Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 8

Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNI 1976 UMSJÓN: ERNA RAGNARSDÓTTIR Spjalbó vió unga bændur ¥ im Síðastliðinn vetur var á vegum S.U.S. haldin ráðstefna um málefni landbúnaðarins. Þrír ungir bændur höfðu þar framsögu. Fóru undirrituð aö hitta þessa menn að máli og bað þá að svara þeirri spurningu, sem fyrr- greind ráðstefna fjallaði að mestu um. f Wm Telur þú aö rótta'kra breytinga sé þörf í íslenzkum landbún- aói? ÞOBKFJJ. FJFLDSTKI) er bóndi aó Ferjukoti í Borgarfirói ok rekur þar ásamt foóur sínum kinda- og kúahú. Stór hluti búrekstursins er laxveiói. aó mestu lovfi C net og einnig leigja þeir út til stangarveiói. Þorkell Fjeldsted: Hér á landi hefur helzt ekk- ert verid talið til landhúnaðar nema suðfjár- og nautgripa- rækt. Þó hefur mikill hluti bænda verulettar tekjur af svo- kölluðum hlunnindaftreinum og er talið að þær nemi um 230 — 300 milljónum á verðlagsár- inu 1973 — 74. Sem dæmi um þetta má nefna, að á Bænda- skólanum á Hvanneyri er að- eins einn dag á vetri fjallað um þessar búgreinar og þá einung- is silunga- og iaxarækt. A þessu þarf tvímælalaust að verða breyting, það þarf að gera þessum búgreinum al- mennt hærra undir höfði. Hvað viðvíkur lax- og silunga- rækt þá má segja að þar séu möguleikarnir mestir. víða um land. Hundruð kílómetra af ám biða þess að vera gerðar að miklum laxveiðiám með þvi að gera laxastiga og aðrar ræktun- araðgerðir. Hér i Kollafirði fengust 7000 laxar á s.l. sumri (1975). Hvað mætti þá ekki gera á stöð- um með betri skilyrði? Sem dæmi um þróun síðustu ára má nefna að á vatnasvæði Hvítár í Borgarfirði veiddust: árið 1950 4.387 laxar, árið 1960 8.517 laxar. árið 1970 11.667 lax- ar, árið 1975 15.000 laxar. Þessi þróun sýnir hvað mögu- leikarnir eru miklir ef veí er á málum haldið og vil ég þakka þetta fyrst og fremst ræktun og góðri stjórn á veiðunum heima fyrir. í vötnum og tjörnum víða um land er hægt að rækta silung"til stang- og netaveiði. En fram- kvæmdir, sem auka veiðarnar ásamt byggingu veiðihúsa og annarrar aðstöðu við árnar, krefjast mikils fjármagns. Fé hefur hins vegar ekki legið á lausu til þessara hluta og hefur ekkert lán verið veitt úr stofn- lánadeild landbúnaðarins til byggingar veiðihúsa, þrátt fvrir heimild í lögum deildarinnar. A þessu þarf að verða breyting jafnframt því að taka þarf þess- ar búgreinar inn í hið almenna lánakerfi landbúnaðarins. Talsvert hefur verið um það, að menn sem hafa fjármagn undir höndum, hafa keypt upp jarðir sem hlunnindi fylgja, einkum laxveiði, og leggja jörð- ina í eyði en flytja tekjurnar af hlunnindunum burt úr sveitun- um. Þessu þarf að sporna við og gera því fólki, sem fyrir er í sveiiuiium eoa þeim sem viija setjast þar að, kleift að nýta þessar hlunnindajarðir til hags- bóta fyrir sig og sína heima- sveit. Með þessu er ég ekki að segja að kaupstaðarfólk megi ekki njóta þess sem landið hef- ur upp á að bjóða. Þvert á móti þarf einmitt að auka það með betra skipulagi og tengslum milli sveitar og þéttbýlis. Selveiði, æðarrækt og nýting rekaviðar eru búgreinar sem eru á góðri leið með að ieggjast niður. Þetta er ill þróun, því fyrir utan tekjumissi þjóðar- búsins mun glatasfmikil verk- kunnátta, sem erfitt getur reynzt að afia á ný. Tölur sýna, að um 1940 feng- ust u.þ.b. 4.000 kg. af dún en árið 1975 aðeins 1.500 — 2.000 kg., en verðmæti þess er um 40 — 50 milljónir. Ég tel að þessa þróun megi rekja til hinnar miklu fjölgun- ar svartbaks, sem alinn er við hverja verstöð og öskuhauga landsins, án þess nokkuð sé að gert til að stemma stigu við þessari fjölgun. Selveiðar gáfu af sér um 43 milljónir 1974 og mun meira í ár. Talið er að auka megi veið- arnar tvisvar til þrisvar sinnum án þess að skaða stofninn. Nýting rekaviðar nam um 40 milljónum i sölu girðingar- Þorkell Fjeldsled f Ferjukoti. staura 1974 — 75. Einnig mætti nefna fuglaveiðar, eggjatöku, grásleppuveiði og margt fleira,- sem landið gefur af sér. Ég legg áherzlu á að með nýt- ingu þessarabúgreina fengist mikil tekjuaukning í landbún- aði, —segjumeinn milljarður, en það er um það bil jafnmikið og vermæti allrar þeirrar mjólkur, sem KEA á Akureyri tók á móti á síðasta ári og mun- ar íslenzka bændur um minna. Af þessu má sjá, að við þurf- um engu að kvíða varðandi is- lenzkan landbúnað í náinni framtíð möguleikarnir eru geysilega miklir svo fremi við stefnum að því að nýta allt landið, bæði til sjávar og sveita. (ilINNAR JÓHANNSSON er hóndi að As- mundarstöðum I Rangárvallasýslu og rek- ur þar ásamt tveimur bræórum sínum svfna- og alifuglahú. Þetta bú mun vera þaó stærsta á landinu f þessum greinum og má geta þess aó þaó er algerlega tækni- vætt eóa eins og Gunnar oróar þaó „frá því aó fóórió kemur á staóinn. til þess þegar gegnumlýst eggin koma f plastnevtenda- umbúóir". Gunnar Jóhannsson: Áður en ég svara spurning- unni um hvort breytinga sé þörf vil ég byrja á að vitna í grein eftir Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra, sem birtist í Tímanum fyrir tveimur árum, þar sem hann segir m.a.: „Hin öra þróun, sem átt hefur sér stað i alifugla- og svínarækt, með tilkomu hinna svoköliuðu verksmiðjubúa, verður að telj- ast uggvænleg. Bóndinn er hættur að þekkja hjörð sína og hættur að hafa tima til að sitja í hlaðvarpanum og yrkja um ná- ungann." Það má segja að þarna endur- speglist ríkjandi viðhorf. Það er ekki von á góðu þegar sveita- sælurómantíkin er látin sitja i fyrirrúmi á kostnað þeirra sem vilja reka stærri og hagkvæm- ari bú. Svina- og alifuglarækt eru ekki hefðbundnar búgrein- ar á íslandi og eru þær einu greinar kjöt-, mjólkur- og eggja- framleiðslu sem alls engra styrkja njóta. Er róttaekra breytinga þörf í landbúnaói ? Gunnar á Asmundarstöðum með svínabúið í baksvn. Sala og dreifing afurða hefur verið algerlega í höndum fram- leiðenda sjálfra og hefur fram- boð og eftirspurn ráðið verðinu að miklu leyti. Hin svokölluðu verksmiðjubú í svína- og ali- fuglarækt hafa að mínu mati sannað tilverurétt sinn. Vinnan á þeim er mun reglubundnari en á öðrum búum og hefur skapazt á þeim grundvöllur til eðlilegs vinnutíma. Verð á eggj- um hefur t.d. hækkað mun minna en á öðrum landbúnað- arvörum undanfarin ár og er það að miklu leyti að þakka stækkun búanna. Hvað svínaræktun viðkemur, þá hefur hún átt við mun meiri erfiðleika að glíma, þar sem svínakjötið hefur þurft að keppa við niðurgreitt kindakjöt og nú síðustu misseri einnig við niðurgreitt nautakjöt. Verðlagning hefur að miklu leyti átt sér stað hjá afurðasöl- unum og hafa stórar sveiflur einkennt mjög þá verðlagn- ingu. Á síðastliðnu ári hækkaði kjötið ekki í 11 mánuði en hækkaði síðan á einum mánuði um rúm 24%. Það væri mun eðlilegra og hagkvæmara bæði fyrir framleiðendur og neyt- endur ef verðir yrði endurskoð- að t.d. á þriggja mánaða fresti, því dráttur sem þessi veldur ávallt samdrætti, sem svo aftur hefur í för með sér óeðlilega hátt verð á milli til að örva bændur til þess að auka við sig að nýju. Lán til svlna- og alifuglarækt- ar, sem og annarra búgreina, eru veitt úr Stofnlánasjóði landbúnaðarins, en þar sitja ekki allir við sama borð hvað snertir endurgreiðslur. Svina- og aiifugla-, ásamt gróðurhúsa- og minnkabændum fá verð- tryggð lán allt að 50%. Aftur á móti er fjár- og kúabændum gefinn kostur á óverðtryggðum lánum. Þetta er okkar sjóður að hluta og finnst mér að helzt megi líkja þessu við það ef t.d, Iðnlánasjóður tæki upp það fyr- irkomulag að veita trésmiðum mun hagstæðari lán én járn- smiðum. — Okkar greinar eru viðurkenndar aðeins þegar inn- heimta skal þann hluta af fram- leiðslu okkar, sem okkur ber að greiða til sjóðsins. Ef stærri búin fá ekki lán, þá ættu þau ekki að þurfa að borga þessi gjöld, þvi annars er engu likara en verið sé að refsa og sekta þá menn sem reyna að rísa upp úr meðalmennskunni. Þessar greinar sem fá verð- tryggð lán eru líka það smáar, að vísitölubæturnar koma að litlu gagni fyrir afkomu sjóðs- ins, og tel ég að 5—10% visi- töluuppbót á öll lán úr sjóðnum mundu gera sama gagn. Að lok- um vil ég segja að meðan við svína- og alifuglabændur sam- einum ekki kraftana til að berj- ast fyrir okkar málum, þá er ekki von að úr rætist. Það er vissulega fyrsta skrefið og þar fara saman hagsmunir okkar og neytenda. ÓÐINN SICiÞÓRSSON er bóndi ad Einars- nesi f Borgarfirdi. Ilann og kona hans hófu þar húskap f.vrir þremur árum. Bú- stofninn er eingöngu mjólkurkýr ásaml nýjunar kúastofninum. Oðinn Sigþórsson: Ekki ber að neita því að rót- tækra breytinga er þörf á viss- um sviðum er varða landbúnað-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.