Morgunblaðið - 26.06.1976, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1976
Georg Viðar:
fremst trú á þann Guð er gefur
örlátlega og átölulaust þeim, er
biðja hann. Rekstrargrundvöii-
ur var enginn. Ekkert stofnfé,
enginn sjóður, enginn kassi,
hvorki ríkis né borgar aö dýfa
hendi í.
Nú að tveim árum liðnum
renni ég huga yfir farna slóð,
og brosi. Fyrst að þeim ein-
feldningum er álitu að þeir
gætu glímt við sjálfan Guð, og
drepið niður þá stofnun, sem
Hann hafði af miskunn sinni
gefið. I öðru lagi verð ég glaður
yfir því stórkostlega átaki er
unnist hefur, fyrir bæn og trú.
í þriðja lagi verð ég undrandi á
því furðulega fyrirbæri er hef-
ur verið að gerast rokkar bind-
indismálum og ég verð jafn-
framt dálítið hryggur um leið,
er ég skoða þá hluti í ljósi þess,
að sá flokkur, sem ég kýs og tel
mér heiður af að tilheyra, skuli
styðja svo stórkostlegar ráða-
venda, hefði atvinnu, verið
vinnufær, en að öðrum kosti
látið kerfið góða taka við, því að
slíkum eiga allir að bjarga og
hjálpa, í stað þess að ausa fé i
þá, er ekki þurfa þess með, —
og ef á reynir skal ég standa við
þessi orð mín og nefna viðkom-
andi með nöfnum, en ég vona
að þess þurfi ekki. Mér varð á
að brosa, og það breitt, er ég las
grein i Visi, sem hafði yfir-
skrift eitthvað á þessa leið:
TÝNDI HLEKKURINN FUND-
INN . . . Eg fór að lesa og datt
þá helst í hug að til væru jafn-
vel sprenglærðir og hámenntað-
ir læknar, sem halda því fram
að þeir séu komnir af öpum, —
og nú hefðu þeir ef til vill fund-
íð forföður sinn, týnda hlekk-
inn milli þeirra og apans. En
greinin í þessu ágæta blaði
fjallaði um það, að nú hefði
Reykjavíkurborg keypt hús fyr-
ir starfsemi, einstaka I sinni röð
þannig að menn yrðu ekki út-
skrifaóir, fyrr en atvinna og
húsnæði væri i boði. Þess var
jafnframt getið, að hér væri um
nýjung að ræða og yrði Jóhann-
es Bérgsveinsson þar aðallækn-
ir.
Ég gleðst yfir sérhverju nýju
átaki sem unnið er í þessum
málum. En mér leiðist allur
Tveggja ára
afmæli stór-
merkrar stofnunar
þessum málum, og það er
hræðilegt i landi þar sem rikir
sjálfstæði.
Er það meining sparnaðarsér-
fræðinga þjóðarinnar að spara
með því að selja meira áfengi,
og lækka á sama tíma dagvist-
unargjöld til þeirra stofnana er
vinna ötullega að því að hjálpa
þeim er orðið hafa undir i líf-
inu af þessu eitri. En f staðinn
eru reistir svo stórir og veiga-
miklir kastalar fyrir drykkju-
menn, að engir peningar eru til
þess að reka þá. Vitið þér skatt-
borgari, hvað það kostar að
reisa hin nýju og glæsilegu
hæli sem ríkið lætur reisa fyrir
þá sem orðnir eru sjúklingar af
að drekka þann vökva er var
keyptur hjá sjálfu ríkinu, með
einkarétt á sölu þess konar eit-
urs.
Hefur sparnaðarsérfræðing-
um okkar ekki dottið í hug,
hvers vegna talað hefur verið
um að hafa 29 starfandi menn
að hinu nýja bákni á Vifilsstöð-
um, sem kemur ekki til með að
hýsa nema 23 sjúklinga. Veit þá
skattgreiðandinn hve hann
þarf að borga mikið með stofn-
unum sem leggja inn mann,
áfengissjúkling, s.s. Landspít-
ala, Borgarspítala og bákninu á
Vífilsstaðavöllum. Ef ekki þá
lífs fyrir kraft Jesú. Það er hið
raunhæfasta, en jafnframt
ódýrasta í heimi.
En ég horfi ekki fyrst og
fremst á þá tölu að hér hafi
dvalið um tvö hundruð manns,
og halda áfram að koma, heldur
það sem er veigamest en alltaf
er sett til hliðar í umræðum um
'svona mál. ÞAÐ ER ÁRANG-
URINN. Fyrsta árið dvöldu hér
55 menn með 1355 vistdaga. Að-
alatriðið er að 31 af þeim, er
héðan fóru þá, höfðu i fast hús-
næði að fara, höfðu fengið at-
vinnu og það sem veigamest er,
þeir höfðu eignast þá trú að það
væri aðeins Drottinn Jesús sem
gæti bjargað þeim. Gæsluvistar-
sjóður hefur verið uppurinn í
fleiri en eitt ár, og Samhjálp
varð að fá synjun vegna þess að
Vífilsstaðakastalinn sá um að
tæma, en stóð svo auður og
ónotaður á sama tíma og fjöldi
manns gekk um húsnæðislaus.
Samhjálp fékk einnig neitun
um hjálp til ákveðinna húsa-
kaupa til að færa út starfsem-
ina. En það einræði sem ég hef
áður talað um, þurfti ekki meir
en að benda á ákveðið hús í
borginni og var þá umrætt hús
keypt. Að lokum þetta. Sam-
hjálp byrjaði í bílskúr við Soga-
veg, nú er aðstaðan 500 fer-
Dagurinn tiundi júni verður
ætíð fyrir mér stórmerkur dag-
ur, og ég tel að þá sé merkilegt
afmæli meðal hinnar íslensku
þjóðar. Hvað þá gerðist muna
kannski ekki svo margir lengur
en það ættu margir að gera, ég
segi margir, en ætti að skrifa
allir því sá dagur markar
merkilegt spor í sögu islenskrar
bindindishreyfingar. Þann dag
gerðist það merkilega fyrirbæri
að Samhjálparheimilið að Hlað-
gerðarkoti í Mosfellssveit tók á
móti sínum fyrsta skjólstæð-
íngi. Eg ætla að segja þér í dag,
lesandi minn, að þá var þeirri
stofnun spáð bráðum dauða.
Reyndar skal það dregið fram
að hið margslungna, saman-
tvinnaða kerfi okkar, ásamt fé-
lagasamtökum, sveitarfélagi og
jafnvel læknum og ráðuneytis-
stjórum gerði það besta er í
þess valdi stóð til að stuöla að
því að þessi stofnun myndi
deyja í fæðingu, en morð mis-
takast líka oft. Guði sé lof. Er
ég lít yfir gengna slóð og læt
hugann renna frá upphafi til
dagsins í dag, er ekki því að
neita, að margt merkilegt hefur
gerst, sumt dásamlegt, já flest,
en margt miður gott. Já, margt
furðulegt hefur gerst og ég
ætla að segja dálítið frá því i
því blaði sem mér finnst ég
hafa leyfi til að setja skoðanir
og athugasemdir á framfæri í.
Ég hef aldrei þurft að skamm-
ast mín fyrir að vera sjálfstæð-
ismaður, og því nota ég það
málgagn, sem flytur þann mál-
stað, sem er í anda sjálfstæðis.
Þegar Samhjálp keypti hús-
eignina Hlaðgerðarkot í Mos-
fellssveit til að reka heimili fyr-
ir þá, er hvergi áttu heima, fyr-
ir þá, er voru að koma af hælum
og stofnunum ríkisins, svo og
aðra útigangsmenn, er óhætt að
segja að þar hafi ríkt stórkost-
leg bjartsýni og þó fyrst og
Hver
vill spara
14.500 kr.
á dag?
Hlaðgerðarkot í Mosfellssveit.
gerðir, sem unnar eru í algjör-
um blóra við allt sjálfstæði og
myndu, ef þær skoðanir og
ráðagerðir kæmu frá einræðis-
ríkjum, Rússlandi, Kína o.fl.
vera taldar algjört einræði, og
bæri alls ekki að líða né leyfa í
ríki þar sem flokkur sjálfstæð-
is, og frjálsræði í orði, prenti og
trú ríkja.
Hvað er ég nú að fara?, spyr
þú og þú hefur leyfi til að
spyrja og átt heimtingu á svari.
Nú er það ekki tilgangur minn,
þótt ég nefni pistil minn afmæl-
isgrein, að fara að mæla með og
hrósa þeirri stofnun er Hlað-.
gerðarkot heitir, og Guð gaf þér
og mér. Ég nefnilega veit að sú
stofnun mælir með sér sjálf,
vegna þeirra er þar hafa dvalið
og áttu erfitt með að komast á
hinar rándýru, stórkostlega
dýru ríkisstofnanir, og mun ég
koma að því síðar. Ég ætla þó að
geta þess, að samkvæmt bókum
mínum hafa dvalið þar um tvö
hundruð vistmenn um lengri
eða skemmri tíma. Þetta hafa
verið menn er hafa verið að
útskrifast af hinum ágætu rík-
isstofnunum, og ríkisfangels-
um, svo og aðrir sem hafa i
lífinu orðið að lúta í lægra haldi
fyrir þessu seigdrepandi eitri,
sem á alþjóðamáli heitir alcohol
(áfengi) og er dreift út af
einkaaðila, sem er ríkisstofnun,
Á.T.V.R.
Samhjálp hefur lagt kapp á
að útskrifa engan nema hann
hefði í öruggt húsaskjól að
leikaraskapur í jafnalvarlegu
máli, máli, sem varðar hag bág-
staddra manna. Sjálfur hef ég í
mörg ár neytt þessa seigdrep-
andi vökva, og þess vegna hef
ég af hugsjón haft köllun til að
hýsa þá er hafa orðið þrælar
hans. En svo var kannski ekki
til fyrir matarögn, né húsa-
skjól, og þá var það gatan er
beið, nema kannski ef betur
blés, fangageymsla lögreglunn-
ar, en sú gisting er ekki gefin,
þótt ekki séu þægindi í sam-
ræmi við kostnað.
I afmælisgrein á það ekki illa
heima að geta þess að nýlega
var lagt fram fyrir þjóðina gríð-
armikið sparnaðarfrumvarp.
Sjálfur er ég meðmæltur sparn-
aði, og sannfærður um að ís-
lenska þjóðin þarf að spara. En
um leið og talað er um sparnað,
vil ég ekki að viss klíka í skjóli
sinna embætta geti bruðlað
með milljónir milljóna en látið
kveða við sparnaðartóna fyrir
öðrum. Það er ekki óalgengt að
hér að Hlaðgerðarkoti hafi
dvalið 19 menn á mánuði. Fyrir
þá hefur það verið gert sem
Vfsir átti við þegar hann talaði
um týnda hlekkinn en ég ætla
að fræða þjóðina á því, að er við
byrjuðum starfsemi okkar
hérna tók okkur marga mánuði
að fá viðurkennd dagvistunar-
gjöld vegna skjólstæðinga okk-
ar, en það er ef til vili vegna
þess að við beittum ekki fyrir
okkur sérlega útvöldum lækni
sem orðinn er einræðisherra í
get ég sagt þér það. 14.500 kr.
kostar hvert rúm á slíkum stöð-
um. En veistu að hérna í Hlað-
gerðarkoti hafa að mestu starf-
að ein hjón, og dagvistargjaldið
var eitt sinn komið upp í 2.400
kr. en svo hefur kerfinu þótt
það of mikið bruðl og við feng-
um lækkun niður í kr. 2.100 pr.
dag. Hvers vegna er hægt að
reka heimili fyrir 16 manns
með tveim manneskjum, með
2.100 pr. dag, en þurfa svo að
hafa 29 manns fyrir 23 vist-
menn og kostnaðurinn er kr.
14.500 pr. dag.
Ég get sannað að fyrir kraft
hins upprisna frelsara hafa
margir farið héðan með nýtt líf
framundan. Leystir fyrir fullt
og allt frá áfengi, og eru orðnir
vinnandi skattgreiðendur í dag.
Það er ekki vegna minna verð-
leika. Heldur vegna þess að sá
sami Jesús er mig leysti frá
áfengi, er enn í dag að gera hið
sama hér í Hlaðgerðarkoti, fyr-
ir boðun Hans orðs. Ég veit að
einræðisherrann í áfengismál-
um nær aldrei áfengissýkli upp
á röntgenmynd. Ég veit líka að
sýkillinn sjálfur mun aldrei
finnast í blóðinu, aðeins alkó-
hólið. Þess vegna veit ég að
hópur lækna, hjúkrunarkvenna
og alls kyns fræðinga mun
aldrei geta gert neitt fyrir
áfengissjúklinga. Enda er það
sannað um allan heim að ríkis-
rekin hæli hafa aldrei komið
út með sambærilegan árangur
og þau er hafa boðun heilbrigðs
metra hús og enn bætum við
við okkur, því enginn maður
fær brotið það niður sem reist
er í nafni Krists. Hann er okkar
raunverulegi forstöðumaður,
þótt ég sé skráður það. Að lok-
um þessi blákaldi sannleikur.
Það er óheilbrigt að láta einn
mann, í skjóli síns embættis,
fara með milljónir I súginn og
tilraunastarfsemi, og flestir
vita um árangurinn, hann hef-
ur aldrei verið neinn. Auk þess
hefur sá sami neitað í margra
votta viðurvist að til sé önnur
lækning en hann las um í doð-
röntum fyrir áratugum síðan,
og allir vita að eru löngu úreltir
og hvergi viðurkenndir meðal
þeirra sem fylgjast með fram-
vindu slíkra mála. En á sama
tima er til stofnun sem rekin er
á margfalt ódýrari hátt, og kem-
ur út með margfalt sannanlega
betri árangur. Þvi er verið að
hefta og binda slíka starfsemi?
Og ég spyr: Hvar eru sparnað-
arsérfræðingar vorir núna?
Guð blessi sérhvern er lagt
hefur Samhjálp lið og gert það
að verkum að það hefur fengið
að dafna og blómgast, það er
ekki kerfinu að þakka að svo er,
heldur þeim mörgu sem Guð
hefur lagt á hjarta að styðja það
starf sem unnið er í nafni hins
miskunnsama Samverja. Það
eru enn margir er liggja særðir
við veginn. Það þacf að hjálpa
þeim.
Sæll er sá er gefur gaum bág-
stöddum segir heilög ritning.