Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JUNI 1976
3
Skrúfan hffð úr grunninum. Ljósm. Rax.
skeytamaðurinn Cann, báðir
bandarískir og i Royal Air
Force Ferry Command og
siglingafræðingurinn, sem
var frá Kanada og i kana-
díska flughernum. Ekki er
Flugvjel hrapar
YÍÖ
Kaplaskjólsveg
talið að fleiri menn hafi verið
með þessari flugvél, en
ekki er það þó útilokað Lik
mannanna fundust og eru
jarðsett i Fossvogskirkju-
garði
Frá þessu flugslysi er lítil-
lega sagt i Morgunblaðinu
þrem dögum eftir að það
gerist en fréttin var ekki itar-
leg, þar sem blöðin voru rit-
skoðuð í stríðinu. Segir t.d.
aðeins í fréttinni "skammt frá
húsi nokkru” eins og sjá má á
meðfylgjandi úrklippu.
Að sögn Ragnars hefur
verið ákveðið að grafa upp
allt flak vélarinnar til að at-
huga hvort þarna séu vél-
byssuskot eða sprengjur þar
sem þarna á að reisa fjölbýl-
ishús, eins og áður sagði og
þykir ekki hæfa annað en
ganga fyllilega úr skugga um
að engar hættur leynist í
brakinu eða við það.
Framlög til útflutn-
ingsbóta rædd í
ríkisstjórninni
EINS og fram hefur komið I frétt-
um hefur Þjóðhagsstofnun lýst
þeirri skoðun sinni að breyta
verði reglum um útflutningsupp-
bætur á landbúnaðarafurðir en að
öðrum kosti sé stefnt I nokkurn
greiðsluhalla á rfkissjóði. 1 fjár-
lögum ársins 1976 er gert ráð
fyrir að 890 milljónum króna
verði varið til greiðslu útflutn-
ingsuppbóta og samkvæmt þeim
upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér
I gær er nú búið að greiða 760
rnilljónir af þessari upphæð það
sem af er árinu. Þá á rfkissjóður
eftir að greiða 280 milljónir f
útflutningsuppbætur á vörur,
sem þegar hafa verið fluttar út og
að sögn Gunnar Guðbjartssonar,
formanns Framleiðsluráðs land-
búnaðarins, er enn eftir að flytja
út nokkuð af landbúnaðarafurð-
um og sagði hann Ijóst vera að
mikið vantaði á að sú tala, sem
áætluð væri f fjárlögum til út-
flutningsbóta, dygði.
Halldór E. Sigurðsson land-
búnaðarráðherra var í gær spurð-
ur álits á fyrrnefndri yfirlýsingu
Þjóðhagsstofnunar og með hvaða
hætti ríkisstjórnin hygðist bregð-
ast við henni. Halldór sagði, að
mál þetta hefði verið tekið til
umræðu á fundi ríkisstjórnar-
innar í gærmorgun en endanleg
ákvörðun um málið yrði að biða,
því nú væri unnið að söfnun upp-
lýsinga um áætlað magn þeirra
landbúnaðarafurða, sem flytja
þyrfti úr landi á árinu. Hvað
snerti upphæð útflutningsupp-
bóta á fjárlögum, sagði ráðherr-
ann, að hér væri um að ræða
áætlaða tölu, sem endurskoða yrði
í ljós breytinga á verðlagi á árinu.
Að lokum sagði Halldór: „Þetta
vandamál er eins og mörg önnur,
sem rikisstjórnin hefur fengið til
úrlausnar, og ég fæ ekki annað
séð en hún hafi getað leyst þau
merkilega vel eins og landhelgis-
málið. Þetta mál verður að leysa
með hag bæði ríkissjóðs og bænda
í huga og það er trú mín að svo
verði gert.“ Framhald á bls. 31.
Ævintýri á
gönguför ?
RANNSÖKNARLÖGREGLAN
auglýsti I gærkvöldi eftir ungri
danskri stúlku, sem ekkert hafði
spurzt til frá því á miðvikudag,
skömmu eftir að hún skyldi við
ferðafélaga sfna. Þegar eftir aug-
lýsinguna bárust rannsóknarlög-
reglunni þó fjöldi upplýsinga um
ferðir stúlkunnar og kom f Ijós að
I gær var hún á leið frá Vest-
mannaeyjum til Þorlákshafnar
með Herjólfi.
Stúlkan hafði komið hingað til
lands ásamt fáeinum löndum sín-
um, og þau síðan tekið bílaleigu-
bíl og haldið austur um Suður-
land. Þegar þau komu að Skógum
á þriðjudag ákvað þessi stúlka að
snúa við til Reykjavíkur en ferða-
félagar hennar vildu hins vegar
halda ferðinni áfram. Varð það úr
að hún hélt aftur til baka og hugð-
ist ferðast á puttanum. Þegar
ferðafélagar hennar komu síðan
aftur til borgarinnar í gær, kom í
Ijós að stúlkan var ekki komin
fram á Farfuglaheimilinu, þar
sem þau bjuggu, og gerðu þau þá
lögreglunni aðvart.
Rannsóknarlögreglan fékk
fljótlega þær upplýsingar, að
danska stúlkan hefði sést i
Framhald á bls. 31.
Aðalfundur Kísiliðjunnar hf.:
Söluverðmæti framleiðslunn-
ar 684 milljónir króna 1975
Björk, Mývatnssveit, 25. júní —
AÐALFUNDUR Kfsiliðjunnar
h.f. var haldinn I gær, 24 júní, og
voru þar lagðir fram reikningar
ársins 1975 ásamt skýrslu stjórn-
ar og framkvæmdastjóra. Á
fundinum kom fram. að afkoma
fyrirtækisins var góð á árinu og
nam reksturshagnaður rúmlega
40 milljónum króna. Höfðu þá
fullar afskriftir verið reiknaðar.
Fyrirtækið fjárfesti á árinu
rúmlega 26 milljónir króna í ýms-
um framkvæmdum, sem miða að
þvi að auka hagræðingu í
rekstrinum og vinna bug á
rykmengun, sem verið hefur
samfara verksmiðjurekstrinum.
Söluverðmæti framleiðslu Kísil-
iðjunnar h.f. á erlendum og
innlendum markaði nam á árinu
samtals 684 milljónum króna, en
þegar útflutningskostnaður hafði
verið dregirin frá, námu tekjur
verksmiðjunnar 470 milljónum
króna. Framleiðsla ársins 1975 af
fullunnum kísilgúr var 21.676
tonn, sem er minna en framleiðsl-
an var 1974. Mismunurinn stafar
einkum af löngu verkfalli vorið
1975, en einnig varð að draga
nokkuð úr framleiðslu siðari
hluta ársins sökum sölutregðu.
A fundinum kom fram, að enn
er við nokkra sölutregðu að glíma
sökum samdráttar i markaðslönd-
unum, en búizt er við að ástandið
lagist, þegar líður á þetta ár.
Framleiðsla Kísiliðjunnar er
nú seld til 20 landa í Evrópu og
Afríku. Eigendur verksmiðj-
unnar eru íslenzka rikið ásamt
bandaríska fyrirtækinu Johns-
Manville og nokkrum sveitar-
félögum á Norðurlandi. 1 stjórn
fyrirtækisins eru þeir Magnús
Jónsson útibússtjóri ásamt
tveimur fulltrúum frá Johns Man-
ville. Framkvæmdastjórar eru
Vésteinn Guðmundsson og Björn
Friðfinnsson. — Kristján
Nyja Palmolivesápan
hddur húiAnni mjúkri
og unglegri.
Olífuolían í Palmollvcsápunni
og hið silkimjúka lööur
gefur húðinni mýkt og heldur
útliti yðar ungu og fersku.
Palmolivesápan mefr olífuolíu heldur húð yðar ungri á eölilegan hátt.