Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976
7
Hin sögulega
málamiðlun
Að því hefur áður verið
látið liggja hér í stökum
steinum, að hin „sögu-
lega málamiðlun". eins
og kosningastefnuskrá
ítalskra kornmúnista var
kölluð af þeim sjálfum,
hafi verið með fréttnæm-
ari fyrirbærum evrópskra
stjórnmála síðustu vikurn-
ar. í þvf mati felst hins-
vegar enginn dómur á
þeim heilindum, sem
kunna að búa að baki
þessari ,,sögulegu mála
miðlun". Efnisatriði henn-
ar vóru m.a.:
^ — 1. Að ekki væri
nægilegt að kommúnista-
flokkurinn og jafnaðar-
menn næðu naumum
meirihluta á ítalska þing-
inu, heldur þyrfti til að
koma samstarf á breiðum
grundvelli þessara aðila
og kristilegra demókrata,
sem er öflugur flokkur, til
að leysa þann vanda,
einkum á sviði efnahags-
mála, sem ítalir eiga við
að etja.
0 — 2. Að Ítalía yrði
skilyrðislaust áfram f
NATO, bæði vegna þess
að þar væri öryggi lands-
ins bezt borgið, og ekki
sfður vegna hins, að úr-
sögn landsins úr varnar-
bandalagi vestrænna ríkja
myndi raska valdajafn-
væginu f heiminum.
^ — 3. Að ekki skyldi
stefnt að frekari þjóðnýt-
ingu f ftölskum iðnaði og
leikreglur borgaralegs lýð-
ræðis virtar í hvfvetna.
Bergmál í
eldhugans
brjósti
Alþýðublaðið birti sl.
miðvikudag viðtal við Ein-
ar Olgeirsson, hinn gam-
alkunna eldhuga íslenzkra
sósfal- og kommúnista.
Hann sagði þar m.a.:
„Foringi ftalskra komm-
únista, Berlinguer, hefur
mótað djarfa og sterka
stefnu, þá emu sem fær er
til að ráða við þann ægi-
lega efnahagsvanda, sem
hrjáir þjóðina." í þessu
sambandi er vert að minn-
ast þess að hin „sögulega
málamiðlun" og „djarfa
og sterka stefna" mótar
þveröfuga og raunhæfari
afstöðu til aðildar að Nato
en fslenzka „Alþýðu-
bandalagið", sem þó reið-
ist fáu frekar en að vera
kallað kommúnistaflokkur
— og kann raunar bezt
við sig I dulftið kratískum
klæðnaði á grfmudansleik
íslenzkra stjórnmála.
í viðtalinu við Einar Ol-
geirsson segir Alþýðu-
blaðið: „Að lokum sagði
Einar Olgeirsson að sigur
flokksins í kosningunum á
ítalfu væri stórkostlegur
og áhrifa flokksins myndi
án efa gæta f stjórnmálum
V Evrópuþjóða á næstu
árum. Einar sagðist einnig
telja að stefna flokksins,
hin sögulega málamiðlun,
mundi án efa hafa sín
áhrif á hugsunarhátt
stjórnmálamanna hér á
landi. Það má e.t.v. draga
þá ályktun, að hinn gam-
alreyndi leiðtogi íslenzkra
kommúnista, Einar Ol-
geirsson, sé hlynntari ný-
sköpunarstjórn en hreinni
vinstri stjórn", segir Al-
þýðublaðið að lokum.
Þjóðviljinn
þegir þunnu
hljóði
Pólitfskir skriffinnar
Þjóðviljans, sem þó eru
kunnari fyrir annað en
feimni f skoðanatúlkun,
þegja þunnu hljóði enn í
dag um hina „sögulegu
málamiðlun" ítalskra trú-
bræðra sinna, einkum og
sér í lagi að því er varðar
afstöðuna til Nato og þær
skoðanalegu forsendur,
sem að baki hennar liggja.
Þeir fara og ákaflega vel
með þá skoðun, ef þeir
eru sammála Einari Ol-
geirssyni um hina „djörfu
og sterku stefnu", sem
„muni hafa áhrif á hugs-
unarhátt stjórnmála-
manna hér á landi", þess
efnis að aðeins breitt
samstarf til hægri geti
leyst þann vanda sem
vestur-evrópskar þjóðir
eigi við að etja f efnahags-
málum. Að ekki sé talað
um stanz-stopp merkið á
frekari þjóðnýtingu og
virðinguna fyrir leikregl-
um borgaralegs lýðræðis.
Þegar á það er litið að
Einar Olgeirsson mun
hafa átt sinn hlut í „sögu-
legri málamiðlun" ís-
lenzkri á sinni tfð, að vfsu
annars eðlis og rislægri,
er Ragnar Arnalds var
dubbaður upp f „for-
mennsku" f Alþýðubanda-
laginu, má e.t.v. búast við
þvf, að hinn svokallaði
formaður taki af skarið
um afstöðu flokksins til
skoðana Einars Olgeirs-
sonar, þeirra er fram
komu f viðtali við Alþýðu-
blaðið. Ætla má að Ragn-
ar skuldi Einari þau póli-
tfsku fósturlaun að skoð-
anir þess síðarnefnda séu
virtar þess að um þær sé
fjallað En hvað sem um
það verður, er enn í minn-
um, að íslenzka Alþýðu-
bandalagið á til þann póli-
tfska teygjanleika, sem
nær utan um stjórnarað-
ild, aðild að Nato, varnar
stöðina á Miðnesheiði og
raunar sitt hvað fleira, ef
rétt er munað. Og hvað
sem þögn Þjóðviljans Ifð-
ur er hitt vfst, að róttækt
fólk á íslandi Ijær þvf enn
eyra, sem jafn gamal-
reyndur stjórnmálamaður
og Einar Olgeirsson, nú-
verandi formaður banka
ráðs Landsbankans, hefur
til málanna að leggja
KJÖRDÆMAFUNDIR
FORSÆTISRÁÐHERRA
Geír Hallgrímsson, forsætisráðherra
flytur ræðu og svarar
fyrírspurnum fundargesta
Takiö þátt í fundum
forsætisráöherra
Tilkynning
frá Runtalofnum h.f.
Vegna sumarleyfa starfsmanna verður verk-
smiðjan lokuð frá og með miðvikudeginum 14.
júlí til 1 1 . ágúst.
Skrifstofan og lagerinn verða opin allan tímann.
Runtalofnar h. f.,
Síðumúla 2 7.
Snæfellingar — Hnappdælir
Suðurnesjum
Hin árlega skemmtiferð félagsins er ákveðin í
Borgarfjörð, föstudaginn 2. júlí. Gist í Reyk-
holti. Skoðunarferðir undir leiðsögn Vilhjálms
Einarssonar. Þátttaka tilkynnist til Lárusar í
fiskbúðinni, Hringbraut 92, sími 2294 eigi
síðar en 30. júní.
Skemmtinefndin
Hugmynda-
samkeppni
Nefnd er skipuð hefur verið til að
reisa Oddgeiri heit. Kristjánss.
tónskáldi í Vestmannaeyjum
minnisvarða. hefur ákveðið að
efna til hugmyndasamkeppni um
gerð minnisvarðans.
Hugmynd nefndarinnar er að
varðanum verði valinn staður á
Stakkagerðistúninu í Eyjum.
Ákveðið er að veita 50.000.— kr. verðlaun fyrir beztu
hugmyndina að mati nefndarinnar, enda verði sú hug-
mynd valinn til að reisa minnisvarðann eftir.
Skilafrestur er ákveðinn til 1. ágúst 1976.
Tillögum, merktum ..Hugmyndasamkeppni ', ber að skila
í Pósthólf 1 1 4 í Vestmannaeyjum fyrir 1 ágúst n k
Nánari upplýsingar veita Stefán Runólfsson í símum
1 402 og 1 845 og svo Jóhann Björnsson í simum 1 1 89
og 1131 í Vestmannaeyjum
Nefndin.
Húsbyggjendur
VORUKYNNING
OPIÐ
sunnud. 27/júní kl. 14—16.
Hafið meðferðis teikningar.
TILBOÐ — SAMNINGAR
húsbyggjendum að
kostnaðarlausu
Sameiginlegur vöru- Sérhæfðir á sviði bygg-
sýningarsalur og sölu- ingariðnaðar Allt frá
skrifstofa um 40 fyrir- steinsteypu — upp í
taekja teppi
Gjörið svo vel — Allt á einum stað
IÐNVAL
Byggingaþjónusta
Bolholti 4 Reykjavík.