Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 28

Morgunblaðið - 26.06.1976, Síða 28
28 MÓRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JUNl 1976 Strákurinn og einbúinn Eftir E.V. LUCAS ir, sáu þeir hvar „Halaklippti krókódíll- inn“ stefndi til lands með miklum hraða. Þeir flýttu sér fram á klettana og einbú- inn veifaði einhverri tusku sem hann var með. Það sást merkjaflagg uppi á skip- inu. Og eftir morgunverð fóru félagarnir niður í víkina, til þess að taka á móti bátnum frá skipinu. Skipsifórinn starði undrandi á Kjamma — Hvað, er strákur hér á eyjunni? sagði hann. Þetta er það allra merkilegasta, sem ég hef séð. Ég býst við því, herra Ágúst, sagði hann svo við einbúann, að þetta sé lærisveinn yðar. — Nei, svaraði einsetumaðurinn. Hann er ekki lærisveinn minn, heldur farþegi yðar, og síðan kynnti hann Kjamma fyrir þeim og fór svo að lesa bréf frænku sinnar, en bátsverjar biðu eftir skipun skipstjórans um að flytja vistir þær sem í bátnum voru, upp í helli einbúans. Þegar einbúinn var búinn að lesa bréf- ið, stakk hann því aftur í umslagið og öllu saman í vasa sinn — Jæja, herra Ágúst, ætlið þér að koma með okkur núna, sagði skipstjór- inn, en þessarar spurningar hafði hann spurt á hverju ári siðustu 30 árin. f- COSPER--------------------------\ Nú veit ég hvar þú si-ttir ijll eggin mamma — í pokann minn. V______________________/ Einbúinn hló hæðnisfega að spurning- unni, alveg eins og hann hafði hlegið að henni einu sinni á hverju ári síðustu 30 árin. — Jæja, piltar, flýtið ykkur þá, sagði skipstjórinn. í bátnum var stór karfa, til þess að bera vistirnar í frá bátnum og upp í hellinn. Tveir hásetanna báru hana, en skipstjórinn, einbúinn og Kjammi gengu á eftir. Þrisvar var þessi mikla karfa borin frá bátnum til hellisins, og að lok- um voru ekki eftir nema fáeinir bögglar, sem hver stráklingur gat borið. Og þessa síðustu ferð fór einsetumaðurinn Ágúst ekki með þeim. Þegar að lokum allar vistirnar voru komnar inn í hellinn, blés bátsmaðurinn í hljóðpípu sína, til þess að gefa til kynna að allt væri í standi og þeir gætu lagt frá landi aftur. Þá flýtti skipstjórinn og Kjammi sér niður að víkinni. — Hvar er herra Ágúst, spurði skip- stjórinn bátsmanninn. Þessi ungi maður vill auðvitað kveðja hann. En hellirinn var manntómur. Kjammi klifraði upp á stóran stein við hellis- munnann og æpti allt hvað af tók. Geitar- skeggur. Skeggur, Skeggur minn! Ekk- ert svar. — Ég hlýt að hafa farið fram hjá honum á leiðinni frá víkinni, hugsaði Kjammi og flýtti sér til strandar aftur. M0RöJN-K^_ KAFF/NU U r* 7 — Fljótur, fljótur, sagði skipstjórinn. Það er ákaflega skrítið. En kannski hefir hann falið sig, til þess að þurfa ekki að kveðja þig. Og komdu nú. Við megum ekki vera að því að lóna hér til eilífðar! Kjammi fór nú út í bátinn, þó honum félli þungt að get-a ekki kvatt gamla manninn, og meö hverju áratogi fjar- lægðist hann eyjuna. — Upp með akkerið, hrópaði skipstjór- inn um leið og þeir voru komnir á skips- fjöl. Halaklippti krókódíllinn var ákaflega skemmtilegt skip og í ákafa sínum við að kynna sér allt um borð, gleymdi Kjammi bráðlega gamla manninum og öllu nema skipinu. Hann fór niður undir þiljur og kynntist þar fljótlega brytanum. Þar gáði hann inn í kæliskáp einn og sá hálfan búðing, sem hann sporðrenndi á svip- stundu. Síðan fór hann inn til skipstjór- ans og kynnti sér hvað hann ætti af bókum, fór svo til vélamannanna og ræddi við þá um vélar skipsins, og þegar þessu var öllu lokið, var Halaklippti krókódíllinn kominn langt á út á haf, svo eyjan sást aðeins eins og smádepill úti við sjóndeildarhringinn. Þá fór Kjammi aftur að hugsa um hinn gamla félaga sinn og varð ákaflega hryggur yfir að hafa þurft að skilja vió hann. Hann sett- ist upp í kengirúm og fór að hálfkjökra þar. Kem ég mikióof seint? * ^ 7me- Hvar er einkaleyfisráðuneytið? laumufarþegi — spurði aðeins um farmiðann þinn. — Allir eru með nefið niðri I f starfi mfnu. — Hertu þig upp, hlessaður. — O, ég kvarta ekki, ég fram- leiði vasaklúta. Maðurinn: — Og nú ertu að segja mér að margir menn hefðu beðið þin áður en ég gerði það. Konan: — Já, margir. Maðurinn: — £g vildi að þú hefðir gif/.t fyrsta fíflinu, sem bað þín. Konan: — Nú, það var ein- mitt það, sem ég gerði. Tannlæknirinn sagði áður en hann byrjaði að draga tönn- ina: — Hugsaðu nú eitthvað skemmtilegt, þá finnurðu ekkert til. Maðurinn kveinkaði sér ekk- ert. — Þetta gekk ágætlega, sagði tannlæknirinn. Um hvað hugsaðirðu? — Að tengdamóðir mín væri f mínum sporum. X Bílstjórinn: — Get ég ekið þennan veg til Reykjavíkur? Bóndinn: — Já, ef þú vilt. Þetta er ekki minn vegur. 11 Persónurnar f sögunni: Andreas Hallmann Björg — kona hans Kári Jón Ylva börn hans Cieilia — tengdadóttir Andreas Hailmanns Gregor Isander — iæknir f jölskyldunnar og náinn vinur Malin Skog — bráóabirgóaeínkaritari Andreas Hallmanns Lars Petrus Turesson — ókunnugur traust vekjandi maður ásamt með Christer Wíjk slökkt f hvftu höllinni innan múr- veggjanna. En af sjö fbúum hússins voru aðeins tvær sem sváfu. Hinar störðu glaðvakandi út f m.vrkrið og leyndai- hugsanir þeirra tóku á sig form eins og hrennandi óskir sem reikuðu frávita um þögult húsið. — Þetta gengur ekki lengur. Guð einn veit hvernig þefta hefur getað gengið svona lengi. Það verður eitthvað að gerast ... og það verður að gerast fljótlega. En hvað? Og hvernig? Hann er svo hrikalega sterkur. Svo öruggur með sig. Eg ætti ekki að hafa samúð með honum, það er vfst alveg áreiðanlegt. Og samt veit ég ekki hvort ég get... En svona get ég heldur ekki lifað. Það verður eitthvað að gerast... — allt er svo tilgangslaust ... algerlega tilgangslaust. Eg hel reynt, eins og ég hef lifandf get- að. En hvað stoðar það? Þegar manneskja kærir sig ekki hætis hót um þann sem vill, ó, ef maður gætí nú bara framkallað ást ... Kannski ... ef HANN væri ekki ... kannski... — Strax og f rúmið er komið fer mig að dreyma um þig. Eg kyssi þig aftur, er hjá þér aftur ... þó að það kosti ... ja, kosti hvað? Það er augljóst að einhverjar leiðir eru til, spurningin er bara hvort maður er nógú kaldrif jaður til að velja einhverja þeirra. Og ef svo er, hverja þá ... ? — Hvað er þetta Iff mitt annað en endalaus auðmýking. Eftir hverju er ég þá að bfða? Er ekki betra að hafast eitthvað að? Það verður þá að ráðast hvað við tekur ... sfðan ... án sjálfsvirðingar getur enginn þrifizt ... Og auk þess getur þetta ekki versnað úr þessu ... — Hættulegir hugarórar ... hættulegir órar ... háskadraumar ... En það er þó að minnsta kosti leyfilegt að gæla við tilhugsunina ... Eina stund um nótt, þegar aðrir sofa ... tmynda sér að allt sé öðruvfsi ... Að hann sé ... dáinn. Þá færi hann ekkí lengur svona gegndarlaust f taugarnar á mér. Hann gæti ekkert mein gert mér lengur. Og þá væri ég frjáls og gæti ... alit yrði betra en nú ... ef hann bara já ... bara ef hann væri dauður. 3. KAFLI. Smám saman lærðist Malin að una þvf Iffi sem á Hall var lífað. Hún lærði smám saman að rata f þessu stóra húsi, en hún vandist aldreí óhugnanlegri skfmunni f forstofunni né heldur mjúkum þykkum gólfteppunum, sem gleyptu fótatak sem nálgaðist ... og það gerðist oft, sérstaklega sfðla kvölds, að hún stóð kyrr f stiganum sem lá upp á efri hæð- ina og hlustaði með öndina f háls- inum ... var einhver að læðast þarna að baki henni. Hún uppgötvaði einnig fljót- lega að Andreas Hallmann var hinn mesti morgunhani og hann tók það sem sjálfsagðan hlut að aðrir væru það lfka. Klukkan sjö fékk hann sér göngu f garðinum, þar sem laufin voru að falla æ meira af trjánum, klukkan hálf átta var morgunverðurinn fram borinn og ef hann sá að einhvern þegna sinna brást hann ókvæða við. Þar sem Kári lét yfirleitt ekki sjá sig, hófst þvf sem næst dagur hver með því að Björg og Ylva urðu fyrir steypu af illgirnislegum athugasemdum og iðulega rauk Ylva grátandi út úr stofunni. Björg aftur á móti hélt jafnan stillingu sínni og skipti ekki skapi svo að sýnílegt væri. Eftir að morgunmat var lokið vann Andreas af ótrúlegu kappi þar til kvöldverður var fram bor- inn klukkan sex — aðeins var gert stutt hlé á vinnunni til að snæða léttan hádegisverð um eitt- leytíð. Hann las Malin fyrir klukkutfmum saman, hann fór yfir kaflana sem hún hafði hrein- ritað kvöldin áður, hann fékk henni sfðan þá kafla f hendur og aftur var byrjað að vínna þá. Vinnuhraði hans var f rauninni slfkur að Malin hélt hún myndi örmagnast þegar nokkrar vikur voru liðnar af svo góðu. Einstöku sinnum grét hún af einskærri þreytu þegar hún var komin til herbergis sfns. Það kom henni á óvart hvað hann gat unnið hamslaust — án þess að hinn svokallaði innblást- ur kæmi neins staðar við sögu og að lokum trúði hún honum fyrir hugsunum sfnum. — Nei, sagði hann hreinskllnis- lega — þegar ég er á þessu stigi f starfi mfnu, kemur engin inn- blástur til sögunnar. Hann er aft- ur á móti nauðsynlegur á frum-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.