Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 5

Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976 5 Nokkrir þroskaþjálfanemar við hluta leikfanganna, sem verða á sýningunni. Nýstárleg sýning á þroskaleikföngum I DAG laugardag og sunnudag verður haldin sýning á þroska- leikföngum í Lyngási, Safamýri 5. Það eru nemar í Þroska- þjálfaskóla íslands, sem hafa veg og vanda af þessari sýningu, en eftirtaiin heildsölu- fyrirtæki hafa lánað leikföngin, sem þarna eru sýnd: Brek h.f., Kristjánsson h.f., Verzlunin Völuskrín, Skólavörubúðin og Reykjalundur. Að sögn nemendanna er þessi sýning haldin til þess að kynna fólki góð og vönduð leikföng, sem fáanleg eru hér á landi. Töldu þeir brýna þörf á að fólk gerði sér grein fyrir mikilvægi þess að velja góð og þroskavæn- leg leikföng fyrir börn og álitu að viðhorf fólks til þessara hluta hefði mikið breytzt til betri vegar. Sýningin verður opin báða dagana frá kl. 14:00—22:00 og er aðgangur ókeypis. Fyrstu kandidat- arnir í ensku 203 brautskrást frá Háskólanum BRAUTSKRANING frá Háskóla tslands fer fram f dag f Háskóla- bfói við hátíðlega athöfn. Alls verða brautskráðir 203 stúdentar í hinum ýmsu fræðum frá Háskólanum. Við þetta tækifæri flytur rektor ræðu og deildarfor- setar afhenda prófskírteini. Þá syngur Háskólakórinn og Sigríð- ur Ella Magnúsdóttir syngur einsöng. Að þessu sinni verða fyrsta sinn brautskráðir kandidatar í ensku, en slíkt hefur ekki verið gert áður frá heimspekideild. Kandidatar frá heimspekideild hafa áður ver- ið i íslenzku, sagnfræði og islenzk- um fræðum. Kandidatarnir í ensku hafa áður lokið BA-prófi í endku. Þeir eru nú 2 sem braut- skrást sem kandidatar. Þeir sem fá prófskírteini sin í dag skiptast þannig eftir grein- um. Embættispróf í guðfræði 3, embættispróf í læknisfræði 47, aðstoðar lyfjafræðingspróf 7, kandidatspróf í tannlækningum 6, embættispróf í lögfræði 19, kandidatspróf í viðskiptafræðum 30, BA-próf frá heimspekideild 30, kandidatspróf í sagnfræði 1, BS-próf í verkfræðideild 53 og BA-próf i almennum þjóðfélags- fræðum 3. Samtals eru því þeir sem brautskrást frá Háskóla íslands í dag 203 að tölu. Varðarferðin á morgun HIN árlega sumarferð Varðar er á morgun. Verð- ur lagt upp frá Sjálfstæðis- húsinu kl. 8 í fyrramálið og ekið um söguslóðir Suður- lands, mannvirki skoðuð við Sigöldu og heimsóttir staðir, sem þekktir eru fyrir náttuúrufegurð undir leiðsögn hins kunna ferða- garps Einars Guðjohnsen. Ðunganon- sýningunni lýkur á sunnudag SYNING á verkum Dunganons, sem Listahátíð opnaði í ^ogasal Þjóðminjasafnsins 4. júní, verður opin til sunnudagskvöids, en þá lýkur henni klukkan 22. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni. Er Mbl. hafði samband við ferðanefndina var und- irbúningur á lokastigi og voru menn mjög ánægðir með væntanlega þátttöku, en að öllum líkindum verð- ur ferðin með fjölmennari Varðarferðum sem farnar hafa verið. Enn eru nokkr- ar pantanir ósóttar og hvatti nefndin viðkomandi til að vitja þeirra fyrir hádegi i dag svo hægt sé að ganga endanlega frá undir- búningi. Þá er og hugsan- legt að unnt verði að bæta nokkrum þátttakendum við ef menn bregða skjótt við og hafa samband við ferðanefnd í síma 82900. fíúmgóóur ódýr Fíat Fíat 125p Unnið að norrænu bind- indisstarfi unglinga Unnið er að undirbúningi að stofnun sambands barnastúkna á Norðurlöndum, en starfsemin á þeim vettvangi er víða öflug. Þó hefur mikill áhugi skapazt á auknu starfi síðustu ár, sérstak- lega eftir að Svíar komust aðraun um að sala millisterks öls þar í landi hafði stóraukið drykkju- skap og vandamál unglinga, allt niður fyrir 10 ára aldur. Hefur því verið lögð áherzla á aukið starf bindindisfélaga, en það er hvað öflugast i Noregi, en mjög lítið i Danmörku. Fram til þessa hafa félög ungra bindindismanna á Norðurlöndum starfað sjálf- stætt, en samkvæmt upplýsingum Kristins Vilhjálmssonar hjá Stór- stúku Islands hefur vilji manna á Norðurlöndum hrint af stað und- irbúningi að frekari’ framgangi málsins. V □ Hámarkshraði 135 km. Benzíneyðsla um 10 lítrar per 100 km. [~J Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum | | Radial-dekk j ] Ryðvörn. [[[] Tvö- föld framljós með 'stillingu. [[] Læst benzínlok []] Bakkljós []] Rautt Ijós i öllum hurðum. |~j Teppalagður □ Loft- ræstikerfi. □ Oryggisgler □ 2ja hraða miðstöð □ 2ja hraða rúðuþurrkur. '\ | Rafmagnrúðusprauta □ Hanzkahólf og hilla. □ Kveikjari □ Litaður baksýnis- spegill □ Verkfærataska □ Gljábrennt lakk □ Ljós i farangursgeymslu □ 2ja hólfa karborator □ Synkromeseraður gir- kassi □ Hituð afturrúða □ Hallanleg sætisbök □ Höfuðpúðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.