Morgunblaðið - 23.06.1976, Side 11
/
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. JUNÍ 1976
11
Kammer-
Launhelgar
SEINNI tónleikar kanadísku
gestanna hófust á slagverkstón-
verki eftir Gilles Tremlay, sem
hann nefnir Champs I og ritar
fyrir tvo slagverksmenn og
píanó. Til tónmyndunar höfðu
hljóðfæraleikararnir margvis-
leg slaghljóðfæri en verkið
sjálft var hefðbundið að gerð og
kom þar fátt nýtt fram i tón-
myndunartækni, en var ágæt-
lega flutt. Þessu næst var flutt
raddverk, Tribsanden eftir
William Buston. Verkið hófst á
töluðum texta með yfirdrifnum
flutningsmáta og eftir þvi sem
leið á verkið, vék textinn fyrir
alls korrar munnhljóðum og
skrækjum, sem söngkonan
Mary Mossison flutti mjög vel.
Þriðja verkið, eftir Tamas Ung-
vary, er samið fyrir sólóflautu
og segulband. Upphaf verksins
er tvinnað saman úr ofsalegum
innöndunarsogum og stökum
tónstefjum á flautuna. Undir-
leikur segulbandsins var á
stundum „mystískur", hljóðin
mótuð í hálfkæfð og óraunveru-
leg i blæbrigði, sem voru oft
skemmtileg áheyrnar, sérstak-
lega þar sem flautuleikurinn
stilltist, sem Robert Aitken
fórst vel úr hendi. Fjórða verk-
ið, Sólstöður eftir Þorkel Sigur-
björnsson er samið fyrir sópr-
an, alt, bariton, flautu, mar-
imba og kontrabassa. Verkið
hljómaði undirrituðum mjög
hefðbundið, en það er byggt á
þrástefjum, sem er eitt af sterk-
ustu tónsmiðaeinkennum Þor-
kels. Sólstöður er hljómfagurt
verk og var auk þess vel flutt.
Eftir hlé var flutt Madregal III
eftir Bruce Mather fyrir contr-
atlo, hörpu, píanó og slagverk.
Verkið er „nýakademískt" að
stíl, ekki óblítt að blæ en held-
ur skúðmikið á köflum og allt
of langt. Siðasta verkið á efnis-
skránni var eftir Olaf Anton
Thommessen og samið fyrir 12
hljóðfæraleikara, þrjár söng-
raddir og dansara og nefnist
Launhelgar. Verkið er mjög
áhrifamikið, ekki flókið í sam-
setningu en skýrt í formi. Fyrir
undirritaðan truflaði danshlut-
verkið hlustun tónverksins.
Þótt dansinn væri eflaust vel
útfærður, var svo mikið að ske í
tónlistinni og skýrt litað, að
óþarfi er að hlaða svona miklu í
flutning verksins. Heimsókn
kanadísku tónlistarmannanna
er menningarviðburður þvf fyr-
ir utan að flytja íslenzkum tón-
leikagestum sýnishorn af ný-
sköpun kanadfskra tónskálda,
var flutningur þeirra með þeim
ágætum að á betra verður ekki
kosið og er þá ástæðulaust að
nefna einn öðrum fremur.
Tðnlist
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
NORRÆNIR
MÚSIKDAGAR
Þorkell Sigurbjörnsson.
ÞAÐ er mjög erfitt að hlusta
dag eftir dag á tónlist, sem að
meirhluta er undirmáls eða án
þeirrar „magikur" sem góð tón-
list á að vera gædd, jafnvel þó
flutningur hennar sé frábær og
fagmannlega að henni staðið í
alla staði.
Á 6. tónleikum Norrænu
músikdaganna voru flutt verk
eftir Lars-Erik Rosell, Gott-
fried Grásbeck, Hans
Abrahamsen, Jarmo Sermilá,
Ketil Sæverud og Karl Age
Rasmussen. Fyrstu f jögur verk-
in voru alltof löng og þreytandi,
svo að margir tónleikagestir
drógu ýsur og hölluðu undar-
lega undir flatt. Verkin áttu
það sammerkt að vera
„nýakademisk", unnin af skyn-
semi og lærdómi, en fjarri öllu
því sem heitir góð list. Eftir
Ketil Severud var flutt verk
fyrir sópranrödd, blokkflautu,
gftar og píanó. Þar gat að heyra
sambland „Nýakademiskra"
vinnubragða og popptóntaks,
sem farið var með á leikandi og
„músikantískan" hátt og flutt
mjög þokkalega, einkum stóð
söngkonan Anne Bolstad
kokteiir’
Haugen sig vel. Síðast á tónleik-
unum var svo flutt verkið
Genklang eftir Rasmussen. Það
er fagmannlegt glerbrotaverk,
unnið úr valsatónlist fyrri tima
á sama hátt og Ravel gerði fyrir
50 árum. Eini munurinn á
þessu stykki og La Valse eftir
Ravel er sá, að ivitnanirnar eru
lengri hjá Ravel og verk hans,
fyrir utan það vera frumlegt, er
ekki leiðinlegt og því síður of
langt eins og Genklang. Við
hlustun „nýakademiskrar“ tón-
listar er oft mjög erfitt að
skynja form tónverkanna. Það
hefur verið bent á, að í þá tón-
list vanti svo nefnda niðurlags-
tilfinningu og lotuskipan. Gegn
þessu kemur sú skýring að það
einmitt sé meiningin að forðast
alla slfka lotuskipan. Þetta er
rifrildisefni og verður ekki lík-
legt að niðurstöður fáist þar
um. En hvort sem tónhöfund-
um líkar betur eða verr, þá er
það hinn almenni, ómenntaði
og þolinmóði hlustandi, sem
endanlega leggur marktækan
dóm á aíla listsköpun, þar sem
tilfinningin skipar öndvegi en
þekking og fræðileg útlistun á
list verður léttvæg fundin.
Frá Bridgedeild Breið-
firðinga.
Félagar í Bridgedeild Breið-
firðinga komu úr ferð til
frænda og vina okkar
Færeyinga 10. þ.m. en lagt var
upp að morgni 3. júni. Boð
þetta var frá Nyggja Bridge-
félaginu Thorshavn, en B.D.B.
hafði farið samskonar spila- og
skemmtiferð vorið 1973.
I ferð þessa lagði upp frfður
33 manna flokkur og á flug-
vellinum í Vogum var tekið á
móti ferðalöngunum af for-
manni N.B.F., Benny Samuel-
sen, og þeim ekið að Hotel
Færöjar þar sem þeir voru
hresstir á kaffiveitingum og
sfðan ráðstafað til dvalarheim-
kynna sinna. í ferð þessari voru
4 mót. Það fyrsta var þannig að
14 pör frá B.D.B. spiluðu við 14
pör frá N.B.F. Þeirri keppni
lauk með sigri B.D.B. með
nokkrum mun. Hæstu skor
fengu Brandur Brynjólfsson og
Gissur Guðmundsson. Næst var
önnur tvimenningskeppni og
var spilað i 5—10 para riðlum
og þannig háttað að í hverjum
riðli voru 2—3 pör frá B.D.B.
Nú snéru Færeyingarnir dæm-
inu heldur betur við, því ís-
lendingunum tókst ekki að
vinna nema 1 riðilinn. Það
afrek unnu Magnús Oddsson og
Magnús Halldórsson, en þeir
voru ásamt Gissuri Gissurar-
syni f fararstjórn íslending-
anna. Þá var komið að sveita-
keppni, og var spilað á 7
borðum. Þeirri keppni lauk
með sigri islendinganna og
veittu Færeyingar þeirri sveit
sem vann með mestum mun góð
verðlaun, en það var sveit Jó-
hönnu Guðmundsdóttur. Þá var
komið að síðustu keppninni
sem var enn tvimenningur og
var spilað í þrem riðlum. Enn
sem fyrr tókst landanum ekki
að vinna nema einn riðilinn og
voru það kempurnar Brandur
Brynjólfsson og Gissur Guð-
mundsson, sem áður höfðu
komið nokkuð við sögu og getið
var hér að framan.
Fleira var gert i ferðinni en
að spila. Bridge-Færeyingar
lögðu til heila ferju og buðu
gestum sinum i 12 tfma siglingu
og að nokkru ökuferð um eyj-
arnar, þó aðallega til Kiakks-
vikur og var ekið um hin
þekktu færeyisku jarðgöng. I
þessari ferð voru veitingar eins
og bezt gerist þegar hefðarfólk
kemur saman og eiga íslending-
ar margar góðar endurminning-
ar úr þessari ferð. Einnig var
lokahóf, sem raunar var haldið
er ferðin var hálfnuð og var þar
mikið fjör, sungið og dansað
fram undir morgunn.
Ekki má gleyma hinni ein-
stöku gestrisni og allri fyrir-
greiðslu sem heimilin veittu
gestum sínum og verður það
seint fullþakkað. Já, Færeyja-
ferð er sannarlega öðrúvfsi!
Bridgedeild Breiðfirðinga ætl-
ar að taka á móti flokki frá
N.B.F. að tveim árum liðnum.
XXX
Frá Bridgefélagi
Siglufjarðar:
Bridgefélag Siglufjarðar
lauk vetrarstarfinu með Egg-
ertsmóti, sem er einmennings-
keppni, ein umferð. Einnig fer
þá fram verðlaunaafhending
fyrir mót vetrarins.
Efstu menn í Eggertsmóti
urðu að þessu sinni:
Stig
Niels Friðbjarnarson 113
Jón Sigurbjörnsson 111
Valtýr Jónasson 109
Ásgrfmur Sigurbjörnsson 101
Bogi Sigurbjörnsson 100
Jónas Stefánsson 98
Páll Pálsson 94
Georg Ragnarsson 92
Þátttakendur voru 16. Meðal-
skor er 90 stig.
Frá Bridgefélagi
Suðurnesja.
Sfðasta keppni vetrarins var
þriggja kvölda einmenningur
Suðurnesjameistari verð Har-
aldur Brynjólfsson sem hlaut
307 stig.
Röð efstu manna varð annars
þessi:
Stig
Sigurbjörn Jónsson 301
Jóhannes Sigurðsson 298
Gunnar Jónsson 285
Gfsli ísleifsson 285
Maron Björnsson 284
Spilað var í tveimur 16 para
riðlum.
Spilað verður í sumar i Tjarn-
arlundi á fimmtudögum og hef-
ir nú þegar farið fram eitt spila-
kvöld.
A.G.R.