Morgunblaðið - 26.06.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.06.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976 Göngu- leiðir Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON ÁRSRIT Útivislar 1975. ] IJm- sjóri mci) útgáfu: Kinar Þ. Guri- johnsen og ,I6n I. Bjarnason. Útgefandi: Útivist 1976. Utivist 1 hefst á greininni Fyrsta vetrarferð okkar í Þórs- mörk á bíl eftir Hallgrím Jónas- son Þessi ferö var farin 1955. Feróasagan er krydduö meö sýni.shornum af vísnagerö höfundar. Dæmi er vísa um' Þorstein Kjarval uppi í krónu hirkitrés (skemmtileg ljós- mynd fylgir): 0«n «*r K jarval orrtinn slór. Kkki t*r drt*n«ur loppinn. Ilálfa l«*irt lil himins fór. Ilt ldur sér í toppinn. Jón I. Bjarnason á greinina A Vatnajökli. Jón er hrifnæmur og rómantískur feröamaöur. Ung stúlka lýsir tilgangi feröar- innar meö þessum eftirminní- legu orðum: „Eg er hér úti til þess að komast í sem mest návígi viö jökulinn, segir hún. Til þess aö finna andblæ ís- veraldarinnar leika um mig. Sjáöu hvaö viö erum lítil í auöninni." Gísli Sigurðsson lýsir a£ mikilli nákvæmni og samvisku- semi gamalli gönguleið, Sel- vogsgötu. Lesandinn fær löngun til að feta í fótspor Gisla og það eru hæg heimatökin fyrir þá sem búa í Reykjavík og nágrenni. Fyrir neðan Heiði nefnist önnur grein eftir Jón I. Bjarna- son. I henni lýsir hann ,,í stórum dráttum leiöinni frá Reykjavík um I.ækjarbotna aö Hellisheiöi, — Suöurlandsveg- inum, — og nokki um leiöum og gönguslóöum út frá honum og i nágrenni hans á því svæöi. “ Lesandinn er þakklátur Jóni fyrir þann fróöleik sem í grein- inni er aö finna. Sannarlega vitum viö of lítiö um þetta svæöi sem er svo skammt und- an. Hér eru í senn lýsingar á kennileitum og mannlífi. Sagt er frá dularfullum atburöi frá árinu 1910, hvarfi drengs á Hellisheiöi. Jón telur aö rang- lega hafi verið skýrt frá þessum atburöi og byggir frásögn sína á sögu leitarmanna drengsins, en einkum styöst hann viö orö Guðmundar H. Sigurðssonar og Guöfinnu Karlsdóttur á Lög- bergi. Ég er viss um að þetta fyrsta hefti Utivistar er hiö gagn- legasta fyrir náttúruunnendur. t ritinu eru margar myndir, sumar í lit, og eru þær textan- um stoö. Útivist 1 þjónar þeim tilgangi aö vera leiðarvísir fyrir feröamenn. Útgefendum skal aftur á móti bent á aö ekki sakar að gæta betur samræmis í stafsetningu. Frágangur ritsins er þó yfirleitt til fyrirmyndar. Auk þeirra greina sem hér hefur verið drepið á er í ritinu sagt frá stofnfundi félagsins Útivistar og lög félagsins birt. “gjJÍIUK'WiBliii Til móts við andblæ ísveraldar. Hússtjórnarskóla Reykjavíkur slitið IIÚSSTJÓRNARSKÓLA Revkja- vfkur var slitið 29. maf sl. I upp- hafi ræðu sinnar minntist skóla- stjórinn, Jakobfna Guðmunds- dóttir, fyrsta handavinnukennara skólans, frú Ólafar Blöndal, en hún andaðist 26. maf. 30-ára nem- endur gáfu skólanum peninga- upphæð til minningar um frú Ólöfu en viðstaddir skólaslit voru sex árgangar eldri nemenda. María Haraldsdóttir, 25-áya nemandi, tilkynnti að fjórir ár- gangar eldri nemenda skólans 10, 15, 20 og 25 ára) hefðu ákveö- ið að gefa skólanum málverk af Catrínu Helgadóttur fyrrverandi skólastjóra en hún lét af störfum á síðastliönu ári. í skólanum voru í vetur haldin ýmiss konar námskeið frá tveggja ög þriggja daga til átta vikna. í janúar hófst 5-mánaða námskeið í hússtjórn, þar sem nemendur áttu kost á að búa í heimavist. Fæðiskostnaður fyrir þá var 8.200 kr. á mánuði. Alls stunduðu 420 nemendur nám í skólanum í vet- ur. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun fyrir góðan námsárang- ur: Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Ingveldur Halldórsdóttir, Jó- hanna Rún Leifsdóttir, Rut Sig- urðardóttir og Svandís Sverris- dóttir. Israelsk Kfir-þota og vopnabúnaður hennar. Hægt er að bæta við tveimur byssum. Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur áætlað að Israels- menn ráði yfir 10 til 20 kjarn- orkuvopnum tilbúnum til notk unar. Vikuritið Time hefur hins vegar greint frá þvi nýlega aö ísraelsmenn eigi 13 kjarn- orkusprengjur sem þeir geti beitt gegn óvinaherjum meö sérstaklega útbúnum orrustu- þotum af gerðunum Kfir o'g Phantom og eldflaugum af Jerichogerð. Hver sprengja vegur 20 kílótonn eða álíka öfl- ug og sú sem var varpað á Hiroshima. Blaðið greinir enn fremur frá því að þessum 13 kjarnorku- sprengjum hafi verið komið fyrir í neðanjarðargöngum í upphafi októberstríðsins 1973. Þá höfðu Egyptar hrundiö fyrstu gagriárásum Ísraels- manna meöfram Súezskurði og ísraelska herliðið í Golanhæð- um var á undanhaldi. Yfirmað- urinn á norðurvígstöðvunum, Yitzhak Hoffi hershöfðingi, til- kynnti 8. október að hann gæti ekki varizt öllu lengur. Nóttina eftir tilkynnti Moshe Dayan landvarnaráðherra Goldu Meír forsætisráðherra að endalokin væru nærri og hún heimilaði honum aö beita kjarnorkuvopnunum. Áður en til þeirra var gripið náðu ísra- elsmenn undirtökunum á báð- um vígstöðvum. Sprengjurnar höfðu verið afhentar flughern- um, en nú voru þær aftur flutt- ar í geymslur í eyðimörkinni og þar segir Time að þær séu enn í dag, tilbúnartil nokunar. Blaðið telur sig einnig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ísraelsmenn hafi verið sann- færðir um að Rússar hafi kom- izt á snoðir um nýtilkominn kjarnorkumátt þeirra, senni- lega með tilstyrk Cosmos- njósnahnatta. 13. oktöber sendu Rússar kjarnaodda frá flotastöð sinni í Odessa til Alex- andríu þar sem koma átti þeim fyrir á Scud-eldflaugum þeirra þar. Bandaríkjamenn urðu var- ir við sovézku kjarnaoddana þegar skipið sem flutti þá sigl- andi gegnum tyrknesku sundin 15. október og tilkynntu Rúss- um að bandaríski heraflinn hefði verið settur í viðbragðs- stöðu um allan heim. Háttsettir embættismenn í Washington halda því fram, að Bandarikjamenn hafi ekkert vitað um sprengjurnar og neita því aö þær hafi átt þátt i því að heraflanum var skipað að vera i viðbragðsstöðu. Hins vegar seg- ir Time að vitneskja Banda- ríkjamanna um sprengjurnar hafi verið árangur könnunar- flugs njósnaflugvélar af gerð- inni SR-71. ísraelsmenn urðu varir við ferðir hennar og sendu tvær Phantom-þotur til að stöðva hana. Önnur þeirra fékk skipun um að granda njósnaflugvélinni frá háttsett- um yfirmanni i ísraelska flug- hernum, en henni reyndist auð- velt að komast undan með vitneskju sína. Fyrsti forseti israels, Chaim Weizman, var heimskunnur efnafræðingur og kjarnorku- áætlun ísraelsmanna hófst þeg- ar hann hvatti kjarnorkuvis- indamenn til þess að láta hend- ur standa fram úr ermum. Þeir framleiddu úraníum úr fosfati i Negev-auðninni og fundu upp handhæga aðferð til að fram- leiða þungt vatn. Árið 1953 fengu israelsmenn að fylgjast með kjarnorkuáætlun Frakka og tóku þátt í tilraunum þeírra í Sahara. Fjórum árum síðar létu Frakkar israelsmönnum fyrst kjarnaofninn i té og síðar veittu þeir aðstoð við smíði Dimona-kjarnorkurannsóknar- stöðvar Ísraelsmanna í Negev. Kjarnaofninn var tekinn i notkun 1964 og á sama tíma fóru fram miklar umræður að tjaldabaki um hvort stjórnin ætti að reisa sérstakt kjarn- orkuver til að framleiöa nauð- 'synleg efni í kjarnorku- sprengju. Með því voru Davíð Ben-Gurion forsætisráðherra, Shimon Peres þáverandi að- stoðarlandvarnaráðherra en á móti voru frú Meir, Yigal Allon núverandi utanríkisráðherra og Levi Eskhol, eftirmaður Ben Gurions. israelska öryggisráðið beitti neitunarvaldi sinu gegn smíöi slíks vers 1968 en skömmu síðar uppgötvaði Esk- hol aö Dayan hafði í kjölfar sex daga stríðsins 1967 gefið leyni- leg fyrirmæli um að smíði þess skyldi hafin. Eskhol og ráðu- nautar hans töldu sér ekki ann- að fært en að samþykkja smíð- ina úr því hún var hafin. Dayan segir í viðtali við Time að hann telji að israelsmenn eigi einskis annars úrkosti en koma sér upp kjarnorkuvopn- um. Þeir „geti ekki endalaust aflað sér fleiri og fleiri skrið- dreka og flugvéla“. Ymsir vestrænir sérfræðingar telja að ísraelsmann hafi gert kjarn- orkutilraun neðanjarðar í Negev-eyðimörkinni 1963 og undirbúningur að smíði kjarn- orkusprengju hafi hafizt skömmu síðar. Smíöi kjarn- orkuversins lauk 1969, en Ísra- elsmenn hófu ekki smíöi kjarn- orkusprengju þegar í stað og einbeittu sér að þvi í staðinn að finna nýjar leiðir til að stytta þann tima sem þarf til að fram- leiða kjarnorkuvopn. Dimona-rannsóknastöðvar- innar og kjarnorku- versins er stranglega gætt all- an sólarhringinn með her- liði og fullkomnu rafeinda- og ratsjárkerfi og ísraelskum herflugvélum og öllum öðrum flugvélum er bannað að fljúga yfir svæðin sem þau eru á. ísra- elsk þota af gerðinni Mirage III flaug óvart yfir Dimona í sex daga. stríðinu og ísraelsmenn skutu hana niöur með loft- varnaeldflaug. Líbýsk farþega- þota á leið frá Benghazi til Kaíró 1973 villtist og flaug í átt að bannsvæðinu. ísraelskar herflugvélar reyndu að bægja henni burtu en án árangurs og skutu hana þá niður af öryggis- ástæðum með þeim afleiðing- um að 108 af 113 sem i henni voru biðu bana. 13 ísraelskar kjamorku- sprengjur Fyrsta kjarnorkustöð Ísraelsmanna f Dimona I Negev-auðninní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.