þess að hún veitir landinu öryggi og að úrsögn svo hernaðarlega mikilvægs eylands myndi raska valdajafnvæginu i heimin- umll En máski er heróp „Al- þýðubandalagsins'*: ís- land úr Nato, herinn burt", þótt það virðist gerzkara en kjörorð it- alskra kommúnista, orða leikur einn, einskonar rauð rós i glókoll Islenzk- an. j öllu falti hefur þetta sama „Alþýðubandalag" setið i tveimur rikisstjórn- um i sátt við Nato-aðild og varnarliðið — og á að sögn enga ósk heitari en þá (eins og jábræðurnir ítölsku) að fá að endur- taka þann Ijúfa leik. Og þótt kommúnistar á islandi eigi að visu engan Enrico Berlinguer, hafa þeir þó gerzkari afstöðu til Nato-aðildar, a.m.k. í orði. en formaður italska kommúnistaflokksins. Og það er þó altént nokkuðl Lognast myndhöggvaralist út af á fslandi? Skemmdarvargar gætu orðið til þess, segir í tilkynningu frá Myndhöggvarafélaginu Vegna þeirrar stórfelldu skemmdarstarfsenni sem við- gekkst í miðborg Reykjavíkur á Listahátið 1976, þar sem 8 lista- verk voru úr lagi færð eða eyði- lögð alveg, þá vill Myndhöggvara- félagið skýra nokkuð hvaða af- leiðingar þeitta rgetur haft fyrir umhverfismenningu þjóðarinnar: Sumarið 1967 urðu viss þátta- skil i myndlistarlifi Reykjavíkur þegar fyrsta útisýningin var opn- uð á Skólavörðuholtinu og almenningi boðið að skoða hana. Stóðu nemendur Myndlistar- skólans í Reykjavík, kennarar og aðrir fyrir þessum framkvæmd- um. Sýningin vakti mikla og verð- skuldaða athygli, hið hefðbundna sýningarviðhorf var rofið. Ekki aðeins umhverfið þótti óvenju- legt, heldur einnig staðsetning sumra verkanna og hugmynd- irnar sem lágu að baki þeim, önnur voru jafnvel á mörkum þess að falla undir viðteknar skoðanir manna á listum. En það sem mestu máli skipti var þó það hversu afstaða fólks breyttist, augu þess opnuðust fyrir gildi höggmyndalistar i landslaginu, fjölþættum tjáningarmöguleikum hennar og viðfeðmi. Ljóst var að höggmyndin er meira en stofu- stáss og minnismerki frægrar per- sónu, höggmyndin er einnig úti- verk, breyting á hugmynd í þrí- víðan veruleik forms og lita. Myndhöggvarafélagið er vaxið upp úr þeim hræringum sem úti- sýningarnar á Skólavörðuholti vöktu, myndhöggvarar sáu fram á nauðsyn þess að standa saman að hagsmunamálum stéttarinnar i heild án tillits til persónulegs álits eins manns á verkum annars. Utisýningarnar eru þannig kynning á listgreininni, opinber- un á vanræktu formi. Eins og við var að búast þá voru ekki allir jafnánægðir og já- kvæðir gagnvart umsvifum lista- mannanna og fengu þeir að heyra ýmislegt miður fagurt en fæstum mun þó hafa dottið í hug sá mögu- leiki að ráðist yrði á verk þeirra og þau eyðilögð. Það er undarleg- ur sjúkdómur skemmdarfýsnin. Hvers vegna geta þessir vand- ræðamenn ekki fengið útrás fyrir afbrigðilegar tilhneigingar sinar á annan hátt en þann að umturna verkum annarra? Stjórn Mynd- höggvarafélagsins beinir þeirri fyrirspurn til ráðamanna hvort ekki sé tímabært að koma upp afgirtum skemmtigarði þar sem þessir vesalingar geta farið i skít- kast hver við annan, brotið flösk- ur, beyglað bilhræ og drukkið sitt brennivin. Myndhöggvarar hafa árangurs- laust reynt að fá myndir sínar tryggðar, en á meðan margnefnd- ir ofstopamenn ganga lausir þá eru tryggingafélögin ekki til við- tals nema iðgjöldin svari nokkurn veginn til tryggingarupphæðar- innar! Þeir kostir eru auðvitað óaðgengilegir. Myndlistarmenn taka því mikla áhættu þegar þeir flytja verk sín á almannafæri. Á meðan sýningarnar voru á Skólavörðuholtinu fékkst engin gæzla nema gegn sérstakri þókn- un. Myndhöggvararnir vöktuðu þess vegna sýningarnar sjálfir og nutu góðrar aðstoðar leigubil- stjóra á Bæjarleiðum sem marg- oft gómuðu skemmdarvargana. Á Listahátíð 1976 fékk Mynd- höggvarafélagið vilyrði fyrir þvi að lögreglan myndi standa vakt um verkin, en sú vakt varð ekki merkilegri en það að átta myndir skemmdust eða eyðilögðust alveg, — þar af fjarlægði hreinsunar- deild borgarinnar hluta af mynd- heild án samráðs við Mynd- höggvarafélagið. Þessu til viðbót- ar gerðust starfsmenn þjóð- hátíðarnefndar svo aðgangsharðir á sýningarsvæðinu að lá við stór- tjóni, að vísu hafði verið sam- þykkt að fjarlægja eitt verkið rétt á meðan yfir stóðu skemmtiatriði þann 17. júní, en sú samþykkt var þverbrotin i reynd þegar umrætt verk var fjarlægt tæpum sólar- hring fyrr og ekki sett upp aftur. Myndhöggvarafélagið hefur haldið fjölmargar sýningar á síð- ustu árum, á Norðfirði, í Vest- mannaeyjum, á Isafirði og Akur- eyri og nú síðast i Keflavik. Það er til marks um menningarástand þessara kaupstaða að ekkert verk- anna var eyðilagt, og er það fróð- legur samanburður við höfuð- borgina þar sem íbúarnir hafa dagleg tækifæri til að kynnast listum. Ef svo heldur áfram sem horfir að myndhöggvarar geti ekki sýnt verk sín undir berum himni án þess að eiga vofandi yfir höfði sér dreggjar samfélagsins, þá munu þeir væntanlega leggja til hliðar frekari áform um gerð stærri verka, og snúa sér að öðru. I annan stað eru myndhöggvarar ekki aðiljar að opinberum sjóðum og kaupendum, og geta því vart lengur eytt fjármunum og tima i myndir sem staflast upp í mis- jafnlega góðum geymslum. Það eru þvi allar líkur á þvi að myndhöggvaralist lognist út af á tslandi i mjög náinni framtið. 21/6 1976, f.h. Myndhöggvara- félagsins i Reykjavík: Niels Hafstein, formaður. Ragnar Kjartansson, ritari. Sigfús Thorarensen, gjaldkcri. eftir JÓN Þ. Þór Aukakeppni um sæti á millisvæða- mótum EINS og margir minnast fór svæðamót, sem haldið var á Spáni á síðastliðnu hausti, að mestu út um þúfur, þar sem Austur-Evrópumenn mættu ekki af stjórnmálalegum ástæð- um. Alþjóðaskáksambandið, FIDE, hélt aukamót fyrir þessa þátttakendur og fór það fram austur i Ungverjalandi í vor. Þátttakendur voru fjórir, þeir Uhlmann (A.-Þýzkal.), Smejkal (Tékkósl.v.), Adorjan (Ungvl.), og Velimirovic (Júgó- slavíu). Ekki er mér kunnugt um úrslit þessa móts, en þó er víst að Uhlmann komst í gegn þar sem hann er meðai þátttak- enda í nýbyrjuðu millisvæða- móti i Manila á Filippseyjum. Er mér nær að halda að Smejk- al hafi einnig unnið sér réttindi til þátttöku í millisvæðamóti. En hvað um það, hér koma tvær fjörugar og vel tefldar skákir úr mótinu. Hvftt: J. Smejkal Svart: W. Uhlmann Grfinfeldsvörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Rf3 — Bg7, £. Da4+ — Bd7, 6. Db3 — dxc4, 7. Dxc4 — 0-0, 8. e4 — Rc6, 9. Bc2 — a6, 10. d5 — b5, 11. Dc5 — Ra5, 12. e5 — Rg4, 13. Bf4 — Rb7, 14. Dd4 — f6, 15. c6 — Bc8, 16. 0-0 — f5, 17. Dd2 — c5, 18. Hacl — Rd6, 19. a3 — Hc8, 20. h3 — Rf6, 21. Hfdl — Rfe4, 22. Rxe4 — fxe4, 23. Rh2 — Hf5, 24. Rg4 — h5, 25. Rh6+ — Kh7, 26. Rxf5 — Rxf5, 27. Dc2 — c4, 28. Hbl — g5, 29. Bxg5 — Bg6, 30. Dxe4 — Rd4, 31. De3 — Dxd5, 32. Hxd4 — Bcd4, 33. Hdl — IId8, 34. Df4 — Dxe6, 35. Bxh5 — Dd6T 36. Dh4 — Bxh5, 37. Dxh5+ — Kg7, 38. Be3 — e5, 39. Dg5+ — Kf7, 40. Df5+ — Df6, 41. Dh7+ — Ke8, 42. a4 — Hd6, 43. Hel — Bxb2, 44. axb5 — axb5, 45. Db7 — c3, 46. Bc5 — Hd2, 47. Dxb5+ — Kf7, 48. Db7+ — Kg8, 49. Db4 — Hd7, 50. He4 — Kf7, 51. Kh2 — Hc7, 52. Be3 — De7, 53. Db5 — Dd6, 54. Hh4 — He7, 55. Hh6 — Dd7, 56. Dce+ og svartur gafst upp. Og ekki er seinni skákin sið- ur fjörug og spennandi. Hvftt: A. Adorjan Svart: D. Velimirovic Sikileyjarvörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. Rc3 — Bg7, 6. Be3 — Rf6, 7. Bc4 — 0-0, 8. Bb3 — d6, 9. f3 — Bd7, 10. H4 — Da5, 11. Dd2 — Hfc8, 12. 0-0-0 — De5?, 13. g4 — H5, 14. g5 — Re8, 15. f4 — da5, 16. f5 — Re5, 17. fxg6 — Rxg6, 18. Hhf 1 — e6, 19. Df2 — Re5, 20. Rde2 — Bb5, 21. g6! — fxg6, 22: Rxb5 — Dxh5, 23. Rd4 — Rd3+, 24. Hxd3 — Dxd3, 25. Rxe6 — Kh8, 26. Bd4 — Kh7, 27. Rf8+ — Kh8, 28. Rxg6+ — Kh7, 29. Bg8 + ! — Kxg8, 30. Re7+ — Kh8, 31. Df8+ og svartur gafst upp. Romanischin sigraði í Dortmund UNDANFARIN ár hafa Vestur- Þjóðverjar haldið alþjóðlegt mót í Dortmund. Oft hafa mót þessi verið skipuð sterkum skákmönnum og vakið tölu- verða ath.vgli. Nú er nýlokið í Dortmund móti, sem að vísu var ekki jafnsterkt og hin fvrri, en engu að sfður ath.vglisvert. Urslit urðu sem hér segir: 1. O. Romanischin (Sovétr.) 9,5 v., 2. Flesch (Ungvl.) 8,5 v., 3. Miles (Engl.) 8 v., 4.—6. Balinas (Filipseyjar) og Sidor (P61- land) 6,5 v. 6. Ciric (Júgósl.) 6 v., 7. Haase (Holland) 5,5 v., 8. Iskov (Danm.) 5 v., 9. Akker- man (V.-Þýzkal.) 4 v., 10. Nikolai (V.-Þýzkal.) 2,5 v., 11. — 12. Krause (V.-Þýzkal.) og t'omic (Júgósl.v.) 2 v. Sovézki stórmeistarinn Romanischin bætti þarna einni skrautfjöður i sinn fagra sigur- hatt, og hér sjáum við hvernig hann leggur stórmeistarann Ciric að velli. Hvítt: O. Romanischin Svart: D. Ciric Katalónsk bvrjun I. Rf3 — d5Í 2. c4 — e6, 3. g3 — Rf6, 4. Bg2 — Be7, 5. 0-0 — 0-0, 6. d4 — c6, 7. Rc3 — Rbd7, 8 Dd3 (Þessum leik beitti Kortsnoj gegn Petrosjan í minningar- móti Aljekins 1975). 8. — b6, 9. e4 — Ba6, 10. b3 — Hc8, 11. Hdl (I áðurnefndri skák lék Kortsnoj 11. Bf4). II. —c5, (11. — He8 kom ekki síður til greina. Nú getur hvítur skipt upp í hagstætt endatafl). 12. exd5 — exd5, 13. Bb2 — dxc4, 14. bxc4 — cxd4, 15. Rb5 — Rc5, 16. Dxd4 — Dxd4, 17. Rfxd4 — Bxb5, 18. cxb5 — Ra4, 19. Rf5! — Hfe8, 20. Bd4 — Bc5, 21. Bc6 (Til greina kom einnig 21. Hacl). 21. — He6, 22. Hacl — g6, 23. Bxf6 — Hxf6, (Eftir 23. — gxf5, 24. Bal — He2, 25. Hc4 — Hxa2, 26. Hf4 stendur hvítur mun betur). 24. Hxc5 — gxf5, (Ekki 24. — bxc5, 25. Re7 + — Kg7, 26. Rxc8 og a-peðið fell- ur) 25. He5 — Rc5, 26. f4 — a6, 27. Hdd5 — axb5, 28. Bxb5 — Re4, 29. Bd3 — Rc3, 30. Hd7 — Rxa2, 31. Bxf5 (Svörtum hefur tekizt að komast hjá liðstapi en eins og næstu leikir sýna er staða hans afar viðsjárverð). 31. — Hcc6, 32. Hd8+ — Kg7, 33. Be4 — Hc5, 34. Hee8 — Rc3, 35. Bd3 — He6, 36. Hxe6 — fxe6 37. Hd7+ — Kf6, 38. Hxh7 (Hvítum hefur tekizt að vinna peð og nú er sigurinn I sjónmáli). 38. — Hd5, 39. Bc4 — IId4, 40. Hc7 — b5, 41. Bb3 — b4, (Svartur gefur annað peð. Eftir 41. — Re4, 42. Hc6 — Hd6, 43. Hxd6 — Rxd6. 44. Kf2 ynni hvítur örugglega). 42. Hc6 — IId2. 43. Hxe6+ — Kf5, 44 He5+ — Kg4, 45. He3 — Ilb2, (Ekki 45. — Re2, 46. Hxe2 — Hxe2, 47. Bdl. Nú eru lokin aðeins tæknilegt atriði fyrir hvítan). 46. Be6+ — Kh5. 47. Bc4 — Kg4, 48. h3+ — Kh5. 49. He5 + — Kf6, 50. He6+ — Kf5, 51. He3 — Hd2, 52. h4 — Kg4. 53. Be6+ — Kh5, 54. Kfl — Kh6. 55. Bf5 — Kg7, 56. h5 — Hd5. 57. Bg6 — Hd7, 58. Iie6 — Kd5 59. h6+ og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.