Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 25

Morgunblaðið - 26.06.1976, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976 25 fclk í fréttum Stultu- menn í útistöðum + Sá, sem hér leikur listir sfnar, heitir Helge Nielsen og er hann for- maður í Stultusambandi Mið-Fjóns í Danmörku. Frá því er sagt í fréttum, að þeir félagar í Stultu- sambandinu hafi átt í nokkrum útistöðum við bæjarstjórnina f Ryslinge á Fjóni en þeir höfðu farið fram á það, að þeim yrði úthlutað æfingasvæði. Deilunum lauk náttúrulega með yfirburðasigri stultu- manna, sem hér eftir geta óhindraðir iðkað fþrótt sína. Barbra skiptir um sokka + Sagt er að Barbra Streisand hafi nú endanlega gefizt upp á öllum mótþróa við eigin- mann sinn og rauðsokku- tilburðum. Á dyrunum að íbúð þeirra stendur nú aðeins nafn hans, Peters, og þegar stofu- stúlkan svarar í símann segir hún aðeins „hjá Pétri“. + „Augun eru bI6ð- rauðir pollar og hann drúpir þessu kunnug- iega, sköllótta höfði eft- ir allt nætursvallið. Hann kemur of seint I upptökurnar og tafsar á textanum." Þessi mannlýsing birtist ( Lundúnablað- inu Daily Mail og var þar verið að lýsa leikar- anum Telly Savalas, sem nú er við kvik- myndagerð í V-Berlfn. Telly brást að vonum hinn versti við og höfð- aði umsvifalaust mál á hendur blaðinu. Réttur- inn komst að þeirri nið- urstöðu, að honum bæru 60.000 dollarar f skaðabætur, og Telly, sem kvæntur er enskri konu, lýsti þvf yfir, að hann ætlaði að eyða peningunum f hinu langhrjáða Englandi. „Ég er hinn mesti orð- hákur“, sagði hann, „en ég er Ifka mikill Engla- vinur.“ Mentanarstevna Föroya: Söngur og mál- verk frá Islandi Sérstök dagskrá um Halldór Laxness FJÓRIR tslendingar munu taka þátt í listahátíð Færeyinga, sem mun standa yfir dagana 27. júní—4. júlí, en F’æreyingar hafa fengið um 20 aðila frá öllum Norðurlöndum og fleiri Evrópu- löndum til að taka þátt í lista- hátfðinni, sem þeir kalla Mentan- arstevnu Föroya. Þeir sem fara frá íslandi eru Sigríður Ella Magnúsdóttir óperu- söngkona og undirleikari hennar, Agnes Baldursdóttir, Veturliði Gunnarsson listmálari og Arni Johnsen visnasöngvari. Sérstök efnisskrá úr verkum Halldórs Laxness verður á opnunarkvöldi Mentanarstevnunnar i Þórshöfn og þar munu Sigríður Elia og Arni flytja klukkustundardag- skrá, söng og ljóðaflutning. Einn- ig verður Laxnessdagskráin flutt á Eyrarbakka þeirra Færeyinga, en á Mentanarstevnunni er lögð áherzla á að listafólkið heimsæki flestar byggðir í Færeyjum. Meðal gesta frá Norðurlöndum er píanóleikarinn Kjell Bække- lund frá Noregi, óperusöngkonan Marianne Johansson frá Svíþjóð, frá Grænlandi koma Aka Höegh listmálari, Rasmus (UNGAK) Ly- berth vísnasöngvari og Moses Ol- sen flytur fyrirlestur, frá Finn- landi kemur ballettflokkur, frá Danmörku kemur m.a. Ebbe Klöverdahl rithöfundur og frá Færeyjum eru einnig fjölmargir þátttakendur. Þetta er þriðja Mentanarstevnan f Færeyjum, en það er Landsstjórn Færeyja sem er í forsvari fyrir listavikunni. Sigríður Ella og Árni hafa bæði sungið áður í Færeyjum, en Vet- urliði er þriðji íslenzki málarinn sem hefur málverkasýningu þar. Hinir voru Jóhannes Kjarval og Guðni Hermansen frá Vest- mannaeyjum. íslenzku þátttak- endurnir munu ferðast um Fær- eyjar með öðrum flytjendum á hátíðinni. Aukasýning á Undir suðvesturhimni á sunnudag VEGNA mikillar aðsóknar að sýningu Nemendaleikhússins I Lindarbæ á Undir suðvesturhimni eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Sigurð Pálsson hefur verið ákveðið að hafa aukasýn- ingu á sunnudag kl. 17.00, en slð- asta sýning verður svo eins og ráð- gert var um kvöldið kl. 21.00. Ekki er gert ráð fyrir því að sýningar á verkinu verði teknar upp I haust að nýju. Miðasalan I Lindarbæ verður opin frá kl. 14.00 á sunnudag BARNUM — Lómur (Viðar Eggertsson) og Don Juan (Sigurður Sigurjóns- son) hafa komið óþægilegum keppinautum fyrir kattarnef og gera sér dagamun. (Ljósm. Kristj. I. Einarss.) Grásleppuhrogn Framleiðendur. Nú er markaðsástand hagstætt og því óþarfi að selja framleiðsluna á lágmarks- verðum. Hafið samband við okkur strax, ef þér vilduð fá sértilboð í óselda framleiðslu yðar. Góö kjör og hæstu verö 5 ára reynsla í útflutningi fslenzka útflutningsmiðstöðin hf. Eiriksgötu 19, Reykjavík. Telex 2214. Símar 16260 og 21296

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.