Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 13

Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNÍ 1976 . 13 Vmnustofusýnmg HJÓNIN Sigrúnu Guðjónsdóttur og Gest borgrímsson þekkja vel- flestir, sem með myndlist hafa fylgzt i höfuðborginni síð- ustu áratugi, því að þau hafa víða komið við á sviði sjónmennta, bæði sem starfskraftar og uppfræðendur. Frá því að þau hófu að fást við leirmunagerð hafa þau verið opin fyrir ýmsum nýjungum innan fagsins auk þess sem þau hafa sjálf fengizt við ýmiss konar tilraunir — hefur svo verið alla tíð, en þó í misríkum mæli, allar götur frá þvi að þau hösluðu sér völl með „Laugarnes- leirnum“ nafntogaða forðum daga. Hjónin hafa nú opnað sína þriðju vinnustofusýningu á heimili sínu að Laugarásveg 7, ásamt Guðnýju Magnúsdóttur, er lauk námi við Myndlista- og handíðnskóla íslands fyrir tveim árum og hefur siðan haft aðstöðu og verið viðloðandi verkstæði Sigrúnar og Gests. Á sýningunni eru á annað hundrað verk, veggmyndir (flísar), vasar, skálar, kaffi- og testell, brjóstmyndir o.fl. Guðný á hér fiesta muni og kemur hér greinilega fram sköpunargleði og ákafi byrjandans. Verk Guðnýjar eru ákafleg misjöfn að gæðum auk þess að vera margbreytileg, sem bendir til þess að hún sé að þreifa fyrir sér og hefur ekki ennþá markað sér ákveðna stefnu innan fagsins. Tilraunir hennar með skálar á fæti, sem minnir á skúlptúr, eru áhugaverðar, en hér koma fram tvö gerólík stíl- birgði, sem henni tekst ekki að samræma á nógu sannfærandi eftir BRAGA ÁSGEIRSSON hátt. Tæknileg vankunnátta kemur fram í mynd hennar ,,Andlit“ og i vösum þeim er hún nefnir „Fjölskylda", en hugmynd- ln að baki er áhugaverð þó naumast sé hún frumleg. Skrínin hennar hafa yfir sér ólíkt sterkari heildarsvip, og eru fyrir sumt nýstárleg, og veggmynd hennar „Landslag" lofar góðu. Væri mjög æskilegt að Guðný fengi tækifæri til framhaldsnáms á fullkomnu verkstæði eða skóla ytra, þvi að væntanlega lætur hún ekki hið takmarkaða nám innan Myndlista- og handíðaskólans verða sitt lokamark, og almenn verkstæðisvinna er alltof einhæf og bundin til þess að hún gefi möguleika til mikils þroska. Gestur Þorgrímsson lagði upprunalega stund á höggmynda- fagið (skúlptúr) og kemur það greinilega fram I vinnubrögðum hans varðandi leirmunagerð, — á sýningunni sjáum viðt.d. vasa- form í ýmsum tilbrigðum og kemur þar fram rík kennd fyrir skúlptúrformi. Væri fróðlegt að sjá myndir eftir hann, þar sém hann gæfi hugmyndafluginu lausan tauminn, án tillits til nota- gildis hlutanna, — þetta gæti hann jafnvel einnig gert með „ruku“ aðferðinni svonefndu, en sú ævaforna aðferð er japönsk að uppruna og mjög sérkennileg vegna kopar-áferðarinnar, sem eru einkenni hennar. Með brjóst- mynd sinni. „Óii“, fetar Gestur út á nýja braut, en slík vinnubrögð gera miklar kröfur til skapenda sinna um samfelld, óskipt vinnu- brögð, — en þrátt fyrir það kemst Gestur allvel frá frumraun sinni, sem er fyrir sumt skyld tilraunum súper-realista nútímans. Sigrún Guðjónsdóttir sýnir postulínsflísar, sem hún hefur myndskreytt af þeim fágæta þokka sem hún er löngu þekkt fyrir, og sem hefur skipað henni sérstakan sess innan islenzks list- iðnaðar. Hafa veggflísarnar m.a. verið teknar til framleiðslu af hinu heimsþekkta danska fyrir- tæki á þessu sviði, Bing & Gröndal. Það er merkilegt og í hæsta máta eftirtektarvert hvernig Sigrún hefur þróað myndstil sinn jafnt og þétt í gegn- um árin og bætir við sig með hverri sýningu. Tryggð hennar við hinn sérstaka myndstíl léttrar og fágaðrar línu, er hún markaði sér strax í upphafi listferils sins, hefur nú vissulega borið riku- legan ávöxt. Listakonan á margt ágætra muna á sýningunni og vil ég sérstaklega nefna myndaröð, eða röð mynda skylds þema; nr. 7. „Grænt lauf“, 10. „Blátt lauf“, 11. „Haustruð sól“, 13 og 14. „Haust“ og nr. 21. „Náttfugl". I öllum þessum myndum birtast bestu eðliskostir listakonunnar en allar eiga myndir hennar á sýningunni það sameiginlegt að vera i hæsta máta eftirtektarverðar. 1 heild er þetta skemmtileg sýning og fólk staldrar hér lengi við, enda eru vinnustofusýningar stórum „intimari" sýningum í opinberum sölum. Eins sakna ég þó á sýningunni og það er eitt- hvað í likingu módelskart- gripanna, sem prýddu fyrstu sýningu listahjónanna að Laugarásvegi 7, en hér gefur postulínstæknin mikla og skemmtilega möguleika. Bragi Asgeirsson. Þessi mynd er frá rallinu, sem fram fór 12. júní Næsta rall F.Í.B.: Hringvegurinn EINS OG flestum mun kunnugt er nýlokið rall-keppni F.I.B. og er hún önnur í röðinni. Keppnin í ár var mun erfiðari en sú í fyrra, leiðin, sem ekin var, var 250 km en 145 í fyrra. Að sögn Árna Árnasonar framkvæmdastjóra keppninnar var hún höfð svo ró- leg síðast til að þjálfa starfsfólk. Nú hefðf það fengið nokkra reynslu og þvi hefðu þeir viljað ráðast i þessa erfiðu leið. Sagði Árni að nokkrir keppendanna hefðu sagt að þetta væri það skemmtilegasta sem þeir hefðu komizt i. Næst á dagskrá í rall- málum er að halda jeppa-rall og e.t.v. rall nálægt Akureyri. Fram- tíðarhugmyndin er sú að hafa síð- an „Ice-and-Fire-Rally“ eins og Árni orðaði það og yrði það tveggja daga keppni kringum landið með þátttöku erlendra ökumanna. Sú keppni yrði að sjálfsögðu enn erfiðari en hin síð- asta, en leiðin sem þá var ekin frá Reykjavík um Mosfellsheiði til Þingvalla og Grafninginn í Þrast- arlund og sömu leið til baka. Aðalfundur SÍR hald- inn 29. og 30. júní SAMBAND islenzkra rafveitna heldur aðalfund sinn að Hótel Sögu, dagana 29. og 30. júní n.k. Auk venjulegra aðalfundar- starfa munu ýmis erindi verða flutt. Lárus Jónsson, alþingismað- ur og dr. Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur, munu flytja er- indi um Norðurlandsvirkjun Helgi Bergs, bankastjöri, flytur erindi um raforkumál á Austur- landi, Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, alþingismaður, heldur erindi um Orkubú Vestfjarða og Ingimar Karlsson, deildarstjóri, talar um almenningstengsl raf- veitna. Þá munu þeir Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður SlR, og Glúmur Björnsson, skrifstofu- sjjóri, flytja skýrslu frá vinnu- hðpj um fjármál raforkuiðnaðar- ins. Fyrir nokkru var haldið alheimsþing Rotary-klúbba i Flórída í Bandaríkjunum. Á þinginu var Robert A. Manchester kjörinn forseti Rotary International og sést hann hér á myndinni heilsa Jóhanni Péturssyni, sem kjörinn var yfirmaður Rotary-hreyfingarinnar fvrir sitt heimaland. Jóhann hefur verið meðlimur Rotary- klúbbsins í Keflavík frá 1947 og sem yfirmaður hrevf- ingarinnar mun hann heimsækja sérhvern klúbb, sem undir hann heyrir og koma með tillögur um úrbætur á ýmsum sviðum. Ai;(,I.YS[Níi.\SIMlN\ ER: 22480 JB*r0unblabib Ferðafól k! Reynið nýja gistiheimilið að Gíslabæ, Snæfellsnesi, í hinni ósnortnu náttúru undir Jökli. (Sími um Arnarstapa)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.